Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 40

Morgunblaðið - 25.09.2020, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 Rafhitarar í skip, hús og sumarhús Ryðfríir neysluvatnshitarar með 12 ára ábyrgð Hitöld (element), hitastillar, hitastýringar og flest annað til rafhitunar Við erum sérfræðingar í öllu sem Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði Sími: 565 3265 rafhitun@rafhitun.is • www.rafhitun.is viðkemur rafhitun. Hvað eruð þið mörg sem búið í húsinu? „Ég bý með kærastanum mínum Hinriki Gunnarssyni, Hallmari syni mínum og kærust- unni hans og Birtu dóttur Hinriks. Þá er hér alltaf athvarf fyrir stelpurnar okkar þær Sig- ríði Maríu dóttur mína og Sóleyju dóttur hans. Við erum öll „fullorðin“ og það fer mjög vel um okkur. Ég má auðvitað ekki gleyma sjálfri drottningunni á heimilinu, Míu, sem er fjög- urra ára gömul aussie-tík sem hefur mjög ákveðnar skoðanir um hver megi fara með hana út að ganga og hvenær er kominn tími á að segja dagsverkið gott og hörfa upp í svefn- herbergi.“ Eldhúsið er hjarta heimilisins Hvað getur þú sagt mér frá svefnherberg- inu þínu og útsýninu þaðan? „Útsýnið heima er engu líkt og það er síður en svo leiðinlegt að vakna á morgnana og fylgj- ast með sólinni rísa yfir Elliðavatninu. Um- hverfið er mjög friðsælt og það á vel við mig að njóta kyrrðarinnar sem fylgir því að búa í sveit í borg. Svefnherbergið er ekki bara svefn- herbergi og við hönnun hússins var sérstak- lega tekið mið af því að ég elska næði og þæg- indi. Þannig er herbergið eina svefnherbergið á hæðinni og deilir í raun litlu sem engu plássi með öðrum rýmum hússins. Mömmu tókst ótrúlega vel upp enda eyði ég miklum tíma í rýminu. Það er fátt notalegra en að setja á góða tónlist, fara í heitt bað og setjast svo með góða bók með alveg ótruflað útsýni yfir ís- lenska náttúru. Fyrir neðan húsið er malarvegur, með tölu- verðri umferð útivistarfólks og hestamanna, en hæð glugga er hönnuð þannig að ekki sést inn í rýmið utan frá.“ Hvað er hjarta heimilisins? „Eldhúsið og borðstofan eru hjarta heimilis- ins. Við eigum öll okkar persónulegu athvörf í húsinu þar sem allir geta haft næði en svo er það í eldhúsinu og borðstofunni þar sem heim- ilisfólkið kemur saman. Rýmið býður fólk vel- komið heim, það er opið, hátt til lofts en um leið vandað til hljóðvistarinnar. Stórir glugga- Í svefnherbergi Herdísar er hugsað fyrir öllu. Hér er góð aðstaða að taka sig til fyrir daginn. fletir gefa mikla náttúrulega birtu, þar sem út- sýnið er nýtt til hins ítrasta. Bein tenging við suðurhluta garðsins gerir að verkum að við njótum hans þegar veður leyfir. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mikill kokkur sjálf, þótt ég njóti þess vissulega að borða góðan mat. Ég er meira fyrir það að elda á hátíðisdögum þar sem maður getur staðið í nokkra klukkutíma í eldhúsinu, en minna fyrir hversdagslegri máltíðirnar. En svei mér þá ætli ég sé ekki duglegri núna, enda er þetta eins og félagsmiðstöðin okkar heima og hún togar í mann.“ Hver er uppáhaldsliturinn þinn? „Ég er náttúrubarn og elska jarðliti. Hinrik fær mig svo annað slagið út fyrir boxið í lita- vali, hann kallar það að brjóta upp. Við höfum gaman af því að nostra heima og gera fallegt og í raun er í mestu uppáhaldi hjá mér þegar við blöndum saman litum og það heppnast að skapa vissa stemningu.“ Hefur alltaf tekið sér góðan tíma í að kaupa húsgögn Hvað keyptir þú þér af húsgögnum fyrir heimilið? „Ég hef sankað ýmsu að mér í gegnum tíðina en skandinavísk og ítölsk hönnun er í uppáhaldi. Þegar ég var ung sleppti ég því frekar að kaupa húsgagn þrátt fyrir að vanta það af því ég var að safna mér fyrir því sem mig raunverulega lang- aði í og ég sé ekki eftir því í dag. Þá velti ég hlut- unum fyrir mér lengi og er ekkert að flýta mér. Þannig hef ég ekki átt sófaborð síðan Hinrik flutti inn, enda er ég enn að sverma fyrir ákveðnu borði. Ég tek samt annað slagið rúnt- inn og heimsæki það í búðinni. Einn daginn kemur það kannski heim með mér – hver veit?“ Hvað er gott heimili í þínum huga? „Ég er mjög lukkuleg með húsið og þakklát mömmu fyrir að hanna draumahúsið mitt. Heimili er griðastaður sem manni þykir vænt um og líður vel í. Staður sem maður hefur lagt alúð í að stilla upp eftir eigin lífi og í kringum fólkið sitt og endurspeglar fólkið sem þar býr.“ Sófarnir eru úr Epal ásamt PH-lampanum. Þetta spilar vel saman við svörtu bast-stólana. Leðurstóllinn fer vel við arininn og eldiviðinn. Á þessari mynd sést hvernig baðherbergið flæðir inn í hjónaherbergi á áreynslulausan hátt. Hér má sjá baðkarið sem er inni í hjóna- herberginu. Inn í rýmið flæðir birta og því hægt að hafa það náðugt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.