Morgunblaðið - 25.09.2020, Síða 45
Erla Dögg og Tryggvi
segja að vaskurinn sé fyrir
alla sem nota salerni.
Erla Dögg Ingjaldsdóttir og Tryggvi Þorsteinsson hönnuðir og
eigendur Minarc-arkitektastofunnar í Santa Monica í Kaliforníu unnu
á dögunum til verðlaunanna The European Product Design Award,
fyrir hönnun sína á vaski sem sparar vatn. Hann nefnist ReFlow.
Marta María | mm@mbl.is
Fyrir hverja er þessi vaskur?
„Fyrir alla sem fara á klósettið
og þvo sér um hendurnar,“ segir
hún og hlær og bætir við: „Og fyrir alla
sem vilja breyta heiminum.“
Nú þarf hönnun og útlit að fara saman, var ekkert erfitt að
sameina það?
„Það er ekkert erfitt og má líta út hvernig sem þú vilt svo sem.
Við erum að vinna með nýjungar og hugmyndafræði og tækni.
Hún getur verið alls konar.“
Hvernig er hönnunarheimurinn að breytast?
„Við berum meiri ábyrgð en áður að vera frjó og finna nýjar
lausnir. Það er nú næstum öruggt að heimurinn mun aldrei verða
aftur eins og hann var og við vonum að það sé til góða. Hönnuðir
bera ábyrgð á að kynna sér nýjungar og nota þær. Einnig er
áríðandi að hönnuðir og arkitektar átti sig á þeirri ábyrgð að oft
er verið að byggja á óbyggðum slóðum og þá ríður á að eyðilegg-
ingin sé gerð til að setja eitthvað fallegt í staðinn,“ segir hún.
Eru Íslendingar komnir nægilega langt að hugsa á þessum
nótum?
„Ég bara veit það ekki. Við búum að þeim náttúruauðlindum
eins og með vatnið sem við, eins og staðan er í dag, eigum nóg af.
En það þarf ekki að vera endalaust. Ég fann áþreifanlega fyrir
því þegar ég flutti frá Íslandi til Los Angeles, að vatn eru lífs-
gæði. Hvað varðar Íslendinga og hönnun þá eigum við margt sem
við getum verið stolt af,“ segir Tryggvi.
R
eFlow snýst um að nota vatnið sem notað er í vask-
inum til að sturta niður í klósettinu en með því er
hægt að spara allt að sjö gallon af vatni.
The European Product Design Award verðlauna
hönnuði sem eru góðir í því að hanna hluti sem nýtast
samferðafólkinu vel í daglegu lífi og koma með splunkunýja sýn á
hlutina. Það er því ekki að undra að Erla Dögg og Tryggvi hafi
hlotið þessi verðlaun.
Þegar Erla er spurð að því hver sé hugmyndin á bak við hönn-
unina segir hún að fólk þurfi að hugsa betur um lífsgæði sín og
fara betur með auðlindir náttúrunnar.
„Það er engin ástæða til þess að henda vatninu sem við þvoum
okkur um hendurnar með og hella nýju vatni í klósettkassann.
Þetta eins og annað sem við gerum í okkar hönnunarviku, að
benda fólki á hvað það gæti gert betur og þannig vonumst við
alltaf til að það hvetji aðra með frjóan huga til að gera betur,“
segir Tryggvi.
Hún segir að hver niðursturtun geti innihaldið sjö gallon af
vatni. Með því að nota ReFlow sparast mikið af vatni sem skiptir
máli þegar vatn er af skornum skammti.
Hvers vegna skiptir máli að geta nýtt vatnið eins og þið gerið?
„Það er svo áríðandi, ekki síst nú á tímum kórónuveirunnar, að
vera opin fyrir nýjum leiðum. Dagurinn í dag býður upp á marg-
ar nýjar dyr því það er nú alveg á hreinu að margar gamlar eru
lokaðar. Því fyrr sem við finnum nýjar dyr og opnum tækifærin
bak við þær því betur erum við sett,“ segir hann.
Verðlaunahönnun fyrir
þá sem þvo hendur
og fara á salerni
Hér má sjá hvað
vaskurinn er
sniðugur.
Erla Dögg Ingjalds-
dóttir og Tryggvi
Þorsteinsson reka
hönnunarfyrir-
tækið Minarc.
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020 MORGUNBLAÐIÐ 45
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
GLOBL VIKTOR
Hvíldarstóll
KRAGELUND Aya K 129
KRAGELUND K371
Casö 701 langborð
Stólar
Sófasett
Borðstofuborð
Skenkar/skápar
Hvíldarstólar
o.m.fl.
Borstofuhúsgön frá Casö
Mikið úrval af
hvíldarstólum
með og án rafmagns.
KRAGELUND Handrup
Rimme frá Casö, raðau saman þinni samstæðu