Morgunblaðið - 25.09.2020, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2020
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is
Sími 588 6070 - hitataekni@hitataekni.is
Sjálfvirk pottastýring
með snertiskjá og vefviðmóti
POTTASTÝRING
G
uðbjörg Glóð býr ásamt Gunnari
Barra syni sínum í Sjálands-
hverfinu í Garðabæ. Fyrir tveim-
ur árum ákvað hún að breyta um
lífsstíl. „Ekki það að lífsstíllinn
minn hafi verið verulega óhollur en hann var
samt ekki hollur heldur. Ég fann að árin voru
farin að segja til sín og að ég þyrfti að fara að
gera eitthvað í málunum.“
Guðbjörg Glóð byrjaði nýja lífsstílinn á því
að synda.
„Ég byrjaði á nokkrum ferðum sem svo urðu
fleiri. Ég fékk svo mikinn áhuga fyrir bringu-
sundi að ég var farin að vafra á netinu og horfa
á kennslumyndbönd á Youtube á kvöldin.“
Lífsstílsbreyting sem byrjaði með hreyfingu
Í ársbyrjun 2018 byrjaði Guðbjörg Glóð í
núvitundar- og hugleiðslunámi hjá Eckhart
Tolle sem tók sex mánuði og er kennt á netinu.
„Þar lærði ég meðal annars að hugleiða og
auk núvitundar kynntist ég alls konar leiðum
til þess að gera lífið betra. Vegna kórónuveir-
unnar mátti ekki fara í sund og þá byrjaði ég
að labba úti og nú finnst mér það svo gaman að
ég má varla sleppa úr degi án þess að fara út
að labba. Göngutúrar er svo einföld hreyfing.
Maður þarf ekkert annað en að fara í skó, opna
útidyrnar og leggja af stað. Engar tímapant-
anir og engin íþróttataska.
Ég sem fyrrverandi sjónvarpsáhugamann-
eskja eyði nú mestum tíma heima við í hreyf-
ingu, grúsk og hugleiðslu en samt langmest í
samveru með syni mínum.“
Hvað geturðu sagt mér um breytingarnar
sem þú gerðir í svefnherberginu?
„Gunnar Barri sonur minn er níu ára en um
leið og hann varð meira sjálfbjarga fór ég að
finna fyrir því hvað einkalíf mitt varð sífellt
minna inni á heimilinu. Hann vakir lengur,
skilur meira og hlustar þegar maður er í sím-
anum eða er með gesti í heimsókn. Íbúðin okk-
ar er mjög opin og hvort okkar með eigið her-
bergi. Hann er ekkert voða mikið inni í sínu
frekar en ég í mínu herbergi. Mig var því farið
að vanta stað til þess að vera meira ein þegar
hann er með vini í heimsókn eða þegar ég vildi
ræða mál í síma út af fyrir mig. Vinkona mín
kom með þá snilldarhugmynd að nýta svefn-
herbergið, sem ég og gerði. Ég setti þangað
inn einn af stólunum úr stofunni og nú nota ég
herbergið mitt mjög mikið. Er bara oft inni í
herbergi. Þetta var ekki stór breyting en hún
breytti mjög miklu fyrir mig.“
Lítið fyrir óskrifaðar almennar heimiliskröfur
Heimilið er að hennar mati staður utan um
áhugamál þeirra sem búa þar.
„Það er svolítið merkilegt hvað við festumst
í því að hlutir eigi að vera á ákveðinn hátt þrátt
fyrir að það henti okkur engan veginn. Ég held
að mjög margir fermetrar á heimilum nýtist í
fátt annað en uppfylla einhverjar óskrifaðar al-
mennar heimiliskröfur. Af hverju má svefn-
herbergi fullorðinna ekki nýtast til annars en
að sofa þegar barnaherbergi eiga að vera
afþreyingarstaður líka? Af hverju erum við
með stofu sem enginn notar og áhugamálin
geymd úti í skúr?
Einmitt á þessum nótum keypti ég stóran leð-
urskemil sem ég sá auglýstan til sölu á netinu.
Hann passaði ekki alveg inn hjá okkur en þegar
ég fattaði að minnka borðstofuborðið, sem við
köllum afmælisborðið því það er nánast bara not-
að í afmælum og á jólum, myndaðist pláss fyrir
hann. Skemillinn er í mikilli notkun því sonur
minn spilar á horn og æfir sig á honum alla daga
og ég hugleiði þar á kvöldin. Það voru því góð
skipti að skipta út stækkuninni á afmælisborðinu
og koma honum fyrir. Ég held líka að þetta sé
bara byrjunin á svona breytingum hjá okkur.“
Auðvelt að hreyfa sig heima
Er eitthvað sem þú gerir daglega heima sem
er út fyrir kassann?
„Ef hugleiðslan er út fyrir kassann þá já en
svo hef ég líka gríðarlega gaman af því að
dansa heima hjá mér. Það byrjaði á því að
epla-úrið sem ég var nýbúin að eignast lét mig
vita að ég ætti eftir að hreyfa mig í 25 mínútur
ef ég ætlaði að ná takmarki dagsins. Mér
fannst það mjög fyndið því úti var niðamyrkur,
sonur minn sofandi inni í rúmi og ég föst
heima. Ég fór þá að pæla hvað ég gæti gert og
endaði á að dansa mig sveitta í 45 mínútur við
alls konar tónlist. Síðan þá dansa ég oft þegar
ég næ ekki að fara út að labba eða í sund og
stundum bara til þess að líða betur. Það er
ekki hægt að dansa án þess að komast í gott
skap.“
Ertu mikið fyrir að elda sjálf?
„Já, ég hef alveg svakalega gaman af því að
Sælkeri sem
fer sínar eigin
leiðir í lífinu
Guðbjörg Glóð Logadóttir stofnandi og eigandi
Fylgifiska breytti lífi sínu svo um munar fyrir tveimur ár-
um. Hún breytti íbúðinni í takt við breytingarnar og setur
spurningarmerki við hefðir þegar kemur að heimilinu.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
List og fallegir litir leika
stórt hlutverk á heimilinu.
Blómin skapa
róandi umhverfi
á svölunum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Guðbjörg Glóð er alltaf að
viða að sér nýrri þekkingu.
Guðbjörg Glóð er mikill fagurkeri.