Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2020 Elsku Meyjan mín, þú ert lúmskt stjórnsöm þótt þú takir kannski ekki einu sinni eftir því sjálf. Ein skemmtileg vinkona mín kom til mín um daginn og sagði að þetta væri ekki eins og maður væri stjórnsamur heldur hefði maður bara betri og skemmtilegri hugmyndir. Það er svolítið status quo eða stopp núna í byrjun september, en það er bara til þess að þú fáir þessar góðu hugmyndir og getir nýtt þær til að leiðrétta líf þitt. Ég dreg fyrir þig tvö dásamleg spil úr töfrabunkanum mínum og fyrra spilið hefur töluna tvo sem sýnir þér hvernig þú finnur þann sannleika sem þig vantar. Spil númer tvö hefur töluna sjö sem tengir þig sterkt og þýðir einfaldlega sigur. Öll stöðnun fer illa í þig og það hentar þér svo miklu verr en þú heldur að vinna frá 9-5. Inn í líf þitt tengjast vinir úr öllum áttum, svo þú sérð þú ert vel stödd. Í þér býr mikill sálfræðingur og gleðigjafi og þú hefur hæfileika til þess að vinna flókin verk- efni eins og ekkert sé. Láttu engan stöðva þig, því það er alls ekki þinn stíll. Þótt þú virðist við fyrstu sýn að vera með tökin á öllu og vera með allt á hreinu, þá er innsta eðli þitt svona eins og villiköttur. Þú þarft og verður að gera hlutina aðeins öðruvísi og margt er að leysast sem tengist frama þínum því þú ert á blaðsíðu þar sem hugrekki er rísandi tákn. Haltu bara áfram eins og ekkert sé og haltu höfðinu hátt. Fáðu þig til að horfast í augu við það sem þú hefur frestað, því í því er fólgin svo miklu betri líðan. Kláraðu svo það sem þú þarft strax, skrifaðu niður áður en þú ferð að sofa hvað það er sem þú vilt klára. Því þegar þú skrifar niður það sem þú raunverulega vilt fer það inn í frumurnar og á hárréttum tíma muntu taka réttar ákvarðanir, því það er blessun yfir þér í þessum mánuði. Berðu höfuðið hátt MEYJAN | 22. ÁGÚST 22. SEPTEMBER Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú finnur þig mildast gagnvart því sem er í kringum þig. Þú ert eins og friðarhöfðingi með friðarpípu. Þú nenn- ir ekki að stinga neinn og leyfir þér bara að vera nákvæmlega eins og þú vilt. Venus er svo mikið tengd þínu merki, svo allt sem þú setur ást og auðmýkt í færðu hjálp við þegar líða tekur á nóv- ember. Ég dreg núna fyrir þig spil úr töfrabunkanum og í staðinn fyrir að fá tvö dró ég fjögur. Ég vel tvö úr þeim sem mér finnst henta þér. Talan á spilinu er áttan, tákn eilífðinnar. Þetta er tilfinn- ingatengt spil og þú setur það gamla til fortíðar til þess að hafa pláss fyrir það nýja. Næsta spil hefur töluna 15, sem gefur þér kraft leiðtogans til þess að skapa skemmtileg ævin- týri. Á spilinu er mynd af Lúsifer sem var fallegasti engill Guðs, en þegar hann ríkti við hlið hans var Guð ekki sammála honum svo hann henti honum út úr himnaríki. Setningin úr spilinu er freistingar og skilaboðin til þín eru að þú mátt leyfa þér þær því þær eru til að gera lífið litríkara og þú hefur alveg leyfi til að falla fyrir þeim. Þú ert búinn að hafa pen- ingaáhyggjur, en leyfðu þér bara aðeins að vera kærulaus því þetta hefur alltaf bjargast og mun gera það líka núna. Það tímabil sem þú ert staddur í flýgur áfram eins og lífið sé hraðara en vanalega. Þér finnst þú þurfa að vera búinn með þetta eða að klára hitt og þá verðurðu pirraður og leiðinlegur við sjálfan þig ef þú ert alltaf að tuða í þér. Það er bara allt í lagi fyrir þig að láta lífið fljóta og synda með straumnum. Ég dreg fyrir þig setningu úr Abrakadabra-spilastokknum mínum og hún segir þér: Þú hefur guðlegt afl. Þú hefur guðlegt afl SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 22. NÓVEMBER Elsku Steingeitin mín, það er svo margt sem þú ert búin að hugsa um að fram- kvæma, gera og ýta áfram. Þú lætur það pirra þig að allt standi of mikið í stað og að ekkert sé ná- kvæmlega eins og þú vildir að það væri. Þetta er svolítið erfitt fyrir þig, en það eru umskipti á svo mörgu fram undan hjá þér. Þú færð upp í hendurnar verkfæri til að gera það sem þig langar; þótt það sé ekki akkúrat eins og þú ætlaðir þér kallast þetta lífið. Þú þarft að vera svolítið sniðug, fara rólegu leiðina og jafnvel ekki láta alla vita hvað þú ætlar þér, þá leysist þetta og þú finnur þinn frið. Það eru margir í þessu merki nýbúnir að flytja eða eru að hugsa um að skipta um heimili og gera skemmtileg verkefni. Þessi sérstaka magnaða orka sem flæðir inn í líf þitt gefur þér ham- ingju og er það ekki það eina sem vert er að leita eftir? Nýir vinir eða merkilegt fólk sem hefur stórkostlega góð áhrif á þig færist nær tíðninni þinni. Þú ert að læra svo fallega að kalla á það sem þú vilt, en þegar þú gerir það máttu heldur ekki veita neitt viðnám. Núna er tímabilið þar sem þú þarft ekki að stjórna öllu, því mátturinn og alheimurinn er að senda þér og uppfylla gamla drauma sem þú hefur átt. Ef þú ert að spá í ástina, þá þarft ÞÚ að gefa þig alla, sleppa fram af þér beislinu og taka skref lengra en þú þorir. Peningar laðast líka að þér, en ef þú sýnir peningaorkunni ótta nær hún ekki að flæða til þín. Svo þótt það sé kannski ekki þín uppáhaldssetning, þá skaltu hafa þessi orð í huga: Þetta reddast, því svoleiðis tikkar þú. Þarft ekki að stjórna öllu STEINGEITIN | 21. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku Vogin mín, ég veit að margt hefur verið í kringum þig sem þú hefur haft litla stjórn á, líkt og þú sért að snúa lukkuhjóli og vitir ekki hver vinningurinn er eða í hvaða átt á að rúlla því. Næstu þrír mánuðir eru mikilvægustu mánuðirnir á árinu. Það verða töfrar eða galdrar allt í kringum þig og einhvern veginn mun lífið færa þér eins og á silfurfati betri og meira spennandi áhugamál sem tengjast bæði vinnu og nýjum verkefnum. Þú endurnýjar kraftinn þinn og heldur áfram að henda skoðunum þínum og sannfæringu út í alheiminn, en leyfir þér samt líka að leika þér. Þér á eftir að líða eins og þegar þú varst krakki, þá meina ég þegar þér leið sem best sem krakki. Í þessum krafti og góðu breytingum eru fólgnir galdrar. Það er svo margt sem þú ert að sleppa lausu út úr lífi þínu sem hefur verið þér íþyngjandi en þér hef- ur samt fundist þú þurfa að gera þetta, hitt og allt saman. Þú færð svo mörgu framgengt sem þú hefur reynt að koma í gegn í langan tíma og þá stoppar stressið, sem getur svo sannarlega drepið mann og annan. Þú færð styrki eða óvænta peninga, nokkuð sem þú bjóst alls ekki við. Skoðaðu betur í kringum þig og vertu viss um að þú finnir leiðina að peningaorkunni, sem er bæði jákvætt og hjálpar til. Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum mínum og óma (Sigga er að óma, það er alveg satt, ég er að skrifa fyrir hana stjörnuspána, heyri, upplifi þetta og er dolfallin!) og þú færð spil með töluna 13. Henni fylgir dulúð og spilið segir líka þú sért að fara í umbreytingu og umbyltingu á líkama þín- um og útliti. Spilið sýnir að þú sért að skríða út úr lirfunni og verða að því fallegasta fiðrildi sem þú getur ímyndað þér. Hitt spilið tengist orkustöð hjartans og gefur þér orku og dug til að segja það sem þú vilt við þá sem þú elskar skýrt og skilmerkilega. Þessi orkustöð er svo öflug á næstunni og þú finnur að það er eins og þú hafir ofurkrafta tengda ást og hjarta. Krafturinn endurnýjaður VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER Elsku Bogmaðurinn minn, plánetan Júpiter er þín pláneta og ég vil túlka hana sem plánetu allsnægta. Svo þú færð að sjá að þú færð miklu meira í líf þitt en þú bjóst við. Útkoma þessi er mest þegar árið 2020 er að enda. Þú finnur það á þér eða færð tilfinningu fyrir (sem er það sama) að þú sért að fara inn í góða tíma. Þessi tilfinning mun efla þig til dáða og fá þig til að gera þitt besta, og reynd- ar aðeins meira en það. Ekki eyða tímanum í að hugsa um það sem er búið því það ruglar þig í ríminu til þess að skilja hvað þú getur. Þú notar betri tækni til að koma þér á framfæri og færð fólk til að aðstoða þig, alveg sama hvað þú ætlar að gera, allir eiga eftir að vilja hjálpa þér. Það er svolítil sorg yfir tíðninni þinni, en það sem er sorgin þín á eftir að breytast í vel- líðan því góðar eða sterkar fréttir sem skipta miklu máli koma til þín óvænt. Þú kafar mikið í þinn innri karakter og finnur ástríðuna blossa upp. Ég dreg tvö spil úr töfrabunkanum mínum og þú færð hjartaás og undir spilinu stend- ur: Velmegun byrjar. Næsta spil hefur töluna níu sem er alheimstala og tengir þig við að vinna við og með fólki og breyta aðstæðum hjá öðrum. Undir spilinu stendur einvera og það er mynd af mörgum bókum hjá spilinu. Þú ert að fara að læra eitthvað merkilegt, það þarf ekki að vera mikið, en það er merki- legt. Setningin til þín er að þú ert aðalleikarinn í þinni ævisögu og þér fara ekki auka- hlutverk. Á plánetu allsnægta BOGMAÐURINN | 23. NÓVEMBER 20. DESEMBER Elsku Vatnsberinn minn, það er nú ýmislegt búið að ganga á, en flestallt sem lendir inni í lífsferðalagi þínu er eitthvað sem þú hefðir átt að finna á þér eða sjá fyrir. Eina hindrunin er gagnslaus reiði, því reiði er mesta eyðileggingarafl fyrir þann sem ber hana. Þegar þessi tilfinning kemur í huga þinn, jafnvel aftur og aftur, segðu þá nei til að koma henni út og útilokaðu reiðina. Með því færðu kraft til að vera ákveðin/n á fallegan máta og vera skýr í því sem þú gerir. Það er mikil blessun í kringum fjölskylduna þína, hvort sem þú átt afkomendur eður ei, svo þakkaðu innilega fyrir það sem er að fara svo ofsalega vel. Þú ert búin/n að vera að laga til inni á heimili eða í kringum þig og fjárfesta í einhverju sem gleður þig og allt gengur eins og best verð- ur á kosið. Þessi kvíði sem seytlar upp á yfirborðið er bara eðlilegur og það er gott að nota orðið spenntur frekar; ég er svo spennt/ur í staðinn fyrir ég er svo kvíðin/n. Þú þarft ekki að hræðast fólk og eftir því sem þú opnar faðminn betur koma fleiri og knúsa þig og ástamálin eru þakin rómantík og litlum fallegum hlutum. Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum og óma um leið til þess að þetta sé beint í mark. Þú færð ásinn sem er tákn velmegunar og þó svo þú eyðir um efni fram er það bara til að byggja þig upp og skapa meira flæði af því sem þig vantar. Þú færð líka drottningu og töluna 12, sem þýðir að þrátt fyrir að þú þurfir að hætta við eitthvað, þá er bara eitthvað miklu betra og blessaðra sem kemur í staðinn. Þetta tákn er hlaðið regnboga, sjó, skýjum og fagurri konu og þú tekur áhættu og hún er hundrað prósent til bóta. Ástamál þakin rómantík VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR September

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.