Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2020 Elsku Fiskurinn minn, það er fullt tungl í þínu merki í byrjun september. Það er svo magnað, að ef þú skoðar tímasetningar vel þá var allt á þeytingi í líðan þinni fyrir ör- skömmu og þú vissir ekki alveg hvernig þú áttir að láta þér líða. Núna eru ákvarðanir teknar og það er svo mikilvægt að um leið og maður tekur ákvörðun, hvort sem hún er rétt eða röng, líður manni strax betur. Þetta listamannamerki finnur svo sannarlega út hvernig það á að haga sér og orða setningar við þá sem geta togað í spotta og hjálpað áfram þinn veg. Þú hefur dýrðlegt tengslanet því það gleymir þér aldrei neinn. Ég skora á þig að vera duglegri að hafa samband við fólk og byggja upp þetta tengslanet betur, já miklu betur. Þegar þú gerir þetta eflistu milljónfalt. Ég veit það getur verið nokkuð væmni að segja þetta, en bara falleg skilaboð, eitt símtal og þér mun líða svo vel, því í þessu eina eru fólgnir svo miklir töfrar. Þegar líður á mánuðinn gefur þú frá þér svo mikið daðursglit og augun á þér skína eins og fag- urt ljós og jafnvel hundarnir elta þig heim. Þú hefur yfirmáta kynþokka sem þú notar óspart þótt þú gerir þér ekki grein fyrir því þegar þú þarft á því að halda. Nú óma ég góða tíðni og dreg tvö spil fyrir þig úr töfrabunkanum mínum. Fyrsta spilið tengir þig við gamla erfiðleika. Þegar þú hugsar um það erfiða sem hefur orðið á vegi þínum þá hendirðu í þig gömlum steini. Því að þótt þú hafir fengið stein í höfuðið fyrir mörgum vikum eða mánuðum og fundið mikið til, þá gerist það aftur þegar þú endurhugsar atburðinn að þú færð í raun sama steininn í hausinn. Taktu bara eina mínútu í einu og þá ert þú orðin/n magnari sem magnar upp gleði, ást og hamingju. Þú færð spil sem hefur töluna sex sem táknar fjölskyldu og vini og á þessu spili er mynd af fullt af kertum sem þýðir þú ert að tendra mörg ljós vináttu og ástar. Með yfirmáta kynþokka FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Elsku Nautið mitt, þú átt eftir að brosa út að eyrum því þú átt eftir að fá mikil- vægar fréttir sem bæta stöðu þína. Þú átt líka eftir að brosa hringinn yfir því að þú sérð að þú ert kominn á réttan stað. Það er heilmikið af tilfinningum búið að leka út úr hjarta þínu og þú ert svo sannarlega eitt mesta tilfinningamerkið. Fólk elskar þig hvort sem þú ert niðurbeygður eða fullur af bjartsýni eða gleði. Stattu beinn og sterkur og leyfðu fólki að sjá hvað þú ert að gera, það er gott fyrir þig að treysta meira bæði á fólk og máttinn í lífinu öllu. Þú þarft ekki að skammast þín fyrir nokkurn skapaðan hlut því þú ert svo mannlegur. Talaðu við þig eins og þú værir að tala við barnið þitt eða besta vin þinn. Þú myndir ekki rífa þær mann- eskjur niður heldur byggja þær upp. Þú hlustar svo sterkt á rödd þína, svo notaðu þann stíl til að peppa þig sjálfur upp. Ég er komin svo langt í þessu að jafnvel þótt ég sé í búð eða á Laugaveginum þá tala ég upphátt við sjálfa mig. Ég tala við mig með nafninu mínu, eins og: Sigga, hresstu þig við, þetta verður ekk- ert mál. Ef eitthvað hefur gerst sem ég ekki get breytt segi ég: Það verður að hafa það! Sterk orð gefa sterka orku, svo notaðu ekki neikvæð orð á fallegu sálina þína. Ég sé þú flýgur inn í þennan vetur með vængina þanda. Að sjálfsögðu fellur ein og ein fjöður af en þú flýgur samt hátt yfir. Það eru margir í þínu merki sem kynnast ástinni á þessu ári og hún er þess virði að þú veitir henni athygli sem þýðir ljós og að þú látir ljós þitt skína á þann sem er svo heppinn að vera inni í tilveru þinni. Samt nenna margir sem eru að lesa þetta bókstaflega ekki að bjóða ástinni inn, en ef þú ert tilbúinn skaltu ímynda þér þú haldir á hjarta þínu og kastir því frá þér til þess að rétta manneskjan grípi það. Þetta er gamall ástargaldur og þú ert sannur töframaður. Á réttum stað NAUTIÐ | 21. APRÍL 20. MAÍ Elsku Krabbinn minn, núna er rétti tíminn og tækifæri fyrir þig að rísa upp og sjá alla þá möguleika sem birtast í raun og veru bara þegar maður er í erfiðri aðstöðu, sleppir tök- unum og lætur sig vaða. Þú einn getur hreinsað allt sem líkami þinn og andi hafa þurft að bera og þessi staða gerir þig sterkari og sterkari og þar af leiðandi merkari. Þér verða sýndar leiðir til að komast í ábyrgðarstöðu og líka að fá virðingu. Ekki endilega frá þeim sem þú sækist eftir, en bíddu bara augnablik og sjáðu. Það er búið að vera merkileg lífssaga í þessu sumri hjá þér og ef þú skoðar aðeins betur þá er styrkur þinn fólginn í vanmættinum sem þú hefur fundið til öðru hverju. Þú verður hamingjusamari og þakklátari en þú hefur verið síðastliðin ár. Þú kemur sjálfum þér á óvart og verður hissa á hvernig þú losar þig við að hafa gengið í einskis nýtum drullupollum sem þó hafa orðið á lífsleið þinni af ýmsum ástæðum. Ábyrgðin sem þú ert með eða ert að fá upp í hend- urnar getur fengið þig til þess að finnast þú orku- eða kraftlaus ef þú horfir of langt fram á veginn. Svo ofhugsaðu alls ekki málin því allt sem er að gerast veldur því að þú verður betri manneskja. Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum mínum; fyrsta spilið merkir nýtt upphaf og það næsta gefur þér sérstakan mátt í sambandi við vinnu eða verkefni. Þú nærð jafnvægi gagnvart þeim sem hafa verið að stressa þig eða pirra og verður sterkari í að líta framhjá göllum annarra og sjá bara kostina. Ástin er fólgin í tryggð eða að vera trygglyndur og þú þarft aðeins að hafa fyrir henni, án þess jafnvel að fá mikið í staðinn. Þessi orka getur líka tengst bæði börnum, vinum eða bara hreinlega því að vera ástfanginn. Vertu ákveðinn með skýra afstöðu til þess sem þú ætlar að fá framgengt, því þá birtist þú sem sannur sigurvegari. Réttur tími til að rísa upp KRABBINN | 21. JÚNÍ 20. JÚLÍ Elsku Hrúturinn minn, eftir svolítið sérkennilegan sumartíma voru mörg atvik sem fengu þig til að upplifa sterkar tilfinningar sem voru alls konar. Þú ert búinn að vera feginn upp á síðkastið því sterki mátturinn þinn streymir inn í allar orkustöðvarnar þínar. Þetta þýðir ekki að þessi mánuður verði léttur eða auðveldur, því af auðveldu verður að sjálfsögðu ekkert. Þú grípur fast í taumana og framkvæmir það sem þú hefur látið sitja á hakanum eða ekki viljað horfast í augu við. Þegar þetta gerist kætistu og finnst gaman. Það er líka þannig að þegar þér finnst gaman fyllistu af endorfíni og hugmyndirnar þeytast um huga þinn. Þú verður eins og rottan (sem er dásamlegt dýr) sem finnur alltaf út hvert hún á að fara, á hvaða hátt og hvernig hún á að bjarga sér. Sjálfstraustið eflist og fossar í kringum þig og verður óstöðvandi eins og Gullfoss. Það sem þér fannst og finnst vera að hindra þig minnkar frá því að vera eins og fjall á bakinu á þér niður í að þér finnst þú ganga á gullnum sandi. Þú verður hissa á sjálfum þér því þú ert bestur í að leika þegar mikið er að gerast, en þegar ekkert er að gerast hjá þér koðnarðu niður og verður að ryki. Núna ertu svo sannarlega að standa upp og gera allt sjálfur án hjálpar í raun og verður sterkari og sterkari að vita að þú getur þetta einn og óstuddur. Þú notar nýja takta við þá sem eru í kringum þig og finnur á þér hvað er best að gera hverju sinni. Það sem hefur brotnað í kringum þig verður eitthvað sem þú kemst svo sannarlega auðveldlega yfir. Ég dreg eitt spil úr töfrabunkanum og talan sjö birtist á því spili sem táknar að þú verðir andlega sterkur. Á spilinu er mynd af manneskju sem teygir sig til sólarinnar og setningin á spilinu segir: Stattu á þínu og notaðu þessa yndislegu og stundum leiðinlegu þrjósku, því hún hefur hjálpað þér áður og gerir það svo sannarlega núna. Eins og Gullfoss HRÚTURINN | 21. MARS 20. APRÍL Elsku Tvíburinn minn, það hefur verið rok úr öllum áttum, en það fleygir þér bara áfram eða á nýja staði. Þú hefur staðið þig eins og fjallkonan sjálf. Þótt þig hafi langað að brotna niður og gráta er það ekki valmöguleiki sem þú hefur skoðað eða hleypt að. Líkami þinn er að styrkjast og þá gerir hugurinn það líka samhliða. Þú verður bjartsýnn fyrir þessum vetri og næstu sex mánuðir sýna svo sannarlega hvaða karakter þú hefur að geyma. Þú þarft að muna að þú þarft að sofa nóg eða mikið og leyfa þér að vera einn með sjálfum þér, því með því endurbyggist allt. Þú nennir ekki að gera einhverjar stórfelldar breytingar og það er svo sannarlega allt í lagi, en kláraðu það sem nauðsynlega þarf að klára því þá hvílistu betur og endurnýjar orkuna. Ég dreg fyrir þig spil úr töfrabunkanum og á fyrsta spilinu er talan fimm sem táknar ferðalög og skemmtilegar uppákomur. Neðst á spilinu er skrifað þolinmæði og þótt það sé dyggð hefurðu ekki nóg af henni. Ég segi: ef þú ert of þolinmóður allt lífið gerist ekki neitt, en núna eru skila- boðin til þín að nýta þér alla þræði í líkamanum og nota þolinmæðina. Spil númer tvö sem ég dró fyrir þig gefur þér töluna fjóra og talnaspekin segir að það tákni vinnu, en gefur þér líka þrjósku og húmor sem þú hefur nú kannski nóg af. Þar er líka mynd af fjölskyldu og fallegu húsi og sú táknmynd segir þér líka að fjölskyldan muni eflast og húsið er tengt markmiðum þínum. Neðst á spilinu stendur svo að þú hafir nú þegar undirstöðurnar til að ná þeim árangri sem þarf til að byggja líf þitt upp. Einfaldaðu lífið, láttu smáatriðin ekki skipta neinu máli, því þau heita einmitt SMÁatriði og þá finnur þú að hamingjan er í hendi þér. Líkami þinn er að styrkjast TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Elsku margbreytilega Ljónið mitt, þú þarft að beita öllum þeim töfrum sem þú hefur til þess að vera kamelljón þennan mánuðinn þannig að þú getir heillað alla í kringum þig, ólíkustu hópa og helst allt það fólk sem verður á vegi þínum. Allt slúður er bannað, því þá magn- arðu upp drama í kringum þína eigin sál og það er ekki í boði. Þótt þú heyrir eitthvert slúður um sjálfa þig, láttu það ekki kremja hjarta þitt. Í góðri bók eftir Dale Carnegie stendur einmitt að enginn sparki í hundshræ, svo láttu annarra orð ekki dvelja í huganum mínútu lengur. Það er svo mikilvægt núna að það sé hreyfing á þér, að þú takir í þátt í fleiri viðburðum en þú ert að gera og reynir að hafa ekki dauðan tíma því þá byrja hugsanirnar að kvelja þig. Þú ert ekki hugsanir þínar heldur tær andi og rísandi viska. Það verður magnað afl yfir þér og þú finnur hvað þú ert rólegur. Þegar þetta er komið yfir þig færðu kraftinn til að sannfæra aðra og sjálfan þig í leiðinni um hvað þú getur og hvað þú vilt. Ég dreg fyrir þig tvö spil úr töfrabunkanum og þú færð besta spilið af 76 spilum. Þetta spil tengir að vonir verði að veruleika og líka að gamall draumur muni rætast þótt þú sért ekki að hugsa um það akkúrat núna. Þú færð líka annað spil sem tengist frelsi, styrk hugans, andans og sálarinnar og þá finnurðu fyrir þakklæti. Í hvert skipti sem þú þakkar fyrir eitthvað sem þú færð, þá færðu meira af upp- fylltum óskum sem þú getur líka þakkað fyrir. Það er álag yfir ástinni, en með því rólyndi sem þú ert að fara að upplifa finnurðu jafnvægið. Ég dreg fyrir þig síðustu setninguna úr Abrakadabra-stokknum mínum og þú færð: Líf þitt er bók og líf þitt verður metsölubók. Vonir verða að veruleika LJÓNIÐ | 21. JÚLÍ 21. ÁGÚST Ritaðu nýjan kafla ef lífið veldur leiða. Knús og kossar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.