Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2020 LÍFSSTÍLL Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 DANSKIR DAGAR 20% AFSLÁTTUR AF SMÁVÖRU FRÁ Eins og svo oft vill verða er það einhver röð tilviljana sem réðþví að við fjárfestum í þessu húsnæði í Hveragerði og hóf-um þennan rekstur. Við höfðum reynslu af því að leigja út nokkur hús á landsbyggðinni til útlendra ferðamanna og hefur það verið góð reynsla og ánægjuleg. Við vorum þegar með plön um aðrar byggingar sem slegið var á frest þegar hugmyndin að Inni kom upp á borð. Foreldrar Rutar fluttu í Hveragerði fyrir fimm árum og smátt og smátt kviknaði sú hugmynd hjá okkur að gera eitthvað þar. Áður en þau fluttu komum við nokkuð oft hing- að í sundlaugina í Laugaskarði sem er algjör perla og ein falleg- asta sundlaug landsins að okkar mati,“ segir Kristinn aðspurður hvernig það atvikaðist að þau festu kaup á gistiheimili. „Yfirleitt segir Rut alltaf fyrst „nei“ þegar ég ber einhverjar hugmyndir upp en aldrei þessu vant tók hún vel í þetta frá byrj- un. Ég hafði séð gistiheimili til sölu í Hveragerði og var búinn að fara að skoða það einu sinni áður en ég nefndi þetta við hana. Ég sá strax að þetta var góður efniviður og vissi að Rut gæti gert eitthvað spennandi úr þessu. Hugmyndin var strax sú að breyta staðnum í fullbúnar gistiíbúðir þar sem Rut fengi að ráða för í hönnuninni,“ segir Kristinn. Rut og Kristinn eru mjög hrifin af Hveragerði og segja að það sé stutt í allar áttir þaðan. Svo hafi saga hússins heillað þau. „Hér var áður rekið gistiheimili af myndarskap af yndislegum hjónum sem strax tóku vel á móti okkur. Við heilluðumst líka af þeirri sögu sem bæði fylgir húsinu og staðsetningu þess. Í þessu húsnæði er löng hefð fyrir gistisölu, því í um 40 ár hafa verið leigð hér út herbergi til ferðafólks og annarra sem dvelja hafa þurft í Hveragerði. Hér hefur fólk því átt „inni“ í langan tíma. Inni stendur í götu sem heitir Frumskógar og er önnur tveggja gatna í Hveragerði sem saman hafa verið kallaðar „skáldagöturnar“, en það nafn er dregið af þeim fjölda skálda sem búið hafa þarna, sér- staklega upp úr miðri síðustu öld. Meðal þessara skálda má nefna Jóhannes úr Kötlum, Kristmann Guðmundsson og Kristján frá Djúpalæk,“ segir Kristinn. „Við höfum líka lengi verið hrifin af Hveragerði, sem er fal- legur vinalegur bær og frábærlega staðsettur; örstutt frá höfuð- borginni og því bæði þægilegt fyrir borgarbúa að skjótast austur fyrir fjall og einnig fyrir þá sem vilja dvelja utan borgarinnar en geta skotist þangað. Fyrir þá sem vilja skoða sig um á Suðurland- inu er stutt í gullna hringinn og suðurströndina. Bærinn býður upp á fjölbreytta þjónustu fyrir ferðamenn, ótal gönguleiðir og útivistarmöguleika og síðustu ár hafa sprottið upp frábærir veit- ingastaðir í bænum eins og Matkráin, Skyrgerðin og Ölverk,“ segir Rut. Kristinn, hefur þú jafn mikinn áhuga á hönnun og Rut? „Þegar ég kynntist Rut snerist áhugi minn á hönnun aðallega um grafíska hönnun í tengslum við starf mitt í bókaútgáfu og markaðsmálum. Á síðustu tuttugu árum má eiginlega að segja að ég hafi verið í „interior design“-námi hjá Rut og hún hefur sann- arlega kveikt áhugann hjá mér. Ég fæ þó samt ekki enn að ráða miklu varðandi hönnunina, en ég er alla vega kominn með tillögu- rétt. Áhugi minn liggur samt meira í markaðslegu hliðinni, þjón- ustunni og umgjörðinni sem þarf að skapa utan um rekstur eins og þennan. Það má eiginlega segja að við höfum fundið sameigin- legan flöt á störfum okkar þegar við fórum að fjárfesta í húsnæði til að hanna eða gera upp og bjóða svo fólki upplifunina að búa þar um stund,“ segir hann. Hvað var ykkur efst í huga þegar kom að því að gera gistiheim- ilið upp? „Þegar við keyptum húsnæðið var þar fyrir gistiheimili með blöndu af herbergjum, smáíbúðum og íbúðarhúsnæði fyrri eig- enda. Frá upphafi var hugmyndin sú að breyta rekstrinum þann- ig að um fullbúnar gistiíbúðir væri að ræða. Við vissum engu að síður að við gætum ekki misst okkur í hvað sem er því við þurft- um að halda okkur í kostnaðarramma sem við réðum við,“ segir Kristinn. „Við vildum fyrst og fremst að íbúðirnar yrðu notalegar og gestir upplifðu þetta svolítið eins og að ganga inn í annan heim og kæmu aðeins á óvart. Ég vildi að íbúðirnar hefðu sterkan karakt- er og það er gert m.a. með djörfu litavali. Það er mikilvægt að setja sér nokkuð stífan ramma og halda sig svo innan hans. Þann- ig þarf að hugsa hverja íbúð sem heild og hvernig innréttingar, gólfefni, litir á veggjum, fylgihlutir, teppi, púðar og annað spila saman,“ segir hún. Nú er litapallettan ansi hreint fögur. Hvaða litir eru þetta sem er verið að nota? „Við notuðum matta Sikkens-málningu frá Sérefnum og ég setti saman fjórar litapallettur sem hver samanstendur af þrem- ur litum. Þessir litir eru sérvaldir/blandaðir fyrir þetta verkefni Í íbúðunum eru sniðugar lausnir eins og sjá má hér þar sem gluggatjöld eru notuð til að stúka af baðherbergi án þess að það verði klúðurslegt. Svefnherbergin eru einstaklega notaleg. Hér mætast dökkgrár og grængrár á heillandi hátt. Rúmföt, rúmteppi og púðar gera herbergið ennþá vistlegra. „Vissi að Rut gæti gert eitt- hvað spennandi úr þessu“ Hjónin Rut Káradóttir og Kristinn Arnarson festu kaup á gistiheimili í Hveragerði og gerðu það upp. Það fékk nafnið Inni og hefur að geyma níu full- búnar gistiíbúðir sem þau endurhönnuðu á einstakan hátt. Þau vildu skapa notaleg- an heim sem héldi utan um gestina en litapalletta íbúðanna hefur vakið athygli. Marta María mm@mbl.is Hjónin Kristinn og Rut vinna saman í þessu verkefni; hún sá um hönnunina en hann markaðsfræðina á bak við gistiheimilið. Aðkoman að gisti- heimilinu er falleg.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.