Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2020 M jög er horft til kannana þeg- ar mikilvægar kosningar eru skammt undan. Þá velt- ur mest á hvernig er spurt og hvort úrtakið uppfylli öll skilyrði. Sumir fjölmiðlar hérlendir og erlendir spyrja í sinn hóp um mál sem þeir fjalla mjög og jafnvel ótæpilega um. Niðurstöður í þeim könnunum eru iðulega mjög af- gerandi en ekki að sama skapi upplýsandi. Eins mætti spyrja þá sem mæta reglubundið á KR- völlinn hlutlausra spurninga um Íslandsmótið í knatt- spyrnu og þar með lægi skoðun almennings fyrir um þau atriði. Kannanir um flokka má síst misnota Kannanir um fylgi flokka sem lúta bærilega almenn- um lögmálum eru líklegri til að gefa gagnlegar vís- bendingar. Og reynslan sýnir að því nær kosningum sem þær eru gerðar því nær úrslitunum verða þær. Það er auðvitað ekki að undra, því að flestir hafa þá gert upp við sig hvort og þá hvernig þeir ætla að kjósa. Persónulega gerir skrifari ekki mikið með þá sem segjast óákveðnir fram á síðustu stundu, enda kemur jafnan á daginn að „hinir óákveðnu“ skiptast með mjög áþekkum hætti og „hinir ákveðnu“ þegar upp er talið. En segja má að það geri sjálfboðastarfi fyrir flokka og framboð gott á síðustu dögum, að enn megi hræra í óákveðnum. Það er líklegt til að kveikja eldmóð hjá flokkshestunum. Fróðleikur um eðlilegt verklag hefur smám saman gert fylgiskannanir marktækari en var. Þegar nið- urstöður margra kannana, sem ólíkir aðilar standa að, sýna áþekka útkomu vex tiltrú þeirra verulega. Aðrar kannanir en um fylgi eru vafasamari og mis- notkun á slíkum algengari. Áhættan á því að sitja uppi með úrslit sem stangast á við raunveruleg úrslit er ekki fyrir hendi þá. Kaldir karlar fiktuðu Óneitanlega lá það orð á þegar fjölmiðlar gerðu sjálfir skyndikannanir á hálfum degi eða svo og slógu upp með feitum fyrirsögnum að það verklag hefði óþægi- lega oft þann keim að þar væri lagað til í hendi. Það átti þó einkum við um fylgiskannanir manna eða flokka sem gerðar voru fjarri kjördegi. Þeir, sem áttu í hlut, svöruðu efasemdaröddum kröftulega og bentu á að þær kannanir sem þeir gerðu rétt fyrir kosningar væru ekki fjær úrslitum á kjördag en gerð- ist hjá hinum virtari. Enda var það auðvitað svo að á lokametrunum voru engar getgátur um fikt. Bæði var að þá var lítið upp úr því að hafa og upp gat komist um strákinn Tuma með einföldum samanburði við úrslit. Hér er það einnig þekkt að fjölmiðlar stóðu fyrir könnunum í kjölfar eigin umfjöllunar og uppsláttar og voru þannig að fiska í vatni sem þeir höfðu sjálfir gruggað. Það er misnotkun sem ætti ekki að líðast og hafa verður sterka fyrirvara á túlkunum slíkra kann- ana. Viðhorfskannanir um mál sem áhugi hefur verið fyrir í þingsal og hjá tilteknum fréttastofum eru því iðulega gagnslitlir vegasteinar um viðhorf almenn- ings. Allur fjöldinn er ekki uppnæmur fyrir breytingum Það vill stundum gleymast að stór hluti þjóðarinnar er bærilega sáttur við þá lýðræðisskipan sem hann býr við og hefur nóg á könnu sinnar lífsbaráttu og við að gæta hagsmuna sinna og fjölskyldunnar og njóta áhugamála sinna og tómstunda. Þrátt fyrir töluvert tal í þá átt hefur ekki verið neinn almennur þrýstingur á að hverfa til annarrar aðferðar við ákvörðunartöku eða stefnumótunar í þjóðar þágu. Allmargir hafa þó þá sannfæringu að þá fyrst verði lýðræðið fullkomið þegar kalla megi reglubundið og af hentugleikum eftir almennum kosningum um hvað eina. Þá er gjarnan vitnað til aðferðar sem kennd er við Sviss þar sem atkvæðagreiðslur um málefni í landinu í heild eru taldar undirstrika hið lýðræðislega fyrir- komulag. Götóttur ostur og lýðræði Í þessu sambandi þarf einnig að horfa til kantónu- skipunar í Sviss og þeirra áhrifa sem þær hafa á framþróun laga í landinu. Þjóðaratkvæði fer að jafnaði fram fjórum sinnum á ári og eru þá greidd atkvæði um allt að 15 álitaefni. Þátttaka er þó minni en ætla mætti, því oftast taka færri þátt en 40% þeirra 63% landsmanna sem eiga þá rétt til að kjósa. Það er óráð þótt í aukatíma sé tekið ’ Í fræðiritum um stjórnskipunarrétt sem kennd voru hér í lagadeildum var um það rætt að synjaði forseti lögum staðfestingar, en þjóðin samþykkti þau í framhaldinu, væri eðlilegt að gera ráð fyrir að forseti segði af sér. Ef synjun forseta stæðist þjóðaratkvæði væri eðlilegast að ríkisstjórnin segði af sér. Reykjavíkurbréf04.09.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.