Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Blaðsíða 29
sem þessi þróun hefur átt sér stað í áratugi í nágrannalöndum okkar, bæði Danmörku og einnig Svíþjóð á allra seinustu árum. Við Eiríkur munum fara vítt og breitt yfir það svið en popúlistar hafa verið að styrkja stöðu sína víða á und- anförnum árum og forvitnilegt að velta fyrir sér hvaða áhrif það hefur á okkur.“ Hlustun er að breytast Þröstur tók við starfi dagskrárstjóra Rásar 1 fyrir rúmum sex árum og segir tímann í Efstaleitinu hafa verið mjög skemmtilegan. „Viðtökur hafa verið mjög góðar og hlustunin aukist um meira en 20% sem er ánægjulegt. Rás 1 er ekkert frábrugðin öðrum út- varpsstöðvum að því leyti að hún dansar með í því sem hefur verið að gerast í útvarpi á síðustu árum og misserum en miklar breytingar hafa átt sér stað eftir að hlaðvarpið tók við sér af alvöru. Hlustun er að breytast; fólk neytir útvarps með öðrum hætti en það gerði. Það þýðir að um leið og við höldum áfram að rækta línulegt útvarp þá þurfum við að horfa í aukn- um mæli til ólínulegrar dagskrár. Það er óhjákvæmileg þróun. Það er mjög mikilvægt að fylgjast með því hvernig fólk notar útvarp.“ – Samkvæmt rafrænni ljós- vakamælingu Gallup stendur Rás 1 vel að vígi í aldurshópnum 50 til 80 ára en útkoman er mun lakari í ald- urshópnum 12 til 49 ára. Er þetta áhyggjuefni? „Ekki endilega. Það hefur aldrei truflað mig að hlustendur okkar séu fyrst og fremst eldra fólk; margt af því efni sem við bjóðum upp á höfðar frekar til eldra fólks en yngra. Að því sögðu þá langar okkur að sjálfsögðu að ná betur til yngra fólksins og ég er ekki í minnsta vafa um að ólínulega dagskráin eigi eftir að skila okkur aukinni hlustun meðal yngra fólks sem hefur mikinn og vaxandi áhuga á hlaðvarpi. Nú er það bara okkar að vera með efni fyrir þann hóp sem tal- ar við þau og kallar til þeirra.“ Hann tekur þó fram að það þurfi að vera efni í anda Rásar 1 sem standist þær kröfur sem þar eru gerðar til dagskrárgerðar. „Þetta þarf að vera innihaldsríkt og vandað efni, þar sem talað er gott íslenskt mál. Ef efnið og efnistökin eru góð þá ratar það til hlustenda.“ Rás 1 fagnar níræðisafmæli sínu á þessu ári og að dómi Þrastar ber af- mælisbarnið aldurinn vel. „Það eru mikil sóknarfæri í útvarpi, ekki síst fyrir útvarp sem leggur eins mikla áherslu á talað mál og Rás 1.“ – Og jafnvel ekkert því til fyr- irstöðu að Rás 1 eigi önnur níutíu ár fyrir höndum? „Nei, það er ekkert því til fyr- irstöðu að Rás 1 geti spjarað sig í önnur níutíu ár. Það er alltaf spurn eftir góðu efni og inntaki. Þetta er bara gamla góða mantran að freista hlustenda. Sú staðreynd að þeir sæk- ist eftir góðu efni og mikilvægum upplýsingum í útvarpi fellur aldrei úr gildi. Það á ekki síst við á þessum tímum falsfrétta og samsæriskenn- inga sem fara um heimsbyggðina eins og eldur í sinu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg 6.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is Hair Volume – fyrir líflegra hár Hair Volume inniheldur jurtir og bætiefni sem sem eru mikilvæg fyrir hárið og getur gert það líflegra og fallegra. Aldrei haft jafn þykkt hár „Eftir að hafa misst allt hár í krabbameinsmeðferð byrjaði ég að taka Hair Volume frá New Nordic. Eftir 4-6 vikur fór hárið að vaxa aftur og ég hef aldrei haft jafnt löng augnhár, þykkar augabrúnir og þykkt hár eins og núna og það hvarflar ekki að mér að hætta að taka þetta bætiefni inn.“ Edda Dungal HROLLUR Hjúkrunarfræðingurinn alræmdi Mildred Ratched verður í forgrunni í nýjum framhaldsþáttum í hrollvekjutryllisstíl sem koma inn á efnisveituna Netflix 18. þessa mán- aðar. Þættirnir kallast einfaldlega Ratched og byggjast á skáldsögunni Gaukshreiðrinu eftir Ken Kesey frá árinu 1962. Það var Louise Fletcher sem gerði Ratched hjúkrunarkonu ódauðlega í kvikmyndinni frá 1975 en nú er röðin komin að Sarah Paul- son. Sharon Stone og Cynthia Nixon koma einnig við sögu. Hin alræmda Ratched snýr aftur Sarah Paulson í hlutverki Ratched. Netflix BÓKSALA Í ÁGÚST Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 Sumar í París Sarah Morgan 2 Þorpið Camilla Sten 3 Mitt ófullkomna líf Sophie Kinsella 4 Handbók fyrir ofurhetjur – fimmti hluti: horfin Elias og Agnes Våhlund 5 Sjáðu mig falla Mons Kallentoft 6 Vegahandbókin Ýmsir 7 Þín eigin saga – risaeðlur Ævar Þór Benediktsson 8 Fjallaverksmiðja Íslands Kristín Helga Gunnarsdóttir 9 Verstu kennarar í heimi David Walliams 10 Þín eigin saga – knúsípons Ævar Þór Benediktsson 11 Stormboði Maria Adolfsson 12 Stjáni og stríðnispúkarnir 6 – púkar á flækingi Zanna Davidson 13 Tíbrá Ármann Jakobsson 14 Kennarinn sem hvarf sporlaust Bergrún Íris Sævarsdóttir 15 Gegnum vötn, gegnum eld Christian Unge 16 Ertu viss? Thomas Gilovich 17 Þerapistinn Helene Flood 18 Sölvasaga unglings Arnar Már Arngrímsson 19 Þess vegna sofum við Matthew Walker 20 Eyland Sigríður Hagalín Björnsdóttir Allar bækur Lestrarefnið þessa dagana endurspeglar fjölbreytileikann í lífi mínu um þessar mundir. Lífið tók snarpa beygju í byrjun árs þegar ég komst að því að ég á von á barni og þá sótti ég auðvit- að í bókmenntirnar til að sækja styrk og fróðleik. Aðalbókin núna er því 1000 fyrstu dagarnir – barn verður til eftir Sæunni Kjartansdóttur. Það er magnað að fræðast um fyrstu árin í lífi ungbarns, við erum svo ósjálfbjarga fyrst um sinn. Í raun ætti með- gangan að vera 12 mánuðir samkvæmt Sæunni en hröð þróun mannkyns hefur valdið því að við verðum að koma fyrr í heiminn – í raun áður en við erum fyllilega tilbúin. Auk Sæunnar hef ég gert að fylgdarmanni mínum Brené Brown, heims- fræga fé- lagsfræðinginn sem hvetur full- orðið fólk til þess að varpa skelinni og leyfa sér að vera viðkvæmur, opinn og einlægur. Ég er bæði að lesa Rising Strong, bók sem fjallar um hvernig við rísum eftir óhjákvæmileg föll í lífinu, og hlusta á hljóð- bókina The Po- wer of Vulner- ability, þar fjallar hún ein- mitt mikið um nauðsyn þess að tala um tilfinn- ingar við börnin sín og sýna þeim skilning. Þegar ég er ekki að búa mig undir móðurhlutverkið dett ég inn í súrrelismann hjá Haruki Murakami í Kafka á strönd- inni. Ég og kær- astinn minn fylgj- um aðal- söguhetjunum Kafka og Nakata saman og veltum fyrir okkur frum- spekilegum spurningum bók- arinnar á borð við tengsl forms og efnis. Murakami er ótrúlegur höfundur, ég hafði ekki komist í að lesa neitt eftir hann áður en honum tekst að draga fram allt litróf tilfinninga hjá lesandanum sem þetta skrifar. Þegar álagið verður of mikið og ég þarf að hverfa inn í annan ævintýraheim set ég upp heyrnar- tólin og set á góða Harry Potter-bók. Nú síðast kláraði ég Eldbikarinn í lestri Stephens Frys. Bækurnar hafa heillað mig síðan þær komu fyrst út og mér finnst áhugavert að pæla í vináttunni og kærleik- anum og baráttu góðs og ills. Það er svo dásamlegt þegar bæk- ur fylgja manni í gegnum lífið, með hverjum lestri kemur í ljós nýtt smáatriði og túlkun á efni bókarinnar þróast eftir því sem lesandinn þroskast. NANNA ELÍSA JAKOBSDÓTTIR ER AÐ LESA Að sækja styrk og fróðleik Nanna Elísa Jakobsdóttir er viðskiptastjóri á hugverka- sviði hjá Sam- tökum iðn- aðarins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.