Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Qupperneq 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2020 Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Nýja Mallorca línan komin í sýningasal Jerry Seinfeld sagði einhvern tímann: „Travelling is great. Arriving is overrat-ed.“ Það er frábært að ferðast en ofmetið að komast á áfangastað. Já, já. Ég geri mér grein fyrir því að þetta tapar einhverju í þýð- ingunni. En við náum samt pælingunni. Sumu fólki finnst einfaldlega gaman að ferðast og saknar þess núna á tímum kórónuveiru. Sko, ferðast. Ekki fara eitthvað. Sem er í besta falli óskilj- anlegt. Þó ekki meira en svo að Quantas, stærsta flugfélag Ástralíu, hefur boðið upp á flugferðir án áfangastaðar. Það tók nokkrar mínútur að selja öll sætin í breiðþotu frá Sydney sem fór í sjö tíma flug áður en hún lenti aftur. Í Sydney. Þetta heppnaðist svo vel að flugfélagið hefur ákveð- ið að hlusta ekkert á úrtöluraddir um risa- stórt sótspor og halda þessu áfram til að gefa fólki tækifæri til að fljúga á þessum erfiðu tímum. Sjö tíma flug er ekki hressandi tilhugsun. Sjö tíma flug í hring án viðkomu er líkara martröð. En greinilega ekki fyrir alla. Það verður náttúrlega að hafa í huga að Ástralar skilgreina fluglengd á annan hátt en við. Sjö tíma flug hjá þeim er eins og fyrir okkur að skreppa til Egilsstaða. Nokkur flugfélög í Asíu eru ýmist byrjuð á svona ferðum eða í startholunum og þar er greinilega mikill áhugi á því að komast um borð í flugvélar, jafnvel þótt enginn sé áfanga- staðurinn. Ég verð að viðurkenna að ég botna ekkert í þessu. Fyrir mann í minni stærð eru flug- ferðir venjulega ekkert sérstaklega notalegar. Ég er minntur á að það sé ekki gert ráð fyrir að hægt sé að rétta úr fótunum og hjá mér er það alltaf minniháttar kraftaverk ef ég næ að festa blund. Þannig að ég get ekki sagt að ég eigi mér draum um að komast í svona ferð. En þessi eftirspurn segir okkur eitthvað um hvað við erum orðið hungruð í að komast eitthvað. Komast í frí og skipta um umhverfi (þótt það eigi kannski ekki við í þessu dæmi). Ferðlög eru nefnilega orðinn svo stór hluti af því hvernig við skilgreinum okkur og mikill hluti af því sem við leyfum okkur að njóta. Kannski nær svona flugferð að slá á þessa þrá. Rétt eins og þegar ég renni í Holtagarða og spila þar Pebble Beach-völlinn í Kaliforníu – í golfhermi. Ekki alveg það sama en samt eitthvað í áttina. Svo las ég viðtal við sálfræðing sem sagði að það væri nauðsyn- legt fyrir okkur að hætta ekki að láta okk- ur dreyma um ferðir til fjarlægra staða. Það væri sífellt algengara að fólk fylltist sektar- kennd vegna dag- drauma um frí í útlönd- um. Það skammaðist sín fyrir að geta ekki horfst í augu við heims- faraldur og neitað sér um slíkar hugsanir. Sálfræðingurinn segir að það sé okkur ein- mitt mikilvægt að láta okkur dreyma. Það sé ákveðin hugleiðsla í tilhlökkun. Þannig náum við að losa um stress sem hefur safnast upp og það sé hverjum manni mikilvægt að gera sér vonir um bjartari tíð með útlendum blóm- um í haga. Jafnvel þótt við gerum okkur algjörlega grein fyrir því að sennilega erum við ekki að fara neitt á næstunni. ’Það sé ákveðin hug-leiðsla í tilhlökkun.Þannig náum við að losaum stress sem hefur safnast upp og það sé hverjum manni mikilvægt að gera sér vonir um bjartari tíð með útlendum blómum í haga. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Fulla ferð heim Ég ætla að hætta mér út ávettvang þar sem hætt ervið að mönnum skriki fótur. Reyndar hef ég stundum komið nálægt efninu áður, til dæmis þeg- ar ég sagði frá frúnni sem rann í hundaskít á kirkjustétt í Fær- eyjum. Þá hafi komið til skjalanna lögfræðingur sem sagði að á henni hefði verið brotið enda ætti hún ótvíræðan rétt á því að renna ekki í hundaskít. Nú þyrfti að finna hundinn og síðan eiganda hans eða þann sem lét óátalið að hundurinn hlypi um á svæðinu og gerði þarfir sínar … eða þann sem hreinsaði ekki skítinn. Rannsóknarefnin væru mörg sem þyrfti að kanna og til þess væri hann til þjónustu reiðubúinn. Eitt væri víst, þetta væri einhverjum að kenna, það væri lögfræð- innar að finna hinn seka og tryggja makleg málagjöld. Þetta er orsök þess að ástæða er til að fyllast skelfingu þegar fréttist af atvinnuleysi meðal lögfræð- inga, því þá hefst leit þeirra að verkefnum. Nú þarf að setja fyrirvara áður en lengra er haldið. Að sjálf- sögðu er það svo að margt sem hendir okkur hvert og eitt og er öðrum að kenna af vangá, að ekki sé talað um illan ásetning, getur hafa leitt til tjóns sem þarf að bæta með einhverjum hætti, í sum- um tilvikum skaðabótum. Þetta ætti að vera óumdeilt. Það er hitt sem ekki er eins aug- ljóst og það er hvar mörkin skuli liggja. Umræðan um þessi landa- mæri má aldrei einskorðast við dómssalinn, þá umræðu þarf líka að taka úti í samfélaginu, því hún er í eðli sínu í bland lýðræðisleg og lögfræðileg. Við eigum því ekki að láta lögfræðinga eina um hana. Og stjórnmálamenn verða að hætta að hlaupa í felur þegar erfið siðferði- leg álitamál koma upp eins og ítrekað gerist í umræðunni um hælisleitendur: „Spyrjið kerfið,“ segja þeir og loka að sér. Síðan er það komið undir sviptivindum hvar þeir endanlega lenda. Í fréttum er okkur sagt frá lög- sóknum á hendur austurrískum stjórnvöldum fyrir að hafa ekki lokað borgum og bæjum, helst landinu öllu, þegar vitað var að ko- vidveiran var að breiðast þar út. Í sjónvarpsfréttum birtist ábúð- armikill lögmaður sem sagði aug- ljóst að yfirvöldin hefðu metið efnahaginn mikilvægari en heilsu- farið með þeim afleiðingum að fólk hefði veikst alvarlega og sumir lát- ist. Nú þurfi að fá skaðabætur. Ís- lenskur fréttamiðill minnti á í sam- henginu að íslensk stjórnvöld hefðu verið fyrri til en austurrísk að skil- greina viðkomandi svæði sem hættusvæði. Með öðrum orðum, við erum komin nærri því að talað sé um ásetningsglæp; að yfirveguð ákvörðun hafi verið tekin um að tefla í tvísýnu á kostnað heilsufars. Þetta var í upphafi árs. Á sama tíma trúði því enginn að Banda- ríkjunum yrði hreinlega lokað fá- einum dögum síðar og út- göngubann sett víða um heim. Þannig hlýtur aðgerðaleysi aust- urrískra stjónvalda að líta öðru vísi út í baksýnisspegli en þegar menn þrátt fyrir allt vissu ekki betur á líðandi stund. Þannig er það nú samt ekki í heimi skaðabótalög- fræðinnar. Annað dæmi: Hörmuleg mistök eiga sér stað í krabbameinsleit, svo alvarleg að hugsanlega hefur leitt til ótímabærra dauðdaga og veik- inda. Kerfið tekur allt við sér að því er best verður séð. Enginn vefengir að huga þurfi að viðeig- andi viðbrögðum gagnvart þeim sem mistökin bitnuðu á jafnframt því sem allt kerfið er tekið til end- urskoðunar. En eru það lögfræð- ingar sem eiga að stýra þeirri umræðu; aðilar sem sjálfir hafa persónulegan hag af því að keyra málin inn í farveg him- inhárra fjár- hagslegra skaðabóta? Varla. Ef ekki er að gáð munu sífellt fleiri mál, sem í eðli sínu eru póli- tísk eða siðferðileg, enda sem úr- lausnarefni dómstóla. Þar öðlast þau gjarnan þá skilgreiningu að teljast til mannréttinda. Dirfist menn að finna að niðurstöðum dómstólanna þykir mörgum það jafngilda því að vera andsnúinn mannréttindum. Að lokum nefni ég óplægðan ak- ur fyrir lögfræðingastéttina, akur sem er vel plægður vestur í Bandaríkjunum og skýrir hvers vegna heilbrigðiskerfið þar er hið dýrasta í heimi. Það er vegna þess hve markaðsvætt það er og fyrir vikið opið fyrir lögsóknum á grundvelli tryggingabrota. Þegar kostnaður við heilbrigðiskerfið þar er metinn reiknast með kostnaður- inn við að standa straum af fram- færslu gráðugrar stéttar lög- manna. Nú má sjá þess merki að trygg- ingafyrirtækin íslensku auglýsi af auknum krafti að landsmenn tryggi sig fyrir veikindum og þá væntanlega skakkaföllum í tengslum við sjúkdóma. Í seinni tíð höfum við tryggt okkur fyrir sjúk- dómum með öflugu sameiginlegu heilbrigðiskerfi. Ef háskólar halda áfram að framleiða lögmenn um- fram eftirspurn í sama mæli og gert hefur verið munu þeir opna á ný „viðskiptatækifæri“ með til- heyrandi afleiðingum. Væri kannski þjóðhagslega skynsamlegt að mennta færri en fleiri lögfræð- inga og hafa þá við störf sem gagnast okkur sem samfélagi? Ég hallast að því. Ekki fleiri lögfræðinga! Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’Og stjórnmálamennverða að hætta aðhlaupa í felur þegar erfiðsiðferðileg álitamál koma upp eins og ítrekað gerist í umræðunni um hælis- leitendur: „Spyrjið kerf- ið,“ segja þeir og loka að sér. Síðan er það komið undir sviptivindum hvar þeir endanlega lenda. Fasteignir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.