Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Side 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2020
„Mér tókst að loka á það og tók það ekki nærri
mér. En ég man að þegar ég var að vinna í
garðyrkju á sumrin sem unglingur voru þarna
karlar, barnaskólakennarar í sumarvinnu, sem
þurftu einlægt að gera lítið úr kirkjunni,
trúnni og biskupnum. Auðvitað væri þetta
kallað einelti í dag. Ég svaraði þeim ekki, dró
mig bara inn í skel.“
Ætlaði að verða arkitekt
Karl fékk að sjálfsögðu mjög trúarlegt upp-
eldi.
„Ég var mjög trúhneigt barn. Ég tók það
inn með móðurmjólkinni. Ég fór í KFUM
hálftvö á sunnudögum og svo í þrjúbíó, og auð-
vitað í messu um morguninn. Það var alltaf
bara sjálfsagt og aldrei nein kvöð. Auðvitað
leiddist mér stundum í messu. Ég vissi ná-
kvæmlega hvað voru margar ljósaperur í litla
messusalnum í Hallgrímskirkju. Ég var búinn
að telja það oft og mörgum sinnum. Þær voru
ansi margar,“ segir Karl og hlær.
Karl segist hafa verið afar stilltur ungling-
ur.
„Ég fór aldrei í neina uppreisn.“
Efaðist þú aldrei um trú þína?
„Jú, ég efaðist oft um trú mína, en ég efaðist
aldrei um guð.“
Karl fór í Menntaskólann í Reykjavík og
segist hafa verið ákveðinn í því að verða arki-
tekt.
„Ég sat löngum stundum á Ameríska bóka-
safninu og las bækur um arkitektúr og var að
teikna. En ég var voðalega lélegur í stærðfræði!
Ég bara þoldi hana ekki,“ segir hann og hlær.
Hann segist hafa gert sér grein fyrir að
arkitekt þyrfti að kunna stærðfræði og því
hentaði arkitektúr líklega ekki.
„Svo togaði kirkjan í mig.“
Karl fór sem skiptinemi sautján ára gamall
til Bandaríkjanna og átti sú dvöl eftir að hafa
mikil áhrif á líf hans. Þar var hann fenginn til
að flytja fyrirlestra um Ísland í kirkjum og fé-
lagasamtökum víða. Litli feimni drengurinn
frá Íslandi þurfti nú að
standa upp og tala fyrir
framan fjölda manns.
„Ég var stressaður fyrst
en fann svo fljótt að þetta
átti bara vel við mig, ég
hafði gaman af þessu. Áð-
ur hefði mér þótt þetta
óhugsandi,“ segir Karl og
segist hafa komið heim
reynslunni ríkari. Í Banda-
ríkjunum kynntist hann
tveimur vesturíslenskum prestum sem höfðu
mikil áhrif á unga manninn.
„Þarna í Ameríku gerði ég það upp við mig
að fara í guðfræði.“
Eldskírn í Eyjum
Eftir menntaskóla fór Karl í guðfræði í Há-
skólanum og fann þar fljótt að hann væri á
réttri hillu.
„Ég skal þó viðurkenna að fyrsta veturinn
hugsaði ég: „Hvað í ósköpunum er ég að gera
hér?““ segir hann og hlær.
Árið 1970 kvæntist hann konu sinni til fimm-
tíu ára, Kristínu Þórdísi Guðjónsdóttur.
Kynntist þú konu þinni í Háskólanum?
„Nei, við sáumst nú fyrst sem krakkar á
Stokkseyri, en hún er fædd og uppalin þar, í
Móhúsum. Ég var snemma svolítið veikur fyr-
ir henni,“ segir Karl og brosir.
„Og svo vorum við að rekast hvort á annað í
Reykjavík, en hún flutti í bæinn um fermingu.
Svo var það nú ekki fyrr en löngu seinna að við
fórum að vera saman, en við vorum að fagna
fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í vetur. Þetta er
langur tími en ótrúlega stuttur þegar maður
lítur um öxl. Tíminn er svo dæmalaut skrítið
fyrirbæri,“ segir Karl en þau hjón eiga þrjú
börn og átta barnabörn.
„Það er lífsgæfan mesta.“
Eftir háskólann, í febrúar 1973, var Karl ráð-
inn sem prestur Vestmannaeyinga sem hrakist
höfðu að heiman vegna eldanna í Heimaey.
Fyrst um sinn sinnti hann „flóttafólkinu“ í
Reykjavík og nágrenni en flutti svo til Vest-
mannaeyja um leið og hægt var eftir gos.
„Ég flutti þangað í öskuna, síðsumars 1973.
Það var allt á kafi í ösku og fólkið var að flytja
heim, fiskvinnsla og önnur atvinnustarfsemi að
hefjast á ný. Þetta var magnað en líka skelfi-
legt. Við vorum þarna undir rjúkandi eldfjall-
inu og brennisteinsfnykinn lagði yfir byggðina.
Ef Skólavörðuholtið var háskólinn þá var þetta
doktorsprófið, mikil eldskírn. Þetta var eins og
að vera á vígstöðvum. Það var allt meira og
minna í rúst og allt kolsvart af ösku, en gríðar-
legur kraftur og hugur í fólkinu. Þarna ríkti
ógleymanlegur endurreisnarkraftur. Við fór-
um strax að boða til messu og ég held það hafi
verið afar mikilvægt því á þessum tíma var
ekkert til sem heitir áfallahjálp,“ segir hann og
segir bænina og samkenndina hafa hjálpað
fólki að vinna úr sorginni.
„Það var mikil sorg, fólk hafði misst heimili
sín og vinnu, umhverfi og samfélag var allt í
rúst. Það flutti svo til baka en var að sjálfsögðu
kvíðið og með þessa skelfingu við hjartaræt-
urnar. Þegar hetjusögurnar eru sagðar gleym-
ist oft þessi hlið. Þetta var kynslóð sem var al-
in upp í miklu návígi við náttúruöflin og
alvarleg sjóslys og margir höfðu misst ein-
hvern nákominn í sjó,“ segir hann.
„Það hefur vafalaust átt þátt í því æðruleysi
og þrautseigju sem maður undraðist,“ segir
hann.
„Þetta voru fordæmalausir tímar, eins og
talað er um í dag, það er áreiðanlegt. Ég var
prestur þarna í tvö ár, en mér finnst það hafa
verið hálf ævin. Og þarna eignuðumst við hjón-
in dýrmæta vini til lífstíðar.“
Illska og reiði verst
Eftir dvölina í Vestmannaeyjum lá leiðin á
gamlar slóðir, Skólavörðuholtið, en Karl var þá
skipaður í embætti prests í Hallgrímskirkju.
„Kirkjan var í smíðum og þarna var annars
konar uppbygging í gangi en í Eyjum, en
kirkjan hafði þá verið í smíðum í þrjátíu ár,“
segir hann.
„Ég eignaðist þarna góða vini og samverka-
fólk,“ segir Karl og segist hafa kynnst ógleym-
anlegum kirkjusmiðum og duglegum kven-
félagskonum sem söfnuðu fé sem varð til þess
að kirkjubyggingin var
kláruð.
„Þarna fannst mér
ég komast í tengsl við
einhvern sterkan og
djúpan þráð í þjóðar-
sálinni. Ég kynntist
fólki sem kunni Pass-
íusálmana utanbókar
og fólki sem hafði mikla
hugsjón fyrir því að
reisa þessa kirkju.
Kirkju sem átti að vera táknmynd Reykja-
víkur og táknmynd hins sjálfstæða Íslands.
Ég er afskaplega þakklátur fyrir að hafa
kynnst þessu; þarna var mikil fórnfýsi og
mikill kærleikur.“
Karl segist alltaf hafa fundið sig vel í starfi
prests þótt oft væri það erfitt og krefjandi.
„Haustin voru spennandi þegar fermingar-
börnin komu að skrá sig í fermingarstarfið og
barnastarfið var mikið og gott. Börnin stopp-
uðu mann gjarnan úti á götu síðsumars og
spurðu: „Hvenær byrjar sunnudagaskólinn?“
Ég var mjög ákveðinn í því að mitt hlutverk
væri að byggja upp samfélagið; það var ann-
arra að byggja húsið,“ segir hann og segir að
vinnan hafi verið mikil og dagurinn oft og tíð-
um langur.
„Ég var alltaf á vaktinni. Landspítalinn
fylgdi með og ég var á útkallsvakt. Ég var oft
kallaður út um miðjar nætur að skíra börn sem
voru í lífshættu eða koma að dánarbeði. Maður
var ungur þá og þoldi þetta vel. Ég var líka svo
lánsamur í starfi að njóta stuðnings konu
minnar og barnanna í öllu. Ég man varla eftir
einni einustu guðsþjónustu sem þau voru ekki
viðstödd.“
Hvað er það erfiðasta við starfið?
„Ég kom oft inn í skelfilegar aðstæður og þá
er maður ótrúlega lítill og vanmáttugur. En ég
hef alltaf undrast þann styrk sem fólk sýnir í
hræðilegustu aðstæðum. Oft var samt erfiðast
að takast á við aðstæður þar sem voru deilur
og illindi í fjölskyldum. Illska og reiði fólks er
miklu erfiðari viðfangs en sorgin. Og að sjá
börn í ömurlegum aðstæðum. Það tók líka mik-
ið á að þurfa að fara á vökudeild og skíra lítil
veik börn, sem síðan dóu. Þá kom maður heim
örmagna og tók utan um börnin sín.“
Boðberi hörmulegra tíðinda
Karl segir að þegar fólk stendur frammi fyrir
sorginni sé trúin styrkur og mikið haldreipi.
Hann hefur einnig upplifað að fólk efist um
Guð og reiðist við slíkar aðstæður. Samt er
honum stilling og trúarstyrkur fólks eftir-
minnilegastur.
„Presturinn mætir fólki í mestu gleði og
dýpstu sorg. Hvoru tveggja þarf að mæta með
virðingu, auðmýkt og varfærni,“ segir hann.
„Það á eins við í gleðinni svo sem í skírnum
og hjónavígslum; ég þarf að muna að þessir at-
burðir eru atburðurinn í lífi þessa fólks þó að
það sé kannski rútína hjá mér. Maður kemur
kannski beint úr sorgarhúsi í það að skíra barn
sem eru algjörlega andstæðar aðstæður, en ég
má ekki fara þar inn með sorgina með mér.
Svo var kannski allt í steik heima, börnin veik
og víxillinn fallinn,“ segir hann og hlær.
„En maður þarf alltaf að koma heill inn í
hverjar aðstæður. Það má aldrei verða einhver
rútína og það er vandi,“ segir hann og nefnir
að líkindi séu með starfi prestsins og leikarans
að þessu leyti.
„Á svipaðan hátt og leikarinn er maður að
gegna hlutverki. Ég er ekki að leika hlutverk
en ég geng inn í mismunandi hlutverk, þar sem
ég á að vera heilshugar til staðar annars vegar
sem farvegur gleði og þakklætis í gleðinni og
hins vegar farvegur vonar og trúar í sorginni.“
Yndisleg og ömurleg ár
Í fjórtán ár, frá 1998 til 2012, gegndi Karl
starfi biskups og fetaði þar með í spor föður
síns.
Var það eitthvað sem þú sást fyrir þér?
„Nei,“ segir hann og hlær.
„Ég sá það aldrei fyrir mér! Það er alveg
áreiðanlegt að mér fannst ég ekkert hafa í það.
En svo er manni beint inn á einhverja braut og
fær áskorun frá fólki sem maður virðir og
treystir og það kallast köllun.“
Hvernig voru þessi ár?
„Þau voru yndisleg og þau voru ömurleg.
Yndislegast var að kynnast ótrúlega mörgu
góðu fólki um land allt, í kirkjum og söfnuðum
landsins. Það stendur upp úr. Svo voru erfið
mál sem dundu á og urðu að lokum til þess að
mér var ófært að starfa,“ segir hann án þess að
vilja fara nánar út í það.
„Mér fannst einnig afskaplega sorglegt þeg-
ar hrunið varð og kirkjunni var settur stóllinn
fyrir dyrnar. Það var skorið niður og það
þurfti að segja upp fólki; mörgu góðu fólki,“
segir hann og segir það hafa fengið mjög á sig.
Þegar Karl lét af embætti biskups tók hann
við starfi sem afleysingaprestur í Dómkirkj-
unni.
„Það voru alveg yndisleg ár með dásamlegu
fólki. Þetta átti í upphafi að vera þrír mánuðir
en það teygðist úr því,“ segir hann og hlær.
„Þetta endaði í fjórum árum, með hléum, en
þá var ég orðinn sjötugur og þurfti að fara í
erfiða meðferð,“ segir hann.
„Ég greindist árið 2017 með krabbamein í
blöðruhálskirtli sem hafði dreift sér í beinin.
Það var heilmikið áfall. Ég er búinn að horfa
upp á fjóra bræður mína fara úr krabbameini.
Fjórir af sex bræðrum,“ segir hann. Svo hefur
dóttir mín verið að glíma við það sama þetta
umliðna ár. Það er erfiðast af öllu,“ segir Karl.
„Ég var í lyfjameðferð í hálft ár og svo er ég
núna á þriggja mánaða fresti í lyfjagjöf. Ég
var ekki skorinn því það var ekki skurðtækt,
en ég er í góðum höndum frábærra lækna og
umvafinn umhyggju og fyrirbænum. Þetta er
ekki læknanlegt. Ég er svona á skilorði,“ segir
hann og brosir út í annað.
Hvernig líður þér í dag?
„Mér líður ágætlega í dag, ég get ekki kvart-
að. Maður á að líta á hvern dag sem gjöf og
þakka fyrir það. Við vitum það með lífið, það
endar bara á einn veg.“
Í trúnni á ég vonina
Hræðist þú dauðann?
„Nei, ég hræðist ekki dauðann.“
Hvernig á maður ekki að hræðast dauðann?
„Ég ætla að orða þetta öðruvísi. Auðvitað
vill maður ekki dauðann. Allt sem lifir er í
stöðugri baráttu á móti dauðanum. Hver ein-
asta fruma er að berjast við dauðann. Dauðinn
er hið algera óþekkta og við skelfumst hið
óþekkta; það er í eðli alls sem lifir. En í trúnni
á ég vonina. Sú von gefur mér styrk til að
segja, eins og hefur verið sungið við nánast all-
ar jarðarfarir síðan Ragnheiður Brynjólfs-
dóttir var jörðuð í Skálholti forðum: „Dauði, ég
óttast eigi, afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’
eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt.“ Í Kristí
krafti; ekki í mínum eigin krafti. Ég get ekki
boðið dauðann velkominn sí svona, hann er
Karl Sigurbjörnsson segir það hafa
verið sína köllun að þjóna sem bisk-
up yfir Íslandi. Hann gegndi því starfi
í fjórtán ár og segir þau ár hafa verið
bæði yndisleg og ömurleg.
’Ég get ekki boðið dauð-ann velkominn sí svona,hann er óvelkominn gestur.Hann er staðreynd sem ég
veit að er þarna en ég hef
engan áhuga á honum. Ég
vona bara að ég fái að fara í
friði þegar tíminn er kominn.