Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Side 15
27.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
óvelkominn gestur. Hann er staðreynd sem ég
veit að er þarna en ég hef engan áhuga á hon-
um. Ég vona bara að ég fái að fara í friði þegar
tíminn er kominn,“ segir hann.
„Lífslöngunin er sterk í mannssálinni. Til-
vera okkar er tilvera til dauða en við erum
sköpuð til að lifa eilíft líf. Það er von trúarinnar
á hinn krossfesta og upprisna Krist, eilíft líf.
En hvernig það er, það veit ég ekki.“
Orðið er á Facebook
Við vendum kvæði okkar í kross og snúum aft-
ur til lífs og líðandi stundar, en Karl situr ekki
auðum höndum á eftirlaunaárunum.
„Ég er alltaf að skrifa. Núna er verið að
brjóta um nýja útgáfu af Bænabókinni sem
kom út fyrir um fjórtán árum. Þessi bók er
löngu uppseld og ég er búinn að endurskoða
hana. Svo kom þessi bók út í fyrra, með hug-
leiðingum fyrir hvern dag ársins,“ segir Karl
og sýnir blaðamanni bókina Dag í senn.
„Mér finnst mikilvægt að það sé alltaf til-
tækur stuðningur við fólk sem vill lifa sínu
trúarlífi og það þarf að læra og rækta eins og
hvað annað. Mér er umhugað um þessi mál og
ég hef verið að dunda við þetta,“ segir Karl en
eftir hann liggja fleiri bækur, eins og Trú, von
og kærleikur, Rúmhelgir dagar, Lítið kver um
kristna trú, Huggun í sorg og fleiri bækur.
Karl hefur einnig lagt stund á þýðingar og
hefur þýtt fjórar skáldsögur eftir Marilynne
Robinsson, en þrjár eru komnar út og von er á
fjórðu.
„Sögurnar gerast í miðvesturríkjum Banda-
ríkjanna á árunum milli 1950 og 1960 og eru að
öðrum þræði fjölskyldusaga. Þetta er um gott
og grandvart fólk en það leynist ýmislegt und-
ir yfirborðinu,“ segir hann.
„Svo þýddi ég bók um fyrirgefninguna eftir
Desmond Tutu sem hann skrifaði með dóttur
sinni. Fyrirgefningin er eitt af því sem fólk
þarf að temja sér í skóla lífsins og er grund-
vallaratriði í kristinni trú. Svo kom líka nýlega
út barnabiblía, Litla Biblían, sem ég þýddi.“
Karl er virkur á Facebook og á þar fjölda
vina.
„Mér finnst þetta góður vettvangur til að
koma á framfæri orðinu, trúnni. Ég hef fundið
að það er þörf fyrir það og það er kallað eftir
þessu. Það voru svo börnin mín sem ýttu mér
út í það að taka upp myndbönd þar sem ég er
með hugleiðingar. Þessi hugmynd kviknaði í
kófinu í vor og ég fékk ótrúleg viðbrögð. Það
er töluvert áhorf og ég er þakklátur fyrir það.
Mér finnst þegar ég er að fikta við þennan
vettvang að ég eigi að skilja eftir eitthvað já-
kvætt þar. Nóg er af neikvæðni og háði.“
Smekklaus skopmynd
Ég get ekki sleppt þér án þess að spyrja hvað
þér fannst um teikninguna af trans-Jesú?
„Mér fannst þetta vægast sagt óþarfi og ég
held að þetta hafi verið mistök, sem hefur nú
reyndar verið viðurkennt og beðist velvirðingar
á. Ég var sleginn, ég neita því ekki. Í mínum
huga er þetta skopmynd. Skopmyndir eiga al-
veg rétt á sér og sýna oft óvænt og skemmtilegt
sjónarhorn. Það hefur verið bent á að í gegnum
tíðina hafi mynd Jesú verið sýnd á alla mögu-
lega vegu og stundum í pólitísku skyni. En allt
á það sinn stað og sína stund. Þegar um er ræða
boðun og fræðslu fyrir börn á þetta alls ekki
við. Þarna er dansað á mörkum hins leyfilega
og smekklega. Það er nefnilega það – þetta er
smekklaust,“ segir Karl og segir eitt það allra
mikilvægasta í starfi kirkjunnar vera að fræða
börn um Jesú og sögu hans.
„Hann er áhrifamesta persóna í sögu mann-
kyns. Og hann er afl og máttur í samtímanum.
Við megum fylgja leiðsögn hans og biðja í
nafni hans. Börnin okkar verða að fá veganesti
trúar og bænar, vonar og kærleika. Þessu
fræðslu- og uppeldisstarfi er vel sinnt í söfn-
uðum vítt og breitt um landið en það má gera
miklu meira og miklu betur. En það er óþarfi
að poppa það upp með svona tilburðum.“
Trúin styrkur í hörmungum
Talið berst að máli málanna; kórónuveirunni
skæðu.
„Við lifum á háskatímum. Við erum að horfa
upp á svo margt bresta sem maður hefur sett
sitt traust á. Við höfum lifað við það býsna
lengi að finnast við hafa tök á þessu öllu sam-
an. Að okkur séu allir vegir færir og að við get-
um skroppið þvert yfir heiminn ef okkur sýnist
og að mannkynið sé að færast yfirleitt í rétta
átt. Svo kemur þessi skellur; þetta er eins og
heimsstyrjöld. Svo eru það afleiðingarnar, þær
eru ófyrirsjáanlegar. Það er býsna svart fram
undan og hvað höfum við þá að styðjast við?
Við erum núna minnt á hversu ótrúlega varn-
arlaus við erum sem manneskjur, þrátt fyrir
læknavísindin og það góða fólk sem vinnur vel
og stendur í framlínunni hér hjá okkur. Þegar
við stöndum andspænis óvissu, ótta, kvíða og
öryggisleysi þá er mesti styrkurinn mannleg
samlíðan, samstaða og samfélag. Við Íslend-
ingar höfum stært okkur af því að eiga gott
samfélag. Gott samfélag kemst í gegnum alla
erfiðleika. En hvar er styrkur hins góða sam-
félags? Ég er alveg sannfærður um að það er
trúin, vonin og kærleikurinn,“ segir Karl.
„Ég var að skíra lítið barn á sunnudaginn og
það orkaði svo sterkt á mig hvernig hefðirnar
eru farvegir trúarinnar, traustsins á guð.
Þarna var fólk á öllum aldri að fagna þessu
litla barni og um leið að fela það góðum guði og
vilja hans, því góða, fagra og sanna. Barnið er
vonartákn. Hvert barn sem fæðist í heiminn er
yfirlýsing um að Guð hafi ekki gefist upp á
mannkyninu sagði einhver góður maður, og
þetta leitaði á mig þegar ég var að skíra þetta
litla barn. Og þegar vatnsdroparnir falla á höf-
uð skírnarbarnsins, þá er barnið merkt voninni
sem trúin á Jesú gefur og kærleikurinn tjáir.“Morgunblaðið/Eggert
Við óskum eftir tillögum að nýju fram-
boði á veitingaþjónustu, verslun og
upplifunum á neðri hæðum Hörpu.
Sláum nýjan
tón í Hörpu
Nánari upplýsingar
á harpa.is/nyr-tonn
Ert þú með spennandi tillögu sem rímar við kjarnastarfsemi
Hörpu sem tónlistar- og ráðstefnuhúss á heimsmælikvarða?
Við óskum bæði eftir áhugasömum rekstraraðilum og
hugmyndum einstaklinga að spennandi nýjungum í Hörpu.
7. október
Skilafrestur veitingaþjónustu.
19. október
Skilafrestur verslunar,
þjónustu og upplifunar.
Tímarammi verkefnis
er út árið 2021.
B
ra
nd
en
b
ur
g
|s
ía