Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2020, Síða 17
illa. Vart þarf að taka fram að Forsyth hefur „eins og allir hugsandi menn“ (setningin er talin þýða í raun „eins og allir mínir skoðanabræður“) meitlaða fyrir- litningu á ESB og þróun þess og átti góða samleið með Boris brexit-manni í þeim leiðangri öllum. Honum er vel ljóst að forystumaður, sem fer með úrslitavald, einnig með þeim takmörkunum sem lýð- ræðisformið setur, þarf að taka lokaákvörðun í mikil- vægustu málum. Og þar sem álitamálin eru ekki ein- ungis fjölmörg, heldur oftast margslungin og enda einmitt þess vegna á lokapunkti valdsins, þarf sér- hver leiðtogi, hversu vel sem hann er gerður, að fá margvíslega hjálp í aðdraganda stórra ákvarðana. Mikið veltur því á að fá hollráða og hæfa menn til trúnaðarsamtala. Þeir sem veittu ráð sem dugðu vel í brexitátökum henta ekki endilega til að varða leið í veiruátökum. Forsyth þykir reyndar opinbert orðið að þeir ráð- gjafar hafi gefist illa í veirumálum. Sök Borisar sé sú að hafa ekki áttað sig strax og tryggt sér aðra snjall- ari. Forsyth nefnir ekki vangaveltur Napóleons um mistök í mannavali, en er þó á áþekkum slóðum. Og metsöluhöfundurinn teygir sig lengra. Hann telur reyndar að sú stund nálgist óðfluga að mælir fólksins fyllist og þjóðarandspyrna bresti óvænt á, ríkisstjórninni og leiðtoga hennar að óvörum. Í því „byltingarandrúmi muni öll spjót standa á Boris Johnson“. O quae Mutatio Rerum Frederick Forsyth eins og stynur því upp að enn sannist hversu vegir stjórnmálanna séu einatt órann- sakanlegir. Og ekki aðeins það, heldur ekki síður hitt hversu hraður viðsnúningurinn verður, þótt svo óra- langt virtist vera í nokkuð slíkt: „Það eru varla átta mánuðir frá því að forysta Verkamannaflokksins, undir merki hins vita gagns- lausa marxista Corbyns, stóð gersigruð og afgreidd og ljóst virtist að það biði algjörlega nýrrar kynslóðar þar á bæ að eygja möguleika á forystu ríkisstjórnar á ný. Og Íhaldsflokkurinn mátti hins vegar eftir glæstan sigur eiga rökstudda von um langa og óskoraða fram- tíð fyrir sig. Nú sé hins vegar engu líkara en Verkamannaflokk- urinn, undir skynsamlegri leiðarstjörnu sir Keirs Starmers, eigi þegar möguleika á endurkomu, þegar þeir, sem virtust eiga alls kostar við þá í stjórnmál- unum eftir mikinn sigur, standa nú skyndilega frammi fyrir þeim með klofinn hjálm og rofinn skjöld. Ólíkt andstæðingum sínum leiðir (ef það er orðið) Íhaldsflokkinn útkeyrður, veikur og reikull Boris Johnson, ráðinn í því að kasta frá sér fjárhagslegum styrktarmönnum, flokksfélögum og kjósendum, eins hratt og honum er kostur. Þeir sem dvelja hér í dreif- býlinu stara á óskiljanlegt uppnámið í Downingstræti og stjórnarráðinu öllu og spyrja sig: Hvernig gat þetta gerst? Hvernig getur þetta fólk, standandi loks á hátindi væntinga sinna, sem beðið hafði verið lengi eftir, gripið það í sig að nú sé réttast að missa vitið? Ekki er útilokað að til séu svör við því. Bretar eru umburðarlyndir upp til hópa og við ger- um okkur öll grein fyrir því að sá maður er ekki til, hvorki karl né kona, sem sest við miðju stjórnar- borðsins í Downingstræti og á öll svör í sínum fórum og að auki yfirburðaþekkingu á hvaða málaflokki sem vera skal. Á þessu veltur En hið sanna mat og einkunnargöf fyrir forsætisráð- herraferil kemur þegar þeim kafla er lokið og spilin hafa verið lögð á borðið. Lykillinn að árangri eru réttir ráðgjafar. Þeir forsætisráðherrar sem hafa glansað mest hafa verið þeir sem réðu sér réttu „heilabúin“ til að sækja sér viðbótarþekkingu og ráð í. Þá er þeim ekkert að vanbúnaði. Hið verðuga hrós og þakkir þegar ákvarðanir ganga upp og gagnrýni og skammir, þegar verr gengur, falla á húsráðandann í nr. 10 einan. Frá því að fyrsta veiran flögraði vandræðalaust yfir Ermarsundið til okkar, og allir vissu, þar með talinn Jack Russell, hundurinn minn, að það myndi hún gera, hefur Boris Johnson valið sér verstu ráð- gjafa sem hann hafði völ á og óþreytandi fylgt hverju eyðileggjandi ráði sem þeir gáfu honum. Við vitum það núna að þótt 45.000 líf hafi verið skrifuð á opinberan reikning kórónuveirunnar slokknaði aðeins þriðjungur þeirra af hennar völd- um! Hrært var í tölunum til að belgja upp kórónu- veiruna til að réttlæta skipulagða eyðileggingu efnahags okkar og fjölda fyrirtækja og mannslífa. Við vitum og höfum vitað það lengi að árlega deyja 25 þúsund manneskjur af hefðbundinni flensu. Langflestir þeirra koma úr hópi þeirra sem veik- astir eru fyrir vegna mjög hás aldurs og undirliggj- andi veikinda. Við höfum aldrei farið á taugum vegna þessa, heldur látið okkur duga að harma það í hljóði og haldið svo vegferð okkar áfram.“ Forsyth er vanur að enda bækur sínar með óvæntum hætti. Í grein hans er mikið sagt og mikil vonbrigði hans með menn sem hann studdi og trúði á eru himinhrópandi. En þessari sögu lýkur ekki með þessum pistli. En óneitanlega hljóta ýmsir að verða hugsandi og jafnvel órólegir. Og draga af honum lærdóm? Það er vafasamara. Morgunblaðið/Árni Sæberg 27.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.