Morgunblaðið - 05.10.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ljóst var orðiðfyrir lönguað forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum, sem nú eiga að fara fram eftir tæpan mánuð, yrðu sögulegar af ýmsum ástæðum. Heimsfaraldur, efnahagskreppa og ótryggt ástand í alþjóða- málum sem leitt hefur af þessu tvennu settu Donald Trump Bandaríkjaforseta óvænt í varn- arstöðu, sem honum hefur reynst erfitt að klóra sig út úr, þrátt fyrir vonarneista hér og þar. Heimsfaraldurinn hefur þar reynst forsetanum erfiðastur, þar sem hann vildi byggja end- urkjör sitt á þeim árangri sem hann hafði náð í efnahags- málum, en kórónuveiran og sótt- varnaaðgerðir spilltu mjög þeirri mynd. Forsetinn hefur setið undir ámæli fyrir meint slæleg viðbrögð gagnvart vá- gestinum, en eins og dæmin sanna víða um heim, meðal ann- ars með nýjustu tíðindum héð- an, er veiran erfið viðureignar og afleiðingar viðbúnaðar ekki endilega fyrirsjáanlegar. Frem- ur en að leggja áherslu á þetta hefur Trump viljað hafa augun á því hvernig hægt verði að reisa efnahaginn við á ný enda má ætla að líkur hans á endurkjöri aukist eftir því sem hugur kjós- enda er meira við efnahag og minna við veiru. Þau tíðindi föstudagsins, að Trump og eiginkona hans væru nú sjálf smituð af kórónuveir- unni, og um leið að Trump hefði farið á Walter Reed- hersjúkrahúsið til að sinna var- úðarráðstöfunum, eru ekki gleðiefni, sama hvaða álit fólk hefur á honum. Það er segin saga að oft er skammt í smekklausa Þórðargleði þegar tíðindi af þessu tagi koma upp, en mikill meirihluti Bandaríkja- manna virðist sammála um að nú sé ekki stund fyrir slíkt. Það er einsdæmi í sögu Bandaríkjanna að sitjandi for- seti í kosningabaráttu veikist svo skömmu fyrir kosningar. Engin leið er að sjá hvaða áhrif tíðindin muni hafa á framvind- una, en til skemmri tíma eru þetta ekki góð tíðindi fyrir for- setann, þar sem hann neyðist nú til að hafa sig hægan, einmitt á þeim vikum sem mestu máli skiptir að halda dampi í kosn- ingabaráttunni. Nái Trump sér fljótt af veik- indunum, sem ávarp Trumps í gærmorgun virðist benda til, þó að þar hafi fylgt að næstu sólar- hringar muni ráða miklu, gæti það hins vegar opnað á óvænta fylgisaukningu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, fengu slík viðbrögð frá löndum sínum eftir að þeir komust í gegnum glímu sína við kór- ónuveiruna. Hvort að slík fylgi- saukning nægði honum skal ósagt látið, en fordæmið frá 2016 segir að ekki er rétt að af- skrifa Donald Trump. Óvíst er hvaða áhrif veikindi Trumps forseta munu hafa } Kosningabaráttan gerist enn snúnari Níundu samn-ingalotunni í fríverslunarvið- ræðum Breta og Evrópusambands- ins lauk fyrir helgi, en með litlum ár- angri. Að vísu herma breskir miðlar að nú loks hafi fengist að skoða aðra hluti en ásteiting- arsteinana tvo, fiskveiðar og samkeppnisreglur, sem hingað til hafa sett allt í strand, og þar hafi einhver árangur sést. En sá árangur skiptir engu máli ef lykilatriðin sitja föst. Miklu skiptir fyrir báða deil- endur að samningar náist fyrir lok þessa árs, en þá renna út þær undanþágur sem Bretar fengu vegna útgöngunnar úr sambandinu á sínum tíma. Að óbreyttu stefnir í að viðskipti milli Bretlands og Evrópusam- bandsins verði mun stirðari eft- ir áramót en þau þyrftu að vera, en vegna eðlis Evrópu- sambandsins þykir víst að samningsdrög þurfi að liggja fyrir 15. þessa mánaðar, þegar leiðtogar Evrópusambandsins hyggjast funda og ræða þau. Boris Johnson, forsætisráð- herra Bretlands, mætti í viðtal hjá breska ríkisútvarp- inu á föstudaginn til að ræða stöðuna sem komin væri upp, og sagði hann þar að ábyrgðin lægi hjá Evr- ópusambandinu, það yrði að gefa eftir til þess að hægt yrði að komast lengra. Þetta mat Johnsons er réttmætt, ekki síst í ljósi þess að ljóst hefur verið frá upphafi að kröfur sam- bandsins í fiskveiðimálum og einnig í samkeppnismálunum fela nánast í sér að Bretar taki sér stöðu sem hjálenda sam- bandsins undir yfirvaldi Evr- ópudómstólsins. En hvaða líkur eru á því að Evrópusambandið vilji beygja af kröfum sínum? Þær geta ekki talist miklar, og óskamm- feilni sambandsins sést í yfir- vofandi lögsókn framkvæmda- stjórnar þess á hendur Bretum vegna löggjafar, sem fram- kvæmdastjórnin segir brjóta gegn útgöngusamningnum. Sú lagasetning var þó ekkert ann- að en viðbragð við þvermóðsku samninganefndar sambandsins. Níu Brexit-lotur búnar og nú styttist mjög í annan endann} Dýrkeypt þvermóðska F járlagafrumvarp næsta árs ber þess skýr merki að við erum að takast á við gífurlegt efnahags- legt áfall af völdum Covid-19- faraldursins. Á þessu ári hafa tekjur hins opinbera dregist saman um vel á annað hundrað milljarða króna og útlit er fyrir að sú þróun muni halda áfram á næsta ári. Þá hafa útgjöld ríkissjóðs hækkað verulega vegna kostnaðarsamra aðgerða sem gripið hefur ver- ið til, þá einkum í því skyni að verja lífskjör al- mennings. Ríkisstjórnin mun grípa til ráðstafana til að halda uppi eftirspurn í hagkerfinu, líkt og fram kemur í fjárlagafrumvarpinu. Samdrátturinn verður þá minni en annars hefði orðið. Ekki verður dregið úr opinberri þjónustu og ráðist verður í sérstakt fjárfestingar- og uppbygg- ingarátak á næstu tveimur árum í framhaldi af þeim fjárfestingum sem þegar hafa verið kynntar til sög- unnar. Þá verður dregið úr skattheimtu og útgjöld aukin vegna vaxandi atvinnuleysis. Traustur rekstur ríkisins og ráðdeild undanfarinna ára gerir okkur kleift að grípa til slíkra aðgerða. Von okkar er sú að orkan sem býr í efnahagslífinu muni leysast úr læð- ingi um leið og skilyrði verða hagstæðari. Aukin útgjöld ríkissjóðs við þessar aðstæður miða að því að svo geti orð- ið. Um leið nýtum við tækifæri sem eru fyrir hendi til að gera rekstur ríkisins eins hagkvæman og mögulegt er þegar til lengri tíma er litið, því þannig náum við að bæta þjónustu og einfalda líf fólks. Fjárlagafrumvarið endurspeglar skamm- tíma viðbrögð vegna kórónuveirunnar en tæki- færi til langtíma hagræðingar felast m.a. í örri tækniþróun og lausnum sem bæði bæta þjón- ustu og kosta minna. Slíkar aðgerðir draga ekki aðeins úr kostnaði ríkisins heldur alls al- mennings sem þarf á þjónustunni að halda. Aukin rafvæðing stjórnsýslunnar skapar skilyrði fyrir hagræðingu og um leið hraðari og betri þjónustu. Ég hef sem dóms- málaráðherra lagt ríka áherslu á innleiðingu rafrænna lausna t.d. hjá sýslumannsembætt- unum þar sem brýnt er að bæta þjónustu fjöl- skyldumála, við þinglýsingar og aðra af- greiðslu opinberra skjala. Tækninni fleygir ört fram á meðan stjórnsýsluafgreiðsla embætt- anna hefur setið eftir. Á fjárlögum næsta árs eru framlög til inn- leiðingar rafrænnar þjónustu aukin um rúma tvo milljarða í verkefnið Stafrænt Ísland. Rafræn rétt- arvörslugátt er eitt þeirra verkefna sem dómsmálaráðu- neytið vinnur að. Þar er áhersla lögð á aukna samvinnu stofnana innan réttarvörslukerfisins. Bein skilvirk þjón- usta við almenning er mikilvæg, en ekki síður greið leið gagna innan kerfisins sem leiðir til styttri málsmeðferð- artíma, aukins öryggis og betri nýtingar skattfjár. Við skulum alltaf muna að stjórnsýslan er til fyrir fólkið en ekki öfugt. Þess vegna leggjum við áherslu á skilvirka og góða þjónustu. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Stórsókn í stafrænni þjónustu Höfundur er dómsmálaráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Þetta er ein umfangsmestaskýrsla sem hefur veriðgerð um stöðu eldri borg-ara á Íslandi og er ég virki- lega ánægður að Alþingi samþykkti tillögu mína um að ráðast í gerð henn- ar,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson al- þingismaður. Skýrsla Ásmundar Ein- ars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um stöðu eldri borgara hérlendis og erlendis var birt á vef Alþingis fyrir helgi. Ágúst segir eftir lestur skýrsl- unnar að margt forvitnilegt hafi komið í ljós. Margvíslega töl- fræði sé að finna í skýrslunni sem vonandi gagnist til að fjölga þeim geti átt áhyggju- laust ævikvöld. Í skýrslunni kemur fram að um 44.000 Íslendingar eru nú eldri en 67 ára. Þeim mun fjölga hratt á næst- unni; eftir fimmtán ár verða eldri borgarar orðnir um 72.000 og þá verður fimmti hver Íslendingur eldri en 65 ára. Fjöldi eldri borgara mun tvöfaldast á næstu þremur áratugum. Skattbyrði hefur aukist Atvinnuþátttaka eldri borgara hér á landi er sú langhæsta í Evrópu. Ef miðað er við 65 ára og eldri er hún fimm sinnum hærri en að meðaltali í ESB-ríkjunum, fjórum sinnum hærri en í Danmörku og þrisvar sinnum hærri en í Svíþjóð og Noregi. Tekjur þessa hóps eru hins veg- ar áhyggjuefni að mati Ágústs Ólafs. Tæplega sex þúsund eldri borgarar voru með undir 293 þúsund krónur á mánuði árið 2018. „Það er mikið áhyggjuefni hversu margir eldri borgara búa við mjög lágar tekjur. Þá hefur staðan sums staðar versnað eins og þegar kemur að aukinni skattbyrði hjá þessum hópi, lengri biðlistum og auk- inni kostnaðarþátttöku í heilbrigð- isþjónustu,“ segir þingmaðurinn. „Við erum alls ekki að gera nóg þegar kemur að fyrirhugaðri fjölgun eldri borgara. Og staða þess hóps er víðast hvar betri en hér, ekki síst á Norðurlöndunum,“ segir Ágúst Ólaf- ur. Hann bendir á að hið opinbera verji um 4,2% af landsframleiðslu til eldri borgara. „Það er í raun ekki mikið þegar litið er til þessa stóra hóps sem fer hratt vaxandi. Þetta er kynslóð sem byggði upp Ísland og mér finnst í raun að við skuldum þeim mun betra hlutskipti heldur en raun ber vitni.“ Ágúst segir það áhyggjuefni að skattbyrði hafi aukist hjá öllum tekjuhópum aldraðra undanfarin tíu ár, meira hjá tekjulægstu hópunum en öðrum. Eins hafi hlutfall kostn- aðar sem eldri borgarar greiða sjálfir fyrir læknisþjónustu aukist úr 11% í 16% undanfarin fimm ár. Sífellt fleiri á biðlistum Mikil umræða hefur verið síð- ustu ár um framboð og nýtingu hjúkrunarrýma. Í skýrslunni kemur fram að að á landsvísu voru 2.795 hjúkrunarrými árið 2019. Þótt hjúkr- unarrýmum hafi fjölgað hafa biðlistar lengst ár frá ári. Ágúst bendir á að fjöldi einstaklinga á biðlista eftir hjúkrunarrými sé 408 í ár, var 395 ár- ið 2019, 361 árið 2018 og 297 árið 2017. Fjöldi á biðlista var um helm- ingi styttri árið 2013, segir þingmað- urinn. Svipað er uppi á teningnum þegar horft er til meðalbiðtíma eftir hjúkrunarrýmum. Hann var 131 dag- ur árið 2019, 125 dagar árið 2018, 113 árið 2017. Biðtíminn var um helmingi styttri árið 2011. Í ljósi yfirvofandi fjölgunar eldri borgara í framtíðinni er í skýrslunni rakið hvaða rétt aðstandendur þeirra, sem minnka við sig eða hætta vinnu til að annast þá, eiga. Jafnframt er skautað yfir hvernig haldið er á þeim málum í fjölda annarra Evrópulanda. Kjör eldri borgara og biðlistar áhyggjuefni „Við teljum að skýrslan eigi eftir að verða okkur nytsamleg,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formað- ur Landsambands eldri borgara. Þórunn og sam- starfsmenn hennar eiga bókaðan fund með félags- málaráðherrra í dag þar sem ræða á „ýmis brýn málefni er varða eldri borgara“. Skýrslan verður eitt umræðuefna. „Skýrslan mun líka gagnast við vinnu þeirrar nefndar sem nú fjallar um afkomu og hag aldraðra. Við höfum sum af þessum gögnum í nefndinni en þarna eru viðbætur sem koma sér af- skaplega vel.“ Funda með ráðherra í dag NYTSAMLEGAR VIÐBÆTUR Í SKÝRSLU Þórunn Sveinbjörnsdóttir Morgunblaðið/Hari Á Hrafnistu Eldri borgurum mun fjölga hratt hér á landi á næstu árum. Ágúst Ólafur Ágústsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.