Morgunblaðið - 05.10.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020 ✝ Guðrún HelgaKarlsdóttir fæddist í Reykjavík 20.11. 1924. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi 28.9. 2020, 95 ára að aldri. For- eldrar Guðrúnar voru hjónin Guðrún S. Þorsteinsdóttir húsm., f. 12.9. 1898, d. 10.7. 1970, og Karl H. Ó. Þórhallsson bifreiða- stj., f. 25.2. 1896, d. 11.3. 1974. Systkini Guðrúnar: Haraldur, f. 27.10. 1922, d. 30.10. 2007, Sig- ríður, f. 24.11. 1928, d. 8.10. 2001, Þórhalla, f. 28.12. 1926, d. 26.2. 2018, Kristín, f. 8.8. 1932, d. 6.11. 2017, Ásgeir, f. 2.3. 1934, d. 6.9. 2019, Hjördís, f. 13.6. 1935, d. 10.1. 2009, Fjóla, f. 14.12. 1936, og Þórdís, f. 25.10. 1938. Guðrún giftist 15.10. 1949, Kristjáni Jónssyni, f. 20.4. 1925, d. 16.8. 2014. Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörg Krist- jánsd., f. 14.2. 1902, d. 1.2. 1990, og Jón Andrésson, f. 7.7. 1898, d. 19.12. 1969. Guðrún og Krist- ján eignuðust fimm börn. 1) Jón Karl, f. 23.9. 1948. K. Hafdís 1958: Arnór, f. 28.12. 1982, Sig- ríður E., f. 23.10. 1984. 4) Reyn- ir, f. 10.3. 1961. K. Helga K. Hauksdóttir, f. 29.12. 1961. For. Guðrún Stefánsdóttir, f. 25.2. 1939, og Haukur S. Jósefsson, f. 6.1. 1937, d. 21.10. 1999. Börn þeirra: Andri M., f. 11.9. 1985, Birgir R., f. 11.9. 1985. 5) Þór, f. 22.5. 1965. K. Magný Ó. Arnórs- dóttir, f. 26.10. 1968. For. Arnór Pétursson, f. 14.11. 1949, d. 28.6. 2011, og Áslaug Magnúsdóttir, f. 29.12. 1950. Börn þeirra: Björg- vin V., f. 27.10. 1985, Arnór I., f. 19.4. 1990, Jón Þ., f. 5.7. 1993, Áslaug Ýr, f. 11.3. 1995. Guðrún ólst upp í Reykjavík, í Vitanum á Hverfisgötu og á Grímsstaðaholtinu. Hún flutti til Hafnarfjarðar ásamt eig- inmanni sínum, Kristjáni, árið 1949, og bjó þar æ síðan. Guð- rún var húsmóðir og vann auk þess utan heimilis sem matráður í áratugi, fyrst í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og síðar í Íslands- banka, Garðabæ. Hún var virk í starfi Kvenfélagsins Hrundar í Hafnarfirði og gekk síðar í Kvenfélag Fríkirkjunnar í Hafn- arfirði. Guðrún söng í Samkór Reykjavíkur á árum áður og söng með öllum systrum sínum í sönghópnum Sjö systur á 7. ára- tugnum. Útför Guðrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 5. október 2020, kl. 13. Jarðsett verður í Hafnarfjarð- arkirkjugarði. Finnbogadóttir, f. 14.10. 1950. For. Finnbogi Ein- arsson, f. 14.7. 1921, d. 3.4. 2001 og Hólmfríður B. Gestsdóttir, f. 13.7. 1923, d. 18.4. 2019. Börn þeirra: Finn- bogi, f. 3.3. 1969, Lilja, f. 24.12. 1970, Laufey, f. 17.6. 1990. Ingibjörg, f. 30.7. 1969. 2) Kristján Rúnar, f. 8.5. 1953, d. 18.8. 2006. K. Bára Þórarinsdóttir, f. 24.6. 1955, d. 11.1. 2016. For. Þórarinn Árna- son, f. 24.5. 1924, d. 24.1. 2012, og Guðný Þorvaldsdóttir, f. 24.1. 1929, d. 20.1. 2010. Börn þeirra: Guðný H., f. 30.1. 1973, Guðrún S., f. 26.10. 1974, Svein- björg, f. 25.4. 1981, Kristjana, f. 2.9. 1983. 3) Hrafnhildur, f. 12.11. 1956. M. Stefán Gunn- arsson, f. 4.7. 1962. For. Gunnar Larsson, f. 13.10. 1913, d. 29.12. 1978, og Ólöf G. Ólafsdóttir, f. 17.3. 1921, d. 6.11. 2017. Börn þeirra: Kristján A., f. 18.11. 1987, Ólöf R., f. 21.1. 1992, Silja D., f. 8.12. 1994. Börn Hrafnhild- ar frá fyrra sambandi, barns- faðir Magnús Geirsson, f. 17.1. Elsku mamma. Að leiðarlok- um er ég fullur þakklætis fyrir að hafa eignast slíka móður, sem veitti mér leiðsögn fyrir það ferðalag sem lífið er. Móður sem bjó yfir svo ríkri umhyggju að passa ávallt upp á að ekkert skorti í uppvextinum, en um leið gekk aldrei lengra en góðu hófi gegndi. Og alltaf gætti hún þess að við börnin værum sómasam- leg í alla staði. Mamma var komin af alþýðu- fólki og ólst upp í stórri fjöl- skyldu þar sem nægjusemi réð ríkjum. Því þekkti hún það lífs- mynstur að gera mikið úr litlu. Útsjónarsemin á okkar heimili var mikil. Hveiti, sykur og önnur aðföng voru keypt í 50 kg sekkj- um, slátur var tekið og hrossa- kjöt saltað í stóra tunnu, eins og tíðkaðist á íslenskum heimilum. Hún kunni líka að gera vel við sig og sína. Má þar nefna sunnu- dagssteikina sem aldrei vantaði, heimabakað brauð og bakkelsi sem aldrei var skortur á, að ógleymdri heimagerðu kinda- kæfunni og grænu baununum sem hún sauð sjálf niður í ómældu magni og voru alltaf á boðstólum með mat á Arnar- hrauninu. Líf mömmu og pabba ein- kenndist af samheldni, yfirvegun og skynsemi og var ekki anað að neinu. Þau bjuggu fjölskyldunni gott heimili og áttu sælureit í sumarbústaðnum í Systralundi. Þá nutu þau lífsins um árabil í reglulegum ferðalögum suður í sólina á Benidorm. Ræktarsemi mömmu var mikil og þrátt fyrir marga afkomendur mættu þau pabbi í öll boð í stórfjölskyldunni eins og þeim var frekast unnt. Sem tengdamóðir var hún Guðrún alltaf til fyrirmyndar, með reglusemi sinni og mynd- arskap. Ung að árum var ég fastur gestur við morgunverðar- borðið á Arnarhrauninu. Þar var alltaf vel veitt af mat og kunni ég óskaplega vel að meta brauðið og heimagerðu kindakæfuna sem var hið mesta lostæti. Þá var oft- ar en ekki líka á borðum brún- kakan hennar Guðrúnar, en hún var á þeim árum sú besta kaka sem ég, unglingurinn, hafði nokkurn tíma smakkað. Margoft reyndi ég árangurslaust að fá af henni uppskrift hjá Guðrúnu, en uppskriftin var einfaldlega ekki til því að hún „slumpaði“ henni alltaf saman. Þegar tvíburarnir okkar Reynis fæddust og í mörg horn var að líta hjá nýbakaðri tvíburamömmu, stóð ekki á því að Guðrún kom reglulega, einu sinni í viku og hjálpaði með að brjóta saman þvott. Þótti mér óskaplega vænt um þetta og var mikill stuðningur í því fólginn. Þau hjónin eyddu gamlárskvöld- unum með okkur Reyni og strákunum og alltaf var hress- andi þegar þau komu í áramóta- matinn til okkar í Lækjarbergið, gjarnan færandi hendi með blys og annað skemmtilegt fyrir strákana. Glaðværu hlið Guðrúnar kynntist ég best þegar við hjónin bjuggum í Odense í Danmörku. Þau heiðurshjónin klikkuðu ekki frekar en fyrri daginn á að heim- sækja okkur þangað. Mér er sér- staklega minnisstæð ferð í skemmtigarð þar sem við Guð- rún lékum okkur saman á skökk- um hjólum og hlógum og skríkt- um hvor að annarri. Hugsa ég að þar hafi ég komist næst því að kynnast þeirri glaðværð og fé- lagslyndi sem einkenndi tengda- mömmu alla tíð. Við hjónin minnumst þín með þakklæti og virðingu, elsku mamma. Reynir og Helga. Nú er amma Guðrún fallin frá og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Mér er efst í huga hvað garðurinn á Arnarhrauni þar sem amma og afi bjuggu var alltaf flottur. Ég minnist þess að amma var stund- um að vinna í garðinum þegar við komum í heimsókn. Amma og afi ræktuðu líka blóm í bíl- skúrnum sem mér fannst alveg magnað. Fánastöngin skartaði sínu fegursta fyrir framan húsið hjá þeim og blómabeðin við hekkin skörtuðu fallegum app- elsínugulum lit, alltaf var grasið nýslegið og útsýnið á Arnar- hrauninu var stórkostlegt í minningunni. Amma bakaði mjög holl brauð og fann maður oft bökunarilminn þegar maður var hjá henni. Ég borðaði þessi brauð með bestu lyst ásamt heimagerðu kinda- kæfunni sem hún einnig gerði sjálf. Ég held samt að þetta hafi ekkert verið fyrir alla, en þetta kallast heilsubrauð í dag. Amma fékk sér alltaf flóaða mjólk og bað um vatn þegar hún kom í heimsókn til okkar. Ég hef stundum verið að velta fyrir mér nútíma heilsukúrum og tengi það við hversu hollan mat amma borðaði, kannski var hún bara 40 árum á undan sinni samtíð. Amma reykti hvorki né drakk áfengi, sem var kannski lykillinn að hennar langlífi ásamt hollu mataræði. Ég hef stundum verið að segja fólki frá þessu og finnst öllum þetta mjög merkilegt. Amma var mikil smekkmann- eskja og gaf hún alltaf vandaðar gjafir. Minnisstæðastar eru gjaf- irnar sem hún gaf mér eitt sinn en það var annars vegar íslenski fáninn sem ég fékk á álfasteini og hins vegar svarti krumminn. Mörgum árum seinna sagði ein- hver við mig að krumminn kost- aði 50.000 kr. í dag. Ég hélt að ég hefði hent honum þar sem ég hafði ekki vit á svona list en fann hann svo eftir mikla leit. Amma var mjög passasöm á peninga. Ég man þegar ég kom í heimsókn til hennar frá Dan- mörku þar sem ég bjó, þá pass- aði hún vel upp á að þeir pen- ingar sem ég kom með færu ekki í neina vitleysu. Reyndar held ég að ég hafi ekki eytt einni einustu krónu hjá henni. Þegar ég var í flugstöðinni, þá rétti hún mér peninga í gegnum litla gatið í glerinu í fríhöfninni, til að ég gæti keypt gotterí. Oft fórum við í sumarbústað- inn hjá ömmu og afa og áttum ógleymanlegar stundir. Þar var mikil trjá-, blóma- og grænmet- isrækt. Þegar ég var hjá þeim bjuggum við í hjólhýsinu en afi var að byggja sumarbústaðinn í Þrastarskógi. Ég og afi fórum einn daginn og veiddum risa- stóra bleikju í Þingvallavatni, sem var borðuð um kvöldið með bestu lyst með ömmu. Ég minnist þess líka að afi og amma komu alltaf í öll barna- afmæli hjá börnum mínum, líka á efri árunum. Það eru alveg frá- bærar minningar. Ég vildi óska að ég hefði hitt þau oftar og haft meiri tíma með þeim en þau munu alltaf lifa í minningunni. Finnbogi Karlsson. Amma Guðrún var í menginu „amma og afi á Arnarhrauninu“. Nú er elsku besta amma okkar búin að kveðja þennan heim og það er svo sannarlega margs að minnast og margs að þakka fyr- ir. Þegar við hugsum um hana þá sjáum við hana fyrir okkur glað- lega og ljóshærða á hvítum klossum. Við heyrum fallegan og innilegan hlátur hennar, ilmandi bökunarlyktina úr eldhúsinu og hlýjuna sem streymdi frá henni. Hún var ótrúlega flott kona með allt sitt á hreinu, reglusöm, hörkudugleg, fjölskyldurækin og réttsýn. Hún var ekki hrædd við að tjá skoðanir sínar og gerði það á fallegan hátt. Hún átti það til að kenna okkur barnabörn- unum alls konar mannasiði sem hafa nýst vel, eins og að sitja fal- lega við matarborð og að vera snyrtilegur. Amma og afi fóru stundum með okkur barnabörnin upp í sumarbústað til sín, nokkur í einu og eru það dýrmætar og góðar minningar. Amma var mjög músíkölsk og var sungið í bílnum alla leiðina upp í bústað. Það er henni að þakka að við kunnum texta á alls konar ís- lenskum dægurlögum utanbók- ar. Við kveðjum ömmu okkar með þökk í hjarta. Hún hefur án efa gert líf okkar allra innihaldsrík- ara og fallegra. Blessuð sé minn- ing hennar. Ps. við biðjum að heilsa afa. Lilja og Laufey. Guðrún Helga Karlsdóttir Þó að miklar fjar- lægðir hafi löngum skilið okkur Siggu mína að var sambandið á milli okkar ævinlega sterkt. Við hringdum hvort í annað alltaf öðru hvoru og það brást ekki að það var eins og við hefðum talað saman í gær þó að stundum hafi liðið nokkrir mánuðir á milli sím- tala. Í seinasta skiptið sem hún Sigga mín hringdi í mig sagði hún: „Ég elska þig.“ Mér leið vel eftir símtalið og hugsaði fallegar hugsanir til hennar. Um kvöldið þann sama dag var hringt og ég fékk fréttirnar: Hún Sigga mín var dáin. Það er erfitt að lýsa því hvernig mér leið. Ég varð mátt- laus og gat ekki staðið á fætur. Á hverjum degi hugsa ég til hennar Siggu minnar með söknuði. Við munum ekki tala saman í síma Sigríður Jensína Gunnarsdóttir ✝ Sigríður Jens-ína Gunnars- dóttir fæddist 27. nóvember 1966. Hún lést 3. sept- ember 2020. Útförin fór fram 14. september 2020. aftur. Ég mun ekki heyra röddina henn- ar aftur í símtólinu. Það eru mörg ár síðan ég hitti hana Siggu mína fyrst. Samt er eins og það hafi gerst í gær. Hún vakti strax at- hygli mína í stórum hópi, ekki síst vegna þess hversu glað- vær og kát hún var. Við urðum fljótt bestu vinir. Svo breyttist vináttan í djúpan kær- leik. Ég kallaði hana „perluna mína“ vegna þess að mér fannst það lýsa henni best. Henni líkaði vel við þetta nafn og brosti alltaf og hló þegar ég kallaði hana perl- una mína. Kærleikurinn sem er á milli okkar hefur aldrei rofnað. Þó að hún Sigga mín sé horfin á braut er kærleiksbandið á milli okkar órofið. Dauðinn breytir því ekki. Ég veit að það er ekkert sem getur skilið okkur að. Við munum hittast á ný þar sem ljós- ið umvefur allt og kærleikur Guðs ríkir. Þá verður gaman að lifa með henni Siggu minni í faðmi ljóssins. Bjarni Guðmundsson frá Brekku í Dýrafirði. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minning- argreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerf- inu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda mynd- ina á netfangið minn- ing@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar Kær vinur, Jón Víglundsson, hefur kvatt. Við sem lif- um hann söknum góðs manns sem ávallt tók okkur, gestum að norðan, opnum örm- um með brosi, þéttu handtaki og kossi á vanga. Jón og Denna, konan hans ljúfa, voru höfðingjar heim að sækja. Allir boðnir velkomnir og fagnað sem langþráðum gestum. Jón var skarpduglegur maður sem féll ekki verk úr hendi með- an heilsan entist. Hann kom miklu í verk um dagana sem bakarameistari ásamt ýmsum trúnaðarstörfum sem honum Jón Víglundsson ✝ Jón Víglunds-son fæddist 30. júní 1935. Hann lést 31. ágúst 2020. Útför Jóns fór fram í kyrrþey. voru falin. Má þar nefna Sultu- og efnagerð bakara og sportbátaeigendur sem nutu góðs af dugnaði hans. Það var ætíð hægt að treysta því að Jón skilaði sínu vel hvar sem hann kom við sögu. Stóra áhugamál- ið var skákin sem gaf honum mikla gleði og lífs- gæði. Eiginkona hans var hans styrkur og klettur alla tíð og fjölskyldan öll átti stærstan hluta hjarta hans. Ef þeim leið vel var allt gott. Með þessum fáu orðum kveð ég með söknuði yndislegan vin og samferðamann til margra ára. Ljóssins englar leiði hann og hans fjölskyldu. Svana Jóseps. Í dag kveðjum við yndislegan yfir- mann, samstarfs- konu og góða vinkonu. Við kynntumst Guðnýju Helgu þegar KPMG opnaði skrifstofu í Vestmannaeyjum ár- ið 2014. Guðný var frábær yfirmaður og samstarfsfélagi og það var gott að vinna með henni. Við sáum strax hversu einstök Guðný var og fljótlega myndað- ist vinskapur sem er okkur dýr- mætur. Guðný var stoltur Vestmanna- eyingur og voru tengsl hennar við Eyjar mjög sterk og þar af leiðandi urðu samverustundirnar með henni í Eyjum margar og hver annarri skemmtilegri. Þegar við lítum yfir síðustu ár koma upp ótal minningar um stundir sem við áttum með Guð- nýju Helgu og ber þá helst að nefna árshátíðina á Akureyri, Guðný Helga Guðmundsdóttir ✝ Guðný HelgaGuðmunds- dóttir fæddist 22. nóvember 1968. Hún lést 5. sept- ember 2020. Útför Guðnýjar Helgu fór fram 17. september 2020. sem varð þriggja daga gleði þar sem mikið var hlegið, og allar samverustund- ir á Þjóðhátíðum síðustu ára. Elsku Guðný, við eigum þér mikið að þakka og erum þakklátar fyrir vin- áttu okkar síðustu ár. Elsku Frikki, synir og fjölskyldur. Okkar inni- legustu samúðarkveðjur til ykk- ar og megið þið fá styrk í þessari miklu sorg. Góða nótt Dagurinn kveður, mánans bjarta brá blikar í skýja sundi. Lokkar í blænum, leiftur augum frá, loforð um endurfundi. Góða nótt, góða nótt, gamanið líður fljótt, brosin þín bíða mín, er birtan úr austri skín. Dreymi þig sólskin og sumarfrið, syngjandi fugla og lækjarnið. Allt er hljótt, allt er hljótt ástin mín, góða nótt. (Ási í Bæ) Jóna og Guðbjörg Erla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.