Morgunblaðið - 05.10.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020 Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is UMFERÐAREYJAR Sérlausnir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki Henta vel til að stýra umferð, þrengja götur og aðskilja akbrautir. Til eru margar tegundir af skiltum, skiltabogum og tengistykkjum sem passa á umferðareyjarnar. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Farðu ekki í uppnám þótt ekki sé alltaf farið eftir þeim reglum sem þú setur. Hafðu þig í frammi í vinnunni í dag, þó að þér finnist það ef til vill dálítið óþægilegt. 20. apríl - 20. maí  Naut Þín bíða mörg verkefni. Láttu aðra vita að þú ætlir að stefna ótrauð/ur að takmarkinu sem þú settir þér í byrjun ár. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú berir ábyrgð þýðir það ekki að þú þurfir að gera allt sjálf/ur og megir ekki þiggja aðstoð. Lyftu þér upp og leitaðu til góðra vina. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú munt fá mörg tækifæri til að mennta þig á þessu ári. Vinur vill láta óánægju sína í ljós en verður að fara fínt í hlutina. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Félagar þínir hafa sýnt þér það traust að velja þig til forystu í félagsskap. Farðu varlega í það að biðja nána vini eða fjöl- skyldu um liðsinni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Samskipti við ástvini eru eilítið fjar- læg og stirð í dag og tjáskipti dálítið þving- uð. Stundum þarf bara að segja hvers maður óskar og það rætist. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vertu fyrst og fremst sannur í sam- skiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Með hjálp góðs vinar muntu finna réttu leiðina til að tjá skoðanir þínar. Vertu róleg/ur, erfiðleikar líða hjá og þú nærð aftur vopnum þínum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er að grípa tækifærið og gera tilboð í það sem þú hefur lengi haft augastað á. Nú væri upplagt að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Varastu að láta hugmyndaflugið hlaupa með þig í gönur. Ef þú missir sjónar á takmarkinu verður sælan endaslepp. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú bíður í ofvæni eftir því að þér verði hrósað fyrir góða frammistöðu. Slíkar stundir eru nauðsynlegar og gera þér kleift að halda áfram af fullum krafti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það liggur ýmislegt jákvætt í loft- inu en þú þarft að vanda þig þegar þú vel- ur þá hluti sem þú vilt sinna. Veldu hann af kostgæfni, því á miklu ríður að þú veljir verkefni við hæfi. hreinskilin að það kom mér virkilega á óvart hvað þetta gekk vel.“ Kristín ákvað í framhaldi að taka kennslu- réttindi frá HÍ og einbeita sér að skólasöfnunum. Eftir þrjú ár færði Kristín sig yfir til bókasafns Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. Sumarið eftir, 1985, gekk fjölskyldan í gegnum mikinn harmleik þegar Björgvin, eldri sonur þeirra, lést í slysi. Eins og þeir vita sem misst hafa börn, þá fylgir sorgin fólki alla tíð, þótt það læri að lifa með henni. Eftir sex ár í FB fann Kristín að stigi í frönsku. Hún var þá búin að kynnast Kára Kaaber, síðar eigin- manni sínum og fjármálastjóra Árna- stofnunar, og eignast soninn Björg- vin, svo leiðinni var ekki heitið til Frakklands. „Ég hafði pössun á þeim tíma sem bókasafnsfræðin var kennd og þar með var það ákveðið.“ Hún lauk BA-prófi með bókasafnsfræði sem aðalgrein en með frönsku og norsku sem aukagreinar. Fjölskyldan fór til Noregs og þar vann Kristín við Háskólabókasafnið í Ósló í tvö ár. „Ég hafði mjög gaman af vinnunni í Ósló, þótt ég hefði ákveðið að ég skyldi aldrei vinna á skólasafni. En svo fær maður vinnu og ég hef verið svo heppin að ég hef alltaf haft gaman af því sem ég geri.“ Þegar heim var komið vann Kristín á Landsbókasafni Íslands og síðar Bókasafni Kópavogs, en þá var yngri sonurinn Birgir fæddur og Kristín vildi breyta til og fékk hálfa vinnu á bókasafni Öldu- selsskóla. „Ég var mest með yngstu krakkana og hafði verið fullviss áður en ég hóf starfið að annarra manna óþekk börn væru sko ekki fyrir mig. En börnin voru bara svo yndisleg og K ristín Björgvinsdóttir fæddist á fæðingar- deild Landspítalans 5.10. 1950 og ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík. „Ég átti heima í blokk neðst í Eski- hlíðinni, svo það var alltaf fullt af krökkum.“ Á þessum tíma var hverfið að byggjast upp og Kristín gekk í Eskihlíðarskóla og var svo í fyrsta ár- gangi Hlíðaskóla árið 1960. Íþrótta- félagið Valur var í hverfinu og faðir Kristínar var í stjórn Vals þegar hún var barn og sjálf spilaði hún hand- bolta með Val. Kristín lauk landsprófi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík. „Viðhorfið á þessum tíma var að ef eitthvert vit væri í fólki þá færi það í MR. Mennta- skólinn við Hamrahlíð var bekkja- skóli og byggður upp svipað og MR, en þeir voru með blandaða bekki, kenndu á morgnana og pabbi hafði líka tröllatrú á skólastjóra MH, Guð- mundi Arnlaugssyni. Svo það endaði með að ég var í fyrsta árgangi skól- ans í blönduðum bekk og útskrifaðist árið 1970.“ Kristín fór í Háskólann og lauk 1. hún vildi breyta til og Fjölbrautaskól- inn við Ármúla auglýsti eftir bóka- safnsfræðingi árið 1991. „Á þessum tíma var að verða tölvu- bylting í mínu fagi og FÁ vildi fara lengra en aðrir skólar og það var aug- lýst sérstaklega eftir bókasafnsfræð- ingi sem vildi taka þátt í uppbygg- ingu upplýsingakerfis í skólanum.“ Kristín segir þetta hafa verið gífur- lega spennandi tíma og hún tók þátt í mörgum verkefnum, t.d. á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og fór á ráðstefnur fyrir hönd Íslands. Hún tók þátt í miklu uppbygging- arstarfi í faginu, s.s. tölvuvæðingu og uppsetningu safna, eins og Kvenna- sögusafns Íslands og við Grunnskól- ann í Stykkishólmi. Þessum breyt- ingum fylgdi mikill kraftur og Kristín hélt áfram að læra og lauk meistara- prófi frá háskólanum í Wales, Aberst- wyth, í stjórnun bókasafna. Auk þess að stýra bókasafni FÁ frá 1991, kenndi hún skjalastjórnun við lækna- ritarabraut FÁ frá 1992-2019 og var stundakennari við félagsvísindasvið HÍ á árunum 2002-2008. Einnig hefur Kristín skrifað margar greinar um Kristín Björgvinsdóttir bókasafnsfræðingur - 70 ára Skírn Við skírn barnabarnsins Unnars. F.v. Kári, Brigitte Louste, Birgir með soninn Unnar, Juliette Louste, Kristín Björgvinsdóttir og Patrick Louste. Árið sem við ætluðum að ferðast 1967 Kári og Kristín í vorferð MH. Til hamingju með daginn Reykjavík Ragna Vil- borg Baldvinsdóttir fæddist 28. október 2019 kl. 20.24. Hún vó 3.576 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Baldvin F. Þor- steinsson og Fanney E. Ragnarsdóttir. Nýr borgari 50 ára Einar ólst upp í Garðabænum og býr þar enn. Hann er lög- maður og eigandi hjá MAGNA lögmönnum ehf. á Höfðabakka 9. Helstu áhugamál Einars eru útivist, hjólreiðar og veiði og einnig björgunar- sveitarstörf sem hann sinnir með Hjálparsveit Skáta í Garðabæ. Maki: Elfa Farestveit, f. 1971, sjúkraliði. Synir: Arthur Knut, f. 1995, Jóhann Karl, f. 2000 og Hákon Ingi, f. 2004. Foreldrar: Arthur Knut Farestveit, f. 1941, fv. forstjóri hjá Einari Farestveit og co. og Dröfn H. Farestveit, f. 1941, hús- stjórnarkennari. Einar Farestveit 40 ára Katla Rós fæddist í Reykjavík en ólst upp frá fimm ára aldri í Svíþjóð, lengst af í Lundi. Katla Rós er myndlistarkona og hönnuður. Hún og eigin- maður hennar, Ragnar Már, ásamt vinum voru með Galleríið og kaffihúsið Bismút á Hverfisgötu, sem var tímabundið verkefni, en þau hafa einnig verið virk í Kling og Bang galleríinu. Maki: Ragnar Már Nikulásson, f. 1985, myndlistarmaður og hönnuður. Dóttir: Áróra Alba, f. 2016. Foreldrar: Sigríður Vala Haraldsdóttir, f. 1958, d. 2012 og Gunnar Vilhelmsson, f. 1951, ljósmyndari, sem býr í Reykjavík. Katla Rós Völu og Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.