Morgunblaðið - 05.10.2020, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020
Viðskipta
Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og
efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður
ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar
hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi.
Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru
í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum
hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is
VIÐSKIPTAPÚLSINN
VIÐSKIPTAPÚLSINN
NÝTTU
TÍMANN OG
FYLGSTU MEÐ
Í dag ræða stjórn-
málamenn gjarnan
um mikilvægi endur-
vinnslu og umhverf-
ismál eru orðin
áhersluatriði í stefnu-
skrá allra stjórn-
málaflokka. Alþjóða-
samfélagið hefur sett
sér metnaðarfull
markmið þar sem
endurvinnsla er eitt
af lykilatriðunum. Ísland er eitt
þeirra ríkja sem sett hafa sér
markmið á þessu sviði og gengist
undir alþjóðlega sáttmála um um-
hverfisvernd.
Aukin flokkun og endurvinnsla á
plasti hefur verið nefnd sem ein af
lausnunum. En til hvers að endur-
vinna og flokka plast ef þeir sem
stjórna hafa ekki raunverulegan
áhuga á að nota vörur úr endur-
unnu hráefni? Væri ekki skyn-
samlegra að opinberir aðilar not-
uðu vörur úr endurunnu efni í
framkvæmdum þar sem það á við í
stað þess að velja að nota meng-
andi efni s.s. malbik?
Plast er sterkt og létt efni sem
hefur marga kosti og eftirspurn
eftir vörum úr plasti hefur aukist
jafnt og þétt síðustu áratugi. Í
mörgum tilfellum er ekki raunhæft
að nota annað efni en plast í vörur
sem við teljum nauðsynlegar. Er
plast vandamál eða er vandamálið
frekar fólgið í hvernig við göngum
frá því eftir notkun og endur-
vinnum? Mengun vegna plasts í
umhverfinu er raunverulegt vanda-
mál. Einmitt þess vegna er mik-
ilvægt að huga að endurvinnslu á
plasti í stað þess að farga því í
miklum mæli eins og nú er gert.
Sem betur fer hefur á
síðustu árum orðið
mikil þróun í endur-
vinnslu.
Í nokkur ár hefur
gömlu trollneti til
dæmis verið safnað
saman hér á landi og
það sent til Danmerk-
ur í endurvinnslu. Af-
urðin er síðan meðal
annars nýtt til að
framleiða búsáhöld,
kajaka, borð og bekki.
Fjölmörg fleiri dæmi
mætti nefna þar sem plast er end-
urunnið í nauðsynjavörur tengdar
iðnaði og vöruþróun á öllum sviðum
daglegs lífs.
VER ehf. hefur frá árinu 2006
flutt inn og selt Ecoraster-
jarðvegsgrindur sem framleiddar
eru úr endurunnum plastpokum og
rúlluplasti. Þessi vara er 100% end-
urvinnanleg og hefur vottun um að
hún mengi ekki. Grindurnar eru
með 20 ára framleiðsluábyrgð.
Kostur þessarar vöru er meðal
annars sá að það er hægt að taka
hana upp og nota annars staðar,
t.d. vegna stækkunar eða breyt-
inga. Varan er því endurnýtanleg í
fleiri en einum skilningi.
Ecoraster-grindur eru hag-
kvæmur og umhverfisvænn val-
kostur. Grindurnar eru víða í notk-
un bæði hér á landi og erlendis og
nýttar í fjölbreyttum tilgangi. Hér
á landi eru grindurnar meðal ann-
ars notaðar í bílastæði við Lauf-
skálavörðu og við tjaldsvæðið á
Höfn. Í göngustíga að Svartafossi í
Skaftarfelli og í Sögustíginn í
Borgarnesi. Í reiðhallir og hesta-
gerði, svo fátt eitt sé nefnt. Grind-
urnar er einnig hægt að nota við
breikkun á vegum, í innkeyrslur,
aðreinar, á tjaldsvæðum, örygg-
issvæði við enda flugbrauta og í
þyrlupalla.
Toyota í Garðabæ er dæmi um
íslenskt fyrirtæki sem hefur lagt
áherslu á umhverfisvernd í verki
og valdi Ecoraster í bílastæði á
starfssvæði sínu. Í bílastæðið voru
endurunnar rúmlega 1,75 milljónir
plastpoka eða 27,7 tonn af plasti.
Ef svæðið hefði verið malbikað
hefði þurft um 392 tonn af malbiki,
þar af 19,5 tonn af jarðolíu. Auk
þess hefði þurft að setja niðurföll
eða frárennslislagnir sem ekki var
þörf á með því að nota Ecoraster.
Víða erlendis hafa sveitarfélög
og borgir lagt áherslu á umhverfis-
vænni lausnir í framkvæmdum. Í
Evrópu eru fasteignaeigendur
skattlagðir ef yfirborð lóðar er lok-
að og aðkomuvatni er beint í frá-
rennsliskerfi í stað þess að hleypa
því beint ofan í jarðveginn, þar sem
það á heima. Ef Ecoraster-grindur
eru notaðar í yfirborð lóðarinnar
þarf ekki að greiða þau gjöld. Þær
uppfylla blágrænar kröfur.
Á Íslandi fara orð og yfirlýsingar
yfirvalda í umhverfismálum ekki
alltaf saman við raunveruleikann.
Jafnvel í friðlandi kjósa yfirvöld að
nota mengandi efni í fram-
kvæmdum. Við nýjan útsýnispall á
Þingvöllum er bílastæði sem er
malbikað í stað þess að nýta um-
hverfisvænni lausn. Okkur sem er-
um hreykin af okkar fallegu nátt-
úru finnst sérstakt að malbika stíg
í Dimmuborgum í stað þess að nota
aðrar lausnir sem ekki menga.
Ef íslenskir ráðamenn vilja sjá
aukna umhverfisvernd í verki og
stuðla að frekari endurvinnslu á
plasti þá verður að gera þær kröf-
ur til hins opinbera að það gangi á
undan og stuðli að því að endur-
unnar vörur séu notaðar í opinber-
um framkvæmdum eins og kostur
er. Er ekki sjálfsögð krafa að sett
verði fram stefna í þeim málum?
Endurvinnsla á plasti, til hvers?
Eftir Magnús H.
Sólmundsson
Magnús H. Sólmundsson
» Áhersla á aukna end-
urvinnslu á plasti án
þess að vilja nota vörur
úr endurunnu plasti.
Höfundur er framkvæmdastjóri
VER ehf. ver@verehf.is
Ísland er eina
landið á Norð-
urlöndunum þar sem
kennsla í framhalds-
skólum er ekki kom-
in í eðlilegt horf eft-
ir upphaf
COVID-19-
faraldursins. Fram-
haldsskólar í Dan-
mörku, Noregi, Sví-
þjóð, Finnlandi og
Færeyjum eru alveg opnir en
gripið er til tímabundinna ráð-
stafana ef upp koma smit (en öll-
um skólanum þó ekki lokað).
Framhaldsskólar hér, Versló í
það minnsta, vonuðust eftir sams
konar undanþágu og grunnskólar
fengu hvað varðar fjarlægðar- og
fjöldatakmarkanir (mbl.is 5.
ágúst 2020). Sem hlýtur að þýða
að stjórnendur skólans hafi litið
svo á að hefðbundið skólahald
væri nemendum fyrir bestu þrátt
fyrir farsótt. En undanþága var
ekki veitt. Hver er munurinn á
þessum tveimur skólastigum,
grunn- og framhaldsskólum þeg-
ar smitvarnir eru annars vegar?
Er eitthvað öðruvísi í þessu sam-
bandi á Íslandi en hjá hinum
Norðurlandaþjóðunum?
Hvers eiga skólakrakkar
að gjalda?
Mikið er lagt á nemendur með
skertu staðarnámi, auknu fjar-
námi og sjálfsnámi. Það dregur
úr gæðum kennslunnar og áhuga
nemenda. En ekki síður eru nei-
kvæð félagsleg áhrif mikil á við-
kvæmu þroskaskeiði ungmenna.
Norðurlöndin gripu ekki öll til
sömu aðgerða í vetur þegar far-
aldurinn kom upp. Öll löndin, að
undanskildu Íslandi, virðast þó
eiga það sameiginlegt að leggja
áherslu á að skólahald sé sem
eðlilegast. Enda er um að ræða
mikið lýðheilsumál.
En hver er stefnan hér á
landi? Hvenær á að opna fram-
haldsskólana? Eftir hverju er nú
verið að bíða? Landamærunum
hefur verið „lokað“ en staðarnám
í framhalds- og háskólum er enn
takmarkað þrátt fyrir að „lokun“
landamæra hafi átt að skila okk-
ur hefðbundnu skólahaldi.
Til stóð að færa kennslu í
framhaldskólum í eðlilegra horf
seinni part september (mbl.is 21.
sept. 2020, „Allir í sömu súp-
unni“). En með aukinni skimun
greindust fleiri smit og hefð-
bundnu skólahaldi var slegið á
frest. Skólahald varð enn óeðli-
legra. Hvatt var til enn frekari
fjarkennslu og grímuskyldu kom-
ið á í framhalds-og háskólum
samkvæmt fyrirskipun mennta-
málaráðuneytisins. Þar með var
Ísland líka orðið eina landið á
Norðurlöndunum sem setti grím-
ur á andlit nemenda í skólastof-
um.
Reglur um grímuskyldu
Samkvæmt reglugerð heil-
brigðisráðuneytisins nr. 864/2020
sem tók gildi 7.9. 2020 segir, að
tryggja skuli a.m.k. einn metra á
milli einstaklinga sem ekki eru í
nánum tengslum, en í tilfellum
sem það er ekki hægt skuli nota
andlitsgrímu sem hylur nef og
munn.
Framhaldsskólar hafa fylgt
þessari reglu, einn metri er hafð-
ur milli nemenda í skólastofum. Í
leiðbeiningum landlæknisemb-
ættisins um notkun hlífðargríma
er vísað í reglugerð ráðuneyt-
isins og sérstaklega tekið fram
að ekki þurfi að nota grímur ef
hægt er að fylgja eins metra
reglunni eða orðrétt: „Þegar
hægt er að tryggja 1 metra á
milli einstaklinga þarf ekki að
nota hlífðargrímu. Ekki er mælt
með almennri notkun hlífð-
argrímu á almannafæri.“
Yfirgengileg fyrirskipun
Grímuskylda í framhalds- og
háskólum er fyrirskipuð engu að
síður og þvert á reglur. Byggð á
hverju? Fjölda nýrra smita í
framhalds-og háskólum? Nei,
alls ekki. Aukningu í smitum
mátti að stærstum hluta rekja til
kráa og skemmtistaða þar sem
fólki er nánast ómögulegt að
fylgja nálægðarreglum. Nú hafa
skemmtistaðir verið opnaðir á
ný en aðgerðir í skólum verið
hertar. Nemendur skyldugir til
að bera grímur en kráargestir
ekki.
Svínainflúensan 2009
Í ágúst 2009 barst hingað
heimsfaraldur, svínainflúensan.
Bólusetning hófst ekki að neinu
ráði fyrr en undir lok árs 2009.
Inflúensan lagðist fyrst og
fremst þungt á ungt fólk. Hvað
voru yfirvöld að hugsa þá?
Heimsfaraldur sem lagðist þungt
á börn, ekkert bóluefni komið og
krakkarnir grímulausir í skólum,
engar takmarkanir, skólaböll og
félagslíf! En nú stendur yfir far-
sótt sem leggst fyrst og fremst
þungt á eldri kynslóðina, sem er
sérstaklega varin þessa dagana.
En skólahald í framhalds- og há-
skólum er eins og á stríðstímum.
Verja skal rétt barna
Börn eru börn til 18 ára ald-
urs og foreldrum ber því að
verja hag þeirra og réttindi.
Farsótt getur verið alvarleg en
samt sem áður þarf að verja
börn sérstaklega gegn hvers
kyns yfirgangi og réttindaskerð-
ingu stjórnvalda. Sjálf eru börn-
in ólíkleg til að þekkja rétt sinn.
Grímuskyldan á sér ekki stoð í
lögum. Skerðing á menntun og
félagslífi ungmenna til langs
tíma er skaðleg. Tökum hinar
Norðurlandaþjóðirnar okkur til
fyrirmyndar í þessu máli.
Ísland eina Norð-
urlandaþjóðin með
fjarkennslu í fram-
haldsskólum
Eftir Þórdísi Björk
Sigurþórsdóttur og
Kristínu Johansen
» Öll Norðurlandarík-
in, að undanskildu
Íslandi, virðast eiga það
sameiginlegt að leggja
áherslu á að skólahald
sé sem eðlilegast á tím-
um farsóttar.
Kristín
Johansen
Höfundar eru mæður
framhaldsskólanema.
thordisbs@simnet.is / kristin@flo.is
Þórdís Björk
Sigurþórsdóttir
Veistu um góðan
rafvirkja?
FINNA.is