Morgunblaðið - 05.10.2020, Side 32
Hanna Dóra Sturludóttir mezzósópran kemur fram á
hádegistónleikum í Hafnarborg á morgun kl. 12 með
Antoníu Hevesi píanóleikara. Tónleikarnir bera yfir-
skriftina Konur úr öllum áttum og verða fluttar aríurn-
ar „Amour! Viens aider“ úr óperunni Samson og Dalila,
„Voce di donna“ úr La Gioconda sem og „Habanera“ og
„Sequidilla“ úr Carmen. Aðgangur er ókeypis en sæta-
framboð takmarkað í samræmi við viðmið heilbrigð-
isyfirvalda og verður tónleikunum því líka streymt á
netinu.
Konur úr öllum áttum í Hafnarborg
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 279. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Steven Lennon skoraði þrennu í annað sinn í sumar
þegar FH vann 4:0-stórsigur gegn ÍA á Akranesi í úr-
valsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, í
frestuðum leik úr elleftu umferð deildarinnar.
Lennon skoraði einnig þrennu gegn HK í Hafnarfirði,
22. ágúst síðastliðinn, en hann hefur nú skorað 17 mörk
í átján leikjum í deildinni í sumar. Markamet efstu
deildar er 19 mörk en því meti deila þeir Andri Rúnar
Bjarnason, Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason,
Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson. »27
Steven Lennon skoraði þrennu á
Akranesi og nálgast markametið
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Bókin Átökin um Ólympíuleikana í
Moskvu 1980 eftir dr. Ingimar Jóns-
son er komin út. Þar rekur höfundur
söguna um baráttuna utan vallar í
aðdraganda leikanna, allt frá því Al-
þjóðaólympíunefndin, IOC, ákvað
mótsstaðinn í Sovétríkjunum á þingi
nefndarinnar í Vín í Austurríki 1974.
„Strax og Moskva fékk leikana var
ljóst að menn á Vesturlöndum voru
ekki sáttir við ákvörðunina,“ segir
Ingimar. Andúðin hafi aukst eftir því
sem nær hafi dregið. „Mannrétt-
indamálin í Sovétríkjunum voru
dregin inn í umræðuna og ýmislegt
fleira.“
Íþróttir hafa lengi verið Ingimar
hugleiknar. Hann lærði íþróttafræði
í Leipzig í Austur-Þýskalandi og að
loknu doktorsprófi þar 1968 varð
hann kennari við Kennaraskóla Ís-
lands og lauk opinberum störfum við
Íþróttakennaraskóla Íslands á
Laugarvatni. Hann hefur gegnt
ýmsum störfum í íþróttahreyfing-
unni og gefið út bækur sem tengjast
íþróttum, eins og
til dæmis Ólymp-
íuleikar að fornu
og nýju, Allt um
vetrarleikana,
Vetrarleikarnir
1924-1984 frá
Chamonix til Sa-
rajevo og Vetrar-
leikarnir 1988-
2010 frá Calgary til Vancouver.
Hann bendir á að hann hafi tekið
ýmislegt saman um kalda stríðið og
eftir að hafa lesið þýsku bókina
Sport und Politik eftir Rolf Pfeiffer
hafi hann ákveðið að skrifa um fyrr-
nefnda baráttu og átökin sem henni
fylgdu. „Ég kynnti mér hvernig
menn brugðust við heima og erlendis
og vitna mikið í íslenskar heimildir.“
Á bláþræði
Ingimar var í Ólympíunefnd Ís-
lands 1973 til 1980 og segist því hafa
fylgst vel með umræðunni á sínum
tíma. Gaman hafi verið að taka sam-
an hvað skrifað hafi verið um málið.
Hart hafi verið deilt á Sovétríkin og
Ólympíuleikarnir notaðir til þess að
koma höggi á þau. „Ólympíu-
hreyfingin var komin í gífurlega
mikla hættu og þar með Ólympíu-
leikarnir. Ekki munaði miklu að allt
spryngi í loft upp og þess vegna
fannst mér ástæða til þess að skrifa
um þetta.“
Á leikunum í Moskvu var Ingimar
gestur sem forseti Skáksambands
Íslands. „Ég var þarna seinni vik-
una, vel var tekið á móti mér og gam-
an var að fylgjast með gangi mála,“
segir hann, en bætir við að sú
reynsla komi ekki fram í bókinni.
„Ég læt heimildirnar tala, bókin er
nokkurs konar rannsóknarblaða-
mennska.“
Ingimar leggur áherslu á að átök-
in um leikana 1980 hafi fyrst og
fremst verið pólitísk og hann segist
vera ánægður með viðbrögð Ólymp-
íunefndar Íslands, sem hafi staðið
vörð um íþróttirnar. „Svívirðilegar
árásir voru á Sovétríkin og íþrótta-
fólkið og íþróttaforystan fengu ald-
eilis að heyra það,“ segir hann.
„Ekki hefur alltaf verið eining um
Ólympíuleika en leikarnir í Moskvu
eru þeir umdeildustu.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kalda stríðið Ingimar Jónsson hefur kynnt sér átökin í aðdraganda Ólympíuleikanna í Moskvu 1980.
Umdeildustu leikarnir
Ingimar Jónsson með bók um átökin fyrir Ólympíuleikana 1980