Morgunblaðið - 05.10.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - hitataekni.is
Sími 588 6070 - hitataekni@hitataekni.is
Sjálfvirk pottastýring
með snertiskjá og vefviðmóti
POTTASTÝRING
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem
hefur eftirlit með framkvæmd samn-
ingsins um Evrópska efnahagssvæð-
ið (EES), telur að Íslandi standi ekki
við skuldbindingar sínar um fram-
kvæmd EES-reglna. ESA telur að
íslenska ríkið tryggi ekki að Evrópu-
löggjöf, sem innleidd hefur verið á
Íslandi, standi framar innlendri lög-
gjöf. Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra segir málið til vinnslu
en vildi ekki gera of mikið úr því.
„Utanríkisráðuneytið hefur á síð-
ustu misserum átt í samskiptum við
ESA vegna þessa máls en ákvæðið
sem um ræðir hefur staðið óbreytt í
íslenskum lögum frá því að samning-
urinn var lögfestur hér á landi og
lengst af án nokkurra athugasemda
af hálfu ESA. Við höfum lagt í tals-
verða vinnu við að greina þau álita-
efni sem á reynir og ég hef haldið
ríkisstjórn upplýstri um framvindu
málsins,“ segir Guðlaugur Þór í sam-
tali við Morgun-
blaðið. „Við höf-
um nú nokkra
mánuði til viðbót-
ar til að taka end-
anlega afstöðu til
sjónarmiða ESA.
Ég legg hins veg-
ar áherslu á það,
eins og við höfum
gert í samskipt-
um við ESA, að
framkvæmd
EES-samningsins er síst lakari hér
en í hinum aðildarríkjunum.“
Í því samhengi er vert að hafa í
huga að fæst ríki Evrópusambands-
ins utan Norðurlanda hafa verið
mjög upptekin af innleiðingu EES-
reglna. Sömuleiðis má benda á ný-
legan dóms stjórnlagadómstóls
Þýskalands sem fylgir ekki dómi
Evrópudómstólsins og neitar bein-
línis að beita forgangsáhrifum ESB-
réttar. Það breytir þó ekki því að
sumir hafa af því áhyggjur að í þessu
máli séu neistar, sem geta kveikt í
EES-samningnum, eins og mátti sjá
af því að sérstök frétt var af því sögð
á vef norska Stórþingsins á föstudag.
Sigríður Á. Andersen, formaður
utanríkismálanefndar Alþingis,
sagði í samtali við blaðið, að mál
þetta hefði áður komið til umræðu,
þó ekki hefði fengið sérstaka athygli.
„Það er enginn vafi í mínum huga að
erlend löggjöf gengur ekki framar
íslenskri löggjöf. Eitthvert álit frá
ESA breytir engu þar um.“ Birgir
Ármannsson, þingflokksformaður
Sjálfstæðisflokksins, tók í sama
streng. „Mér finnst það blasa við að
kröfugerð ESA samrýmist mjög illa
íslenskri stjórnskipan. Því þurfa ís-
lensk stjórnvöld að koma skýrt á
framfæri.“
Hér er úr vöndu að ráða, því í bók-
un 35 með EES-samningnum er sagt
að á Evrópska efnahagssvæðinu eigi
að gilda sameiginlegar reglur, án
þess þó að samningsaðila sé gert að
framselja löggjafarvald til stofnana
þess og að þeim markmiðum skuli
náð með málsmeðferð hvers lands
um sig. Á hinn bóginn er þar einnig
sagt, að komi til árekstra á milli
EES-reglna og annarra settra laga,
skuldbindi EFTA-ríkin sig til að
setja, ef þörf krefur, lagaákvæði um
að EES-reglur gildi.
ESA sendir Íslandi lokaviðvörun
Telur Ísland brjóta samninga um framkvæmd EES Vill að Evrópulöggjöf gangi framar lands-
lögum Utanríkisráðherra segir framkvæmd EES-samningsins síst lakari hér en í öðrum ríkjum
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Sigríður Á.
Andersen
Birgir
Ármannsson
Tillaga er komin fram í borgarstjórn
um að gerð verði úttekt á kynbundn-
um mun á námsárangri í leik- og
grunnskóla. „Það hafa mörg aðvör-
unarljós blikkað í mörg ár, á öllum
skólastigum, og við verðum að
bregðast við þessu,“ segir Eyþór
Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn, sem leggja tillöguna
fram.
Staða drengja í skólakerfinu hefur
verið mjög til umræðu undanfarin
ár, en minna hefur borið á árangurs-
ríkum aðgerðum til þess að sporna
við þeirri þróun, sem hefur heldur
færst í aukana en hitt. Árið 2011 skil-
aði stýrihópur undir stjórn Þor-
bjargar Helgu Vigfúsdóttur, þáver-
andi borgarfulltrúa, skýrslu um
námsárangur
drengja og komu
þar fram tíu til-
lögur til úrbóta,
en þær hafa fæst-
ar komið til fram-
kvæmdar.
„Við í borginni
þurfum að taka á
þessu, Reykjavík
er höfuðborgin og
á að vera í
fremstu röð,“ segir Eyþór, þótt
vandinn sé vissulega ekki bundinn
við hana eina. Tölfræði um þessi efni
er mjög á eina lund, en í grunnskól-
unum hefur lestrarkunnáttu hrakað
ár frá ári. Nú eiga meira en 30% 14-
15 ára pilta í vandræðum með les-
skilning og brottfall pilta úr fram-
haldsskólum er sömuleiðis um 30%.
Þessi þróun hefur skilað sér áfram
menntaveginn, líkt og Lilja Alfreðs-
dóttir menntamálaráðherra hefur
vakið máls á, en konur eru nú 73%
þeirra, sem stunda framhaldsnám
við Háskóla Íslands. Hún telur að
rekja megi vandann til fyrri skóla-
stiga.
Í greinargerð með tillögu sjálf-
stæðismanna er bent á að um 35-40%
drengja kunni ekki að lesa í lok 2.
bekkjar grunnskóla, en að hlutfallið
ætti að öðru jöfnu að vera í námunda
við 10%. Þar sé því verk að vinna, en
eins beri að athuga hlutverk og stöðu
leikskóla, sem geti haft mikil áhrif á
framtíð barna í skólakerfinu.
Kynbundinn munur á náms-
árangri verði kannaður
Tillaga í borgarstjórn Vandi drengja í grunnskóla magnast
Eyþór
Arnalds
Kosinn
varaforseti
hafréttar-
dómsins
Tómas H. Heiðar
var á föstudag
kjörinn varafor-
seti Alþjóðlega
hafréttardómsins
til næstu þriggja
ára. Albert Hoff-
mann frá Suður-
Afríku var kjörinn
forseti dómsins.
Tómas var
kjörinn dómari við Alþjóðlega haf-
réttardóminn á fundi aðildarríkja
hafréttarsamnings Sameinuðu þjóð-
anna sumarið 2014 og er kjörtímabil
hans níu ár, til haustsins 2023. Und-
anfarin þrjú ár hefur Tómas gegnt
embætti forseta deildar dómsins fyrir
fiskveiðideilur og jafnframt verið for-
maður nefndar dómsins sem annast
kynningarmál. Hann á sæti í sérdómi
Alþjóðlega hafréttardómsins sem fer
með deilumál Máritíus gegn Maldív-
eyjum er varðar afmörkun hafsvæða
milli ríkjanna á Indlandshafi.
Tómas er jafnframt forstöðumaður
Hafréttarstofnunar Íslands í auka-
starfi og á sæti í stjórn Ródos-
akademíunnar í hafrétti sem efnir til
alþjóðlegs námskeiðs á hverju ári.
Hann gegndi áður starfi þjóðrétt-
arfræðings utanríkisráðuneytisins í
tæp 20 ár. aij@mbl.is
Tómas H. Heiðar
Karlmaður á sextugsaldri lést
eftir að bíll hans fór út af veg-
inum við Heydalsveg á Vestur-
landi á öðrum tímanum aðfara-
nótt sunnudags. Bíll mannsins
hafnaði ofan í á og tókst veg-
farendum að ná manninum og
konu, sem einnig var í bílnum, út
úr honum.
Endurlífgunartilraunir á mann-
inum báru ekki árangur. Konan
var orðin mjög köld en með með-
vitund og líklega ekki mikið slös-
uð. Var hún flutt með sjúkrabíl á
sjúkrahúsið á Akranesi.
Lögreglan á Vesturlandi rann-
sakar slysið og naut aðstoðar
tæknideildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu við vett-
vangsrannsókn. Fulltrúi rann-
sóknarnefndar samgönguslysa
kom einnig á vettvang.
Banaslys við
Heydalsveg
Fyrsta Heiðmerkurhlaupið fór fram á laugardaginn.
Tvær vegalengdir voru í boði fyrir þátttakendur, fjög-
urra kílómetra skemmtiskokk og hinn vinsæli Ríkis-
hringur sem er 12 kílómetrar. Skógræktarfélag
Reykjavíkur skipulagði hlaupið í samstarfi við Nátt-
úruhlaup og þátttaka var góð.
Morgunblaðið/Íris
70 ár síðan Heiðmörk var vígð
Góð þátttaka í fyrsta Heiðmerkurhlaupinu um helgina
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
verður lokaður frá og með deginum
í dag vegna hertra samkomutak-
markana. Vinnu- og lesrými grunn-
og meistaranema í Háskóla Íslands
verða lokuð sem og Þjóðarbók-
hlaðan og háskólasafn Lands-
bókasafns Íslands. Grímuskylda
verður í öllum strætóum á höfuð-
borgarsvæðinu fyrir farþega og
bílstjóra.
Lokanir víða vegna
hertra aðgerða