Morgunblaðið - 05.10.2020, Side 27

Morgunblaðið - 05.10.2020, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020  LeBron James átti enn einn stór- leikinn fyrir Los Angeles Lakers sem er komið í 2:0 í úrslitaeinvígi sínu gegn Miami Heat í NBA-deildinni í körfu- knattleik. LA vann leikinn 124:114 en LeBron skoraði 33 stig ásamt því að taka níu fráköst og gefa níu stoðsend- ingar. Lakers leiðir nú 2:0 í einvíginu og hafa einhverjir haft á orði að Los Angeles-liðið geti vel „sópað“ Miami í úrslitaeinvíginu og unnið 4:0-sigur.  Andri Rúnar Bjarnason bjargaði stigi fyrir Esbjerg í 2:2-jafntefli gegn Viborg í dönsku B-deildinni í knatt- spyrnu á laugardaginn. Skoraði hann þar gegn landa sínum Patriki Sigurði Gunnarssyni sem er að láni hjá Viborg frá Brentford á Englandi. Ólafur Krist- jánsson þjálfar Esbjerg og setti Andra inn á 74. mínútu og hann þakkaði fyrir sig með marki skömmu síðar.  Íslendingarnir í Aue skiluðu sínu í 24:21-sigri á Rimpar í fyrstu umferð þýsku B-deildarinnar í handknattleik á laugardaginn. Skyttan Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fimm mörk fyrir heimamenn og Sveinbjörn Pétursson stóð sig vel í markinu, var með 36 pró- sent markvörslu. Þeir gengu báðir til liðs við félagið í sumar.  Elvar Már Friðriksson átti mjög góðan leik fyrir Siauliai í litháísku úr- valsdeildinni í körfuknattleik í gær þrátt fyrir að lið hans tapaði gegn Cbet, 94:87. Elvar skoraði tuttugu stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók þrjú fráköst en hann hefur verið öfl- ugur í fyrstu leikjum tímabilsins.  Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason fóru vel af stað í þýsku efstu deildinni í handknattleik í gær er lið þeirra, RN Löwen, vann 30:20-sigur á löndum sínum Elvari Ásgeirssyni og Viggó Kristjánssyni í Stuttgart í fyrstu umferðinni. Alexander skoraði fjögur mörk og Ýmir eitt en Viggó gerði fimm mörk fyrir gestina. Þá skoraði Oddur Gretarsson tvö mörk fyrir Balingen sem tapaði 25:23 á heimavelli gegn Melsungen sem Guð- mundur Guðmundsson þjálfar sam- hliða íslenska karlalandsliðinu. Arnar Freyr Arnarsson leikur einnig með lið- inu.  Arnór Ingvi Traustason kom Malmö á bragðið í 4:0-sigri á Kalmar í sænsku efstu deildinni í gær en hann kom gestunum yfir strax á sjöttu mínútu. Þá spilaði hann allan leikinn fyrir Malmö sem er á toppnum eftir 23 um- ferðir. Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki í leikmannahóp Norrköping sem tapaði gegn Sirius. Eitt ogannað arinnar sem United fær á sig sex mörk í einum leik. Ole Gunnar Sol- skjær, knattspyrnustjóri United, var ómyrkur í máli í leikslok og tal- aði um daginn sem þann versta á ferli sínum sem stjóri liðsins.  Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fyrsta mark Everton í 4:2-sigri gegn Brighton á heimavelli en Gylfi lék allan leikinn á miðjunni.  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Burnley á 68. mínútu þegar liðið tapaði 3:1 á útivelli gegn New- castle. Englandsmeistarar Liverpool fengu skell þegar liðið heimsótti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í Birmingham í gær, en leiknum lauk með 7:2-sigri Aston Villa. Liverpool sá aldrei til sólar í leiknum en Villa leiddi 4:1 í hálfleik. Spilamennska Liverpool batnaði lítið í síðari hálfleik en Ollie Watkins reyndist Englandsmeist- urunum erfiður viðureignar en hann skoraði þrennu í leiknum. Þetta er í fyrsta sinn í 57 ár sem Liverpool fær á sig sjö mörk í ein- um leik og þá var þetta stærsta tap Jürgens Klopps, knattspyrnustjóra Liverpool, á ferlinum.  Harry Kane og og Heung-Min Son fóru mikinn fyrir Tottenham þegar liðið vann stórsigur gegn Manchester United í Manchester. Kane og Son skoruðu tvö mörk hvor í 6:1-stórsigri Tottenham en Anthony Martial, framherji United, fékk að líta beint rautt spjald fyrir að slá til Erik Lamela á 28. mínútu í stöðunni 2:1-fyrir Tottenham. Leik- menn Tottenham gengu á lagið eft- ir þetta. Þá var þetta var í þriðja sinn í sögu ensku úrvalsdeild- AFP Fúll Jürgen Klopp upplifði sitt stærsta tap á ferlinum í gær. Stórliðin láku inn mörkunum BREIÐABLIK – FYLKIR 4:1 0:1 Arnór Borg Guðjohnsen 16. 1:1 Brynjólfur Willumsson 25. 2:1 Brynjólfur Willumsson 29. 3:1 Elfar Freyr Helgason 61. 4:1 Atli Hrafn Andrason 84. MM Brynjólfur Willumsson (Breiðabliki) M Elfar Freyr Helgason (Breiðabliki) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki) Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki) Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki) Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik) Atli Hrafn Andrason (Breiðabliki) Ólafur Ingi Skúlason (Fylki) Arnór Borg Guðjohnsen (Fylki) Rautt spjald: Daði Ólafsson (Fylki) 54. Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 8 Áhorfendur: 346. VALUR – GRÓTTA 6:0 1:0 Aron Bjarnason 14. 2:0 Eiður Aron Sigurbjörnsson 24. 3:0 Sigurður Egill Lárusson 26. 4:0 Aron Bjarnason 73. 5:0 Lasse Petry 80. 6:0 Patrick Pedersen 85. M Aron Bjarnason (Val) Birkir Már Sævarsson (Val) Eiður Aron Sigurbjörnsson (Val) Hannes Þór Halldórsson (Val) Lasse Petry (Val) Patrick Pedersen (Val) Rasmus Christiansen (Val) Sigurður Egill Lárusson (Val) Karl Friðleifur Gunnarsson (Gróttu) Óliver Dagur Thorlacius (Gróttu) Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 8. Áhorfendur: 293. HK – KR 1:1 0:1 Atli Sigurjónsson 26. 1:1 Ásgeir Marteinsson 88. MM Atli Sigurjónsson (KR) M Arnar Freyr Ólafsson (HK) Leifur Andri Leifsson (HK) Atli Arnarson (HK) Hörður Árnason (HK) Ásgeir Marteinsson (HK) Finnur Orri Margeirsson (KR) Kennie Chopart (KR) Ægir Jarl Jónasson (KR) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 8. Áhorfendur: 425. STJARNAN – FJÖLNIR 1:0 1:0 Hilmar Árni Halldórsson 86. (v) M Björn Berg Bryde (Stjörnunni) Haraldur Björnsson (Stjörnunni) Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni) Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjörnunni) Grétar Snær Gunnarsson (Fjölni) Sigurjón Daði Harðarson (Fjölni) Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölni) Rautt spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Stjörnunni) 90. Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmunds- son – 7. Áhorfendur: Um 400. VÍKINGUR R. – KA 2:2 0:1 Guðmundur Steinn Hafsteinss. 19. 1:1 Kwame Quee 43. 1:2 Steinþór Freyr Þorsteinsson 74. 2:2 Helgi Guðjónsson 75. M Adam Ægir Pálsson (Víkingi) Halldór Jón S. Þórðarson (Víkingi) Kvame Quee (Víkingi) Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingi) Helgi Guðjónsson (Víkingi) Aron Dagur Birnuson (KA) Andri Fannar Stefánsson (KA) Mikkel Qvist (KA) Steindór Freyr Þorsteinsson (KA) Sveinn Margeir Hauksson (KA) Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 7. Áhorfendur: 202. ÍA – FH 0:4 0:1 Steven Lennon 34. 0:2 Jónatan Ingi Jónsson 76. 0:3 Steven Lennon 78.(v) 0:4 Steven Lennon 90. MM Steven Lennon (FH) M Aron Kristófer Lárusson (ÍA) Brynjar Snær Pálsson (ÍA) Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH) Guðmundur Kristjánsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH) Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson – 8. Áhorfendur: Ekki gefið upp.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti. FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Steven Lennon skoraði þrennu í annað sinn í sumar þegar FH vann 4:0-stórsigur gegn ÍA á Akranesi. Lennon hefur nú skorað 17 mörk í átján leikjum í sumar en hann skoraði einnig þrennu gegn HK í Hafnarfirði, 22. ágúst síðastliðinn. „FH-ingar gerðu nóg í dag en ekki mikið meira en það þrátt fyrir að hafa unnið leikinn með fjórum mörkum en mörkin þrjú sem þeir gerðu í síðari hálfleik komu til- töluluega áreynslulaust sem sýnir kannski þau miklu gæði sem búa í FH-liðinu,“ skrifaði Pétur Hreins- son m.a. í umfjöllun sinni um leik- inn á mbl.is.  Markamet efstu deildar er 19 mörk sem þeir Andri Rúnar Bjarnason, Pétur Pétursson, Guð- mundur Torfason , Þórður Guð- jónsson og Tryggvi Guðmundsson deila en Steven Lennon hefur fjóra leiki til þess bæta metið. Endurkoma í Kópavogi Brynjólfur Willumsson fór mik- inn fyrir Breiðablik þegar liðið vann 4:1-stórsigur gegn Fylki á Kópavogsvelli. Blikar lentu undir í leiknum en Brynjólfur skoraði tvívegis á fjög- urra mínútna kafla í fyrri hálfleik og kom þeim 2:1-yfir. Blikar hafa ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum og virðast vera búnir að finna taktinn en liðið er í harðri baráttu um Evrópusæti á meðan Fylkismenn virðast vera gefa eftir í þeirri baráttu. „Sigurinn var kærkominn hjá Breiðabliki í Evrópubaráttunni eftir aðeins einn sigur í síðustu sex leikj- um þar á undan. Það vantaði menn hjá báðum liðum en breiddin er meiri hjá Breiðabliki og því fór sem fór,“ skrifaði Jóhann Ingi Hafþórs- son m.a. um leikinn á mbl.is.  Brynjólfur skoraði sitt tíunda mark í meistaraflokki í leiknum. Markaveisla á Hlíðarenda Aron Bjarnason hélt uppteknum hætti og skoraði tvívegis fyrir Vals- menn þegar liðið vann stórsigur gegn Gróttu á Hlíðarenda. Valsmenn voru komnir í 3:0-eftir 25. mínútna leik og eftir það sigldi toppliðið sigrinum heim á sannfær- andi hátt. „Valsmenn voru betri á vellinum en eftir mörkin þrjú í framan í síð- ari hálfleik var ekki mikið bit, mað- ur bjóst við meiru en þeir hrukku rækilega í gang í lokin,“ skrifaði Stefán Stefánsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Sigurmark í Garðabæ Hilmar Árni Halldórsson reynd- ist hetja Stjörnunnar þegar liðið vann 1:0-sigur gegn botnliði Fjölnis en hann skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á 86. mínútu. Þetta var annar sigur Garðbæ- inga í síðustu þremur leikjum sín- um en liðið er í harði baráttu um Evrópusæti. „Það var í raun eftirtektarvert hversu slakir Stjörnumenn voru á köflum í kvöld. Það mætti jafnvel segja að þeir hafi sloppið með skrekkinn. Þetta er hins vegar sá tími mótsins þar sem frammistaðan skiptir kannski ekki höfuðmáli, leik- ina þarf að vinna; sama hvernig það tekst,“ skrifaði Kristófer Krist- jánsson m.a. um leikinn á mbl.is. Vandræði í Kópavogi Íslandsmeistarar KR lentu enn og aftur í vandræðum með HK þeg- ar liðin mættust í Kórnum þar sem lokatölur urðu 1:1. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem KR mistekst að vinna Kópavogsliðið en KR tapaði dýr- mætum stigum í baráttunni um Evrópusæti á meðan HK-ingar geta vel við unað eftir að Ásgeir Mar- teinsson bjargaði stigi fyrir þá á lokamínútum leiksins. „Það kom KR-ingum í koll að draga sig aftur á völlinn síðustu 20 mínúturnar og ætla þannig að halda fengnum hlut. Það var þó nærri því búið að ganga upp, því fram að marki Ásgeirs virtust HK-ingar ekki hafa hugmyndaflugið og kraft- inn til að ógna vel skipulögðum Vesturbæingum,“ skrifaði Víðir Sigurðsson m.a. um leikinn á mbl.is. Jafntefli í Fossvogi Helgi Guðjónsson bjargaði jafn- tefli fyrir Víking úr Reykjavík þeg- ar liðið fékk KA í heimsókn á Vík- ingsvöll í Fossvogi. Bæði lið ætluðu sér miklu stærri hluti í sumar og eiga þau það sam- eiginlegt að hafa valdið miklum vonbrigðum á tímabilinu. „Þetta var tólfta jafntefli KA- manna í 18 leikjum, og hafa þeir því jafnað met Breiðabliks frá árinu 2014. Norðanmenn hafa nú fjóra leiki til þess að bæta metið, en lík- lega hafa þeir engan áhuga á því,“ skrifaði Stefán Gunnar Sveinsson m.a. um leikinn á mbl.is. Líklegur til þess að bæta markametið Morgunblaðið/Íris Fella Aron Snær Friðriksson og Brynjólfur Willumsson eigast við í gær.  Valsarar gjörsigruðu Gróttumenn  KR lenti í vandræðum í Kópavogi KNATTSPYRNA 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Kópavogsv.: Augnablik – Víkingur..... 19.15 Í KVÖLD! Dominos-deild kvenna KR – Skallagrímur ............................... 71:75 Fjölnir – Valur ...................................... 71:60 Haukar – Breiðablik............................. 63:51 Staðan: Fjölnir 3 3 0 236:191 6 Skallagrímur 2 2 0 129:122 4 Keflavík 1 1 0 114:72 2 Haukar 2 1 1 114:105 2 Valur 2 1 1 80:71 2 Snæfell 1 0 1 60:91 0 Breiðablik 3 0 3 122:157 0 KR 2 0 2 143:189 0 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.