Morgunblaðið - 09.10.2020, Page 1

Morgunblaðið - 09.10.2020, Page 1
F Ö S T U D A G U R 9. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  238. tölublað  108. árgangur  SAMMANNLEG ÍBURÐARLAUS FEGURÐ VILJA SETJA Á UMHVERFISGJÖLD ÞVERSAGNA- KENNDUR SNILLINGUR LAGT TIL Í SJÖTTA SINN 10 JOHN LENNON 14GLÜCK FÆR NÓBELINN 29 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk íslenska karlalandsliðs- ins í fótbolta þegar það lagði Rúmena að velli, 2:1, í undan- úrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2021 á Laugar- dalsvellinum. Guðlaugur Victor Pálsson átti líka stórleik og fagnar hér marki með Gylfa en Ísland mætir Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um EM-sæti í Búdapest 12. nóvember. »26-27 Tvö mörk frá Gylfa og Ísland fer í úrslitaleik í Búdapest Morgunblaðið/Eggert  Upp- og um- framgreiðslur sjóðfélagalána hjá lífeyris- sjóðunum voru svo miklar frá júní og fram til loka ágústmán- aðar að þær reyndust ríf- lega 10 millj- örðum meiri en þau nýju lán sem sjóðfélagar tóku hjá sjóðunum yfir sama tímabil. Aldrei fyrr hafa upp- og umframgreiðslur af þessu tagi sést í bókum sjóðanna. Magnús Árni Skúlason hjá Reykjavik Economics segir að nokkrar ástæður liggi að baki þessari þróun. Fyrst nefnir hann þá stað- reynd að sjóðirnir hafi ekki fylgt viðskiptabönkunum í skörpum vaxtalækkunum síðustu mánuði. Þá hafi það einnig áhrif að u.þ.b. 30% kaupenda á fasteignamark- aðnum nú séu einstaklingar sem séu að kaupa sína fyrstu eign. Þeir séu gjarnan með lítið eigið fé og að eiginfjárkröfur lífeyris- sjóðanna séu í flestum tilvikum mun stífari en bankanna. » 12 Sjóðirnir eltast ekki við lánakjör bank- anna á markaði Magnús Árni Skúlason Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Heildarkostnaður við nýbyggingu meðferðarkjarnans er um 55 milljarð- ar króna, án framtíðarverðlags- þróunar, og er heildarkostnaður við þær fjórar nýbyggingar sem NLSH ohf. hefur verið að vinna að auk gatna- og lóðagerðar um 80 milljarðar króna á vísitölu mánaðarins.“ Þetta segir Gunnar Svavarsson, fram- kvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., NLSH, í svari við fyrirspurn Morg- unblaðsins um kostnað við Hring- brautarverkefnið. Spurður um áætlanir um kostnað við þetta stóra verkefni segir Gunnar að óvissa í kostnaðaráætlun sé mis- munandi eftir framkvæmdaáföngum og ráðist að hluta til af því hversu langt á veg hönnun sé komin í hverj- um áfanga. Tilboðsverk í útboðum nýs Landspítala hafi jafnan verið undir kostnaðaráætlun, „en rétt að ítreka að það eru mjög sérstakir tímar á mörkuðum og atvinnulífið stendur frammi fyrir stórri áskorun um framvindu verkefna á tímum mik- ilvægra sóttvarnareglna“, segir hann. Nýsamþykkt tilboð Eyktar í upp- steypu á meðferðarkjarnanum er 82% undir kostnaðaráætlun. Gunnar segir verð Eyktar vissulega til þess fallið að gera megi ráð fyrir á annan milljarð króna lægri kostnaði en áætl- að var. Heildarkostnað- ur 80 milljarðar  Tilboð í útboðum NLSH að jafnaði undir kostnaðaráætlun MRisaverk á tímum óvissu »6 Ljósmynd/NLSH Landspítali Gert er ráð fyrir að uppsteypa meðferðarkjarna taki 33 mánuði. Greint var frá því í gær að 94 ný til- felli kórónuveirunnar hefðu greinst hér á landi við skimun í fyrradag. Þar af voru fimmtíu sem voru ekki í sóttkví þegar þeir greindust. Þar með hafa 280 ný tilfelli greinst hér á landi á síðustu þremur sólar- hringum. 846 eru í einangrun með virkt smit og 4.345 eru í sóttkví. Magnús Gottfreðsson, sérfræð- ingur í smitsjúkdómum á Landspít- alanum, segir í samtali við Morg- unblaðið í dag að kórónuveiran sé greinilega ekki á förum, en að mót- efnasvar muni myndast með tím- anum. »4 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skimun Löng röð var í skimun í gær. Tilfellum fjölgar hratt  280 smit á síðustu þremur sólarhringum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.