Morgunblaðið - 09.10.2020, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
Ágúst Ásgeirsson
Stefán Gunnar Sveinsson
Harðvítugar deilur blossuðu upp í
gær milli flokkanna í Bandaríkjun-
um eftir að skipuleggjendur fyrir-
hugaðra forsetakappræðna boðuðu
að næsta einvígi frambjóðandanna,
sem átti að fara fram 15. október í
Miami í Flórída, færi fram í gegnum
fjarfundabúnað vegna smithættu í
framhaldi af veikindum Donalds
Trumps forseta.
Trump þvertók fyrir þátttöku í
sýndarkappræðum af þessu tagi og
sagði þær sniðnar að hagsmunum
mótframbjóðandans Joes Bidens.
Stjórnendur kosningabaráttu Bid-
ens fögnuðu hins vegar hugmyndinni
og sögðu hana bjóða upp á beint
samtal við bandaríska kjósendur og
samanburð á áætlunum Bidens við
forsetatíð Trumps.
Undir kvöld í gær lýsti Trump því
yfir að hann vildi tvennar kappræður
augliti til auglits við Biden og að þær
seinni færu fram aðeins fimm dögum
fyrir kjördag sem er 3. nóvember.
Næstu kappræður færu þá fram 22.
október í stað þess 15. og lagði for-
setinn til að þær færu fram í litlum
bæjarstjórnarsal, að viðstöddum
kjósendum sem fengju að spyrja
frambjóðendur út úr. Þykir ólíklegt
að nokkuð verði af kappræðunum í
Miami eftir þetta útspil forsetans.
Engin skylda að taka þátt
Eftir að Trump neitaði þátttöku í
kappræðum um fjarfundabúnað
sagði Frank Fahrenkopf, formaður
framkvæmdanefndar kappræðn-
anna, að það væri „undir hverjum og
einum frambjóðanda“ komið hvort
hann vildi kappræða eða ekki.
„Engin lög skylda forsetafram-
bjóðanda til að sækja kappræður.
Þannig tók Jimmy Carter þáverandi
forseti ekki þátt í fyrstu kappræð-
unum 1980 en tók þátt í hinum,“
sagði Fahrenkopf, og vísaði þar til
þess að Carter vildi ekki taka þátt í
kappræðum við bæði Ronald Reag-
an, frambjóðanda repúblíkana, og
John B. Anderson, sem bauð sig
fram sem óháður. Rökræddu þeir
Reagan og Anderson tveir einir, en
Reagan féllst svo á að eiga kappræð-
ur við Carter einan.
Pence og Harris áttust við
Mike Pence, varaforseti Banda-
ríkjanna, og Kamala Harris, varafor-
setaefni Demókrataflokksins, áttust
við í kappræðum í Saltsjóstað í Utah
í fyrrinótt. Kappræður varaforseta-
efnanna vekja að öllu jöfnu litla at-
hygli, en sú staðreynd að bæði
Trump og Biden eru á áttræðisaldri
hefur aukið áhuga fólks fyrir þeim.
Helst ræddu varaforsetaefnin kór-
ónuveirufaraldurinn og hvernig
bandarísk stjórnvöld hefðu tekið á
honum.
Harris sakaði Trump forseta um
að hafa brugðist þjóð sinni og að hafa
orðið uppvís að mestu mistökum sem
nokkur Bandaríkjaforseti hefði gert.
Pence varaforseti sakaði aftur á móti
flokk Harris um ritstuld hvað varðar
áætlanir flokksins vegna faraldurs-
ins.
Harris sagði að Trump og Pence
hefðu vitað um hættuna sem fylgdi
kórónuveirunni, sem hefur nú þegar
dregið 211 þúsund Bandaríkjamenn
til dauða, í lok janúar en gert lítið úr
hættunni og reynt að hylma yfir
hana.
Ætluðu að ræna ríkisstjóranum
Um kvöldmatarleytið að íslensk-
um tíma bárust þær fregnir að þrett-
án manns hefðu verið handteknir í
Michigan-ríki, en þeir höfðu lagt á
ráðin um að ræna Gretchen Whit-
mer, ríkisstjóra Michigan, og hefja
um leið „borgarastríð“. Hluti mann-
anna er talinn tilheyra samtökum
hægriöfgamanna, og bíður sex
mannanna alríkisákæra fyrir mann-
ránstilraunina fyrirhuguðu.
Dana Nessel, dómsmálaráðherra
Michiganríkis, sagði á fréttamanna-
fundi að ógnin við Whitmer, sem er
demókrati, hefði verið metin bæði al-
varleg og trúverðug. Að sögn And-
rews Birges, alríkissaksóknara fyrir
vesturhluta Michigan, höfðu menn-
irnir kannað sumarhús Whitmer og
prófað heimatilbúna sprengju, sem
átti að afvegaleiða lögregluna á með-
an þeir rændu ríkisstjóranum.
Kappræðurnar
sagðar í uppnámi
Trump hafnar því að notast verði við fjarfundabúnað
AFP
Mannfjöldi Stuðningsmenn Trumps og Bidens horfast hér í augu í Salt
Lake City í fyrrinótt, meðan á kappræðum Harris og Pence stóð þar í borg.
Þjóðverjar hafa verulegar áhyggjur
af „smitstökki“ kórónuveirunnar, að
sögn Jens Spahns heilbrigðis-
ráðherra. Nýsmit á sólarhring fóru í
gær upp fyrir 4.000 og hafa ekki verið
svo mörg á einum degi frá í apríl.
Lothar Wieler, forstjóri Robert
Koch-stofnunarinnar sem hefur eft-
irlit með sóttvörnum í landinu, varaði
við ástandinu og sagði Þýskaland
geta átt eftir að horfa upp á stjórn-
lausa útbreiðslu kórónuveirunnar.
Alls greindust 4.058 ný tilfelli í
Þýskalandi undangenginn sólar-
hring. sem er veruleg magnaukning
frá sólarhringnum þar á undan er
þau voru 2.828. „Tölurnar valda
áhyggjum. Vart hefur nokkur þjóð
haldið eins vel á málum og við megum
ekki spila ávinninginn frá okkur,“
sagði Spahn og hvatti landa sína til að
slaka ekki á verðinum. Sagði hann
bestu ráðin að bera grímu, þvo oft
hendur og halda hæfilegri fjarlægð
frá öðru fólki.
„Við vitum ekki í hvað stefnir á
komandi vikum,“ sagði Wieler.
„Mögulega eigum við eftir að sjá
meira en 10.000 nýsmit á dag. Hugs-
anlega dreifist veiran stjórnlaust, en
ég vona ekki.“
Aukningin mikla kemur á sama
tíma og haustfrí í skólum eru að hefj-
ast í Þýskalandi. Hefur Angela Merk-
el kanslari hvatt fólk til þess að halda
sig heima við í fríinu og fara ekki til
útlanda. Þýsku sambandslöndin 16
eru að herða reglur um ferðalög inn-
anlands vegna ástandsins. Mörg
þeirra eru sammála um að meina
fólki frá sérstökum áhættusvæðum
gistingu á hótelum eða íbúðum sem
leigðar eru ferðamönnum.
Verið er að herða enn frekar á
vörnum gegn veirunni í Frakklandi
en í byrjun vikunnar var lýst yfir há-
marksviðbúnaði í París. Nú munu
fleiri stórborgir og einstök svæði falla
undir þær ráðstafanir, m.a. með lok-
un þjónustufyrirtækja, svo sem kráa,
kaffi- og veitingahúsa. „Vírusinn er í
meiri sókn en undanfarnar vikur,“
sagði Emmanuel Macron forseti í
gær. Nýsmit síðasta sólarhringinn
reyndust 18.746, sem er algjört met.
Héraðsdómstóll í Madríd felldi í
gær úr gildi ferðabann í Madríd sem
var liður í veiruvörnum borgarinnar.
Tók bannið fyrir ferðir út fyrir borg-
armörkin nema til vinnu, náms eða til
lækna. Þrátt fyrir dóminn skora
borgaryfirvöld á íbúa að halda sig
sem mest innandyra til að sporna við
nýsmiti. agas@mbl.is
AFP
Faraldurinn Sérstök upplýsingaskilti hafa verið sett upp í Berlín.
Vara við stjórn-
lausri útbreiðslu
18.746 nýsmit á sólarhring knýja á
um frekari takmarkanir í Frakklandi
Atvinna
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir