Morgunblaðið - 09.10.2020, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
✝ Árni Jónssonfæddist í Hafn-
arfirði 29. águst
1931. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 30. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Árna
voru Guðrún Árna-
dóttir, f. 10. júní
1898, d. 4. maí 1975,
og Jón Lárus Hans-
son, f. 1864, d. 1941.
Guðrún og Jón slitu samvistum.
Árni var næstyngstur í stórum
systkinahópi. Sammæðra voru
Hansína, f. 1916, d. 1989, Jón
Finns, f. 1919, d. 1997, Guðný, f.
1921, d. 1991, Sigríður, f. 1923, d.
1944, Ólöf, f. 1925 d. 1946, Guð-
björg, f. 1927, d. 1940, Rúnar, f.
1936, d. 2006, og Erlingur, f.
1930, en hann lifir bróður sinn.
Samfeðra voru Sigurður Júl-
íus, Valdimar, Hannes Jónas,
Hansína Kristín, Ögn Guðmannía,
Gunnar Jón, Pétur Stefán, Þor-
varður og Guðmundur Arinbjörn
sem öll eru látin.
Árni fæddist á Jófríðarstaða-
fyrri kona Sigríður Ásdís Karls-
dóttir. Þau slitu samvistum. Börn
þeirra Gylfi Már og Erling Már,
sem er látinn. Seinni eiginkona
Þjóðhildur Birna Matthíasdóttir.
Þau slitu samvistum. Börn þeirra
Guðrún Þóra, Matthías Finns og
Árni Rúnar.
Börn Sigrúnar og Árna eru: 1)
Guðrún, gift Víkingi Þorgilssyni,
dætur þeirra Sigrún og Rósa. 2)
Jóhanna, gift Benedikt Steinþórs-
syni Kroknes, börn þeirra Rann-
veig Svanhvít og Natan Orri. 3)
Anna Sigríður, gift Jóni Þór
Björgvinssyni, dætur þeirra
Sandra og Erla. 4) Kolbrún, dóttir
hennar Sigrún. 5) Árni Rúnar,
fyrri eiginkona Rebekka Hall-
dórsdóttir, synir þeirra Alexand-
er, Erlingur Örn og Arnar Ingi.
Seinni eiginkona Dýrleif Geirs-
dóttir, sonur hennar Jóhann
Helgi. Langafabörn Árna eru
orðin 12 og eitt langalangafabarn
hefur bæst í hóp afkomenda hans.
Útför Árna fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 9.
október 2020, klukkan 13.
Streymt verður frá útförinni:
https://tinyurl.com/y26fty6d
Virkan hlekk á slóð má nálgast
á:
https://www.mbl.is/andlat
vegi í Hafnarfirði.
Hann bjó lengst af
barnæsku sinni á
Hverfisgötu 41, bet-
ur þekkt sem
Strandarhúsið, en
móðir hans hafði
tekið að sér starf
ráðskonu fyrir
Brynjólf Ólafsson,
sem síðar varð eig-
inmaður hennar.
Árni gekk í
Barnaskóla Hafnarfjarðar en fór
síðan í Flensborgarskólann og
lauk þaðan gagnfræðaprófi.
Hann bjó alla tíð í Hafnarfirði fyr-
ir utan fjögur ár þar sem fjöl-
skyldan var búsett í Garðabæ.
Hann giftist Sigrúnu Jóns-
dóttur í nóvember 1962. For-
eldrar Sigrúnar voru Jón Sölvi
Jónsson og Ingileif Brynjólfs-
dóttir. Árni og Sigrún slitu sam-
vistum 1994. Þau eignuðust fimm
börn en fyrir átti Árni tvo syni,
Karl og Svein. Sveinn var ætt-
læddur ungur að árum.
Sonur Árna og Guðnýjar Sig-
ríðar Sigurðardóttur er Karl,
Elsku pabbi.
Á kveðjustund er okkur efst í
huga þakklæti. Þakklæti fyrir öll
þau ár sem við fengum að njóta
samvista við þig. Þakklæti fyrir að
nú hefur þú fengið frið, svo þú
óþjáður getur gengið á fund ást-
vina þinna sem farnir eru á undan
þér. Við erum viss um að það verð-
ur glatt á hjalla þegar þið hittist
aftur.
Engu að síður togast á í okkur
skynsemi og heitar tilfinningar.
Skynsemin sem segir okkur að
komið var að kveðjustund og sorg-
in og söknuðurinn sem gera
kveðjustundina svo óskaplega erf-
iða.
En sem betur fer skilur þú eftir
fjársjóð minninga, í hjörtum hvers
og eins okkar, sem við getum sótt í
þegar sorg og söknuður sækja að.
Sameiginleg er minningin um
yndislegan, góðhjartaðan og glett-
inn pabba sem elskaði okkur skil-
yrðislaust.
Minningin um pabba sem hafði
áhuga á því sem við tókum okkur
fyrir hendur og var alltaf tilbúinn
til að hjálpa og styðja við bakið á
okkur.
Minningin um pabba sem elsk-
aði Hafnarfjörð, sveitina sína –
Reykhólasveit, var FH-ingur
fram í fingurgóma, hafði áhuga á
fólki og mannlegu samfélagi.
Minningin um pabba sem var
alltaf boðinn og búinn til að redda
hinu og þessu þegar á þurfti að
halda, hvort heldur hann þekkti
fólkið eður ei.
Minningin um pabba sem
þekkti alla, að okkur fannst, og
hafði alltaf áhuga á að kynnast
fólki. Það skal þó viðurkennt að
setningin „komdu hérna og heils-
aðu manninum“ eða spurningin
„hverra manna ert þú vinur /vina“
gat stundum pirrað okkur, sér-
staklega á unglingsárunum. Þá
flaug gjarnan í gegnum hugann oh
… byrjar hann.
Minning um pabba sem alltaf
var til í smá stríðni, glens og grín
en skemmti sér jafnan mest sjálf-
ur við að sjá fyrir sér viðbrögð
þeirra sem fyrir þessu góðlátlega
gríni urðu.
Minningin um pabba sem gat
rokið upp væri honum misboðið og
tvinnað saman miður falleg orð,
sem jafnvel einungis heyrðust hjá
unglingum, á þann hátt að það
leikur enginn annar eftir. Jafn
fljótt var þó rokið úr honum og við
gátum gert grín að munnsöfnuðin-
um og þá kom jafnan „já … þetta
er satt …“.
Minningin um pabba sem kunni
ógrynni af hnyttnum sögum um
menn og málefni, var sögumaður
af guðsnáð og þreyttist aldrei á að
segja þessar sögur.
Minningin um pabba sem elsk-
aði að skreppa á rúntinn og taka
okkur með, koma aðeins við á
bryggjunni, fá sér eina pylsu og ís
eða kíkja við hjá ættingjum og vin-
um – í einn kaffibolla.
Ómetanlegust er þó minningin
um hlýjan og yndislegan pabba
sem þreyttist aldrei á að segja okk-
ur hversu mikið hann elskaði okk-
ur og hversu mikið hann nyti þess
að vera samvistum við okkur,
tengdabörnin sín, barnabörnin og
barnabarnabörnin.
Við erum óendanlega þakklát
fyrir að hafa átt þig að svo lengi og
jafnframt svo þakklát fyrir þann
fjársjóð góðra minninga sem við
getum yljað okkur við í framtíð-
inni.
Takk, elsku pabbi.
Við kveðjum þig með þessari
stöku sem góður vinur þinn orti til
þín.
Ég dýrka þig hátt og í hljóði
svo hárið á höfði mér rís.
Árni minn, Árni minn góði,
þú ert úr paradís.
Karl, Guðrún, Jóhanna,
Anna, Kolbrún, Árni
Rúnar og makar.
Hvíldu í friði elsku tengdapabbi
og takk fyrir mig og mína. Þín
verður sárt saknað en minning þín
mun verma og gleðja okkur um
ókomin ár.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Góða ferð í draumalandið.
Þín tengdadóttir, Día.
Dýrleif.
Elsku besti Addi afi. Þegar við
hugsum til þín streyma til okkar
hlýjar og skemmtilegar minning-
ar. Við hefðum ekki getað verið
heppnari með afa. Þú varst eini af-
inn sem við fengum að kynnast, en
þú sinntir því hlutverki svo vel. Þú
varst þessi fullkomna blanda af
hjartahlýjum manni sem ekki
mátti neitt aumt sjá og svo mesta
stríðnispúka sem við höfum
kynnst. Þú varst alltaf tilbúinn að
hjálpa, greiðagjarn og gjafmildur
og hugsaðir alltaf um aðra fyrst.
Við eigum eftir að sakna að
heyra allar skemmtilegu sögurnar
þínar, sem oftar en ekki fjölluðu
um hin ýmsu prakkarastrik eða
þessi skipti sem þú varst að
„kvelja“ köttinn. Við munum líka
sakna þess að fara á rúntinn að
kaupa pylsu og kók eða lauma til
þín auka nammi þegar enginn sér
til. Við þekkjum engan sem elskar
sætindi jafn mikið og þú.
Okkur leið alltaf svo vel í kring-
um þig og mikið vorum við heppn-
ar hvað þú varst mikið til staðar
þegar við vorum að alast upp. Með
þér var alltaf stutt í hlátur og gleði
og þú varst með svo góða nærveru.
Það fór aldrei á milli mála hvað þú
elskaðir okkur mikið og það var
ósjaldan sem þú sagðir svo inni-
lega hvað þú værir stoltur af okkur
barnabörnunum þínum. Einhvern
veginn tókst þér alltaf að láta okk-
ur líða eins og við gætum allt. Því í
þínum augum virkaði allt svo frá-
bært sem við sögðum eða gerðum.
Hvort sem það voru listaverk úr
æsku eða frammistaða í íþróttum
og skóla.
Allar fallegu minningarnar um
þig eiga eftir að ylja okkur um
ókomna tíð. Þú lifir áfram í huga
okkar allra og við eigum eftir að
hugsa til þín alveg sérstaklega á
aðfangadagskvöld þegar enginn
vill viðurkenna að vera með
möndluna. Það slær þér enginn
við. En við vitum að þú ert kominn
á betri stað með mörgu af þínu
uppáhaldsfólki og það gleður okk-
ur. En við hin pössum upp á hvert
annað þar til við hittumst á ný.
Hvíldu í friði elsku afi. Við elsk-
um þig.
Rósa og Sigrún.
Elsku Addi afinn okkar. Þrátt
fyrir að við hefðum búið okkur
undir kveðjustund þína elsku afi er
erfitt að átta sig á því að þú sért
farinn frá okkur.
Við erum svo heppin að eiga
óteljandi minningar um þig elsku
afi. Það var svo gaman að sitja og
spjalla við þig þar sem þú gast rak-
ið ættir okkar langt aftur í tímann.
Þú baðst okkur oft um að segja þér
eða spurðir hverra manna vinkon-
ur og vinir okkar væru svo þú gæt-
ir nú séð hvort þú kannaðist við
ömmu þeirra eða afa, frænkur eða
frændur. Það var líka svo gaman
að hlæja með þér og alltaf gastu
fengið okkur til að hlæja. Þú varst
alltaf sami grallarinn og grínistinn,
fékkst okkur með þér í lið að blása
í prumpublöðrur, finna tyggjó-
pakka sem beit mann eða koma
gervikóngulóm fyrir á ótrúlegustu
stöðum svo fátt eitt sé nefnt. Í aug-
um okkar varstu líka töframaður
sem gat blásið á rauð umferðarljós
svo þau urðu græn. Við eigum líka
öll minningar af því að þú kallaðir
okkur til þín og gafst okkur í laumi
nokkra smáaura til að setja í bauk-
inn eða kaupa laugardagsnammi,
því jú, þú varst alltaf svo mikill
sælkeri. Elsku afi, þú varst alltaf
tilbúinn að gera allt fyrir okkur,
okkur þykir óendanlega vænt um
þig og munu minningarnar fylgja
okkur um ókomna tíð.
Takk elsku afi fyrir allt, við
elskum þig.
Þín barnabörn,
Sigrún, Erla, Sandra, Natan,
Rannveig, Arnar Ingi, Erling-
ur Örn, Alexander, Jóhann
Helgi, Árni Rúnar, Guðrún
Þóra og Matthías Finns.
Árni Jónsson
✝ Aldís Þórð-ardóttir fædd-
ist á Akureyri 11.
mars 2010. Hún
lést á heimili sínu í
faðmi fjölskyldunn-
ar 27. september
2020.
Foreldrar Aldís-
ar eru Þórður Vil-
helm Steindórsson,
f. 30. apríl 1976,
og Rakel Her-
mannsdóttir, f. 6. ágúst 1976.
Bræður Aldísar eru Indriði
Atli, f. 20. júní
2000, og Jón Vil-
berg, f. 15. október
2003.
Aldís var nem-
andi við sérdeild
Giljaskóla á Ak-
ureyri.
Útför Aldísar
fer fram í dag. 9.
október 2020. Í
ljósi aðstæðna
verða einungis
nánustu aðstandendur við-
staddir athöfnina.
Allt er hljótt. Enginn hávaði
frá öndunarvél, súrefnistæki
og sogtæki eða bíbb frá súrefn-
ismettunarmæli og matardælu.
Raunveruleiki okkar síðustu
ára, litla gjörgæslan heima í
stofu.
Allt er svo hljótt og aðeins
heyrist fallegur þrastarsöngur
utan úr garði. Skarðið er stórt
og höggið mikið þrátt fyrir að
við vissum það innst inni að þú
færir að kveðja. Við vorum bú-
in að vakna upp með kvíðahnút
í maganum alla daga síðastliðin
10 ár og hugsa með okkur:
kveður hún í dag? Það á ekkert
foreldri að þurfa að kveðja
barnið sitt, það ætti bara að
vera lögmál.
Við erum svo innilega þakk-
lát fyrir að þú skyldir velja
okkur sem foreldra því þú
kenndir okkur svo óendanlega
mikið eins og þolinmæði,
þrautseigju, æðruleysi og kær-
leik. Þú hefur háð hetjulega
baráttu frá fyrsta degi.
Barist fyrir tilveru þinni upp
á hvern einasta dag og sýnt
okkur margoft að þótt þú vær-
ir mikið langveik og fjölfötluð
og þyrftir mikla sértæka
umönnun ættirðu sama tilveru-
rétt og aðrir. Þú bræddir alla
með stóru fallegu augunum
þínum, löngu augnhárunum og
dásamlegu krullunum. Þó að
þú gætir ekki talað og hreyft
þig gátum við lesið allt úr aug-
um þínum. Þú gerðir manna-
mun og þekktir raddir og
spenntist öll upp ef þú þekktir
þann sem var að koma í heim-
sókn. Þú elskaðir alla skyn-
örvun t.d. að láta syngja fyrir
þig, lesa og var nudd í miklu
uppáhaldi. Hafðir gaman af að
horfa á myndir og sofnaðir ein-
faldlega ef þér fannst þær leið-
inlegar. Frá því þú fæddist
hefur stórfjölskyldan staðið
þétt saman, sem við erum ein-
staklega þakklát fyrir. Amma
Silló sem hefur staðið óteljandi
næturvaktir með þér þar sem
þið hafið sungið, farið með vís-
ur og spjallað saman heilu
næturnar, takk amma Silló.
Amma Jóna og afi Steini sem
hafa passað þig ótrúlega mikið.
Amma Jóna sem hefur lesið
allar Öddubækurnar og Múm-
ínálfana fyrir þig, takk amma
Jóna. Afi Steini sem hefur set-
ið hjá þér flesta daga frá því
þú fæddist, spjallað við þig og
haldið í höndina á þér. Alveg
einstakt samband, takk afi
Steini.
Við erum afskaplega þakklát
fyrir þau öll þrjú og hefðum
aldrei getað þetta án þeirra.
Stóru bræður þínir hafa staðið
sig eins og hetjur í gegnum
þetta allt saman. Það er ekki
auðvelt að horfa upp á litlu
systur sína berjast fyrir lífi
sínu alla daga.
Þeir hafa verið þér virkilega
góðir bræður og hafa elskað
þig og dáð alla tíð. Í kringum
þig hafa raðast úrvals sérfræð-
ingar úr mörgum stéttum sem
hafa tengst þér persónulegum
böndum.
Allir yndislegu sjúkraþjálf-
ararnir sem hafa komið heim
og hreyft þig í gegn, nuddað
og bankað á hverjum virkum
degi og jafnvel í fríunum sín-
um, takk þið allar. Allir hinir
dásamlegu kennarar sér-
deildar Giljaskóla sem hafa
komið heim og sungið, lesið
og verið með alls konar skyn-
örvun fyrir þig, takk þið all-
ar. Allir starfsmenn SAk og
LSH sem hafa komið að
umönnun þinni, þá sérstak-
lega hið frábæra starfsfólk
barnadeildarinnar á Akur-
eyri, sem var þitt annað
heimili, stundum marga mán-
uði á ári, takk þið öll.
Í okkar augum ertu
stærsta hetjan sem uppi hef-
ur verið, elsku hjartans dóttir
okkar. Við trúum því að stór
hópur fólks hafi tekið vel á
móti þér á himnum.
Við sjáum þig nú fyrir okk-
ur loksins frjálsa, lausa við
allan sársauka og fjötra,
hlaupandi um á blómaengi.
Nú ertu leidd mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga’ og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson)
Alltaf elskuð, ávallt saknað.
Mamma og pabbi.
Elsku hjartans engillinn
okkar. Kallið er komið í sum-
arlandið fagra, þú valdir fal-
legan dag til að kveðja okkur,
sjálfan „dætradaginn“. Núna
ertu frjáls frá öllum fjötrum
sem hafa litað líf þitt frá fæð-
ingu, en þú ákvaðst samt frá
fyrsta degi að þú vildir fá að
kynnast okkur aðeins og árin
þín 10 hafa sannarlega liðið í
gleði og sorg.
Þú hefur kennt okkur svo
margt um kærleika, ást og
umhyggju. Amma og afi eru
alveg óendanlega þakklát fyr-
ir allar okkar stundir saman í
afafangi við bóklestur,
söngva, að hvísla leyndarmál-
um og leiða litla hönd.
Takk fyrir allt elsku Dísin
okkar, þúsund kossar fylgi
þér alltaf.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þín að eilífu,
afi Steindór (Steini)
og amma Jóna.
Elsku hjartans ömmudís, nú
ertu búin að fá frelsið og laus
við allar þjáningar og fjötra. Ég
trúi því að þú sért kát og glöð
að hoppa um í sumarlandinu
góða. Aldrei fæ ég fullþakkað
að hafa fengið þig inn í líf mitt.
Þú kenndir mér að það dýr-
mætasta í lífinu er kærleikur-
inn, hann er sterkasta aflið sem
við höfum til að leiða okkur í
átt að ljósinu eina. Þú munt
alltaf eiga helgan stað í hjarta
mínu. Elska þig að eilífu.
Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja,
lögð í jörð með himnaföður vilja,
leyst frá lífi nauða,
ljúf og björt í dauða
lést þú eftir litla rúmið auða.
(Matthías Jochumsson)
Sigurlaug Guðmunds-
dóttir (amma Silló).
Elsku Aldís, litla frænka mín
og ljósubarn, er látin. Í stað
þess að rekja lífshlaup hennar
langar mig helst að skrifa sögu
með dramatískum titli eins og
„Aldís – ástarsaga“ eða „Æv-
intýrið um Dísina hugdjörfu“
því tilfinningarnar sem bærast
með manni á þessum tímamót-
um eru allar svo stórar og orðin
sem gætu lýst þeim fyrirfinnast
einfaldlega ekki. Mig langar að
skapa heim þar sem hún getur
verið hetjan og við hin fáum að
fylgja hennar djörfung og dug.
Mig langar að skrifa um fiðr-
ilda- eða margfeldisáhrifin sem
tilvera hennar hafði, allt það
góða sem hún kallaði fram.
Það gefur augaleið að ást-
arsagan yrði ekki eins og þess-
ar rauðu, heldur myndi hún
fjalla um þá skilyrðislausu ást
sem foreldrar bera til barns
síns, þá ást og umhyggju sem
afar og ömmur gefa, systkina-
ást, þá ást sem foreldrar bera
hvort til annars, þá ást og
tryggð sem góðir vinir gefa og
þann kærleik sem heilbrigðis-
starfsfólk leggur í störf sín.
Mannfólk í sinni viðkvæmustu
og fallegustu mynd. Svo væmn-
in myndi nú ekki bera lesanda
ofurliði mætti rífa hann niður af
bleika skýinu og bæta inn raun-
sönnum lýsingum á hlutskipti
foreldra og aðstandenda lang-
veikra barna, ómennsku álagi í
umönnunarhlutverki, áhrifum
þess á heilsu og velferð þeirra,
fólki sem berst á hverjum degi
við að finna lausn við hvers
kyns vanda, verða sjálflærðir
gjörgæsluhjúkrunarfræðingar,
sérfræðingar í sínu einstaka
barni. Fólki sem getur notað
húmorinn sem haldreipi.
Gefst ekki upp. Það er ein-
faldlega ekki í boði þegar barn-
ið þitt á í hlut.
Ævintýrið innihéldi hins veg-
ar lýsingu á mögnuðum lífsvilja
og baráttuanda söguhetjunnar
sem þreyttist ekki á að koma
fólkinu sínu á óvart með því að
koma alltaf til baka úr erfiðustu
raunum og um það hvernig
seigla og þolinmæði þrautir
vinnur flestar.
Í ævintýri má sjóða saman
geimskutlu úr sjúkrarúminu,
vængi úr baðlyftunni, stýris-
búnað úr soginu, eldsneyti úr
súrefninu, mótor úr hóstavél-
inni, nestisbirgðir af sjúkravö-
rulagernum og slatta af nammi
úr öllum lyfjunum. Svo gæti
Ipaddinn tekið við hugskeytum
hennar svo hún gæti loks tjáð
okkur hug sinn og þarfir og átt
samræður við fólkið sitt og
ferðafélaga.
Af stað héldi hetjan okkar í
ævintýraförina, hún færi víðar
en Dóra, yrði sterkari en Lína,
fyndnari en Fíasól, hugdjarfari
Aldís
Þórðardóttir