Morgunblaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
✝ Margrét Gúst-afsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 12.
september 1948.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Droplaugarstöðum
23. september
2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Kristín Guðmunds-
dóttir, f. 9.2. 1919,
d. 1996, og Gústaf E. Pálsson, f.
1907, d. 1977. Systkini hennar
eru Sigurður, Magnús, Páll
Gústaf, Kristín (látin), Teitur og
Helga.
Margrét ólst upp í Vesturbæ
Reykjavíkur, gekk í Melaskóla,
Hagaskóla og varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík.
Hún lauk hjúkrunarnámi við
skóla Íslands. Hún leiddi upp-
byggingu öldrunarþjónustu við
þáverandi Borgarspítala og var
hjúkrunarframkvæmdastjóri
öldrunardeildar spítalans um
árabil. Margrét skipulagði
kennslu í öldrunarhjúkrun við
Háskóla Íslands og var með
nema í starfsþjálfun við þjón-
ustustofnanir fyrir eldri borg-
ara. Hún sinnti jafnframt rann-
sóknum, kynnti niðurstöður
þeirra á ráðstefnum, birti tíma-
ritsgreinar og var ritstjóri bók-
arinnar „Hjúkrunarheimili.
Leiðbeiningar og fróðleikur fyr-
ir fjölskyldur á tímamótum“.
Margrét var virk í félagsmálum
háskólamenntaðra hjúkrunar-
fræðinga og var um tíma for-
maður í menntamálanefnd fé-
lagsins.
Í árslok 2016 greindist Mar-
grét með ólæknandi tauga-
hrörnunarsjúkdóm (PSP) og eft-
ir það dvaldi hún lengst af á
hjúkrunarheimilinu Droplaug-
arstöðum.
Útför Margrétar hefur farið
fram í kyrrþey.
Hjúkrunarskóla Ís-
lands, lærði gjör-
gæsluhjúkrun við
Royal London Ho-
spital og tók BS-
gráðu í hjúkrunar-
fræði frá Háskóla
Íslands. Að lokum
lauk Margrét
meistaragráðu og
doktorsgráðu í
öldrunarhjúkrun
við UCSF, Kaliforn-
íuháskóla í San Francisco. Eftir
hjúkrunarnámið starfaði Mar-
grét tímabundið á Landakoti,
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, Rík-
isspítalanum í Kaupmannahöfn,
Neuperlach-sjúkrahúsinu í
München, Royal London Hospit-
al og Landspítalanum.
Hún varð lektor og síðan dós-
ent í hjúkrunarfræðideild Há-
Margrét Gústafsdóttir,
frænka mín, vinkona og fyrir-
mynd, er látin 72 ára að aldri.
Þú komst í heiminn og kvadd-
ir þessa tilvist í september – í
mánuði sem getur allt í senn
verið vor, sumar, haust og vetur
hér á Íslandi og þannig var líf
þitt – en nú kom veturinn of
snemma.
Magga var miðjubarn móður-
systur minnar og fór ekki troðn-
ar slóðir. Fór í tannréttingar á
fullorðinsaldri, fór úr Vestur-
bænum til náms í Austur-Lond-
on, sem þá var ekki öruggasti
staðurinn að vera á, fór til
vesturstrandar Bandaríkjanna í
doktorsnám, fór í rannsóknar-
leyfi til Ástralíu og ferðaðist um
fjarlæg lönd til að upplifa og
fræðast eins lengi og hún gat.
Magga fylgdi mér frá barn-
æsku og minningarnar eru ótelj-
andi og allar eru þær góðar. Hún
reyndist mér vel og allt varð svo
skemmtilegt með Möggu.
Þegar mamma veiktist
skyndilega í París þegar ég var
ellefu ára var Magga komin dag-
inn eftir frá London. Hún kom
til að að fylgjast með móðursyst-
ur sinni og gera ferðina eins
skemmtilega og hægt var fyrir
mig. Farið var um allt í París og
í London, mikið hlegið og allt
varð betra. Þarna var hún í ess-
inu sínu í græna hermanna-
jakkanum og með klút um háls-
inn og eldrauðan varalit.
Mamma treysti Möggu fyrir
öllu og þegar ég fór í botnlanga-
uppskurð 15 ára var Magga
mætt þegar ég vaknaði og
hringdi svo beint í frú Rúnu með
fréttir.
Mikið var gaman á Tómasar-
haganum þegar Magga var ann-
aðhvort að koma eða fara frá
San Francisco og við skelltum
okkur á Óðal og sungum hástöf-
um „It never rains in Cali-
fornia“. Flottur jakki og taska úr
Macy’s skemmdi heldur ekki
fyrir. Magga var alltaf með
tískustraumana á hreinu eins og
svo margir í hennar fjölskyldu.
Oft skálaði hún við okkur
Friðrik á afmælisdaginn sinn og
brúðkaupsdaginn okkar enda 12.
september góður dagur.
Hún las yfir meistararitgerð-
ina mína frá Lundúnaháskóla
eins og ekkert væri.
Alltaf mætti hún smart og kát
í boð til mín við öll tækifæri stór
og smá. Skrifaði falleg kort og
gaf úthugsaðar gjafir. Hló mikið
og talaði hratt.
Hún fór með stelpurnar mínar
og Helgu út að borða og í leik-
hús. Sinnti þeim af alúð og elsku
og þær áttu í henni góða vin-
konu. Hún fylgdist með þeim
alla tíð og það gladdi hana að í
þeim blundaði ævintýraþrá og
hún þekkti vel dvalarstaðina sem
þær völdu sér; London, Kaup-
mannahöfn, Ítalíu, Holland, Sví-
þjóð og Suður-Ameríku.
Hvert sem ég hef farið í
heilbrigðiskerfinu á mínum
starfsferli og sagt frá því að
Magga Gústafs væri frænka mín
hefur það alltaf vakið jákvæð
viðbrögð. Hún var virt sem
hjúkrunarfræðingur og ekki síst
sem manneskja. Það er gott að
hafa átt svona orðspor.
Það var á brattann að sækja
hjá minni kæru frænku síðustu
árin vegna taugasjúkdóms sem
lagðist þungt á hana og svipti
hana lífsgæðum. Hún helgaði líf
sitt háskólakennslu og hjúkrun
aldraðra en átti þar ekki mikið
skjól þegar halla fór undan fæti.
Helga systir hennar og fjöl-
skylda sinntu henni af alúð sem
og fjölmargar vinkonur hennar,
ekki síst Guðrún æskuvinkona
hennar og Logi.
Takk fyrir allt mín kæra, þú
varst engum lík.
Rúna.
Elsku Magga frænka okkar
hefur nú fengið að kveðja þenn-
an heim eftir erfið og langvinn
veikindi. Það er skrítið að hugsa
til þess að Magga verði ekki
lengur með okkur á hátíðar- og
tyllidögum sem og í hversdeg-
inum enda hefur Magga alla tíð
verið stór hluti af okkar lífi.
Úr æsku munum við eftir því
að eiga frænku í útlöndum sem
sendi pakka og bréf og alltaf var
spennandi að heyra frá Möggu
frænku í San Francisco. Síðustu
daga höfum við rifjað upp gömul
bréfaskrif þar sem ritaðar voru
þakkir fyrir gjafir, útlistanir á
nýjustu fréttum eins og leyni-
félögum vinkvenna og því að
Leonardo DiCaprio væri sætast-
ur eftir Titanic-bíóferð.
Að hafa átt frænku eins og
Möggu er afskaplega dýrmætt.
Hún hafði þann hæfileika að
gera hversdagslega viðburði að
tilefnum. Gistingar á Kapla-
skjólsvegi urðu til dæmis eins og
hótelgistingar í útlöndum.
Straujuð sængurver sem þurrk-
uð voru úti í sólinni, heimsend-
ing á pizzu og nýbökuð rún-
stykki úr Hagabakaríi
eldsnemma á morgnana.
Magga kunni að njóta lífsins
og bauð okkur óteljandi sinnum
að gera það með sér. Með
Möggu fengum við að kynnast
fjölbreyttri menningu með
reglulegum bæjarferðum, leik-
húsferðum og ferðum á fína veit-
ingastaði þar sem hún kenndi
okkur að borða pasta með gaffli
og skeið.
Magga hafði nefnilega ferðast
út um allan heim og hafði mikinn
áhuga á menningararfi og lífs-
speki. Hún ferðaðist líka með
okkur til útlanda og heimsótti
okkur þegar við vorum þar í
námi. Alltaf var hún glæsileg, í
hárréttum litasamsetningum og
með rauðan varalit.
Sjálfstæð, hugrökk, eldklár og
dugleg – hún var brautryðjandi
og fyrirmynd. Hún hafði sterkar
skoðanir á því hvernig hlutirnir
ættu að vera en einnig mikinn
húmor og hló gjarnan þar til hún
þurfti að taka af sér gleraugun
og þurrka tárin. Þessi léttleiki
gerði allt betra hennar seinustu
ár.
Þegar „barnabörn“ komu til
sögunnar var hún komin á
hjúkrunarheimili en það stopp-
aði okkur ekki í að eiga góða
daga – fá okkur ís og hlæja sam-
an.
Elsku Magga, þér eigum við
svo mikið að þakka.
Hrefna, Berglind Sunna
og Birna Stefánsdætur
Fyrir rúmu 51 ári eða í mars
1969 hófust kynni okkar Möggu.
Við vorum 30 sem hófum nám
við Hjúkrunarskóla Íslands.
Þetta er skemmtilegur hópur
sem hefur haldið tryggð, hist
reglulega og farið í skemmtileg-
ar ferðir jafnt innanlands sem
utan. Það var margt nýtt og
framandi sem mætti okkur í
náminu. Verkleg kennsla fór að
mestu fram á spítölum og voru
eldri nemar á þessum tíma látnir
standa vaktir á deildum og fylltu
þannig upp í hjúkrunar-
fræðingaskort sem var viðvar-
andi. Magga sá sig knúna til að
benda á þennan sið og skrifaði
grein sem birtist í Tímariti
hjúkrunarfræðinga og var tekin
á teppið hjá skólastjórnendum
fyrir. En þarna kom fram það
sem hún átti í svo ríkum mæli,
það var eftirtekt og réttlætis-
kennd.
Eftir útskrift fórum við
Magga til heimahaga minna,
Vestmannaeyja, og störfuðum
þar í nokkra mánuði á Sjúkra-
húsi Vestmannaeyja. Í vinnunni
var hver dagur gefandi en um
leið krefjandi. Mér er það
ógleymanlegt þegar Magga var
að dúka upp fyrir aðgerð á
hendi, það voru fagleg vinnu-
brögð.
Í Eyjum leið henni vel en hún
var mikill náttúrunnandi og fann
sig vel meðal eyjarskeggja. Það
var stutt í hláturinn og grínið,
því fann ég vel fyrir þegar hún
kom með mér til Einars rakara
sem var mjög flinkur klippari.
Átti Magga að vera sérlegur eft-
irlitsmaður og gæta þess að ekki
væri klippt of snöggt. Ekki leist
mér á blikuna þegar ég fann
hvernið rafmagnsklippurnar
fóru hátt upp á hnakkann en
ekkert heyrðist í Möggu. Þarna
sat hún og mátti ekki mæla fyrir
hlátri.
Henni var einstaklega vel tek-
ið í Eyjum jafnt af ungum sem
öldnum. Hún hafði lag á að sam-
sama sig fólki og sýna því áhuga.
Í Eyjum var hún undan fjöll-
unum, pabbi Möggu var sonur
Páls frá Ytri-Skógum undir
Eyjafjöllum, en Páll var eini
maðurinn sem komst af í mesta
sjóslysi sem orðið hefur við
Vestmannaeyjar, þegar áraskip-
ið Björgólfur undan Eyjafjöllum
fórst með 27 manns.
Haustið 1972 lá leiðin til
Kaupmannahafnar, þar störfuð-
um við ásamt fleiri vinkonum
okkar á Ríkisspítalanum. Þaðan
lá leið Möggu til Þýskalands þar
vann hún á sjúkrahúsi í nokkra
mánuði. Það var gaman að vera í
félagsskap Möggu í útlöndum,
þrammað var í helstu listasöfn
og garða. Ekki var leiðinlegt að
kynnast ólíkum menningarheim-
um og siðum. Það besta var að
eignast góða vini.
Hugur hennar stóð til meiri
mennta en hún var góður náms-
maður. Lauk hún námi í
gjörgæsluhjúkrun í London og
vann á gjörgæsludeild Landspít-
alans um tíma. Síðar fór hún til
San Francisco og lauk þar dokt-
orsnámi í öldrunarhjúkrun.
Kennsla við hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands var starfsvett-
vangur hennar í mörg ár.
Hvar sem Magga bjó náði hún
að búa fallega um sig, flutti með
sér litla hluti sem römmuðu inn
hennar íverustað. Hún var
heimsborgari.
Hin síðari ár voru Möggu erf-
ið þegar sjúkdómurinn sem hún
bar fór að ágerast. Það tók tíma
að finna hvað var að en þá kom
líka skýring á svo mörgu.
Blessuð sé minning Möggu.
Anna S. Óskarsdóttir.
Með dr. Margréti Gústafs-
dóttur, fv. dósent við hjúkrunar-
fræðideild HÍ, er gengin langt
fyrir aldur fram hjúkrunarfræð-
ingur sem hafði mikinn metnað
fyrir hönd hjúkrunar og þá ekki
síst sérgreinar sinnar, öldrunar-
hjúkrunar.
Margrét var skólafélagi
margra okkar, samstarfskona,
kennari og fyrirmynd. Hún lauk
doktorsprófi frá University of
California í San Francisco undir
handleiðslu eins áhrifamesta
fræðimanns í hjúkrun, Patriciu
Benner. Margrét lagði áherslu á
heilsufar og líðan eldra fólks og
uppbyggingu þjónustu þess, en
hugmyndir hennar voru að
mörgu leyti á undan sinni sam-
tíð. Þekkingu sína nýtti hún í
þróun rannsókna og uppbygg-
ingu á kennslu í öldrunarhjúkr-
un. Þessar hugmyndir endur-
speglast í ritverkum hennar þar
sem hún byggir meðal annars á
heimspeki Sörens Kirkegårds,
Martins Heideggers og Charles
Taylors. Í anda þeirra benti
Margréti á tilvistarlega þætti
sem móta líf okkar, eru mik-
ilvægir við hjúkrun og birtust í
vönduðum rannsóknum hennar á
fólki sem greinst hefur með
heilabilun og fjölskyldum þeirra.
Margrét kynnti hugmyndir Ben-
ner um eflingu færni og þekk-
ingar í hjúkrunarstarfinu fyrir
íslenskum hjúkrunarfræðingum.
Þessar hugmyndir höfðu mikil
áhrif um allan heim og var grein
Margrétar kærkomin kynning á
þeim og er greinin orðin að
klassík sem enn er notuð við
kennslu í deildinni. Uppbygging
Margrétar á námskeiðum í öldr-
unarhjúkrun við hjúkrunar-
fræðideild Háskóla Íslands og
rannsóknir hennar eru mikil-
vægt framlag til hjúkrunar á Ís-
landi. Margrét var metnaðarfull-
ur kennari sem gerði ríkar
kröfur til nemenda sinna, en
réttilega taldi hún mikilvægt
fyrir skjólstæðingana að verð-
andi hjúkrunarfræðingar tækju
fræðin og fagið alvarlega. Hún
sætti sig aldrei við einfeldnings-
leg viðhorf og virðingarskort í
umræðum um hjúkrun aldraðra.
Margrét hefur nú fengið
hvíldina eftir erfið veikindi síð-
ustu árin. Við í hjúkrunarfræði-
deild höfum verið að rifja upp
samskiptin við hana og áberandi
hefur verið í umræðunni hversu
gott lag hún hafði á skrifuðu og
rituðu íslensku máli, hversu mik-
il fyrirmynd hún var, eftirminni-
legur kennari, frábær leiðbein-
andi, metnaðarfull, sterkur
persónuleiki, erfið á stundum,
litrík og skemmtileg kona sem
brann fyrir sitt fag.
Margrét vann mikið um kvöld
og helgar og gafst þá iðulega
gott tóm til að ræða við hana um
allt milli himins og jarðar, allt
frá einföldu dægurþrasi yfir í
djúpar samræður um hjúkrunar-
fræði, eðli hjúkrunar og tilver-
unnar. Þær samræður voru lær-
dómsríkar, vöktu til
umhugsunar og vörpuðu nýju
ljósi á viðfangsefni sem voru til
umræðu. Við þökkum Margréti
samfylgdina og samræðurnar.
Hennar nánustu færum við inni-
legar samúðarkveðjur. Margrét
lét að sér kveða í lifanda lífi og
eftir sitja kærar minningar og
reynsla af góðum kennara og
fyrirmynd.
Herdís Sveinsdóttir,
deildarforseti hjúkr-
unarfræðideildar.
Kær æskuvinkona mín er lát-
in eftir langvinn veikindi og hef-
ur verið kvödd í kyrrþey.
Fyrir fjórum árum síðan
greindist Magga með ólæknandi
taugahrörnunarsjúkdóm. Hún
gat ekki lengur verið heima hjá
sér og dvaldi lengst af á Drop-
laugarstöðum. Allan þann tíma
stóð Magga sig eins og hetja í
baráttunni við illvíga sjúkdóm-
inn. Það var léttir þegar Magga
fékk loks að hvíla í friði og losna
við allar þjáningar og sársauka,
en um leið mikil sorg vegna alls
sem hláturmilda, hugulsama,
gjafmilda og lífsglaða Magga
þurfti að ganga í gegnum.
Við Magga kynntumst fyrir 64
árum, þegar ég kom í hennar
bekk í Melaskóla. Líflega og
káta Magga tók að sér feimnu
stelpuna sem var ný í bekknum.
Frá þeirri stundu myndaðist
mikil og góð vinátta sem varði í
Hagaskóla, MR og alla tíð eftir
það. Við vorum lánsamar að vera
í samheldnum bekk bæði í Mela-
skóla og í MR, þar sem góðu
sambandi hefur verið haldið í
gegnum árin, og verður nú
Möggu sárt saknað. Á skólaár-
unum var Magga alltaf hrókur
alls fagnaðar og hennar mottó
var „Life is beautiful all the
time“. Eftir stúdentsprófið fór
Magga í Hjúkrunarskóla Íslands
og ég í nám til útlanda. Við
Magga og Logi eiginmaður minn
og bekkjarbróðir okkar Möggu í
Hagaskóla gættum þess að
halda góðu sambandi og hittast
þegar færi gafst, hvort heldur
það var í Kaupmannahöfn,
London eða San Francisco, þar
sem Magga ýmist vann eða
stundaði nám.
Magga átti drjúgan þátt í því
að hefja störf hjúkrunarfræð-
inga í þágu aldraðra til vegs og
virðingar og árið 2017 veitti
Öldrunarráð Íslands Möggu við-
urkenningu ráðsins fyrir gott og
óeigingjarnt ævistarf að málefn-
um aldraðra. Þegar faðir minn
dvaldi á hjúkrunarheimili naut
hann þess að málefni aldraðra
voru hjartans mál Möggu og að
hún hafði yndi af afskornum
blómum. Magga kom fyrir „tú-
lipanavasa“ hjá föður mínum og
sá til þess að vasinn væri sem
oftast með ferska túlipana. Föð-
ur mínum þótti mjög vænt um
Möggu og sagði að hún væri ein
af sínum dætrum.
Magga var mjög sjálfstæð og
þótt hún væri mikil félagsvera
þá var hún samtímis einfari. Í
tengslum við sitt svið í öldrunar-
fræði ferðaðist hún alltaf ein víðs
vegar um heiminn. Auk Evrópu-
landa ferðaðist hún til Ástralíu,
Japans, Norður- og Suður-Am-
eríku. Magga var ljóðelsk og
mikill fagurkeri, auk þess lagði
hún mikla áherslu á að vera vel
máluð, og í hreinum og strauj-
uðum fötum. Það var henni mik-
ilvægt að í nágrenni þar sem hún
dvaldi hverju sinni væri þvotta-
hús og hreinsun, ásamt blóma-
og kertabúð. Magga var opin,
hlý, með fullkomnunaráráttu, en
svolítið óskipulögð, einbeitt og
hvatvís, með mikla réttlætis-
kennd, en umfram allt bar hún
hag og velferð aldraðra fyrir
brjósti.
Ég er þakklát fyrir að leiðir
okkar Möggu lágu saman, hún
var yndisleg vinkona, gaf mér
mikið og var mikill gleðigjafi.
Logi, dætur okkar Ásta og
Hrund og þeirra fjölskyldur
munu minnast yndislegrar vin-
konu um ókomna tíð.
Ég og fjölskylda mín sendum
aðstandendum Möggu okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Guðrún.
Að morgni 23. september var
Vilborg úti í garði að tína blóm í
vasa. Það voru margarítur og
hún hugsaði, mikið væri gaman
að fara með slíkan vönd til
Möggu. Um hálfri klukkustund
síðar fengum við skilaboð um að
hún hefði látist þá um nóttina.
Magga var fagurkeri, hafði
gaman af fallegum fötum og
hönnun, vönduðum efnum, skýr-
um litum og blómum. Túlípanar
voru hennar uppáhaldsblóm og
það var gaman að koma með
smá líf úr garðinum okkar til
hennar, túlípana sem og annað,
hún gladdist yfir öllu.
Líf okkar tvinnaðist saman
með margvíslegum hætti. Leifur
og Magga voru þremenningar,
skyldleikinn var þekktur, en
tengslin í gegnum það voru ekki
mikil. Hins vegar voru þau
bekkjarsystkini bæði í Mela-
skóla og Hagaskóla og við öll
saman í Menntaskólanum í
Reykjavík og samstúdentar. Þar
var Vilborg með henni í bekkj-
arráði, þar sem einn fulltrúi úr
hverjum bekk var valinn til að
vera talsmaður bekkjarins og
eins að skipuleggja viðburði og
skemmtanir fyrir árganginn.
Síðast var fagnað 50 ára stúd-
entsafmæli og fylgdist Magga
vel með þeim undirbúningi og
gladdist yfir myndum og frá-
sögnum af gleðinni.
Að loknu stúdentsprófi hófu
Magga og Leifur saman nám í
læknadeild Háskóla Íslands en
Magga fann fljótt að hjúkrunar-
starfið myndi heilla hana meira.
Að hjúkrunarnámi loknu vann
hún á gjörgæsludeild og ýmsum
hjúkrunardeildum svo nokkuð sé
nefnt, en sá svo að hún vildi
vinna við kennslu og þróun fag-
þekkingar í hjúkrun. Því var hún
ötul við að bæta við þekkingu
sína, lauk doktorsgráðu í hjúkr-
unarfræði og vann að ýmsum
rannsóknarverkefnum. Þar lágu
leiðir Möggu og Vilborgar mikið
saman. Vilborg kenndi í 20 ár á
námskeiði sem Magga hafði um-
sjón með í hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands, þær unnu
ásamt fleirum að viðamiklu
rannsóknarverkefni um hjúkr-
unarálag og hjúkrunarþörf og
voru tvær saman með námskeið
hjá Endurmenntun HÍ, svo
nokkuð sé nefnt.
Magga var vinur okkar og við
höfum alltaf haldið tengslum.
Hún átti einstaklega fallegt
heimili og hún kom oft heim til
okkar ef hóað var í vini. Hún var
mjög gjafmild og notar Vilborg
mikið silkislæðu sem Magga gaf
einu sinni í afmælisgjöf. Minn-
isstæðasta gjöfin er spiladós sem
Magga gaf þegar Vilborg fór til
starfa í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu. Því fylgdu
óskir Möggu um að nú kæmi nýr
tónn í skipulag öldrunarþjón-
ustu.
Magga mætti veikindum sín-
um og örlögum af miklu æðru-
leysi. Hugurinn og viljinn var
alltaf skýr. Við komumst lítið til
hennar frá því í byrjun ársins.
En í sumar þegar höftum á
heimsóknum á hjúkrunarheimili
var aflétt fagnaði hún okkur
innilega eins og endranær með
sínu breiða blíða brosi.
Blessuð sé minning Mar-
grétar Gústafsdóttur.
Leifur Bárðarson
og Vilborg
Ingólfsdóttir.
Margrét
Gústafsdóttir