Morgunblaðið - 09.10.2020, Síða 26
EM 2021
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Ísland á nú aðeins eina hindrun eft-
ir á leið sinni að lokakeppni EM
karla í knattspyrnu sem upphaflega
var kallað EM 2020 en fer fram
næsta sumar. Ísland vann að mér
fannst sanngjarnan sigur á Rúmen-
íu 2:1 á Laugardalsvelli í gærkvöldi.
Er þar með fyrri leik Íslands í um-
spilinu lokið og íslenska liðsins bíð-
ur hreinn úrslitaleikur gegn Ung-
verjalandi í Búdapest hinn 12.
nóvember um laust sæti í loka-
keppninni.
Ísland var yfir 2:0 að loknum
fyrri hálfleik með tveimur laglegum
mörkum frá Gylfa Þór Sigurðssyni.
Ekki virtist vera neitt í kortunum
um að Rúmenar næðu að vinna sig
inn í leikinn. Í fyrsta skipti á Íslandi
var stuðst við myndbandstækni í
dómgæslu í knattspyrnuleik og eftir
vídeógláp dæmdi dómarinn kunni,
Damir Skomina, víti á Ísland. Úr
því skoraði Alexandru Maxim á 63.
mínútu og hleypti spennu í leikinn.
En Rúmenar náðu ekki að skapa
sér mörg alvörumarktækifæri til að
jafna leikinn þrátt fyrir að hafa
fengið óvæntan meðbyr.
Ekkert óðagot
Menn geta velt því fyrir sér hvort
endurnýja eigi í landsliðinu og þá
hversu mikið. Í leik sem þessum þar
sem spennustigið er afar hátt er
ekki nokkur spurning að heppilegt
var að eiga reynda landsliðsmenn
sem leikið hafa marga spennuleiki.
Okkar menn voru miklu rólegri til
að byrja með en gestirnir og var
það nokkuð áberandi.
Reynslan kom sér einnig vel á
lokakafla leiksins þegar Ísland var
marki yfir og andstæðingarnir
reyndu að hleypa leiknum upp og
jafna. Íslenska liðið, sem hefur svo
margoft verið í þeirri stöðu að verja
markið og eins marks forskot eða
jafntefli, var yfirvegað. Leikmenn
þekkja þá stöðu orðið afskaplega vel
og skipulagið er til fyrirmyndar hjá
landsliðsþjálfaranum sem og þeim
sem voru á undan honum í starfi.
Ég átta mig illa á því hvað Rúm-
enar ætluðu að gera gegn íslenska
liðinu og hvernig þeir ætluðu að
vinna leikinn. Þegar íslenska liðið
náði að stilla upp í handboltavörnina
frægu virtust Rúmenarnir ekki eiga
nokkra möguleika á að opna vörn-
ina. Betri lið en Rúmenía hafa svo
sem rekið sig á það. Hitt sem hefur
svo mögulega komið Rúmenum
meira á óvart var að íslenska liðið
pressaði á köflum og gerði það vel.
Hlaupageta Gylfa kom þar að góð-
um notum þar sem hann lék í
fremstu víglínu í þetta skiptið.
Þegar öllu er á botninn hvolft
fannst manni Rúmenía ekki líkleg
til að spila sig í gegnum vörnina að
þessu sinni. Við því má búast að
næsti andstæðingur í umspilinu,
Ungverjaland, verði erfiðari viður-
eignar. Lið sem vann öruggan úti-
sigur í Búlgaríu í gærkvöldi.
Nú losnaði um Gylfa
Í leikjum þegar íslenska liðið
hafði komist lengra en í hefðbundna
riðlakeppni hafði ekki tekist betur
en svo að losa um Gylfa Þór Sig-
urðsson að hann hafði ekki skorað
mark í opnum leik. Hvorki í loka-
keppnunum né í umspilinu gegn
Króötum árið 2013. Alls voru það
tíu leikir. Meðal annars þess vegna
var einstaklega ljúft að sjá okkar
þekktasta leikmann koma íslenska
liðinu á bragðið með hnitmiðuðu
skoti á 16. mínútu og létta press-
unni af liðinu.
Gylfi hefur verið þekktari fyrir að
hrella markverði með hægri fæt-
inum en hann skoraði bæði mörk
fyrri hálfleiks með þeim vinstri.
Gerði virkilega vel í báðum tilfellum
enda voru bæði skotin alveg úti við
stöng. Hver þarf á hægri fæti að
halda sem sveiflar vinstri fæti með
þessum hætti? var einhvern tíma
spurt í umræðu um Diego Mara-
dona eða einhvern þessara örvfættu
snillinga sem hafa tilhneigingu til að
vera einfættir á velli. Gylfi er aug-
ljóslega allt annað en einfættur.
Erik Hamrén tefldi Gylfa fram í
framlínunni með Alfreð Finnboga-
syni. Ekki er gott að segja hvort
það hafi að einhverju leyti komið
Rúmenum á óvart en það bar í það
minnsta þann árangur að Gylfi
komst í skotfæri og nýtti sér það.
Gylfi og Alfreð náðu auk þess vel
saman. Alfreð lagði upp síðara
markið fyrir Gylfa og Gylfi lagði
upp mark fyrir Alfreð á 29. mínútu.
Fékk það ekki að standa vegna
rangstöðu. Líklega var það réttur
dómur en tæpt var það.
Óheppni hjá Ragnari
Talandi um dómgæsluna þá var
vítaspyrnudómurinn harkalegur frá
sjónarhóli Íslendinga. Ragnar rekur
vissulega olnbogann í andlitið á
andstæðingi, sem er stórhættulegt.
En fórnarlambið átti ekki mögu-
leika á að ná boltanum og Ragnar
vissi líklega ekki af honum þar að
auki.
Þar kláraði Skomina kvótann því
Rúmenar hefðu mögulega getað
fengið aðra vítaspyrnu þegar bolt-
inn small í handlegg Ragnars. En
nóg var komið af vítaspyrnum og
Skomina lét það eiga sig. Segja má
að Ragnar hafi verið óheppinn í
báðum þessum tilfellum.
Aðeins ein hindru
Gylfi Þór gerði gæfumuninn gegn
Rúmeníu Skoraði bæði mörkin
Reynsla liðsins kom sér vel
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2020
Umspil EM karla 2021
A-deild:
Ísland – Rúmenía ..................................... 2:1
Búlgaría – Ungverjaland......................... 1:3
Ungverjaland og Ísland leika um EM-
sæti 12. nóvember.
B-deild:
Bosnía – Norður-Írland ........................... 1:1
N-Írland sigraði 4:3 í vítakeppni.
Slóvakía – Írland ...................................... 0:0
Slóvakía sigraði 4:2 í vítakeppni.
Norður-Írland og Slóvakía leika um EM-
sæti 12. nóvember.
C-deild:
Noregur – Serbía...................................... 1:2
Skotland – Ísrael ...................................... 0:0
Skotland sigraði 5:3 í vítakeppni.
Serbía og Skotland leika um EM-sæti 12.
nóvember.
D-deild:
Georgía – Hvíta-Rússland ....................... 1:0
Norður-Makedónía – Kósóvó.................. 2:1
Georgía og Norður-Makedónía leika um
EM-sæti 12. nóvember.
Vináttulandsleikir karla
Rússland – Svíþjóð ................................... 1:2
Belgía – Fílabeinsströndin ...................... 1:1
England – Wales ...................................... 3:0
Bandaríkin
New York City – DC United................... 4.1
Guðmundur Þórarinsson kom inn á hjá
New York á 73. mínútu og lagði upp fjórða
mark liðsins.
Danmörk
Bikarkeppnin, 3. umferð:
Esbjerg – Silkeborg ................................ 2:1
Andri Rúnar Bjarnason kom inn á sem
varamaður í byrjun síðari hálfleiks og skor-
aði sigurmark Esbjerg á 78. mínútu.Ólafur
H. Kristjánsson þjálfar liðið.
Stefán Teitur Þórðarson kom inn á hjá
Silkeborg á 68. mínútu.
Þýskaland
Magdeburg – Göppingen.................... 28:22
Ómar Ingi Magnússon skoraði 9 mörk
fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist-
jánsson eitt.
Janus Daði Smárason skoraði eitt mark-
fyrir Göppingen.
Lemgo – Ludwigshafen...................... 24:22
Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir
Lemgo.
Hannover-Burgdorf – Coburg ............ 27:23
Efstu lið: Leipzig 4, RN Löwen 4, Kiel 4,
Flensburg 4, Bergischer 4, Melsungen 4,
Magdeburg 4, Lemgo 4, Hannover-Burg-
dorf 4, Wetzlar 2, Göppingen 2.
Svíþjóð
Alingsås – Redbergslid....................... 26:26
Aron Dagur Pálsson skoraði 2 mörk fyr-
ir Alingsås.
Evrópudeildin
Real Madrid – Valencia ...................... 77:93
Martin Hermannsson skoraði 6 stig fyrir
Valencia, gaf fjórar stoðsendingar og stal
boltanum einu sinn.
Spánn
Zaragoza – San Pablo Burgos ......... 86:100
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 10 stig,
varði þrjú skot, tók þrjú fráköst og gaf
tvær stoðsendingar fyrir Zaragoza.
„Okkur tókst ekki að gera það sem
við æfðum og ætluðum okkur,“ sagði
Mirel Radoi, þjálfari rúmenska
landsliðsins í knattspyrnu, eftir tapið
gegn Íslandi í gærkvöld.
„Við vissum að þeir myndu spila 4-
4-2 og vorum mjög vel undirbúnir
fyrir það en samt sem áður lentum
við í miklum vandræðum. Við áttum
ágætis kafla í uppspili okkar á köfl-
um en heilt yfir var þetta of hægt.
Þá töpuðum við boltanum á hættu-
legum stöðum og þeir refsuðu okkur
fyrir það. Þegar allt kemur til alls
vorum við mjög slakir í fyrri hálfleik
og áttum ekki skilið að fara áfram,“
sagði Radoi.
Mjög slakir í
fyrri hálfleik
KNATTSPYRNA
Undankeppni EM U21 karla:
Víkingsvöllur: Ísland – Ítalía............... 15.30
Í DAG!
Ómar Ingi Magnússon skoraði níu
mörk og Bjarki Már Elísson sjö
mörk þegar lið þeirra Magdeburg
og Lemgo unnu leiki sína í þýsku 1.
deildinni í handknattleik í gær-
kvöld. Ómar skoraði níu mörk í
öruggum sigri á Göppingen, 28:22,
en átta marka hans komu af vítalín-
unni. Gísli Þorgeir Kristjánsson
skoraði eitt mark fyrir Magdeburg
og Janus Daði Smárason eitt fyrir
Göppingen. Bjarki Már var marka-
hæstur með sjö mörk þegar Lemgo
sigraði Ludwigshafen, 24:22, á
heimavelli.
Ómar og Bjarki
markahæstir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Drjúgur Ómar Ingi Magnússon var
afar öruggur á vítalínunni.
Ungverjar verða mótherjar Íslend-
inga í hreinum úrslitaleik um sæti á
EM 2021 í knattspyrnu karla eftir
sannfærandi útisigur á Búlgörum,
3:1, í Sofia í gærkvöld. Willi Orban,
Zsolt Kálmar og Nemanja Nikolic
komu Ungverjum í 3:0 áður en
Georgi Yomov svaraði fyrir Búlgara
undir lokin.
Norður-Írland, Slóvakía og Skot-
land komust öll áfram í úrslitaleiki í
umspilinu eftir vítaspyrnukeppnir.
Norðmenn féllu út gegn Serbum eft-
ir framlengdan leik í Ósló, 1:2, og
Lars Lagerbäck fer því ekki á EM.
Sannfærandi
Ungverjar
AFP
Mótherjar Ungverjar fagna fyrsta
markinu í Sofia í gærkvöld.
ÍSLAND – RÚMENÍA 2:1
1:0 Gylfi Þór Sigurðsson 16. fékk bolt-
ann á vítateigslínu frá Jóhanni Berg
Guðmundssyni og skaut með vinstri fæti
með jörðu í hægra hornið.
2:0 Gylfi Þór Sigurðsson 34. fékk bolt-
ann inn í vítateiginn hægra megin frá
Alfreð Finnbogasyni og sendi hann með
vinstri fæti í vinstra hornið.
2:1 Alexandru Maxim 63. úr vítaspyrnu
sem var dæmd á Ragnar Sigurðsson eft-
ir ítarlega skoðun í VAR.
Ísland: (4-4-2) Mark: Hannes Þór Hall-
dórsson. Vörn: Guðlaugur Victor Páls-
son, Kári Árnason (Sverrir Ingi Ingason
85), Ragnar Sigurðsson, Hörður Björg-
vin Magnússon. Miðja: Arnór Ingvi
Traustason, Aron Einar Gunnarsson,
Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guð-
mundsson (Rúnar Már Sigurjónsson
83). Sókn: Gylfi Þór Sigurðsson, Alfreð
Finnbogason (Kolbeinn Sigþórsson 75).
Rúmenía: (4-3-3) Mark: Ciprian Tat-
arusanu. Vörn: Cristian Manea, Mihai
Balasa, Andrei Burca, Mario Camora.
Miðja: Nicolae Stanciu (Alexandru Ci-
caldau 87), Alexandru Cretu, Alexandru
Maxim (Claudiu Keseru 80). Sókn:
Ciprian Deac (Gabriel Iancu 46), Denis
Alibec (George Puscas 46), Alexandru
Mitrita (Ianis Hagi 46).
Dómari: Damir Skomina – Slóveníu.
Áhorfendur: 60.
MM
Gylfi Þór Sigurðsson
Guðlaugur Victor Pálsson
M
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Aron Einar Gunnarsson
Arnór Ingvi Traustason
Alfreð Finnbogason
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 23.
og 24. mark fyrir A-landslið Íslands og
nálgast nú markametið. Það er 26 mörk
Eiður Smári Guðjohnsen og Kolbeinn
Sigþórsson eiga það í sameiningu.
Ragnar Sigurðsson lék sinn 95. lands-
leik en hann er annar leikjahæstur á eft-
ir Rúnari Kristinssyni (104) og á nú
möguleika á að ná 100. landsleiknum í
nóvember, ef hann spilar alla fimm leik-
ina sem Ísland á eftir á þessu ári.
Kári Árnason þurfti að fara af velli
skömmu fyrir leikslok vegna meiðsla og
Sverrir Ingi Ingason kom í hans stað.
Ólíklegt er að Kári verði tilbúinn í slag-
inn gegn Dönum á sunnudagskvöldið.
Aron Einar Gunnarsson lék sinn 88.
landsleik og jafnaði við Eið Smára Guð-
johnsen í 5.-6. sæti yfir leikjahæstu
landsliðsmenn Íslands. Birkir Bjarna-
son er á hælum þeirra í 7. sæti en hann
lék sinn 87. landsleik.
Hörður Björgvin Magnússon lék sinn
30. landsleik.