Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 GÆÐADEKKIN ÞÍN FÁST ÓDÝRARI HJÁ OKKUR! E N D U M H V E R T Á L A N D S E M E R M I K I Ð Ú R V A L A F V E T R A R D E K K J U M S F u n a h ö f ð a 6 , 1 1 0 R e y k j a v í k • N j a r ð a r b r a u t 1 1 , 2 6 0 R e y k j a n e s b æ r S í m i : 5 1 9 - 1 5 1 6 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jarðskjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesi í gær þótt úr henni drægi. Nokkrir skjálftar stærri en þrjú stig mældust í gær. Að sögn Veðurstofunnar var ekki hægt að úti- loka annan stóran skjálfta. Því er enn hætta á grjóthruni í bröttum hlíðum á svæðinu og á suðvesturhorninu. Grjóthrun varð við Djúpavatns- leið, Keili, Trölladyngju og Vatns- skarð í stóra skjálftanum í fyrradag. Þá eru vísbendingar um að sprungur við Krýsuvíkurbjarg hafi gliðnað. Áætlun um rýmingu er til Til eru áætlanir um hvernig rýma eigi hverfi á höfuðborgarsvæðinu og víðar ef þörf á því skapast t.d. vegna náttúruhamfara eða eldsvoða. Rým- ingaráætlun almannavarna fyrir höf- uðborgarsvæðið var gefin út 6. des- ember 2019. Tilgangurinn með gerð hennar var að forða fólki á höf- uðborgarsvæðinu úr varhugaverðum aðstæðum og flytja það annað. Jón Viðar Matthíasson, fram- kvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgar- svæðisins, segir að þótt gerðar séu sjálfstæðar rým- ingaráætlanir fyrir mismunandi svæði þá sé sam- vinna á milli svæðanna. „Segjum sem svo að það sé sett upp fjöldahjálp- arstöð fyrir okkar svæði og eitthvað gerist á Suðurnesjum, þá er hægt að opna þá fjöldahjálparstöð fyrir þeim,“ segir Jón Viðar. Hann segir að á þetta hafi reynt fyrr á þessu ári þegar mikil jarðskjálftahrina og landris var við Grindavík. „Aðgerða- stjórn höfuðborgarsvæðisins var bú- in að ákveða að opna fjöldahjálp- arstöð ef flytja þyrfti íbúa Grindavíkur brott. Þá var Covid- faraldurinn byrjaður og því ekki mjög sniðugt að senda alla á einn stað. Því var búið að ákveða að opna íþróttahúsið Kórinn og hólfa hann niður þannig að öllum hópnum yrði ekki blandað saman. Það kom til greina að dreifa fólkinu á fleiri staði til að draga úr líkum á hópsmiti. Sem betur fer reyndi aldrei á þetta,“ segir Jón Viðar. Mestar líkur eru taldar á því að grípa þurfi til rýmingar á höfuðborg- arsvæðinu vegna stórs eldsvoða en einnig gæti komið til þess vegna náttúruhamfara og fleiri ástæðna. Eldvirk svæði eru í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins og má benda á Reykjanesskagann í því sambandi. Jón Viðar segir að við hönnun gatna og vega sé miðað við að það séu minnst tvær flóttaleiðir út úr hverju hverfi og kveðið á um það í skipulagsskilmálum. Gerðar hafa verið áætlanir um hvernig eigi að rýma hvert hverfi svo fólk eigi greið- an aðgang að fjöldahjálparstöð. Sérstakt tillit er tekið til ferða- manna í rýmingaráætluninni enda gátu þeir tvöfaldað íbúafjöldann á höfuðborgarsvæðinu yfir sumartím- ann þegar ferðaþjónustan stóð sem hæst. Jón Viðar segir að þeirra vegna hafi verið skilgreindir þekktir söfnunarstaðir eins og Harpa og verslunarkjarnar þar sem ferða- menn áttu að safnast saman. Þaðan er svo hægt að flytja þá annað. Ljósmynd/Óskar Sævarsson Hrunhætta Grjót hrundi víða niður brattar hlíðar í skjálftanum. Varað er við áframhaldandi hættu á grjóthruni. Jarðskjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesi í gær  Rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið liggur fyrir Jón Viðar Matthíasson Andrés Magnússon andres@mbl.is Svíþjóð varð á þriðjudag enn eitt landið til þess að setja Kínverjum stólinn fyrir dyrnar að fjarskipta- kerfum sínum. Þá kvað fjarskipta- stofnunin í Svíþjóð upp úr um að kín- versku fyrirtækin Huawei og ZTE mættu ekki leggja til tæki í hið nýja 5G-fjarskiptanet landsins, en upp- boð á tíðnisviðum þess fer fram í næsta mánuði. Þá hefur sænskum fjarskiptafyrirtækum verið gert að fjarlægja tækjabúnað frá þessum fyrirtækjum, sem fyrir er í fjar- skiptainnviðum, fyrir árið 2025. Fjarskiptaeftirlitið ráðfærði sig bæði við herinn og öryggislögreglu Svíþjóðar (Säpo), en Klas Friberg, yfirmaður hennar, var ómyrkur í máli: „Kína er ein mesta ógn, sem vofir yfir Svíþjóð,“ og bætti við að Kínverjar styrktu efnahagslega og hernaðarlega stöðu sína með „víð- tækri njósnastarfsemi og þjófnaði á tækni, rannsóknum og þróun. Það þyrftu Svíar að hafa hugfast við upp- byggingu 5G. Við megum ekki tefla öryggi Svíþjóðar í tvísýnu“. Áður hafa vestræn lönd á borð við Bandaríkin, Ástralíu, Bretland, Frakkland, Ítalíu og fleiri sett skorð- ur við því að Huawei og ZTE komi að uppbyggingu og rekstri hinna nýju 5G-fjarskiptakerfa. Þar hefur verið vísað til ríkra öryggishagsmuna, vegna ótta við njósnir og að svo mik- ilvægir innviðir séu á valdi alræðis- ríkis. Hagsmunir í húfi Ólíkt öðrum löndum, sem lagt hafa bann á Huawei og ZTE, eiga Svíar beinna hagsmuna að gæta. Sænski tæknirisinn Ericsson er einn helsti keppinautur þeirra í 5G-kerfum og hinum megin finnsku landamæranna er Nokia, sem einnig stendur fram- arlega á þessu sviði.Nú þegar hefur Ericsson náð fimm stórum sölu- samningum, beinlínis vegna banns- ins í öðrum ríkjum, en á móti kemur auðvitað að sennilega er útibú þess í Kína búið spil. Kínverjar hafa í hótunum Kínverjar hafa brugðist mjög hart við og hafna öllum ásökunum og segja áhyggjur af öryggi fjarskipta- kerfis yfirvarp til að grafa undan árangri kínverskra fyrirtækja á því sviði og gagnstæðar eðlilegum við- skiptahagsmunum. Þar að baki búi ekkert annað en ósvífin tilraun til þess að hygla vestrænum fyrirtækj- um á kostnað hinna kínversku. Utanríkisráðuneyti Kína sagði að það væri afar óánægt með ákvörðun Svía og sakaði ríkisstjórn Svíþjóðar um „blygðunarlausa bælingu á kín- verskum fjarskiptafyrirtækjum“ og að með því yrði „eðlileg viðskipta- samvinna“ fyrir barðinu á óeðlileg- um stjórnmálaafskiptum. Zhao Lijian, talsmaður utanríkis- ráðuneytisins, hvatti Svía til þess að „leiðrétta þessa röngu ákvörðun“ til að koma í veg fyrir „neikvæðar af- leiðingar á efnahags- og viðskipta- samvinnu Kína og Svíþjóðar, og á starfsemi sænskra fyrirtækja í Kína“. Hótanirnar verða ekki miklu ber- orðari en það, en Svíar eiga þar vita- skuld verulegra hagsmuna að gæta, sem stefnt gæti verið í voða. Svíar hvergi bangnir Svíar virðast þó ekki hafa miklar áhyggjur af afleiðingunum í Peking. Þvert á móti hefur vakið eftirtekt hversu opinskáir, að ekki sé sagt herskáir, þeir hafa verið í yfirlýsing- um. Sænskum yfirvöldum hefði verið í lófa lagið að greina frá ákvörðun- inni með hófstilltum hætti, en þvert á móti var tækifærið notað til þess að fordæma njósnastarfsemi Kínverja og skipulegan hugverkastuld. Og síðan bætt um betur með því að setja Kína í fremstu röð ógna við sænskt þjóðaröryggi. Þar inn í kunna að blandast aðrar ástæður eins og langvinn deila Svía við Kínverja vegna afdrifa Gui Minhai, sænsks ríkisborgara af kín- verskum uppruna, sem hvarf í Taí- landi árið 2015 en skaut svo upp koll- inum í varðhaldi í Kína. Svíarnir skella símanum á Kínverja  Kína sagt helsta ógnin við þjóðaröryggi Svía  Kínversku fyrirtækjunum Huawei og ZTE bannað að koma að uppbyggingu 5G í Svíþjóð  Kínversk stjórnvöld hóta „neikvæðum afleiðingum“ á móti AFP Sími Huawei mætir lokuðum dyrum vegna tengsla við kínversk stjórrnvöld. Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Alls greindust 45 ný smit kórónu- veiru innanlands á þriðjudag og af þeim voru 24 utan sóttkvíar við sýnatöku. Sóttvarnalæknir telur að hertar aðgerðir séu farnar að skila árangri. Fólki í einangrun hefur fækkað í flestum aldurshópum. Jafnframt fækkar þeim sem eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19, í gær voru þeir 23 en 25 á þriðjudag. Enn eru þrír í gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél. „Nú þurfa allir að halda áfram,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir í samtali við blaðamann þeg- ar tölurnar höfðu verið kynntar í gærmorgun. Faraldrinum ekki lokið Þórólfur sagði að þrátt fyrir að meirihluti þeirra sem greindust á þriðjudag hefði verið utan sóttkvíar væri ekki ástæða til að túlka dag- legar sveiflur. „Undanfarna daga hafa um 70% smitaðra verið í sóttkví við grein- ingu,“ sagði Þórólfur og bætti við að þetta virtist allt stefna í ágætisátt. Hann sagði hertar aðgerðir farn- ar að skila árangri en þó gætum við alltaf búist við að sjá litlar hópsýk- ingar. „Ég þakka samstöðu allra,“ sagði Þórólfur og hélt áfram: „Þetta er ekki búið og það þarf út- hald. Við getum farið að slaka á ýmsum aðgerðum þegar þetta er gengið niður en fólk þarf áfram að huga að sínum einstaklingsbundnu sóttvörnum, forðast mannmergð og sameiginlega snertifleti.“ „Nú þurfa allir að halda áfram“  Stefnir í ágætisátt, að sögn Þórólfs Kórónu- veirusmit Heimild: covid.is Nýgengi innanlands 20. október: 266,2 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 23 eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu 2.531 einstaklingar eru í sóttkví 1.206 eru með virkt smit og í einangrun Nýgengi, landamæri: 21,8 45 ný inn an lands smit greindust 20. október 11 einstaklingar eru látnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.