Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ Stjórnarskrárfélagið hefur staðiðfyrir samfelldri baráttu um langa hríð, augljóslega með tals- verðum tilkostnaði en að auki með því að mála áróður á eignir annarra og valda öðrum þann- ig kostnaði einnig. Ekki er vitað hvernig þessi und- arlegi félagsskap- ur fjármagnar bar- áttu sína enda verður ekki séð að hann fylgi lögum um fjármál stjórn- málaflokka þó að hann stundi stjórnmálabaráttu.    Og það er ekki aðeins að fé-lagsskapurinn stundi stjórn- málabaráttu, hann ber sig saman við stjórnmálaflokkana eins og lesa mátti á mbl.is og Morgunblaðinu þar sem formaður félagsins, Katrín Oddsdóttir, svaraði spurningu um það hvort undirskriftir frá 17% landsmanna gætu talist mikill stuðningur við málstaðinn, „nýju stjórnarskrána“.    Katrín sagði: „Þetta er bara und-irskriftasöfnun og þetta hlut- fall kjósenda er hærra en allir flokkar eru með á Alþingi nema Sjálfstæðisflokkurinn.“    Þetta er umhugsunarverður sam-anburður hjá Katrínu, en felur hann í sér að hún telji að ef að Sjálf- stæðisflokkurinn krefjist breytinga á stjórnarskránni þá skuli þjóðin henda lýðveldisstjórnarskránni og taka upp stjórnarskrá Sjálfstæð- isflokksins?    Og hlýtur hún þá ekki líka aðdraga þá ályktun að vilji Sjálf- stæðisflokkurinn ekki kollvarpa stjórnarskrá landsins þá eigi að hlusta á hann fremur en Stjórnar- skrárfélagið? Katrín Oddsdóttir Furðuleg sjónarmið undarlegs félags STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Á dögunum mátti sjá myndarlegan saltbing á Hval- eyrarbakka í Hafnarfjarðarhöfn. Hér reyndist vera um að ræða salt sem dreift verður á götur Reykja- víkur í vetur, allt eftir þörfum. Flutningaskipið Karen flutti saltið frá Túnis. Það kostar sveitarfélögin í landinu háar fjár- hæðir að halda götum akfærum á veturna. Til við- bótar kostnaði við snjómokstur þarf að kaupa salt til að bera á götur og gangstéttir fyrir milljónatugi. Reykjavíkurborg bauð í sumar út saltkaup fyrir veturinn 2020-2021 og bárust þrjú tilboð. Marlýsi ehf. bauð lægst, 92,7 milljónir króna, og var því til- boði tekið. Litlu munaði á því og næstlægsta boð- inu sem var frá Saltkaupum ehf., 93,4 milljónir. Kostnaðaráætlun var 132 milljónir, svo Reykjavík- urborg sparaði sér 40 milljónir með þessu útboði. Frá Hafnarfirði er götusaltið flutt í geymslur borgarinnar á Þórðarhöfða þar sem það bíður þess að veturinn gangi í garð. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er misjafnt hve mikil salt- notkunin er ár frá ári. Það fer vissulega eftir því hve snjóþungurinn veturinn er. Frá aldamótum hefur saltnotkun á ári verið á bilinu 2.000 til 10.000 tonn. Meðaltalið er tæp 6 þús. tonn á ári á þessu tímabili. Mest var saltnotkunin veturinn 2014-2015, eða 9.925 tonn. Minnst var hún veturinn 2010-2011, eða tvö þúsund tonn. Reykjavíkurborg notaði síð- asta vetur rúmlega 7,7 tonn af salti. sisi@mbl.is Götusaltið kostar 93 milljónir Morgunblaðið/sisi Saltbingur Götusaltið komið á land í Hafnarfirði. „Það er mikil eftirspurn og við höf- um aldrei séð annað eins,“ sagði Ósk- ar Reykdalsson, forstjóri Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins, um bólusetningar gegn árlegri inflú- enslu. „Það er nokkuð ljóst að bólu- efnið mun ekki duga fyrir alla sem við þurfum að bólusetja.“ Reynt er að for- gangsraða þeim sem fá bólusetn- ingu á heilsu- gæslustöðvunum samkvæmt til- mælum sótt- varnalæknis um forgangshópa. Óskar segir að keypt hafi verið eins mikið af bóluefni og hægt var að fá. Bóluefninu var svo dreift á heilsu- gæslustöðvarnar fimmtán eftir því sem þær báðu um. „Við gerum okkar besta til að ná áhættuhópunum. Við erum enn að dreifa og vonandi tekst okkur að bólusetja alla sem hafa ver- ið bókaðir í bólusetningu,“ segir Óskar. Starfsmenn heilsugæslunnar vona að það verði lítil inflúensa í vetur. Fái fólk flensu þá eru til lyf gegn henni, að sögn Óskars. Hann segir engu að síður mikilvægt að bólusetja viðkvæma hópa því þeir geti orðið svo alvarlga veikir. Varnir gegn kór- ónuveiru eins og handþvottur, spritt- un og grímunotkun vinna líka gegn inflúensu. Óskar segir að þar sem inflúensa er farin að stinga sér niður og grímunotkun er mikil sé minna um inflúensusmit en endranær. Að sögn Embættis landlæknis er bóluefninu dreift samkvæmt dreif- ingarlista síðasta árs og er reiknað með því að það fari allt. Ekki er hægt að útvega meira en þá 75.000 skammta sem komu til landsins. Flensusprautan er mjög eftirsótt  Óvíst er að bóluefnið muni duga Morgunblaðið/Hari Bólusetning Lögð er áhersla á að bólusetja fyrst forgangshópana. Óskar Reykdalsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.