Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020
Nýbýlavegur 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
LEIKFÖNG
úr tré og silki
bambus.is
Ný og
endurbætt
netverslun
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Færri beiðnir um innlögn í vímu-
efnameðferð hafa borist SÁÁ í ár
miðað fyrri ár og sömuleiðis koma
fertugir og yngri síður í meðferð en
verið hefur. Þetta
sýna nýjustu töl-
ur um þróun í
starfsemi sam-
takanna síðustu
misseri. „Mynstr-
ið í starfsemi okk-
ar að undanförnu
hefur um margt
verið óvenjulegt
og auðvitað hefur
Covid-19 þar
mikil áhrif,“ segir
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir
SÁÁ, í samtali við Morgunblaðið.
Vegna sóttvarna varð SÁÁ til
dæmis að hætta við söluna á Álfinum
í maí, en ágóðinn af henni hefur ver-
ið stór hluti þess 250 millj. kr. sjálfs-
aflafjár sem greitt er beint inn í heil-
brigðisrekstur SÁÁ. Þegar sá
veruleiki lá fyrir var strax ákveðið
að draga saman seglin í meðferð-
arstarfi og spara 125 milljónir kr.
Úr 60 sjúkrarúmum í 40
„Starf okkar hefur alltaf verið að
talsverðum hluta fjármagnað með
sjálfsaflafé og þegar mikilvægir
þættir í því detta út þarf að bregðast
við,“ segir Valgerður. Þannig var að-
haldsáætlun um 50 sjúklinga í með-
ferð á Vogi á hverjum tíma, en
sjúkrarúmin þar eru alls 60. Varnir
gegn kórónuveirunni koma hér einn-
ig til, og enn þá færri sjúklingar eða
um 40 eru nú mögulegir í einu á
mestu sóttvarnatímabilunum. Þann-
ig er til dæmis auðveldara að halda
fjarlægðarmörk.
„Við höfum svo verið að efla
göngudeildarþjónustu okkar, svo
sem grunnmeðferð fyrir sjúklinga
og eins námskeið fyrir foreldra og
aðstandendur. Þessi þjónusta liggur
hins vegar í láginni sem sakir standa
vegna veirunnar, en fjarþjónustu
haldið úti,“ segir Valgerður.
Síðastliðin þrjú ár hafa beiðnir um
innlagnir á Vog verið á bilinu 3.300-
3.400 á ári. Í ár bregður hins vegar
svo við að þær eru umtalsvert færri
og verða 2.735 í ár, verði takturinn í
innsendingu beiðna svipaður og ver-
ið hefur síðustu mánuði.
Minni þörf ungs fólks
eftir meðferð hugsanleg
„Ég læt mér detta í hug að nú, á
þessum undarlegu tímum þegar
heimurinn er nánast í biðstöðu, bíði
fólk hreinlega með að leita sér að-
stoðar til dæmis vegna vímuefna-
vanda. Einnig má velta því fyrir sér
hvort aðgerðir stjórnvalda til þess
að draga úr smitum með færri
skemmtunum og samkomubanni
dragi úr neyslu vímuefna. Hugs-
anlega er minni þörf á meðferð með-
al yngra fólks,“ segir Valgerður. Á
hinn bóginn nefnir hún svo að fólki
fertugu og eldra sem komi í meðferð
á Vogi sé að fjölga – og þá umtals-
vert þeim sem eru í kringum sjö-
tugsaldurinn.
„Við aðstæður nú, þegar margir
fara ekki á sinn hefðbundna vinnu-
stað, er hugsanlegt að fleiri drekki
heima og geti þannig falið vanda
sinn. Ýmsar vísbendingar eru um að
heimadrykkja færist í vöxt um þess-
ar mundir,“ segir yfirlæknir SÁÁ.
Eldri og færri fara í meðferð
Breytt mynstur hjá SÁÁ Færri beiðnir um innlögn í ár en áður Sparn-
aður og aðgerðir vegna smitvarna Vísbendingar um meiri heimadrykkju
Morgunblaðið/Eggert
Vogur Hægt er að taka við 60 sjúklingum en margra aðstæðna vegna dveljast þar aðeins 40 manns nú um stundir.
Valgerður
Rúnarsdóttir
Kolbrún Baldurs-
dóttir, borgar-
fulltrúi Flokks
fólksins, gagn-
rýndi í samtali við
mbl.is í gær að
skipaður hefði
verið vinnuhópur
hjá Reykjavíkur-
borg til þess að
endurskoða um-
gjörð í kringum
sérkennslu barna í grunn- og leik-
skólum. Kolbrún telur að nauðsyn-
legt hefði verið að fela innri endur-
skoðun borgarinnar að gera heildar-
úttekt á málaflokknum, enda væri
hann slíkur að vöxtum að vinnuhóp-
ur gæti ólíklega náð utan um hann.
„Það eru hundruð svona hópa í
borginni og ég hef sjálf ekki nógu
góða reynslu af mörgum þeirra.“
Um 30% nemenda eru að jafnaði í
sérkennslu, en 26% árið 2011.
Ekki nóg
að skipa
vinnuhóp
Kolbrún
Baldursdóttir
Innri endurskoðun
athugi sérkennslu
Víkurfréttir
framleiddu
Sjónvarp Víkurfrétta framleiddi
þáttaröðina „Suður með sjó“ í níu
þáttum í fyrra en ekki Sjónvarp
Símans eins og ranglega kom fram í
Morgunblaðinu í gær. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
LEIÐRÉTT