Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 13

Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 Komdu í BÍLÓ! M.BENZ C 300e 4matic Nýskráður 01/2020, ekinn 11 þ.km, bensín og rafmagn (plug in hybrid, drægni 50 km), sjálfskiptur. Fjórhjóladrifinn (4matic) AMG line innan og utan. Stafræntmælaborð, leiðsögukerfi, 19“ álfelgur o.fl. Raðnúmer 251806 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is – ALLTAF VIÐ SÍMANN 771 8900 – A G Barnier á leið til Lundúna  Viðræður Breta og Evrópusambandsins hefjast á ný  ESB tilbúið að gefa eftir Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Bresk stjórnvöld tilkynntu í gær að fríverslunar- viðræður Bretlands og Evrópusambandsins myndu hefjast að nýju í dag, eftir að Michel Bar- nier, aðalsamningamaður sambandsins, gaf til kynna að Evrópusambandið væri tilbúið til þess að gera málamiðlanir á samningsafstöðu sinni. Von er á Barnier til Lundúna, höfuðborgar Bretlands, í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði ljóst að enn væri mikið sem stæði út af borð- inu þegar kæmi að helstu ásteytingarsteinunum, en að Bretar væru reiðubúnir til þess að kanna hvort ekki væri hægt að finna málamiðlanir á milli. Fyrr um daginn hafði Barnier ávarpað fund Evrópuþingsins í Brussel, og lýst þar yfir samn- ingsvilja sínum og sambandsins. „Ég tel að sam- komulag sé innan seilingar okkar, ef við erum reiðubúin báðum megin borðsins að vinna á upp- byggilegan hátt og í anda málamiðlana,“ sagði Barnier meðal annars. Samkvæmt heimildum breska blaðsins Daily Telegraph hafði Barnier heitið því í samtölum sín- um við David Frost, aðalsamningamann Breta, að hægt yrði að ræða hinn lagalega texta sem yrði í endanlegri gerð samninganna ásamt öðrum hlut- um sem Evrópusambandið hefur verið ófáanlegt til að ræða, fyrr en búið væri að semja um aðgang að fiskveiðiauðlindum Breta, sem og þátttöku Breta í regluverki sambandsins um ríkisaðstoð. Bresk stjórnvöld hafa hins vegar ekki fallist á það, og því hefur lítill árangur sést af viðræðunum, allt þar til að breska ríkisstjórnin lýsti því yfir fyr- ir helgi að tilgangslaust væri að halda þeim áfram nema Evrópusambandið slægi af kröfum sínum. Norðmenn framlengja hjá sér Þá tilkynntu norsk stjórnvöld í gær að þau hefðu náð samkomulagi við Breta um tímabundn- ar fríverslunarráðstafanir sem nái fram yfir næstu áramót. Er samkomulaginu ætlað að brúa bilið milli 1. janúar 2021, þegar undanþágutíma Breta lýkur, og þar til samið verður nokkrum mánuðum síðar. Í tilkynningu norska viðskiptaráðuneytisins er tekið fram að hafa þurfi í huga að samkomulagið sé fremur lítið í sniðum og tímabundið, en það byggir á svipuðu samkomulagi, sem gert var í apr- íl 2019, en Íslendingar áttu þar einnig hlut að. AFP Brexit Michel Barnier (fyrir miðju) ræðir við Charles Michel, forseta leiðtogaráðsins, og Maros Sefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnarinnar. Jean-Francois Ricard, saksóknari Frakklands í hryðjuverkamálum, greindi frá því í gær að tveir af nemendum Samuels Paty, sögu- kennarans sem var afhöfðaður í nágrenni Parísar í síðustu viku, hefðu þegið um 350 evrur fyrir að benda morðingjanum á hver Paty væri. Paty hafði sýnt nemendum sín- um umdeildar teikningar af Mú- hameð spámanni, og orðið skot- spónn hatursherferðar á netinu. Hinn 18 ára gamli Abdullakh Anzorov, sem nýverið hafði fengið dvalarleyfi í Frakklandi, ákvað því að myrða Paty. Sagði Ricard að Anzorov hefði sagt við nemendurna að hann ætlaði sér að „niðurlægja og slá“ kennarann, og neyða hann til að biðjast afsökunar. Biðu nem- endurnir tveir eftir Paty ásamt Anzorov í meira en tvo klukkutíma. Ricard sagði að nemendurnir, sem eru 14 og 15 ára, yrðu ákærðir fyrir að hafa aðstoðað Anzorov við morðið á Paty, en alls hafa sjö manns verið ákærðir fyrir samsæri um að fremja morð. Þáðu 350 evrur fyrir aðstoðina  Tveir ákærðir fyr- ir aðild að morðinu AFP Blómsveigar Þjóðarsorg hefur ríkt í Frakklandi eftir morðið á Paty. Frans páfi lýsir því yfir í nýrri heimildarmynd, sem frumsýnd var á kvik- myndahátíðinni í Róm í gær að hann styðji rétt samkynhneigðra para til þess að „tilheyra fjöl- skyldu“. Þar á meðal sé réttur þeirra til þess að ganga í staðfesta sambúð, sem var- in sé með lögum. Páfinn mun þó enn vera þeirrar skoðunar að hjónaband geti ein- göngu verið á milli karls og konu. Styður rétt til stað- festrar sambúðar PÁFAGARÐUR Frans páfi Óeirðir blossuðu upp í Lagos, höfuðborg Níger- íu, í gær, en róstusamt hefur verið í landinu und- anfarnar tvær vikur vegna frétta af lögreglu- ofbeldi sérsveitar lögreglunnar. Kveikjan að óeirðunum voru þau tíðindi að minnst tólf hefðu látist eftir að nígerískar örygg- issveitir hófu skothríð á mannfjölda, sem var við friðsöm mótmæli við Lekki-torg. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, kallaði í gær eftir því að lögreglan í Nígeríu léti af lögregluofbeldi og öðrum brot- um og að stjórnvöld sæktu þá sem bæru ábyrgð á morðunum til saka. Yfirherstjórn Nígeríu neit- aði að tjá sig um atvikið, en kallaði fréttaflutning af því „falsfréttir“. Óeirðir eftir að skotið var á mótmælendur AFP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.