Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Breska rík-isstjórninlýsti því
yfir fyrir helgi að
fríverslunarvið-
ræður Breta við
Evrópusam-
bandið væru í raun komnar á
endastöð, og að tilgangs-
laust væri að halda þeim
áfram nema sambandið
gerði grundvallarbreytingu
á nálgun sinni til viðræðn-
anna. Kom yfirlýsingin í
kjölfar þess, að tímafrestur
sá sem Boris Johnson, for-
sætisráðherra Breta, gaf
sambandinu fyrr í sumar til
15. október leið án nokkurra
viðbragða.
Þrátt fyrir að yfirlýsing
Breta hafi verið nokkuð af-
dráttarlaus vildu þó hvorki
þeir né Evrópusambandið
ganga svo langt að lýsa því
yfir að viðræðunum væri al-
farið slitið. Þess í stað hafa
fulltrúar hvorra tveggja
ræðst við símleiðis í þeirri
von að einhver flötur finnist
sem hægt verði að nýta til
þess að höggva á þennan
hnút. Michael Gove, ráð-
herra og forvígismaður í
breska Íhaldsflokknum, orð-
aði það svo að dyrunum hefði
ekki verið lokað, heldur ein-
ungis hallað aftur.
Það sem helst leiddi til
þessarar pattstöðu var þver-
móðska Evrópusambands-
ins, sem gerði það að ófrá-
víkjanlegri kröfu, að samið
yrði fyrst um fiskveiðirétt-
indi og svo um þátttöku
Breta í samkeppnisreglum
sambandsins um ríkisaðstoð,
en hvort tveggja var boðið
fram á þann hátt, að í raun
yrði sem Bretar hefðu aldrei
yfirgefið sambandið.
Bresk stjórnvöld gátu
skiljanlega engan veginn
fallist á það, og því var við-
ræðunum í raun sjálfhætt,
þar til Michel Barnier, aðal-
samningamaður Evrópu-
sambandsins, ákvað loks í
gær að bjóða Bretum það að
hægt yrði að ræða aðra hluti
væntanlegs samkomulags.
Og hann tók sérstaklega
fram að viðræðurnar færu
fram á milli tveggja full-
valda aðila, sem kann að
hafa orðið til þess að frá
Downingstræti bárust þau
skilaboð að ræðan hefði ver-
ið mikilvæg. Þeir sem utan
Brussel standa hljóta þó að
furða sig á að taka þurfi
fram að Bretland sé full-
valda ríki og segir það sitt
um Evrópusam-
bandið og afstöðu
þess til aðildar-
ríkjanna.
Það er svo
áleitin spurning
hver staða við-
ræðnanna væri nú, ef þetta
hefði verið viðurkennt frá
upphafi, en ljóst hefur verið
í marga mánuði að tíminn til
samninga væri ekki óþrjót-
andi.
Augljóst er að án hótunar
Breta um að slíta viðræðun-
um alfarið hefði Evrópusam-
bandið aldrei opnað á það að
viðræðurnar gætu mögulega
farið fram eins og á milli
fullvalda aðila. Það þýðir þó
ekki að menn standi neinu
nær en áður hvað varðar
lausn á þeim tveimur ásteyt-
ingarsteinum sem nú hafa
tafið þetta mikilvæga ferli
um allt að tíu mánuði. Hitt
er svo ljóst að lítið má út af
bregða næstu tvær vikurnar
eða svo, ef samkomulag á að
nást í tæka tíð til þess að
Evrópusambandsríkin geti
staðfest það samkomulag
sem næst áður en áramótin
renna upp og undanþágur
Breta renna út. Þar á bæ
virðist það hins vegar vera
reglan frekar en undantekn-
ing að allt er skilið eftir til
síðustu stundar. Næturfund-
irnir hljóta að vera notalegir
í Brussel.
Þessi staða getur einnig
haft áhrif hér á landi. Í
Morgunblaðinu á mánudag-
inn var rætt við Guðlaug Þór
Þórðarson utanríkisráð-
herra, en hann benti á að
viðræður Íslands, Noregs og
Lichtensteins við Bretland
héldu áfram og tengdust í
raun viðræðum sambandsins
og Breta lítið. Á vissum svið-
um væri þó betra að Bretar
og ESB semdu fyrst, og svo
myndu EFTA-ríkin þrjú
fylgja á eftir. Engu að síður
hefði nálgun Íslendinga og
hinna þjóðanna frá upphafi
verið sú, að viðræður Breta
við ESB gætu siglt í strand.
Þetta er brýnt hagsmuna-
mál fyrir Ísland, enda eru
Bretar næststærsta við-
skiptaþjóð okkar, og mikill
samgangur á milli þjóðanna
tveggja. Það þarf því áfram
að fylgja því eftir að áhrifin
af handarbaksvinnubrögðum
og þvingunaraðgerðum Evr-
ópusambandsins í Brexit-
viðræðunum verði sem allra
minnst á viðskiptahagsmuni
okkar.
Þráðurinn hefur
verið tekinn upp
að nýju í viðræðum
um Brexit}
Dyrnar opnaðar á nýjan
leik, en dugar það?
H
inn 6. nóvember boða ég til heil-
brigðisþings 2020. Umfjöll-
unarefni þingsins í ár er mönn-
un og menntun í
heilbrigðisþjónustunni með
áherslu á nýsköpun. Þetta er þriðja heilbrigð-
isþingið sem ég efni til og í ljósi aðstæðna verð-
ur þingið rafrænt. Það fer fram 6. nóvember
kl. 8.30-12.30 og hægt er að skrá sig á þingið á
heimasíðu Heilbrigðisþings, þar sem einnig er
að finna dagskrá þingsins og nánari upplýs-
ingar.
Á fyrsta heilbrigðisþinginu sem haldið var
árið 2018 var lagður grunnur að þingsályktun
um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 sem sam-
þykkt var á Alþingi í júní 2019. Á grundvelli
heilbrigðisstefnunnar var heilbrigðisþingið
2019 helgað siðferðilegum gildum og forgangs-
röðun í heilbrigðisþjónustu og var liður í gerð þingsálykt-
unartillögu um þessi mál sem var samþykkt sem ályktun
Alþingis 9. júní síðastliðinn.
Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er sérstaklega fjallað
um mönnun heilbrigðisþjónustunnar. Mönnunin er al-
þjóðleg áskorun þar sem samkeppni um mannauð er vax-
andi og eftirspurn eftir íslensku heilbrigðisstarfsfólki til
starfa erlendis mikil. Nauðsynlegt er að fjárfesta stöðugt í
menntun og þjálfun heilbrigðisstarfsfólks. Einnig er bent
á að áskoranir framtíðarinnar muni krefjast nýsköpunar,
jafnt í þróun tækni og vinnubrögðum starfsfólks í heil-
brigðisþjónustunni. Því skipti m.a. miklu máli að stjórn-
sýsla og lagaumgjörð heilbrigðismála veiti
nægilegt svigrúm til þróunar og nýsköpunar.
Heilbrigðisþingið í ár verður haldið við
óvenjulegar aðstæður á tímum Covid-19-
farsóttarinnar. Farsóttin hefur þegar leitt í
ljós að öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er ein af
grundvallarforsendum þess að þjóðir geti tek-
ist á við slíkar fordæmalausar aðstæður. Hér á
landi höfum við vel menntað heilbrigðisstarfs-
fólk sem staðið hefur í framlínunni, mikil þekk-
ing og nýjar lausnir hafa orðið til og sá lær-
dómur sem af þessu ástandi hefur hlotist mun
vafalaust nýtast heilbrigðiskerfinu til fram-
tíðar. En við verðum að tryggja meðvitað að
lærdómarnir gleymist ekki þegar baráttunni
við faraldurinn er lokið, og íhuga vel hvernig
við getum nýtt reynsluna til að efla bæði
mönnun og menntun innan heilbrigðiskerfisins
til framtíðar.
Við þurfum að styrkja og efla menntun heilbrigðis-
starfsfólks, bæta starfsumhverfi þess, vinna að tryggri
mönnun heilbrigðiskerfisins til framtíðar og efla vísindi
og nýsköpun, og í ljósi heimsfaraldurs og áhrifa faraldurs-
ins þurfum við mögulega að nálgast það markmið með
nýjum leiðum. Um þetta fjallar heilbrigðisþingið 2020 og
ég stefni að því að afrakstur þingsins verði grunnur að
þingsályktunartillögu til Alþingis um þessi mikilvægu
mál.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Heilbrigðisþing 6. nóvember
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Heildarfjöldi mála semkomu til meðferðar hjáákæruvaldinu á árinu2019 jókst um 40% frá
árinu á undan. Sigríður Friðjóns-
dóttir ríkissaksóknari gefur þær
skýringar að allt haldist í hendur,
fjölgun á kærum til lögreglu leiði til
fleiri mála hjá ákæruvaldinu, sem
þýði að fleiri niðurfellingar eru
kærðar til ríkissaksóknara, og fleiri
ákæra og þar með fleiri mála í dómi
og þar fram eftir götunum.
Tölur um fjölda mála og ákæra
og fleiri þætti koma fram í árs-
skýrslu ríkissaksóknara fyrir árið
2019 og hluti er tekinn upp í með-
fylgjandi graf.
Alls sættu 2.764 einstaklingar
ákæru. Mikill meirihluti þeirra er
karlmenn og fjölmennustu hóparnir
eru á þrítugs- og fertugsaldri.
Flokkað eftir ríkisfangi eru Pólverj-
ar og Litháar fjölmennastir, fyrir ut-
an Íslendinga. Út frá þessu má segja
að hinn dæmigerði afbrotamaður sé
íslenskur karlmaður á þrítugsaldri.
Lásu 1.864 héraðsdóma
Ríkissaksóknari hefur eftirlits-,
kæru- og samræmingarhlutverk.
Stærstu einstöku málaflokkar við
embættið eru meðferð mála og mál-
flutningur á áfrýjunarstigi fyrir
Landsrétti og Hæstarétti sem og af-
greiðsla kærumála vegna ákvarðana
lögreglustjóra og héraðssaksóknara
um að hætta rannsókn, fella mál nið-
ur eða falla frá saksókn.
Ríkissaksóknari hefur eftirlit
með framkvæmd ákæruvalds hjá
ákærendum á lægra stigi, það er að
segja héraðssaksóknara og níu lög-
reglustjórum. Eftirlitið felst meðal
annars í yfirlestri allra uppkveðinna
héraðsdóma, viðurlagaákvarðana og
lögreglustjórasekta og meðferð
kærumála vegna ákvarðana lög-
reglustjóra og héraðssaksóknara. Á
árinu 2019 bárust embættinu 1.864
héraðsdómar til yfirlestrar.
Málum hjá ákæru-
valdi fjölgaði um 40%
Fjöldi mála 2015-2019
Af 9.626 málum árið 2019:
Fjöldi eftir embættum 2019
Lögreglustjórar
Höfuðborgarsvæðið
Vesturland
Vestfi rðir
Norðurland vestra
Norðurland eystra
Austurland
Suðurland
Vestmannaeyjar
Suðurnes
Héraðssaksóknari
Samtals
Fjöldi mála
5.692
327
57
182
536
72
439
181
1.016
1.124
9.626
Fjöldi ákærðra eftir aldri 2019
Fjöldi eftir ríkisfangi (8 helstu)
Fjöldi ákærðra árið 2019
Ísland 2.076
Pólland 201
Litháen 101
Albanía 56
Lettland 32
Rúmenía 28
Bretland 22
Bandaríkin 18
Mál hjá ríkissaksóknara
1.000
750
500
250
0
2015 2016 2017 2018 2019
500
400
300
200
100
0
20-24 ára 25-29 ára 30-34 ára 35-39 ára
Einstaklingar 164
Dagar í gæslu 11.649
11%Ákærur í 8.164 málum af 9.626, eða 85%
Ákærur Fallið frá saksókn Niðurfelld Ákærufrestun
4%
487
18%
480
18%
421
15%
362
13%
12 fyrirtæki
2.784 einstaklingar
Karl, 83%
Kona, 17%
2.784
Heimild: Ársskýrsla ríkissak-
sóknara 2019
Gæsluvarðhald
Meðaldagafjöldi 71
Lengsta gæsla 358
5.111
6.777
6.265
6.872
9.626
Fjöldi daga
„Ég er ágætlega sátt við stöðu/
afgreiðslu mála hjá ríkis-
saksóknara í árslok 2019 en með
hliðsjón af þessari þróun er ljóst
að fjölga þarf starfsfólki við
embættið hið fyrsta svo hægt sé
að halda í horfinu,“ segir Sigríð-
ur Friðjónsdóttir ríkissaksóknari
í skriflegu svari. Hún vísar í bréf
til dómsmálaráðuneytisins þar
sem farið er fram á fjölgun um
þrjú og hálft stöðugildi saksókn-
ara og eitt stöðugildi skrifstofu-
manns vegna aukinna verkefna.
Sigríður segir að vegna gjör-
breyttrar stöðu ríkissjóðs vegna
afleiðinga af kórónuveirufaraldr-
inum hafi beiðni um auknar fjár-
veitingar ekki fengið afgreiðslu.
Fjölga þarf
starfsfólki
RÍKISSAKSÓKNARI