Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020
Í síðasta mánuði
var tvisvar eða þrisv-
ar minnst á samtökin
Múslimska bræðralag-
ið í fjölmiðlum án þess
að minnsta tilraun
væri gerð til að greina
frá því hvers konar
samtök þetta eru.
Ekki skortir gögn eða
heimildir um sam-
tökin því þau voru
stofnuð fyrir nær 90
árum og hafa allt frá stofnun leikið
mjög stórt hlutverk í þeim átökum,
deilum, óróa og úlfúð sem búið hef-
ur um sig í Mið-Austurlöndum og
nágrannaríkjum svo áratugum
skiptir.
En hver eru þessi samtök,
Múslimska bræðralagið?
Samtökin voru stofnuð árið 1928
af kennimanni sem hét Hassan al-
Banna. Stofnandinn, al-Banna,
sagði á sínum tíma: „Það er eðli
íslams að drottna, ekki láta aðra
drottna yfir sér, að yfirfæra sín lög
yfir á allar þjóðir og að útvíkka
vald sitt yfir alla plánetuna (jörð-
ina).“ Einkennisorð samtakanna
eru: „Allah er takmark okkar. Spá-
maðurinn er leiðtogi okkar. Lög
okkar eru Kóraninn. Jihad (heilagt
stríð) er leiðin okkar. Að deyja fyr-
ir Allah er okkar æðsta ósk.“ Enn
fremur er haft eftir al-Banna að
fána múslima verði að reisa aftur á
þeim landsvæðum sem einu sinni
lutu valdi múslima, svo sem „á
Spáni, Sikiley, á Balkanskaganum,
á ströndum Ítalíu og á eyjunum í
Miðjarðarhafinu. Öll þessi land-
svæði eru nýlendur múslima og
þau verða að snúa aftur í faðm ísl-
ams“. Þótt þessi ummæli væru lát-
in falla árið 1928 eru þau í fullu
gildi hjá bræðralaginu enn þann
dag í dag en hafa verið orðuð á
mismunandi hátt í gegnum tíðina.
Árið 1997 sagði t.d. þáverandi
varaformaður bræðralagsins í við-
tali við tímaritið Harvard Inter-
national Review að meginstefna
þess væri að koma á sjaríalögum
sem yrðu grunnur að stýringu mál-
efna ríkis, samfélags og vinnu-
markaðar.
Vöggustofa
hugmyndafræða
Að margra mati eru
samtökin eins konar
vöggustofa, í hug-
myndafræðilegum
skilningi, fyrir rót-
tæka íslamista svo
sem bin-Laden og al-
Qaeda, eins og fyrr-
verandi menntamála-
ráðherra Kúveits, dr.
Ahmad al-Rabi, benti
á árið 2005. Einn
helsti leiðbeinandi eða
kennimaður bin-Ladens, Abdullah
Azzam, var félagi í Múslimska
bræðralaginu í Jórdaníu. Stað-
gengill bin-Ladens, Ayman al-
Zawahiri, einn mesti hryðjuverka-
maður og ódæðismaður síðari tíma,
var félagi í Múslimska bræðralag-
inu í Egyptalandi. Hugmyndafræð-
ingur árásarinnar á tvíburaturnana
í New York 11. september 2001,
Khalid Sheikh Mohammed, var fé-
lagi í Múslimska bræðralaginu í
Kúveit.
Starfssvæði
Múslimska bræðralagið er með
„útibú“ í um 70 löndum og/eða
svæðum, svo sem í Sýrlandi, á
Gasaströndinni, í Líbíu, Túnis,
Jórdaníu, Marokkó, í Bretlandi,
Frakklandi sem og í Ameríku. Til
að breiða út hugmyndafræði sína
notar bræðralagið gjarnan skólana,
háskólana og moskurnar þar sem
best er að lokka til sín ungt fólk og
gera það að fylgjendum sínum.
Samtökin hafa verið beinir eða
óbeinir þátttakendur í öllum átök-
um fyrir botni Miðjarðarhafsins
síðustu áratugina sem og t.d. í Afg-
anistan, Kasmír og Tsjetsjeníu.
Samtökin hafa yfirleitt gætt þess
vandlega að koma ekki beint fram
undir nafni heldur oftast notað
„leppa“ eða systursamtök. Kon-
ungur Jórdaníu, Abdullah II bin
Al-Hussein, sagði fyrir ekki svo
mörgum árum að samtökin væru
eins og „úlfar í sauðargæru“. Orða-
tiltæki sem Íslendingar þekkja vel.
Fjármögnun
Á þeim um 90 árum sem sam-
tökin hafa starfað hefur þeim tek-
ist að koma sér upp mjög flóknu og
víðtæku fjármálaneti þar sem sam-
tökin færa til fé fram og til baka.
Fé sem notað er til að fjármagna
starfsemi samtakanna og samtaka
tengdra bræðralaginu. Þetta eru
samtök svo sem al-Qaeda, Hamas-
samtökin á Gasaströndinni og al-
Gama’a al Islamiyya. Síðastnefndu
samtökin stóðu meðal annars fyrir
árásinni á erlenda ferðamenn sem
voru að skoða Lúxor í Egyptalandi
árið 1997. Oftar en ekki nota sam-
tökin ýmis gervifyrirtæki sem þau
hafa stofnað, svo sem „góðgerð-
arfélög“ eða „líknarfélög“, til að
færa fé til og frá starfsstöðvum
sínum með viðkomu í skatta-
skjólum.
Að lokum
Nú er svo komið að flestöll lönd
araba fyrir botni Miðjarðarhafs
hafa bannað starfsemi bræðralags-
ins en almenningur og yfirvöld í
þessum löndum þekkja hvað best
til þessara samtaka. Önnur lönd,
svo sem ýmis lönd á Vesturlöndum
eins og Frakkland, hafa reynt að
koma böndum á þessi samtök en
gengið misvel vegna laga og reglna
um félagafrelsi og trúfrelsi. Mús-
limska bræðralagið hefur nýtt sér
óspart frelsi hinna vestrænu ríkja
til útbreiðslu sinna öfgafullu kenn-
inga og til fjáröflunar starfsemi
sinnar. Helstu bandamenn samtak-
anna í dag eru Tyrkland og Katar.
Allir vita hvernig ástandið er í
Tyrklandi í dag en færri vita að ár-
um saman hefur Katar stutt ýmis
hryðjuverkasamtök í heiminum.
Katar á og rekur eina flottustu al-
þjóðlegu sjónvarpsfréttastöð
heimsins í dag, Al Jazeera, en Al
Jazeera hefur löngum farið mildum
höndum um Múslimska bræðralag-
ið í fréttaflutningi sínum. Í dag er
nánast búið að gera Katar útlægt
úr samfélagi arabaríkja fyrir botni
Miðjarðarhafsins.
Múslimska bræðralagið
Eftir Magnús
Magnússon »Múslimska bræðra-
lagið er „úlfar í
sauðargæru“. (Haft eft-
ir konungi Jórdaníu.)
Magnús Ægir
Magnússon
Höfundurinn er rekstrar-
hagfræðingur og áhugamaður
um Mið-Austurlönd.
Jafnvel þótt ég hafi
ekki orðið gamall og
dáið á Íslandi held ég
að hvergi sé betra að
verða gamall og
deyja. Ég hefi séð í
fréttum að samtök
aldraðra kvarta sí-
fellt yfir lélegum
kjörum síns fólks og
ætla ég ekki að
blanda mér í þau
mál. Og þá tek ég ekki mark á
þruglinu í þingmönnunum um ald-
ursfordóma. Ég þekki náttúrlega
ekki til þessara mála í allt of
mörgum löndum, en held samt að
erfitt sé að finna önnur þjóðfélög
en hið íslenska sem gera hin
gullnu ár þegna sinna eins þægi-
leg og eðlileg og hægt er og
kveðja þá síðan með virðingu eftir
lífshlaupið.
Þekktir borgarar fá frétt í
Mogganum um andlátið, en flestir
þurfa að láta sér nægja dánar-
tilkynningu í blaðinu frá ætt-
ingjum. Svo kemur jarðarförin og
þá birtast minningargreinarnar.
Mogginn innheimtir ekki peninga
fyrir þær en takmarkar þó lengd
þeirra. Oft á tíðum, þegar margir
hafa fallið frá, fylla þær margar
blaðsíður. Þegar jarðarförinni er
lokið setja aðstandendur þakkar-
tilkynningu í blaðið og þar með
lýkur ferlinu. Bara sorgin og
söknuðurinn eftir.
Andláts- og þakkartilkynningar
þarf að borga fyrir, en nú á dög-
um er fólk ekki að skera við nögl
og spara orðin. Það var öðruvísi
fyrr á árum þegar fátæktin var
landlæg. Þá birtust margar kostu-
legar tilkynningar og fræg var
sagan af Gunnu á Hóli sem sló
tvær flugur í einu höggi með dán-
artilkynningunni um hann Jón
sinn: Jón Jónsson harmónikkuleik-
ari dó í gær. Jarðarför á föstudag
klukkan eitt frá Fríkirkjunni og
þar verður líka harmónikka til
sölu.
Það vantar mikið upp á að dán-
armenningin hérna í henni Amer-
íku sé nærri því eins þróuð og
virðuleg og á Fróni. Þetta gildir
a.m.k. þar sem ég bý, í Georgíu.
Ég les daglega aðaldagblaðið í
Atlanta. Þar slá þeir saman dán-
artilkynningum og minningar-
greinum undir yfirskriftinni
„Obituaries“, sem orðabókin út-
leggur andlátspistlar. Hér kennir
ýmissa grasa og suma daga fyllast
tvær til þrjár blaðsíður. Það verð-
ur að borga fyrir hvert orð og
langar greinar geta kostað hundr-
uð dollara. Margir birta aðeins til-
kynningu um látið og þá eru notuð
eins fá orð og hægt er. Jafnvel
Gunna á Hóli hefði verið hrifin af
sumum.
Eins og í greinunum í Mogga er
oftast fjallað um forfeður og af-
komendur hinna framliðnu. Svo er
tiltekin menntun, hjónaband og at-
vinna. Allir reyna að tjalda því
sem til er. Nýlega var skrifað ítar-
lega um níræða konu sem lagt
hafði upp laupana. Hún var mjög
vel gefin og hafði lokið embættis-
prófum í bæði byggingarlist og
lögfræði. Hún stundaði líka píanó-
leik og um árabil hélt hún opin-
bera tónleika. Svo lærði hún flug
og eignaðist sína eigin flugvél.
Hún var prófessor í byggingarlist
við háskóla í Atlanta
og stundaði lög-
fræðistörf í frí-
stundum. Var hún í
stjórn sinfóníunnar og
óperunnar og hafði
þar að auki gefið út
þrjár skáldsögur.
Einnig var hún mikill
bridsspilari og keppti
á mörgum mótum.
Hún ferðaðist mikið
og heimótti allar
heimsálfurnar nema
Suðurskautslandið. Hún var tvígift
og hafði eignast fjögur börn. Eftir
þennan lestur sótti að mér svimi.
Það er mjög algengt hér að hinn
framliðni sé kvaddur af vinum og
vandamönnum. Þá er auglýstur
tími sem fólk getur komið á jarð-
arfarastofnun og þar stendur uppi
opin líkkistan með hinn látna til
sýnis. Útfararstjórarnir eru búnir
að snyrta og snurfusa líkið og
klæða það í sparifötin. Ég man
hvað mér brá að sjá framliðna
samstarfskonu í hennar kistu. Í
lifanda lífi var hún mjög grönn,
næstum kinnfiskasogin, og dálítið
hrukkótt. Nú var andlitið slétt og
kinnar búlduleitar og rjóðar. Kon-
an hafði ekki litið svona vel út í
áratugi.
Fyrir alllöngu heyrði ég um eft-
irlaunamanninn Joe, sem bjó í
Brooklyn í New York. Hann lang-
aði mikið til að þau hjónin
skryppu í frí til Flórída en efnin
leyfðu það ekki. Hann sífraði stöð-
ugt í Mörtu konu sinni og á end-
anum varð úr að hann skryppi
bara einn í tvær vikur til Miami
Beach. Svo sorglega vildi til að í
lok ferðarinnar fékk hann slag og
dó. Og nú lá hann í kistunni á út-
fararheimilinu og vinir og ætt-
ingjar voru þar til að kveðja hann.
Þrátt fyrir sorgina var Marta enn
hálffúl yfir því að hann skyldi hafa
farið til Flórída. Einn vina hans
stóð við kistuna og sagði við
Mörtu: „Skelfing lítur Joe vel út,
brúnn og sællegur.“ Hún svaraði
stuttaralega: „Þó nú væri. Hann
er búinn að vera tvær vikur á
Miami Beach.“
Eitt sinn vorum við hjónin að
fylgja til grafar kunningja okkar í
Boca Raton í Flórída. Kapellan
var í stórum kirkjugarði þar sem
fjöldi heldri borgara bæjarins
hafði verið lagður til hinstu hvílu.
Að lokinni athöfn var gengið stutt-
an spöl að opinni gröfinni. Hugs-
aði ég hve hann hefði verið útsjón-
arsamur að fá leiði á svona
flottum stað. Þegar búið var að
kasta rekunum tygjaði fólk sig til
brottfarar. Ávarpaði ég einn
starfsmann garðsins og dáðist að
því hve gröfin væri á góðum stað.
Hann svaraði lágum rómi: „Biddu
fyrir þér. Þetta er bara sýndar-
gröfin. Þegar allir eru farnir verð-
ur kistan hífð upp og síðan sett
niður í hans eigin gröf í útjaðr-
inum við girðinguna.“
Eftir Þóri S.
Gröndal
Þórir S. Gröndal
» Jafnvel þótt ég hafi
ekki orðið gamall og
dáið á Íslandi held ég að
hvergi sé betra að verða
gamall og deyja.
Höfundur er fyrrverandi fisksali og
ræðismaður í Ameríku.
floice9@aol.com
Dánarmenning
Vantar þig
pípara?
FINNA.is