Morgunblaðið - 22.10.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.10.2020, Qupperneq 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta Hjá Bíljöfri starfa þaulreyndir bifvélavirkjar með ára- langa reynslu að baki og hafa yfir að ráða fullkomnum tölvum til að lesa og bilanagreina bílinn þinn 544 5151 tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Þjónustuaðilar IB Selfossi Getum sótt og skilað bílum á höfuðborgarsvæðinu Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Ekki alls fyrir löngu kom í Mark- aðnum í Frétta- blaðinu virkilega áhugaverð samantekt. Þar var farið mjög vel yfir skuldastöðu Reykjavíkurborgar. Þar kom fram, líkt og við sjálfstæðismenn í borgarstjórn höfum verið segja allt frá kosningum, að skuldastaða Reykjavíkurborgar væri mjög slæm. Skuldir hafa hækkað jafnt og þétt síðustu tíu ár og nú er svo komið að hver og einn Reykvíkingur skuldar 902.156 þúsund. Skuldir hafa því vaxið gríðarlega á síðustu tíu árum, um meira en 70%, samt vantar inn í þessar tölur skuldir utan efna- hagsreiknings. Þegar þær eru teknar með versnar staðan mun meira, lengi getur vont versnað á því svo sannarlega við um fjármál Reykjavíkurborgar. Það er undravert þeg- ar skuldastaða borg- arinnar er skoðuð að heyra meirihlutann tala um að þessi gríð- arlega slæma skulda- staða komi til út af Covid. Hér er tíu ára uppsafnaður vandi sem er byrjaður að bíta fast. Hraðari skulda- aukning en tekjuaukning Síðustu tíu ár hefur ríkt óráðsía í fjármálum borgarinnar og þar hefur peningum verið eytt hraðar en þeir hafa komið inn. Það er merkilegt, þar sem sögulegt tekjugóðæri hefur verið. Það sjá það allir að vandinn er gríðarlegur og hann varð ekki til á nokkrum mánuðum líkt og meirihlutinn heldur núna fram. Vissulega hefur Covid áhrif á stöðuna en því miður var Reykjavíkurborg það illa rekið sveitarfélag fyrir að búið var að senda ósk um neyðaraðstoð til rík- isins strax á vordögum, enda aug- ljóst að fjárhagsleg óstjórn hefur verið í sveitarfélaginu um langt skeið. Ríkið nýtti uppsveiflu síð- ustu ára til að greiða skuldir veru- lega niður, en á sama tíma hefur borgin aukið skuldir sínar þrátt fyrir einstakt góðæri. Ríkið komi til bjargar Sú eina lausn sem meirihlutinn í Reykjavík hefur er að hrópa á hjálp, það hafa þau verið að gera síðan á vordögum. Hvert tækifæri er nýtt til þess að pressa á rík- issjóð að koma til bjargar. Það á að taka úr sjóðum allra lands- manna til að borga fyrir bruðlið hjá Reykjavíkurborg. Þegar þú reynir að fá ríkissjóð, sem hefur sýnt einstaka ráðdeild síðustu ár, til að bjarga þér, reynir maður þá ekki að sýna ráðdeild sjálfur? Það er ekki gert í Reykjavík, hér finnst borgarstjóra það vera til marks um hófsemi að hálfri millj- ón hafi verið eytt í áfengi á veit- ingastað á sama tíma og rekstur borgarinnar stendur á brauðfót- um. Hvernig er hægt að réttlæta kostnað á borð við þennan og ætl- ast svo til þess að ríkið opni sína sjóði og komi til bjargar? Hvernig er hægt að réttlæta áframhaldandi uppbyggingu í miðbænum fyrir milljarða þegar nánast enginn skóli í Reykjavík getur rekið sig réttu megin við núllið af því fjár- magn til skóla er ár eftir ár skorið við nögl? Skuldadagar Það er því ljóst að komið er að skuldadögum og þeir verða núver- andi meirihluta í Reykjavík erfiðir því partíið er búið líkt og kemur fram í umsögn sem Reykjavíkur- borg sendi Alþingi í vor. „Vandinn snýst hins vegar ekki aðeins um skammtímafjármögnunarvanda heldur stefnir í algerlega ósjálf- bæran rekstur til margra ára. Þessa ósjálfbærni er ekki hægt að leysa með hækkun leyfilegrar skattlagningar eða þjónustugjalda eða með stórfelldum niðurskurði í útgjöldum borgarinnar sem varða að langmestu leyti leik- og grunn- skóla og velferðarþjónustu. Hefð- bundnar aðferðir eru ekki í boði. Það er ekki hægt að leysa þetta með stórfelldum lánveitingum þar sem veltufé frá rekstri mun ekki til margra ára fram undan standa undir afborgunum.“ Þegar kemur að skuldadögum verður það sárt, meirihlutinn sem stýrir Reykjavík- urborg hefur barið sér á brjóst og látið sem allt sé í himnalagi. Það verður sárt að viðurkenna mistök, sem þau vilja að allir landsmenn taki síðan þátt í að borga. Þú skuldar 902 þúsund Eftir Valgerði Sigurðardóttur » Síðustu tíu ár hefur ríkt óráðsía í fjár- málum borgarinnar og þar hefur peningum verið eytt hraðar en þeir hafa komið inn. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is Dagur B. Eggerts- son borgarstjóri hefur úthlutað gæðingum innan borgarkerfisins klúbbkortum að „Vinnustofu Kjarvals“, einkaklúbbi sem starf- ræktur er í glæsilegu húsnæði við Austurvöll. Fyrr á árinu var upp- lýst að útsvarsgreið- endur í Reykjavík greiða 1,6 milljónir króna fyrir klúbbkortin. Á vinnustofunni er aug- lýst góð aðstaða til samkomuhalds, léttar veitingar í boði og að opið sé fram yfir miðnætti um helgar. Mark- miðið er sagt vera „að bæta vinnu- aðstöðu starfsfólks og tryggja að- gang að fundaraðstöðu utan stjórnsýslubygginga á hagkvæmu verði“. Í sumar var sagt að um til- raunaverkefni væri að ræða, nú er það kallað þróunarverkefni. Ábyrgð og hófsemi? Lengi vel náðist ekki í Dag borgar- stjóra vegna málsins. Það tókst loks í síðustu viku og sagði hann þá að um- rætt verkefni einkenndist af ábyrgð og hófsemi og að það hefði líklega leitt til sparnaðar fyrir borgina. Allir sjá þó að auðvitað sparast ekkert með því að flytja fundi úr eigin hús- næði, sem ekki þarf að borga fyrir, á veitingastað úti í bæ. Af hverju er það forgangsmál borgarstjóra að tryggja völdum borgarstarfsmönnum fundaraðstöðu hjá einkaklúbbi? Reykjavíkurborg á og rekur um 600 byggingar og eru fjölmargar þeirra með góðri aðstöðu fyrir fundi og annað samkomuhald. Klúbbkortunum virðist síst hafa verið dreift til þeirra borgarstarfs- manna sem helst þurfa að sætta sig við bága fundaraðstöðu, t.d. starfs- fólks leikskóla. Þvert á móti virðast starfsmenn í efsta lagi stjórnsýsl- unnar hafa notið þeirra, þ.e. þeir starfsmenn sem hafa vinnuaðstöðu í Ráðhúsinu og Höfðatorgi við Borgar- tún þar sem enginn skortur er á fundarherbergjum. Skiljanlegt er að borgarstarfs- menn vilji stundum leita út fyrir dag- legan vinnustað sinn til fundahalda, t.d. vegna teymisvinnu eða starfs- dags. En í þeim tilvikum standa til boða afnot af óteljandi fundar- herbergjum Reykjavíkurborgar sem mörg hver eru lítið nýtt. Úrvals fundar- aðstaða er í öllum stjórnsýslubyggingum borgarinnar auk góðra fundarsala í grunn- skólum, menningar- miðstöðvum, félags- miðstöðvum, frístunda- miðstöðvum og borgar- fyrirtækjum. Af hverju hentar vín- veitingastaður úti í bæ betur til slíkra funda og viðtala en fjölmörg fundarherbergi borgarinnar af öllum stærðum og gerðum? Hennessy VSOP og Moscow Mule Nú er komið svar við þessari spurningu. Svarið er Hennessy VSOP, Moscow Mule, Lagavulin (16 ára) og Chardonnay. Útvaldir yfir- menn og starfsmenn borgarinnar hafa drukkið áfengi fyrir hundruð þúsunda króna á Vinnustofu Kjar- vals og eru áðurnefndar víntegundir þar á meðal. Þá var tugþúsunda króna áfengisreikningur endur- greiddur í ofboði eftir að Fréttablað- ið spurðist fyrir um málið. Hjá Reykjavíkurborg hefur sú regla lengi gilt við áfengisveitingar að ekki megi veita sterkt vín heldur einungis léttvín og bjór. En í Frétta- blaðinu sl. laugardag lýsti Dagur borgarstjóri yfir velþóknun sinni á því að vodka, koníak og 16 ára gamalt viskí væru veitt á kostnað borgar- innar á Vinnustofu Kjarvals og sagði að umrædd áfengiskaup væru „til marks um ábyrgð og hófsemi“. Áðurnefnd „léttvínsregla“ gildir því greinilega ekki lengur. Væntanlega fá nú allir borgarstarfsmenn að njóta þessara guðaveiga í teymisvinnu sinni en ekki bara gæðingar borgar- stjóra. Eftir Egil Þór Jónsson »Nú er komið svar við þessari spurningu. Svarið er Hennessy VSOP, Moscow Mule, Lagavulin (16 ára) og Chardonnay. Egill Þór Jónsson Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. egill.thor.jonsson@reykjavik.is Guðaveigar fyrir gæðinga borgarstjóra Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.