Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 18

Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 ✝ Jóhannes Stef-ánsson fæddist á Grund í Svarf- aðardal 27. janúar 1940. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi þann 12. október 2020. Foreldrar hans voru Stefán Björnsson, f. 9. júlí 1908, d. 7. júní 1991, frá Atlastöðum í Svarf- aðardal, og Dagbjört Ásgríms- dóttir, f. 8. mars 1906, d. 31. maí 1995, frá Dæli í Fljótum. Systkini Jóhannesar eru: Þor- steinn Svörfuður, f. 22. ágúst 1937, Anna Sigurlaug, f. 8. ágúst 1947, Björn Runólfur, f. 8. júlí 1948, maki Guðrún Guðjóns- dóttir, f. 27. júlí 1958, Sigurlaug, f. 7. maí 1952, maki Símon Páll Steinsson, f. 14. janúar 1949. Jóhannes giftist 9. desember 1962 Hugrúnu Marinósdóttur, f. 2. apríl 1943. Þau skildu. Sonur þeirra er Stefán. Jóhannes hóf sambúð árið 2004 með Erlu Björk Karlsdótt- ur, f. 11. maí 1941. Þau bjuggu á Helena Ólafsdóttir, f. 16. mars 1991. Börn þeirra eru: Elmar Óli og Kolbrún Sara. Börn Stefáns og Júlíu eru: Jóhannes f. 27. júlí 1988, sam- býliskona Jóna Kristín Birg- isdóttir f. 15. apríl 1992. Dóttir þeirra er Irena Fold. Alexander, f. 5. desember 1990, sambýliskona Kristina Apostolova, f. 3. febrúar 1994. Hugrún Hanna, f. 27. október 1992, sambýlismaður Daniel Fontane, f. 1. mars 1994. Stefán Örn f. 27. apríl 1998. Jóhannes var fæddur og uppal- inn á Grund í Svarfaðardal. Um tvítugt flytur hann til Dalvíkur og býr þar í um 40 ár. Síðustu 16 árin bjó hann á Akranesi. Starfsævi hans var að mesta helguð fiskvinnslu. Hann starfaði á frystihúsi KEA á Dalvík, hjá Stefáni Rögnvaldssyni, fiskverk- un Jóhannesar og Helga og að lokum hjá Norðanfiski á Akra- nesi. Helstu áhugamál Jóhannesar voru golf og silungsveiði. Útför Jóhannesar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 22. október 2020, kl. 13. í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstand- endur viðstaddir en útförinni verður streymt frá https://www.akraneskirkja.is Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Þjóðbraut 1 Akranesi. Synir Erlu eru Karl Sigurgeirsson, f. 21. apríl 1959, Jónas Theódór Sigurgeirs- son, f. 30. júní 1960, og Viktor Sigurgeirsson, f. 20. júlí 1966. Barnabörn Erlu eru 11 og langömmu- börnin eru 7. Maki Stefáns er Júl- ía Linda Ómarsdóttir, f. 11. júlí 1960. Dætur Júlíu eru 1) Helga Þórey, f. 9. júní 1978, sam- býlismaður hennar er Þorsteinn Guðmundsson, f. 6. október 1971. Synir þeirra eru Gunnar Áki, Álf- ar Smári og Róbert Ómar. 2) Sara María, f. 27. maí 1980, sambýlismaður hennar er Fannar Már Sveinsson, f. 26. apríl 1986. Börn Söru eru Natan Birnir Jó- hannsson, f. 23. mars 1998, sam- býliskona hans er Dagný Rós Sig- urðardóttir. Dórótea María Jóhannsdóttir, f. 23. febrúar 2000. Sambýlis- maður hennar er Gauti Gautason. Dóttir þeirra er Gabríella Myrk. Sonur Stefáns er Andri, f. 18. október 1985, sambýliskona Olga Elsku pabbi. Þá höfum við farið okkar síðustu ferð saman. Við vonuðumst báðir innst inni eftir að þær yrðu fleiri. Alveg fram á síðustu stundu. Þær vonir brustu og nú hefur þú fengið hvíld. Hvíld frá stanslausum verkjum sem hafa markað líf þitt undanfarna mánuði. Það var erfitt að fylgja þér eftir síðustu sporin og sjá hvernig þér leið og hvernig ástandið versnaði viku eftir viku, dag frá degi. Hvernig vonin um viðsnúning til betri heilsu varð minni og minni. Síðustu ferðirnar okkar saman voru því ýmist á spítalann eða af honum. Ég vona að þér líði nú vel á nýjum stað, farinn inn í eilífðina. Senn að líður síðasta nótt svefninn hvílir lúna. það er gott að fara fljótt feigðin kallar núna. (Páll Ásgrímsson, móðurbróðir þinn á banabeðinum) Góðar minningar munu ylja okkur áfram. Minningar um hlýju, góða samveru, þátttöku í leik og starfi. Þú lagðir mikið á þig til að ég fengi sem best notið æskunnar. Sama hvað ég tók mér fyrir hendur, alltaf varst þú tilbú- inn að leggja mér lið. Þær voru ófáar ferðirnar sem þú keyrðir mig til Ólafsfjarðar á golfvöllinn. Bæði á æfingar og í keppni. Þá voru engin Múlagöng komin til sögunnar. Sömuleiðis fórum við til Akureyrar, Húsavíkur og Siglufjarðar í sömu erindagjörð- um. Allt saman áður en ég fékk bílpróf sjálfur. Golfíþróttin átti svo eftir að sameina okkur löngu seinna eftir að þú fékkst „bakt- eríuna“ sjálfur. Í fersku minni eru vorferðir okkar til Spánar undan- farin ár meðan þú hafðir heilsu til. Það voru góðar stundir. Ég veit þú naust þeirra vel. Upp í hugann koma líka ótal- margar veiðiferðir sem við fórum saman. Flestar áður en ég fór að heiman. Mýrarkvísl, Svarfaðar- dalsá og fleiri ár. Auk þess fjöld- inn allur af vötnum sem við veidd- um í. Silungsveiðin var þitt uppáhald. Sjaldnast komum við tómhentir heim og aflanum yfir- leitt gerð góð skil við matarborð- ið. Þrátt fyrir mjög stutta skóla- göngu hafðir þú gaman af því að skrifa og yrkja. Það lá vel fyrir þér segja frá, sérstaklega í riti. Skrif þín um forfeður þína og þig sjálfan veita okkur ógleymanlega sýn inn í veröld sem var. Ná- kvæmni í frásögn bera vott um gott minni og alúð við smáatriði. Síðustu æviárin á Akranesi voru þér góð eins og þú nefndir oft við mig. Þar fannstu hamingj- una á nýjan leik og naust þín vel. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði elsku pabbi. Þinn Stefán. Það er okkur ótrúlega sárt að þurfa að kveðja hann Jóa afa okk- ar. Jói afi var fiskvinnslumaður sem þótti fátt betra en að hlusta á útvarpið, lesa blaðið og horfa á sjónvarpsfréttirnar, helst allt á sama tíma. Við systkinin eigum góðar minningar um afa. Við munum vel eftir föstudagspizzu og Spaug- stofunni með ömmu og afa í fal- legu Dalvíkinni þegar sum okkar voru enn þá litlir krakkar. Það kom meira að segja fyrir að mað- ur fékk að fara með á golfvöllinn eða í silungsveiði og borða svo af- urðina í kvöldmat. Afi var maður athafna en fárra orða og hallmælti ekki nokkrum manni. Hann var hógvær og lít- illátur og sýndi væntumþykju sína með þéttu faðmlagi, sem fylgdi vanalega suð í heyrnar- tæki, og brosi. Á afmælisdaginn mátti alltaf búast við símtali frá afa. Öll fengum við tækifæri til að kveðja afa, hvert á sinn hátt, og fyrir það erum við þakklát. Nú varðveitum við góðu minn- ingarnar og óskum þess að afi hvíli í friði og ró. Elsku fjölskylda, við sendum ykkur ósk um styrk og huggun í sorginni. Ljóð sem afi samdi árið 2017: Fortíðin er fjandi leið fari hún og veri nú í dag er gatan greið ég grín að henni geri. Bjartsýni er besta ráð bætir þor og andann. Þrautseigja og þol er náð þú getur allan fjandann. Minning afa lifir með okkur barnabörnunum: Helga Þórey, Sara María, Andri, Jóhannes, Alexander, Hugrún Hanna og Stefán Örn. Jóhannes bróðir okkar, alltaf kallaður Jói, er látinn eftir langa baráttu við illvígan sjúkdóm. Æskuheimili Jóa var Grund í Svarfaðardal og þar vann hann eins og önnur ungmenni á þeim árum öll venjuleg sveitastörf. Jói valdi á unga aldri atvinnulífið um- fram langa skólagöngu, þó að hvort tveggja lægi opið fyrir hon- um. Hann vann alla tíð við sjávar- útveg eða fiskvinnslu. Hann varð ungur stjórnandi en valdi svo að vinna fremur á gólfinu og kunni betur við sig að hugsa um vélar og tæki en þurfa að stjórna fólki. Svo var hann auðvitað frábær hand- flakari og hafði ánægju af að kenna ungviðinu handbrögðin. Eins og gengur í sjávarútvegi hafa skipst á skin og skúrir. Jói upplifði ýmislegt eins og svo margir í þessari áhættusömu at- vinnugrein. En hann kom alltaf standandi niður og hélt áfram með líf sitt. Hann hafði þann styrk sem til þurfti. Meðfram vinnu hafði hann ýmis áhugamál og starfað að þeim af miklum krafti. Í mörg ár var hann í veiði- félagi með nokkrum félögum á Dalvík og leigðu þeir saman sil- ungsveiðiá. Þar átti Jói sínar skemmtilegustu frístundir á þeim tíma, að eigin sögn. Alltaf var Jói með stöngina nærri þegar fjöl- skyldan hittist og tilbúinn að leið- beina þeim yngri við veiðar. Stefán, sonur Jóa, fór á ung- lingsárum til Svíþjóðar og dvaldi þar eitt sumar og kynntist golf- íþróttinni. Þegar heim kom vildi hann halda áfram í golfinu og tók það mikinn tíma hjá báðum for- eldrunum. Jói fór síðan sjálfur að spila golf ásamt Hugrúnu konu sinni og hefur það verið hans að- altómstundagaman seinni árin. Hann starfaði ötullega í Golf- klúbbnum Hamri á Dalvík og var formaður hans um margra ára skeið. Eftir að hann flutti suður hélt hann uppteknum hætti og seinustu ár naut hann þess að fara með syni sínum til Spánar í golf- ferðir. Tímamót urðu á ævi Jóa þegar hann og Hugrún slitu samvistir. Stuttu seinna kynntist hann Erlu Björk, þau kynni leiddu til þess að hann flutti til Akraness. Samband þeirra byggðist á einstökum kær- leika og var mikil gæfa fyrir bæði. Jói reyndist okkur yngri systk- inum sínum alla tíð vel þótt hann hafi strítt okkur þegar við vorum lítil. Hann og Þorsteinn elsti bróð- ir okkar hafa verið nánir vinir alla tíð. Þegar við systkin hittumst var hann ávallt hrókur alls fagnaðar sagði sögur og rifjaði upp skemmtileg atvik. Einnig skrifaði hann fyrir nokkrum árum ýmsar minningar sínar sem okkur systk- inunum finnst gaman að lesa og eiga. Hann var alla tíð stálminnugur. Jói var afskaplega hæglátur og hafði þann eiginleika að það var gott að þegja með honum. Hins vegar hafði Jói alltaf skoðanir á mönnum og málefnum en var ekki endilega að flíka þeim. Þeir sem þekktu Jóa vissu að hann var sér- staklega heilsteyptur og traustur vinur. Hann var ekki oft í sam- bandi en maður vissi alltaf að maður átti hann að. Þannig var samband okkar systkinanna alla tíð við hann. Við erum honum sér- staklega þakklát fyrir samfylgd- ina í lífinu og minnumst hans af miklum kærleika. Við vottum Erlu og fjölskyldu og Stefáni og fjölskyldu hans inni- legrar samúðar. Við söknum hans öll. Þorsteinn, Anna, Björn og Sigurlaug. Jóhannes Stefánsson Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Blikahólum 2, lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 13. október. Útförin fer fram frá Lindakirkju föstudaginn 23. október klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Það verður streymt frá útförinni og linkurinn er www.promynd.is/live/ Svanborg Jónsdóttir Júlíus Skúlason Þór Jónsson Elísabet Pétursdóttir Óskar Jónsson Kerstin Jonsson Örn Jónsson Kristín Jónsdóttir Þorkell Jónsson Lilja Ólafsdóttir Guðmundur Ingi Jónsson Guðrún Sigþórsdóttir Ásgeir Jónsson Birna Jóhannsdóttir og fjölskyldur þeirra Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, INGA LÓA HALLGRÍMSDÓTTIR, Aðalgötu 5, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 23. október klukkan 13. Vegna aðstæðna geta aðeins nánustu aðstandendur verið viðstaddir útförina og verður henni streymt frá Akraneskirkju á slóðinni https://www.youtube.com/watch?v=vB1WEM3agpk&feature;=y outu.be Hafsteinn Eyjólfsson Sólveig Halla Þorsteinsdóttir Þorsteinn Jónsson Alma María Jóhannsdóttir Eiríkur Jónsson Arinbjörn Kúld Anna Einarsdóttir Hallgrímur Kúld Ragna Lóa Stefánsdóttir og fjölskyldur Elskulegi faðir okkar, GUNNLAUGUR MARTEINN SÍMONARSON stýrimaður, Kríuhólum 4, lést á heimili sínu 6. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Guðrún Rut Gunnlaugsdóttir Jóhann Gunnlaugsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI GEIR KRISTJÁNSSON húsgagnaarkitekt, sem lést 13. október, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík 27. október klukkan 15. Vegna aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd en streymt verður á: https://beint.is/streymi/hjaltigeirkristjansson Sigríður Th. Erlendsdóttir Ragnhildur Hjaltadóttir Kristján Hjaltason Rannveig Einarsdóttir Erlendur Hjaltason Aðalheiður Valgeirsdóttir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir Guðmundur Magnússon og fjölskyldur Sonur minn, faðir okkar, bróðir og afi, GUNNAR ÞORSTEINN HALLDÓRSSON, lést mánudaginn 19. október. Anna Einarsdóttir Bjarney Gunnarsdóttir Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir Þorsteinn Daði Gunnarsson Jón Sigurður Gunnarsson Einar Halldórsson Fríða Halldórsdóttir Þórður Marelsson og afabörn Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir, ÁSTHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Hlíð á Akureyri sunnudaginn 18. október. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju 26. október klukkan 14. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir útförina. Útförinni verður streymt á Facebook-síðu Húsavíkurkirkju. Bjarni Jónsson Elín Sigurðardóttir Hammer Anna Guðný Halldórsdóttir Torfhildur Stefánsdóttir Kristín Sigvaldadóttir Páll Sigvaldason Margrét Björk Björgvinsdóttir Óskar Sigvaldason Linda Hildur Leifsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR, áður Kirkjuteigi 27, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, laugardaginn 10. október. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskyldan vill færa starfsfólki Sólvangs bestu þakkir fyrir góða umönnun. Kristbjörg Birna Guðjónsd. Brynjólfur Guðjónsson Shaozhen Yan Birgir Guðjónsson Hanna Ólafsdóttir Gunnar Rafn Guðjónsson Ellen Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.