Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 ✝ Hjördís Dürrfæddist í Reykjavík 22. jan- úar 1934. Hún lést 8. október 2020 á Hjúkrunarheim- ilinu Mörk. For- eldrar hennar voru Heinrich Dürr, verkfræðingur í Þýskalandi, f. 1910, d. 1969, og Sigrún Eiríksdóttir, hús- móðir og verslunarkona, f. 1911, d. 1990. Systur Hjördísar eru Erla, f. 1935, d. 2018, Hildegard María, f. 1938, d. 2012, og Anna Sigríður Pálsdóttir (sam- mæðra), f. 1947. Hinn 8. febrúar 1958 giftist Hjördís eftirlifandi manni sín- um, Ólafi Friðriki Bjarnasyni Bjarni Ólafsson rekstarfræð- ingur, f. 1970. Hjördís ólst upp á Suðurgötu og Víðimel. Hún lauk stúdents- prófi frá MR 1954 og nam þýsku og heimspeki við HÍ. Hjördís og Ólafur bjuggu í 5 ár í Bandaríkj- unum á námsárum Ólafs og eftir heimkomuna fluttu þau í Foss- voginn þar sem þau bjuggu í hartnær 50 ár. Hjördís helgaði sig að mestu fjölskyldu og heim- ilisstörfum. Útför Hjördísar fer fram frá Bústaðakirkju 22. október 2020 klukkan 13. Vegna fjöldatak- markana biðjum við þá sem sjá sér fært að vera viðstaddir at- höfnina að hafa fyrst samband við Guðrúnu. Athöfninni verður streymt, sjá uppl. hjá Bústaðakirkju. https://kirkja.is/bustadakirkja Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat lækni, f. 1933. Börn þeirra eru: 1) Hin- rik Gústaf Ólafs- son, fiskeldisfræð- ingur, f. 1963, maki Marianne B. Olafs- son sjúkraþjálfari, f. 1962. Börn þeirra eru: a)Kristina, f. 1987, b) Marie Dögg, f. 1989, hennar börn eru Vincent Nói, f. 2014, og Saga Victoria, f. 2016, c) Alexander, f. 1994, d) Benja- mín Þór, f. 1999. 2) Guðrún Ólafsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 1967, hennar maki er Jón Steingrímsson læknir, f. 1960. Börn þeirra eru Hjördís, f. 1993, Steingrímur Karl, f. 1997, Ólafur Steinn, f. 2003. 3) Gunnar Tengdamóðir mín átti óhefð- bundinn bakgrunn, móðurfjöl- skyldu sem var kunn fyrir fram- takssemi og áræði, sannkallað athafnafólk, og þýskan föður sem fluttist til Íslands á millistríðsár- unum. Hún aðeins 6 ára gömul þegar Bretar hernámu Ísland og faðir hennar tekinn höndum á heimili fjölskyldunnar, að fjöl- skyldunni viðstaddri. Hafði sú lífs- reynsla djúpstæð áhrif á hana og átti án efa ríkan þátt í þróun per- sónugerðar hennar sem var nokk- uð mótsagnakennd því þrátt fyrir sterka kímnigáfu, eðlislægt glað- lyndi, ákveðni og röggsemi var hún um leið varfærin, hæglát og hlédræg. Hjördís var ákaflega stolt af sínu fólki og uppruna, lagði rækt við arfleifð sína, þótt ekki sé erfitt að gera sér í hugarlund hve erfitt hlutskipti það hefur verið fyrir barn, ungling og unga konu að vera beinn afkomandi Þjóðverja á þessum tíma. Hjördís útskrifaðist stúdent frá MR 1954, þá orðin heitbundin Ólafi tengdaföður mínum. Ólafur lagði stund á nám í læknisfræði en Hjördís vann úti þar til þau lögðu leið sína til BNA til frekara náms með sitt fyrsta barn. Árin í Clevel- and voru ekki auðveld, fjármunir af skornum skammti og miklar fórnir færðar, margra ára fjarvera frá öðrum ástvinum reynir auðvit- að verulega á. Starf og nám var svo krefjandi að tengdafaðir minn orðaði það svo að hann hefði ekki skilið hvað hugtakið vinna þýddi fyrr en á þessum árum. Hjördís bar þar af leiðandi hitann og þung- ann af heimilishaldinu en árin úti voru einnig full af ánægju og æv- intýrum og uppspretta margra sagna. Metnaður Hjördísar beindist fyrst og fremst að uppbyggingu og velfarnaði fjölskyldunnar, hún lagði áherslu á stöðugleika, vel bú- ið heimili, menntun og ögun í lífi og starfi. Áhugi hennar á matar- gerð birtist gjarnan í nýjum áherslum á eigin heimili auk þess sem hún aflaði sér menntunar á sviði næringarfræði tengt heil- brigðisþjónustu. Hjördís og Ólaf- ur lifðu ríku félagslífi, sumarhúsið á strönd Stokkseyrar var vel nýtt, þau hjón áttu það til að taka vel æfð dansspor í stofunni heima án sérstaks tilefnis og voru ávallt til staðar þegar ung hjón með lítil börn þurftu athygli, góð ráð og lið- veislu í amstri hversdagsins. Tilvonandi tengdasyni var vel tekið frá upphafi vega þótt ekki væri ég nytsami handverksmað- urinn sem hún taldi sig helst þurfa sér til halds og trausts, þóttu tengdamóður minni ekki líkur á að hún hefði mikla þörf fyrir aðstoð svæfingalæknis enda svaf hún jafnan með mestu ágætum. Það var alltaf tilhlökkunarefni að eiga í vændum gildishlaðnar samverustundir á heimili tengda- foreldra minna, nánast allar fjöl- skyldusamkomur voru haldnar í húsi þeirra, jólahald, áramótagleði og ótaldar grillveislur að hætti hússins með brynningu og sam- talsstundum í sólstofunni. Metn- aður Hjördísar og Ólafs í heim- ilishaldi og fjölskyldulífi var kjarninn í þessari ómetanlegu samveru okkar, vil ég þakka tengdamóður minni og tengdaföð- ur fyrir að búa svo vel að sínu fólki og allan þann styrk sem þau hafa veitt okkur á gangi lífsins. Jón Steingrímsson. Enn kemur skarð í vinahópinn sem brautskráðist frá MR árið 1954. Sú saga er sögð, að til Íslands kom erlendur stjórnarerindreki, nokkuð svo óreyndur og ókunnug- ur landi, þjóð og tungu. Hann leit- aði ráða hjá sendifulltrúa sem var búinn að vera hér lengur og sagði: Ég skil ekkert í þessari þjóð. Fólk er með einhver tengsl og traust sem gengur þvert á þetta venju- lega, stjórnmálaskoðanir, hags- munahópa og ég veit ekki hvað. - Hefurðu prófað að gá hverjir voru saman í skóla? spurði sá sem lengur hafði verið hér. En þannig er það. Í sandkass- anum, hverfinu, barnaskólanum, íþróttaliðinu, barnaskóla, að ekki sé minnst á menntaskóla, mynd- ast tengsl sem sjaldan rofna. Framan af kannski svolítið í hóp- um eða klíkum eftir áhugasviði, en er líður á ævina einn væntum- þykjuhópur. Okkar árgangur bar gæfu til að þykja gaman að koma saman, þar gilti og gildir enn að maður er manns gaman. Fyrir frændsemi sakir þekkt- umst við Hjördís löngu áður en skólinn fór að láta til sín taka. Fað- ir minn og afi Heddíar, eins og hún var löngum kölluð, voru systkinabörn, og Rannveig, amma hennar, hélt mér undir skírn. Þessi afi Heddíar var semsé at- hafnamaðurinn Eiríkur Ormsson og meðal starfsmanna hans fyrir stríð var þýskur verkfræðingur. Þessi tengsl við Þýskaland voru reyndar gömul og mátti rekja til þriðja áratugarins og námsára Ei- ríks. En verkfræðingurinn gekk að eiga elstu dóttur Eiríks, Sigrúnu, sem brugðið var um glæsileik. Og nú gerðist örlagasaga, því að þeg- ar Bretar hernámu Ísland leituðu þeir eðlilega uppi alla Þjóðverja hér. Getur nærri að þeirri stund hafi verið erfitt að gleyma, þegar fað- irinn var tekinn höndum við morg- unverðarborðið og eiginkonan sat eftir með þrjár kornungar dætur. Hjördís var þeirra elst og mundi lengst. Leiðir foreldra hennar skildi nú og Hjördís ólst upp í öruggum faðmi Sigrúnar og Páls Ísólfsson- ar, síðari manns hennar. Sjálf eignaðist hún svo sitt eigið heimili með þeim öndvegismanni Ólafi Bjarnasyni lækni og fullt af góð- um afkomendum. En mér verður oft hugsað til þess, þegar fólk nú á dögum er að amast við því að blanda blóði, hversu þessi þýsk- íslenski uppruni Heddíar gerði hana sérstæða. Hún sá hlutina oft allt öðrum augum en við hin í klíkunni með okkar vana-augum, og það sem meira var: hún var einhver al- fyndnasta manneskja sem við höf- um kynnst. Hún var vitaskuld bráðvel gefin og hin þýska ætt hennar, Dürr, er vel metin í Þýskalandi og alþjóð- legu samstarfi að mér skilst. En hér heima settum við upp stúd- entshúfuna saman, ferðuðumst og sungum; þau Óli voru einna fyrst í hópnum að setja saman bú og því varð heimili þeirra í kjallaranum hjá afa á Laufásvegi eins konar miðstöð, þegar haldið var „út á líf- ið“ eins og það hét þá. Síðan voru það íslenskir búningar og kjamm- ar og slátur og annað góðgæti sem við gátum fundið upp á til að gleðj- ast, orðin ráðsettari. Síðustu árin á hjúkrunarheim- ilinu voru vitaskuld ekki eins og menn sjá fyrir sér. Þá kom til hin sérstæða gáfa Hjördísar: Hún kvað þetta alveg einstakt lúxus- hótel sem hún hefði keypt sér og undi glöð við. Ólafi Bjarnasyni og öllu því góða fólki fylgja hlýjar samúðar- kveðjur frá okkur Þóru. Sveinn Einarsson. Það var fyrir hart nær sextíu árum að leiðir okkar Hjördísar lágu fyrst saman, en það var í gamla Útvegsbankanum við Lækjartorg. Þar unnum við í víxladeild ásamt öðru góðu fólki. Ekki man ég hvað varð til þess að við tvær vorum oft sendar upp á bankaloft með heilu bunkana af viðskiptavíxlum, en þar vorum við út af fyrir okkur og reiknuðum vexti og kostnað og röbbuðum um alla heima og geima. Hjördís var góður vinnufélagi og á þessum tíma myndaðist vin- átta sem aldrei bar skugga á. Hún, átta árum eldri, var mér átján ára unglingsstelpunni góð fyrirmynd, ég mat hana mikils og tók tillit til hennar álits á mönnum og málefn- um. Hjördís var einstaklega skemmtileg og ekki gleymist hennar frábæra frásagnargáfa. Hjördís hafði oft vit fyrir mér og var það vel, hún fann meira að segja handa mér eiginmann! Já, hún kynnti mig fyrir skólabróður sínum og Óla mannsins hennar, sem varð til þess að við áttum báð- ar sinn hvorn Ólann, hún Bjarna- son og ég Gunnlaugsson. Að háskólanámi þeirra nafna loknu lágu leiðir okkar aftur sam- an í Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem þeir störfuðu báðir við sama spítalann, en lengst af í nám- inu ytra var æði langt á milli vina. Þegar komið var aftur til Ís- lands urðu samskiptin tíð og átt- um við margar glaðar stundir. Síðustu árin glímdi hún vin- kona mín við hinn erfiða sjúkdóm gleymskunnar, en hún var ætíð glöð heim að sækja og afar ánægð með atlætið á heimilinu, sem var til fyrirmyndar. Ég minnist vinkonu minnar með þakklæti og sendi Óla og fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Ásgeirsdóttir. Hjördís Dürr ✝ GuðmundurKarl Karlsson fæddist í Bald- urshaga í Flatey á Skjálfanda 6. nóv- ember 1941. Hann lést á heimili sínu 5. október 2020. Foreldrar hans voru Karl Pálsson, f. 20. október 1908, d. 25. júlí 1987, og María Helga Guð- mundsdóttir, f. 2. september 1914, d. 22. febrúar 2011. Guðmundur Karl átti sjö systkini, þá Sverri og Baldur sem eru látnir og eftirlifandi eru Pálmi, Ragnar, Anna, Er- lingur og Arnþrúður. Guðmundur eignaðist fimm börn. Með Huldu Sveinbjörns- dóttur, f. 22. september 1943, eignaðist hann þrjár dætur, þær eru: 1) Helga, f. 7. maí 1964, gift Bjarna Ólafi Sigursveinssyni, f. 9. október 1961. Synir þeirra eru Arnar og Guðmundur Karl. 2) Laufey, f. 4. desember 1966, gift Birni Árnasyni, f. 28. febr- úar 1966. Synir þeirra eru Elm- ar, Gunnar Páll og Eyþór. 3) Svala, f. 22. september 1972, gift Steini Guðna Einarssyni, f. 17. maí 1970. Synir þeirra eru Atli Freyr og Daníel Þór. Með Margréti Sigríði Árna- dóttur, f. 9. janúar 1950, d. 29. júní 2012, eignaðist hann: 4) Hönnu Björgu, f. 23. októ- ber 1977, gift Krist- jáni Þór Ásmunds- syni, f. 7. júní 1973. Dóttir þeirra er Margrét Fanney Storm. Með Eddu Björg- mundsdóttur, f. 22. september 1941, eignaðist hann: 5) Guðbjart, f. 16. janúar 1980, giftur Sigurbjörgu Júlíusdóttur, f. 1. júní 1979. Dóttir þeirra er Þorbjörg Þula. Guðmundur var sjómaður af lífi og sál. Hann hóf sína sjó- mennsku einungis átta ára gam- all með föður sínum, þar sem siglt var frá Flatey, oft við erf- iðar aðstæður. Hann var 11 ára þegar faðir hans gerði hann svo að formanni yfir bát sem hann bar þá alla ábyrgð á. Guð- mundur átti góða skólagöngu. Lauk gagnfræðaprófi frá Laug- um 1959. Útskrifaðist frá Stýri- mannaskólanum 1963 og stund- aði nám við Fiskvinnsluskólann á árunum 1986-1987. Eftir skólagöngu var hann ýmist stýrimaður eða skipstjóri á ýms- um skipum auk þess að eiga nokkur fley sjálfur. Kem ég nú að kistu þinni, elsku pabbi minn, mér í huga innst er inni ástarþökk til þín. Allt frá fyrstu æskustundum átti ég skjól með þér. Í þínu húsi þar við undum, það var okkar fasta sker. Kem ég nú að kveðja pabba, klökkvi í huga býr. Hjartans þökk fyrir lífið okkar, minning lifir skýr. Vertu sæll í huldum heimi, horfnir vinir fagna hljótt. Laus við þrautir, Guð þig geymi, elsku pabbi, sofðu rótt. Ást og söknuður að eilífu. Helga, Laufey, Svala, Hanna Björg og Guðbjartur. Guðmundur Karl Karlsson Elskulegur bróðir okkar, BALDUR SÍMON KETILSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 27. september. Útförin hefur farið fram. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki Víðihlíðar einstaka umönnun og hlýju. Fyrir hönd aðstandenda, Viktoría Ketilsdóttir Hildur Ketilsdóttir ✝ Ægir Ingvars-son bifvéla- virkjameistari og vélstjóri. Fæddist í Reykjavík 25. apríl 1945. Foreldrar hans voru Kristín Kristinsdóttir, saumakona og hús- móðir, og Ingvar Þorkell Magnússon vélstjóri. Systkini hans eru: Örn, fæddur 16. okt 1946, Björk, fædd 12. nóv. 1949 og Sig- urbjörg fædd 4. okt. 1952. Eftirlifandi eiginkona Ægis er Ásta Dóra Valgeirsdóttir fædd 6. okt. 1949. Ægir og Ásta Dóra giftu sig 8. júlí 1967. Börn Ægis og Ástu Dóru eru: 1) Ingv- ar Valgeir, fæddur 22. okt. 1967, kvæntur Áslaugu Olgu Heið- arsdóttur 2) Trausti, fæddur 18. okt. 1969, kvæntur Lilju Ólaf- ardóttur. Börn þeirra eru: Lovísa Lin, Matthildur Inga og Kristján Mar. 3) Valgerður Margret, f. 18. júl 1972, í sambúð með Hafrúnu Elvan Vigfúsdóttur. Son- ur Valgerðar er Einar Ingi, börn Hafrúnar eru Alex- andra Elvan og Tristan Vigfús Elv- an. Ægir ólst upp í Bústaðarhverfinu, fór ungu að stunda sjómennsku. 1969 fór hann að læra bifvélavirkjun og bætti síðar við sig vélstjóraprófi. Settist á skólabekk 2002 – 2003 og tók 2. stig í vélstjórn. Árið 1982 fluttu þau Ægir og Ásta að Lóranstöð- inni Gufuskálum og síðan á Hell- issand þar sem Ægir opnaði bif- reiðaverkstæði ásamt syni sínum Ingvari. Síðan fluttu þau bif- reiðaverkstæðið að Hafnargötu 12 á Rifi þar sem Ingvar rekur það enn, bjuggu þau hjónin þar á efri hæðinni. Ægir lést á Dvalar-og hjúkr- unarheimilinu Jaðri í Ólafsvík þann 13.okt. 2020. Eitt af því sem við Ægir bróðir áttum sameiginlegt var að eign- ast maka snemma á lífsleiðinni. Ég var á undan að eignast afkom- anda, því að við Hildur eignuð- umst hana Kristínu okkar 1966 en þau Ásta Dóra áttu Ingvar Valgeir 1967. Margs er að minn- ast frá árunum þeirra Ægis og Ástu í Hafnarfirði. Um leið og strákarnir þeirra urðu talandi kom í ljós að þeir þekktu allar bílategundir við fyrsta augnakast – fæddust þeir með þennan hæfi- leika? Gott var að eiga Ægi að, t.d. þegar bjarga þurfti hand- bremsunum á Vauxhallnum mín- um fyrir árlega skoðun. Ægir kynntist fyrst Snæfells- nesinu þegar hann vann við lór- anstöðina á Gufuskálum. Eftir þau kynni fluttist fjölskyldan fyrst til Hellissands og síðan á Rif. Þar byggði hann upp verk- stæði sitt og rak við góðan orðs- tír. Fjölskyldan öll, þau tvö og börnin þrjú, undi hag sínum vel á nesinu og synirnir búa báðir þar og starfa. Hér áður fyrr heim- sóttum við þau oft og þau kynntu okkur fyrir fegurð og sögu svæð- isins. Í byrjun mars ætluðum við Hildur að fara til Spánar að heim- sækja Ægir og Ástu. Covid-ið kom í veg fyrir það og þau komu heim á síðustu stundu með sömu vél og við höfðum upphaflega ætl- að að koma með heim. Þá fann Ægir fyrir veikindunum sem höfðu þennan dapurlega endi að- eins 7 mánuðum síðar. En hann átti gott líf og skilur eftir sig gott og sterkt fólk. Örn Ingvarsson. Kær mágur minn og vinur okkar hjóna er látinn eftir erfið veikindi. Margs er að minnast frá samverustundum okkar vestur á Rifi þar sem þau bjuggu hann og systir mín. Við heimsóttum þau einnig til Spánar þar sem þau áttu hús. Þau gistu oft hjá okkur þegar þau voru í bæjarferð. Ægir lærði bifvélavirkjun á bílaverk- stæði hjá eiginmanni mínum og byrjaði vinátta þeirra þar. Þau fluttu úr bænum vestur á Snæ- fellsnes, fyrst á Hellissand og síð- ar á Rif þar sem þeirra heimili er. Fyrir rúmum fimm árum keyptu þau hús á Spáni. Þar leið honum best og vildi helst vera. Þau fóru út í byrjun febrúar 2020 og ætl- uðu að koma í lok maí en Co- vid-19 breytti þeim áætlunum og komu þau til Íslands 20. mars 2020 en þá var hann orðinn veik- ur af krabbameininu sem dró hann til dauða. Ásta Dóra systir mín stóð sig eins og hetja á þess- um erfiða tíma sem hún gekk í gegnum með honum. Hún er svo lánsöm að eiga gott bakland fyrir vestan, tvo syni, tengdadætur og barnabörn og einnig góða vini, aðeins dóttir hennar, dóttursonur og tengdadóttir eru á höfuðborg- arsvæðinu. Það er alltaf erfitt að sætta sig við að tíminn sé búinn í þessari jarðvist en mér finnst gott að trúa að Sumarlandið taki við. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira; drottinn minn gefi dauðum ró, hinum líkn, er lifa. (Úr Sólarljóðum) Elsku Ásta Dóra, Ingvar Val- geir, Trausti, Valgerður Mar- grét, tengdabörn og barnabörn. Guð gefi ykkur styrk til að halda lífinu áfram, minning um góðan mann lifir. Þín systir og mágur, Elísabet og Sigfús Þór. Ægir Ingvarsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.