Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum STUTT ● Hagnaður samstæðu Marz sjávar- afurða í Stykkishólmi, sem er útflutn- ings- og umboðssölufyrirtæki á sjávar- afurðum í eigu Erlu Bjargar Guðrúnar- dóttur og Sigurðar Ágústssonar, nam 183 milljónum króna á síðasta ári, en hann var 275 milljónir króna árið áður. Eignir félagsins námu rúmlega 1,5 milljörðum króna í lok ársins en þær voru ögn meiri í lok árs 2018, eða rúmlega 1,6 milljarðar. Eigið fé Marz sjávarafurða var tæplega 1,3 milljarðar í lok 2019, og jókst lítillega milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins er 81%. Tekjur minnkuðu um 10% Tekjur Marz drógust saman milli ára um tæplega 10%. Þær voru rúmlega 4,6 milljarðar á síðasta ári, en 5,1 milljarður árið 2019. Í ársreikningi félagsins kemur fram að kórónuveirufaraldurinn hafi haft mjög neikvæð áhrif á reksturinn á fyrstu mánuðum 2020, en tekjur á fyrstu sjö mánuðum ársins drógust saman um 15% frá sama tímabili árið 2019. Eins og segir í ársreikningnum ríkir enn veruleg óvissa um endanleg áhrif faraldursins á félagið, en þau ráðast meðal annars af því hversu lengi faraldurinn varir, hvort þær ráð- stafanir sem stjórnendur hafa gripið til skili tilætluðum árangri og hve lengi núverandi efnahagssamdráttur stend- ur yfir. Marz hagnaðist um 183 milljónir króna 2019 Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Á morgun taka gildi lög sem innleiða hlutdeildarlán og eru að margra mati einhver mesta kerfisbreyting á hús- næðismarkaði um langt skeið. Húsa- og mannvirkjastofnun annast um- sýslu málaflokksins og segir Anna Guðmunda Ingvarsdóttir aðstoðar- forstjóri að mikill áhugi sé meðal byggingaraðila fyrir þessu nýja úr- ræði. Áfram blandaðar byggðir Gagnrýnisraddir hafa komið fram um að kerfið skapi jarðveg fyrir eins- leit hverfi og félagslegan aðskilnað. Anna telur að misskilnings gæti í þeirri umræðu. Ekki sé gert ráð fyrir að fólk muni setjast að í minni fast- eignum til langframa, heldur sé kerf- ið hannað til þess að gera fólki kleift að komast inn á eignamarkað sem muni svo í flestum tilvikum selja sig út og stækka við sig. Því til stuðnings bendir hún á að í sambærilegu kerfi í Bretlandi sé reynslan sú að viðdvölin sé 5-7 ár áður en íbúar söðli um í önn- ur kerfi. Að auki segir Anna að ekkert bendi til þess að byggingaraðilar eða sveitarfélög stefni á að „byggja heilu blokkirnar eða hverfin“ að uppskrift hlutdeildarlána. Miklu frekar sé lík- legt að haldið verði áfram með bland- aðar byggðir og mismunandi stað- setningar, eins og raunin hefur verið undanfarin ár. Úrræði til framtíðar Nýjar íbúðir sem rúmast í kerfinu eru afmarkaðar af stærð og verði. Nokkur umræða hefur skapast um hversu margar íbúðir á núverandi markaði gætu verið lánshæfar og sú mynd verið dregin upp að ekki sé um auðugan garð að gresja. „Þetta úr- ræði er ekki hugsað til að selja lúxus- íbúðir í 101,“ segir Anna og útskýrir að mikið af þeim íbúðum sem hafa komið á markað henti einfaldlega ekki fyrstu kaupendum, en þá sé ver- ið að horfa um öxl. Þetta kerfi sé ein- mitt hugsað til framtíðar og hafi það sem eitt af meginmarkmiðum að hvetja til uppbyggingar á minni, ódýrari og hagkvæmari íbúðum, sem skort hafi á markaðinn hingað til. Anna segir að greiningar sýni að utan miðborgar séu um 280 íbúðir byggð- ar árlega sem myndu rúmast innan kerfisins og væntingar um 4-500 íbúðir árlega á landsvísu séu því raunhæfar og rúmist vel innan þess fjárlagaramma sem mótaður hefur verið. Óttast ekki verðhækkanir Spurð um áhrif á fasteignamark- aðinn og hvort úrræðið geti leitt til hækkunar á fasteignaverði segist Anna ekki telja hættu á því vegna þess hvernig kerfið er byggt upp. Í dag sé skortur á framboði, en hvatinn sem fylgi kerfinu ætti að virka örv- andi og aðstoða við að koma jafnvægi á markaðinn. Fjöldi íbúða og verð sem rúmast innan kerfisins sé vel af- markað og því lítil hætta á verðhækk- unum vegna þessa. „Við ættum frekar að hafa áhyggj- ur af því að ekki verði byggt,“ segir Anna, því fyrir hendi sé óuppfyllt íbúðarþörf. Miklar sveiflur í bygging- ariðnaði, torsótt fjármagn og spor sem hræða segir Anna vera söguleg vandamál, en nú verði allir að leggj- ast á árarnar til að láta þettta úrræði verða að veruleika og tryggja jafn- vægi á markaði og stöðugt framboð. Morgunblaðið/Eggert Nýtt Vonir standa til þess að hlutdeildarlán örvi byggingariðnaðinn. Mikill áhugi verktaka fyrir hlutdeildarlánum  Telur ekki að nýtt úrræði skapi ójafnvægi á markaði BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í tilefni af umfjöllun Morgunblaðsins fyrr í vikunni um tækifæri í upplýs- inga- og fjarskiptatækniiðnaði, þar sem fram kom að Íslendingar væru miklir eftirbátar nágrannaþjóðanna þegar kemur að einkaleyfum í iðn- aðinum, leitaði blaðið upplýsinga um einkaleyfaskráningar hjá þeim ís- lensku fyrirtækjum sem eru stórtæk- ust í skráningu þeirra, stoðtækjafyr- irtækinu Össuri og Marel, sem framleiðir búnað til matvælavinnslu. Eins og fram kemur á heimasíðu Össurar fékk fyrirtækið 104 ný einkaleyfi samþykkt á síðasta ári, ásamt því sem félagið lagði inn um- sókn um 113 til viðbótar. Í lok 2019 átti Össur um 2.000 einkaleyfi, að meðtöldum þeim sem voru í umsókn- arferli. Samkvæmt upplýsingum frá Guð- mundi Þór Reynaldssyni forstöðu- manni hugverkaréttinda hjá Marel býr fyrirtækið yfir tæplega 3.000 einkaleyfum, að meðtöldum þeim sem eru í umsóknarferli. Tíu sinna einkaleyfaverndinni Mikil vinna fer í alla umsjón með einkaleyfunum og vinna tíu manns eingöngu við þau mál hjá Marel. Hjá Össuri eru tveir starfsmenn í fullu starfi við utanumhald hugverkarétt- indanna, en fyrirtækið nýtir sér þjón- ustu sérhæfðra erlendra lögfræði- stofa við einkaleyfaskráninguna. Marel sækir að jafnaði fyrst um einkaleyfi í Evrópu og svo í fleiri löndum í kjölfarið. Ferlið tekur 4-5 ár. Stærsti markaður Össurar er í Bandaríkjunum, og því sækir fyrir- tækið fyrst um einkaleyfi þar, en í kjölfarið í fleiri löndum. Eftir að einkaleyfi er fengið í Evr- ópu t.d. hafa fyrirtækin val um í hvaða löndum leyfið á að gilda. Ár- gjald er greitt af hverju einkaleyfi, og því getur verið kostnaðarsamt að vera með leyfi í öllum löndum. Mik- ilvægt er að því sækja um einkaleyfi á réttum svæðum þar sem keppinautar eru með framleiðslu og/eða þar sem lykilmarkaðir eru. Fyrirtækin vakta gaumgæfilega það sem samkeppnisfyrirtækin gera á hverjum tíma og nýta sér hug- verkasafnið til að verja samkeppnis- stöðu sína. Guðmundur segir að einhver slík varnarmál séu jafnan í gangi. Málin geta endað fyrir dómstólum að hans sögn, en oftast sé hægt að ná saman með öðrum hætti fyrir þá sem koma að málum. Bæði Guðmundur og Tatjana Lat- inovic, framvæmdastjóri hugverka- deildar hjá Össuri, segja að mikil- vægt sé að vanda sig vel í einkaleyfa- ferlinu. Segir Guðmundur að mörg fyrirtæki á alþjóðlegum vettvangi hafi í gegnum tíðina brennt sig á því að setja vöru á markað án þess að kanna fyrirfram hvort uppfinningin hafi verið til. Aðspurð segir Tatjana að nær allar einkaleyfaumsóknir Össurar séu samþykktar. „Undirbúningsvinnan hjá okkur er það góð að við sækjum ekki um nema vera viss um að um einkaleyfishæfa nýjung sé að ræða.“ Össur og Marel samtals með 5.000 einkaleyfi  Tíu starfa við hugverkavernd hjá Marel  Nær 100% árangur Össurar Verðmæti Á Íslandi sér Hugverkastofan um skráningu einkaleyfa. Hugbúnaður flóknari » Guðmundur hefur yfir 20 ára reynslu af hugverkaskrán- ingu og vann lengi í Danmörku við skráningu einkaleyfa í upp- lýsinga- og fjarskiptatækniiðn- aði. Hans reynsla er að Danir séu oft meðvitaðri um þörf þess að skrá einkaleyfi strax í upphafi þróunarvinnu en þörf- in komi stundum seinna fram á Íslandi. Hann segir að það sé flóknara að sækja sér vernd fyrir hugbúnað, eins og gert er með vélbúnað, líkt og þann sem Marel framleiðir. Þrátt fyrir samdrátt í flestum at- vinnugreinum á tímabilinu júlí-ágúst á þessu ári jókst smásala um 7% frá því á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í grein- ingu Hagstofunnar og er byggt á virðisaukaskýrslum. Mestur sam- dráttur var hjá ferðaskrifstofum á fyrrgreindu tímabili eða 82% og í rekstri gististaða sem dróst saman um 64%. Aðrir þjónustugeirar bera skarðan hlut frá borði, t.d. dróst veltan saman um 30% í leigu á bif- reiðum og um 24% í veitingasölu. Sala og viðhald ökutækja jókst um 12% á umræddu tímabili. Velta eykst í smásölu Mestur er samdráttur í ferðaþjónustu. Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, og Linda Jónsdóttir, fjár- málstjóri fyrirtækisins, seldu hluta af hlutabréfum sínum í því í gær. Þannig seldi Árni Oddur 200 þús- und hluti á genginu 703 fyrir 140,6 milljónir króna. Á hann eftir við- skiptin ríflega 142 þúsund hluti í fé- laginu auk þess sem hann á 17,9% hlut í Eyri Invest sem er stærsti hluthafi Marel. Linda seldi 150 þús- und hluti í félaginu á genginu 703 fyrir ríflega 105 milljónir. Eftir við- skiptin á Linda tæplega 560 þúsund hluti í Marel. Topparnir selja í Marel 31. október 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 141.14 Sterlingspund 182.65 Kanadadalur 105.49 Dönsk króna 22.186 Norsk króna 14.81 Sænsk króna 15.844 Svissn. franki 154.62 Japanskt jen 1.3532 SDR 199.3 Evra 165.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 194.9712 Hrávöruverð Gull 1876.85 ($/únsa) Ál 1801.0 ($/tonn) LME Hráolía 39.16 ($/fatið) Brent
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.