Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
✝ Ólafía Ólafs-dóttir fæddist
í Áshól í Ásahreppi
31. október 1926.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 9.
mars 2020. For-
eldrar hennar
voru Ólafur Krist-
inn Ólafsson bóndi,
f. 31. mars 1895, d.
9. september 1937,
og Sigríður Sig-
urðardóttir húsfreyja, f. 4.
ágúst 1893, d. 1. ágúst 1927.
Ólafía giftist 24. mars 1956
Guðmundi Guðmundssyni, for-
stjóra Trésmiðjunnar Víðis hf.,
f. 4. júní 1910, d. 13. desember
1987. Foreldrar Guðmundar
voru Guðmundur Bjarnason
bóndi í Önundarholti, f. 10. júlí
1864, d. 7. janúar 1910, og Hild-
ur Bjarnardóttir, f. 3. desember
1871, d. 13. nóvember 1961.
Synir Guðmundar og Ólafíu
eru: 1) Ólafur Kristinn, f. 6.
ágúst 1956, í hjónabandi með
Sigrúnu Konráðsdóttur, f. 17.
ágúst 1956, börn þeirra eru a)
Þorsteinn Konráð, f. 25. júlí
1975, sambýliskona Svava Sig-
dóttir hennar er Emelía, f. 12.
nóvember 2006.
Ólafía, sem ævinlega var
kölluð Lóa, ólst upp í Áshól í
Ásahreppi, fyrstu árin í umsjá
Kristínar ömmu sinnar eftir að
móðir hennar lést frá henni
barnungri. Hún missti föður
sinn aðeins 10 ára gömul og ólst
eftir það upp hjá ömmu sinni,
föðurbræðrum sínum, Ingivaldi
og Stefáni, og konu Stefáns, El-
ínu.
Lóa hlaut barnaskóla-
menntun eins og þá tíðkaðist í
sveitum, en síðan fór hún til
náms í Húsmæðraskólanum á
Hverabökkum og brautskráðist
þaðan 1947. Í framhaldinu lá
leiðin til Reykjavíkur, þar sem
hún vann nokkur misseri á elli-
heimilinu Grund, þar til hún réð
sig til Guðmundar í Víði, en sú
ráðning varð að ævilöngu
hjónabandi. Fyrst bjuggu þau á
Víðimel 31 í Reykjavík, en
nokkrum árum síðar byggðu
þau sér hús rétt utan Reykjavík-
ur á Víðivöllum við Elliðavatn.
Þar var hún búsett til æviloka.
Útför Lóu fór fram í kyrrþey
vegna aðstæðna í þjóðfélaginu í
Fossvogskapellu 20. mars 2020
og var hún lögð til hinstu hvílu í
Fossvogskirkjugarði hjá eig-
inmanni sínum og syni.
urþórsdóttir, f. 21.
janúar 1978. b)
Guðmundur Bjarni,
f. 8. apríl 1982, son-
ur hans er Haf-
steinn, f. 10. febr-
úar 2012. c) Lóa
Sigríður, f. 11. nóv-
ember 1983, í
hjónabandi með
Tryggva Knut Fa-
restveit, f. 30. ágúst
1979, dætur þeirra
eru Vala Fanney, f. 10. sept-
ember 2009, Ásta Laufey, f. 20.
febrúar 2012, og Lena Sóley, f.
1. ágúst 2013. 2) Gísli Ísfeld, f.
5. nóvember 1957, d. 23. mars
2015. 3) Björn Ingi, f. 5. maí
1964. 4) Sigurður Vignir, f. 26.
september 1966, í hjónabandi
með Þórdísi Guðmundsdóttur, f.
19. ágúst 1968, dætur þeirra
eru a) Valgerður, f. 17. mars
1992, í hjónabandi með Karli
Pálssyni, f. 15. október 1989, b)
Hulda Ólafía, f. 10. febrúar
2003, c) Ragnhildur Helga, f. 8.
október 2009. 5) Guðmundur
Víðir, f. 15. september 1969, í
sambúð með Kolbrúnu Ýri Sig-
fúsdóttur, f. 12. október 1979,
Tengdamóðir mín hún Lóa lést
þann 9. mars síðastliðinn. Hún
var í hvíldarinnlögn á Hrafnistu
þegar hún varð bráðkvödd. Tíð-
indin komu okkur á óvart þrátt
fyrir að Lóa væri komin á háan
aldur því hún var heilsuhraust og
skýr í hugsun fram á það síðasta.
Ég kom inn í fjölskylduna
haustið 1988 og hitti þá Lóu í
fyrsta sinn. Mér var vel tekið og
einnig myndaðist gott samband á
milli hennar og Huldu móður
minnar og varð þeim vel til vina
enda með mörg sameiginleg
áhugamál.
Lóa skaut yfir okkur skjóls-
húsi haustið 2002 þegar við vor-
um í húsbyggingum og með barn
á leiðinni og áttum við góða mán-
uði hjá henni þar til við fluttum
inn í eigið húsnæði. Stúlkan sem
fæddist þennan vetur var nefnd
eftir ömmum sínum, Hulda
Ólafía, og tókst okkur að koma
Lóu á óvart með nafngiftinni þar
sem hún var ekki ýkja hrifin af
Ólafíu nafninu og vildi frekar
vera þekkt sem Lóa. Okkur var
þó samstundis fyrirgefið og ekki
að sjá annað en að hún væri harð-
ánægð með nöfnuna.
Ást hennar á bókmenntum var
það sem skilgreindi hana alla tíð
og hún las sér til ánægju fram á
síðasta dag. Hún gat farið með
heilu ljóðabálkana eftir minni og
mundi hvert einasta orð kórrétt.
Bókatíðindin voru lesin spjald-
anna á milli fyrir jólin og hún var
alltaf með á hreinu hvaða bók hún
vildi gefa hverjum og einum í
jólagjöf og eins vissi hún alveg
hvað hún vildi lesa sjálf og því var
aldrei vandamál að velja gjafir
handa henni. Jólin voru svo tekin
í lestur, oft fram á nótt til að kom-
ast yfir sem mest.
Lóa var hagleiksmanneskja og
hafði yndi af góðu handverki og
eftir hana liggur heilmikið af út-
saumuðum myndum og dúkum.
Hún var prjónandi fram á síðasta
dag og nutum við Siggi og börnin
okkar góðs af prjónaskapnum.
Hún var einnig liðtækur teiknari
og með gott auga fyrir umhverf-
inu.
Dætrum mínum var hún ein-
staklega góð. Hún var dugleg að
deila með þeim bókum sem henni
fannst nauðsynlegt að ungar
stúlkur þyrftu að kynnast og
fylgdist vel með hvað þær voru að
gera í lífinu. Yngri dæturnar,
Hulda Ólafía og Ragnhildur
Helga, höfðu gaman af því að
heimsækja ömmu sína og komu
gjarnan með köku með sér og
fengu hlýjar kveðjur og gott
spjall í staðinn.
Sérstaklega gott samband var
á milli Lóu og Valgerðar elstu
dóttur minnar, ekki síst eftir að
móðuramma Valgerðar lést árið
2000. Lóa gat mætt í brúðkaup
Valgerðar og Kalla sem var hald-
ið norður í Bárðardal sumarið
2016. Að því loknu var Sprengi-
sandsleið ekin heim á leið, nokk-
uð sem ekki allir jafnaldrar henn-
ar hefðu treyst sér í. Von er á
fjölgun hjá Valgerði og Kalla nú í
haust og þótt Lóa hafi ekki náð að
hitta langömmudrenginn í lif-
anda lífi, trúi ég því að hún vaki
yfir honum.
Sof, ástríka auga,
sof, yndisrödd þýð,
hvíl, hlýjasta hjarta,
hvíl, höndin svo blíð!
Það hverfur ei héðan,
sem helgast oss var:
vor brjóst eiga bústað,
- þú býrð alltaf þar.
Hið mjúka milda vor
sín blóm á þig breiði
og blessi þín spor.
(Jóhannes úr Kötlum)
Ég kveð elsku tengdamóður
mína með ást og virðingu og þökk
fyrir allt.
Þórdís Guðmundsdóttir.
Nú þegar nokkrir mánuðir eru
liðnir frá fráfalli ömmu Lóu er
auðveldara að ná hugsunum í orð.
Tárin streyma þó fram og
söknuðurinn er enn jafn sterkur.
Það hefur verið gæfa okkar og
lukka að hafa ömmu hjá okkur í
öll þessi ár og verður skrítið að
hún verði ekki hjá okkur núna á
94 ára afmælinu.
Ég minnist hennar ömmu með
svo gífurlegu þakklæti fyrir allar
stundirnar þegar ég var að vaxa
upp. Allar stundirnar á Víðivöll-
um þar sem ég var svo oft í pöss-
un, kaffitímarnir með flóaðri
mjólk og kókómalti, og auðvitað
mátti ekki gleyma að borða
mjólkurhimnuna sem myndaðist
á heitu mjólkinni.
Hún geymdi í huga sér svo
mörg ljóð, ég reyni að rifja upp
þau örfáu sem ég ennþá man, en
þau eru því miður ekki skýr og ég
gleymi einstaka línum. Öll tæki-
færisljóðin sem hún mundi, sem
einhver á árum áður hafði samið
á staðnum við eitthvert tilefni, og
amma mundi það enn mörgum
árum síðar.
Ein sterkasta minningin frá
æsku minni er þegar við vorum
einar heima á Víðivöllum, raf-
magnið hafði farið og við sátum í
eldhúsinu við kertaljós og amma
las fyrir mig sögu. Þegar raf-
magnið komst loks á og aðrir
heimilismeðlimir komu heim, þá
vildi ég endilega klára söguna,
þannig að við lokuðum bara að
okkur inn í eldhús með slökkt
ljósin og kláruðum einhverjar
síður í viðbót.
Eitt af síðustu skiptunum sem
ég hitti hana ömmu var ég nýbúin
að komast að því að ég ætti von á
mínu fyrsta barni. Mér þótti svo
leitt að fá ekki að deila fréttunum
með henni þar sem meðgangan
var komin svo stutt á veg.
En örfáum dögum eftir að hún
féll frá dreymdi mig að ég og
Kalli værum stödd í eldhúsinu á
Víðivöllum. Amma sat í horninu
við eldhúsborðið og við náðum þá
að segja henni fréttirnar augliti
til auglitis. Ég er alveg viss um að
hún hafi verið að kíkja þarna í
heimsókn til að fá fréttirnar stað-
festar sem hún vissi ábyggilega
nú þegar.
Þó að hún nái ekki að kynnast
litla drengnum okkar persónu-
lega veit ég að hann mun eiga
allra bestu verndarenglana til að
vaka yfir sér. Og hver veit;
kannski mun hann koma í heim-
inn á afmælisdeginum hennar
ömmu.
Þegar ég gisti hjá ömmu fór-
um við alltaf með bænirnar okkar
og trúarjátninguna saman.
Í lokin læt ég fylgja bænirnar
tvær sem mér þótti vænst um og
kveð með orðunum sem þú end-
aðir alltaf bænirnar á.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesú mæti.
(Höf. ók.)
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
guð í faðmi þínum.
(Höf. ók.)
Guð gefi okkur öllum góða
nótt.
Góða nótt elsku amma Lóa
mín.
Valgerður Sigurðardóttir.
Við erum svo heppin systkinin
að eiga margar góðar og dýr-
mætar minningar frá æsku okkar
hjá ömmu Lóu. Sem börn eydd-
um við miklum tíma hjá henni á
Víðivöllum við Elliðavatn. Að
gista hjá ömmu var ávallt ævin-
týri.
Amma var yfirleitt í eldhúsinu
að lesa, hlusta á Gufuna, eða við
baksturinn. Það var jafn gaman
að borða það sem hún bakaði eins
og að horfa á hana baka og fá að
hjálpa til. Hún gerði margt við
baksturinn öðruvísi en við vorum
vön.
Hún blandaði hráefnum saman
á borðinu, gerði fjall og bjó síðan
til holu í miðjunni þar sem egg og
mjólk fóru ofan í. Hún átti til
hrærivél en í minningunni var
hún mjög sjaldan notuð og allur
bakstur var gerður í höndunum.
Amma bjó til allra bestu kleinur
og það var fátt betra en að fá sér
heitar kleinur og ískalda mjólk. Á
jólunum stóð amma alltaf fyrir
sínu og bakaði fallegar smákökur
og við fengum yfirleitt frjálsar
hendur ofan í smákökuboxin hjá
henni.
Amma sagði okkur oft
skemmtilegar sögur og ævintýri.
Það var svo notalegt á kvöldin að
hjúfra sig undir sæng hjá ömmu,
með hitapoka undir fótunum og
hlusta á hana segja sögur fyrir
okkur. Við báðum ömmu iðulega
að endurtaka sögurnar og með
bros á vör endurtók hún söguna
fyrir okkur. Hverri sögustund
lauk með að amma fór með bænir
með okkur.
Á veggjunum í eldhúsinu hjá
ömmu var fallegt veggfóður sem
við sáum sem áskorun til þess að
plokka í. Amma var dugleg að
segja okkur að hætta þessu en
aðdráttaraflið við litlu holurnar
sem við höfðum myndað var
stundum yfirþyrmandi og litlir
puttar fóru fljótt að plokka aftur.
Það einkenndi ömmu að hún var
sjaldan reið og fyrirgaf okkur
fljótt þetta óþarfa plokk í okkur
enda varð veggfóðrið skreytt
mörgum litlum götum eftir okkur
systkinin.
Amma var mikill dýravinur,
yfirleitt með kött eða tvo og hund
á heimilinu. Við systkinin fengum
yfirleitt að eiga í dýrunum með
henni. Hafsteinn, langömmubarn
ömmu Lóu, er einnig mikill dýra-
vinur, og hafa þau gert ýmis sam-
komulög um hvaða part hann
mætti eiga. Síðast var það allur
feldurinn, að undanskildu í kring-
um afturendann.
Amma hefur verið dugleg að
prjóna og gerði það enn þrátt fyr-
ir háan aldur. Öll langömmubörn-
in hennar eiga enn mörg pör af
fallegum ullarvettlingum sem
hún prjónaði og eru þeir í miklu
uppáhaldi. Þeir gefa okkur systk-
inunum hlýju á annan máta þar
sem þeir minna okkur á elsku
ömmu okkar.
Ömmuknús var samt alltaf
best og veitti okkur mikið öryggi
og vellíðan. Elsku amma, við er-
um þakklát fyrir allar þær stund-
ir sem við áttum með þér og takk
fyrir að hafa skipað stóran sess í
æsku okkar og lífi.
Guðmundur og Lóa.
Ólafía Ólafsdóttir
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
HREFNA MARÍA SIGURÐARDÓTTIR,
Vallartúni 5, Keflavík,
lést á Hlévangi Hrafnistu laugardaginn
17. október. Útförin fer fram frá safnaðarheimili Keflavíkurkirkju,
Kirkjulundi, þriðjudaginn 3. nóvember klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera
viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt á Facebook-síðu: Útför Hrefnu Maríu
Sigurðardóttur eða á slóð https://bit.ly/3osqACw.
Gunnar Jónsson
Lovísa Steinunn Gunnarsd. Hermann F. Ólason
Jón Hrólfur Gunnarsson
Jóhanna Helga Gunnarsd. John Dunn
Hulda S. Gunnarsdóttir
Sigríður Gunnarsdóttir Viðar Kristjánsson
Kolbrún Jenný Gunnarsd. Björgvin Filippusson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn
Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BJARNI PÉTURSSON,
fv. deildarstjóri,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ
fimmtudaginn 29. október.
Útför fer fram síðar.
Guðrún Bjarnadóttir Melchior Lippisch
Pétur Bjarnason Brynja Ástráðsdóttir
Sigurður Bjarnason Dröfn Guðmundsdóttir
afabörn og langafabarn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN SIGMUNDSDÓTTIR,
yfirlæknir á sóttvarnasviði
Embættis landlæknis,
lést á heimili sínu, Fjarðarási 2, Reykjavík,
þriðjudaginn 27. október. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni
föstudaginn 6. nóvember klukkan 11. Viðstaddir verða einungis
fjölskylda og nánustu vinir. Athöfninni verður streymt á
https://youtu.be/vE8jGqR_9wA.
Fjölskyldan þakkar starfsfólki heimaþjónustu HERU og þeim
fjölmörgu læknum og öðru starfsfólki Landspítalans sem
önnuðust hana í veikindum hennar.
Gylfi Óskarsson
Guðlaug Gylfadóttir Hlynur Daði Sævarsson
Hólmfríður Gylfadóttir Einar Sigurvinsson
Magnús Atli Gylfason Daría Lind Einarsdóttir
Egill Arnar og Guðrún Freyja Hlynsbörn
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 11-16 virka daga
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
REYNIR KJARTANSSON
trésmiður,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
mánudaginn 26. október.
Útför verður auglýst síðar.
María Olafson
Þuríður Reynisdóttir Ágúst Guðmundsson
Viðar Reynisson Anna Lilja Másdóttir
María, Guðrún, Þuríður og Katla
Okkar ástkæra,
KRISTBJÖRG FREYDÍS
STEINGRÍMSDÓTTIR,
Bogga í Hrauni,
lést á Dvalarheimilinu Hvammi 23. október.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
4. nóvember klukkan 11.
Aðeins nánustu aðstandendur geta verið viðstaddir en streymi
verður á https://facebook.com/bogga.oggrimur
Innilegar þakkir færum við því yndislega fólki sem annaðist hana
í veikindum hennar.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningar- og
gjafasjóð Hvamms.
Hólmgrímur Kjartansson
Arndís Á. Hólmgrímsdóttir Methúsalem Einarsson
Harpa Þ. Hólmgrímsdóttir Rafn Stefánsson
Elín D. Methúsalemsdóttir Þorsteinn Halldórsson
Hólmdís F. Methúsalemsd. Hamidreza Jamshidnia
Oddný Björg Rafnsdóttir
Stefán Grímur Rafnsson Súsanna Svansdóttir
og langömmustrákarnir