Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kórónu-veirufar-aldurinn hefur sett strik í reikninginn hjá mörgum. Á tímum sem þessum þarf samstöðu til að stöðva út- breiðslu veirunnar. Það þarf líka að sýna samstöðu með þeim sem eru í vandræðum og hafa jafnvel misst lífsviðurværi sitt vegna válegra afleiðinga veirunnar fyrir atvinnulífið. Í gær var greint frá því að Kaupfélag Skagfirðinga og dótturfyrirtæki þess í mat- vælaframleiðslu hygðust gefa fólki í erfiðleikum matvöru, sem samsvaraði 40.000 mál- tíðum til jóla. „Þetta er viðleitni okkar til þess að aðstoða fólk sem á í tímabundnum erfiðleikum vegna kórónuveirunnar og af- leiðinga hennar,“ sagði Þór- ólfur Gíslason, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Skag- firðinga, í frétt í Morgun- blaðinu í gær, og ítrekaði mikilvægi samstöðunnar: „Það kreppir víða að í þjóðfélaginu þessa dagana, en það á enginn að líða neyð vegna þess. Það er mikilvægt að við stöndum sam- an í þessari baráttu.“ Í fréttinni er talað við Ás- gerði Jónu Flosadóttur, for- mann Fjölskylduhjálparinnar, sem segir að þörfin fyrir aðstoð af þessu tagi sé gríðarleg og aukist dag frá degi: „Þetta er stærsta matargjöf allra tíma og gæti ekki komið á betri tíma.“ Morgunblaðið hefur undan- farið flutt fréttir af vaxandi at- vinnuleysi á Íslandi. Allt í kringum okkur geisar kórónu- veiran af miklu afli og ein mik- ilvægasta grein íslensks at- vinnulífs, ferðaþjónustan, er svo gott sem lömuð. Stjórnvöld hafa gert sitt til að mýkja lendinguna, en hún hefur engu að síður verið hörð fyrir marga. Morgunblaðið hefur allt frá fyrstu bylgju kórónuveirunnar reynt að draga fram og vekja athygli á því sem gert er, stórt og smátt, til þess að hjálpa, létta undir með fólki og efla samstöðu undir yfirskriftinni Stöndum saman bæði hér í blaðinu og á mbl.is. Það munar mikið um gjafir á borð við þá sem Kaupfélag Skagfirðinga greindi frá í gær. Ásgerður Jóna kveðst vona að þetta örlæti verði öðrum hvatn- ing til að gefa til þeirra sem nú þurfi á hjálp að halda. Gjöfin hefur vonandi vakið aðra, sem eru aflögufærir, til umhugs- unar. Hún er fordæmi til eft- irbreytni. Mikilvæg gjöf þegar þörf er á samstöðu}Fordæmi til eftirbreytni Nýsköpun erdrifkraftur í öllu atvinnulífi. Hún er forsenda fyrir því að vera í fararbroddi, hver sem vettvangurinn er. Án hennar skapast hætta á að dragast aftur úr og sitja jafn- vel eftir. En það er ekki nóg að leggja áherslu á nýsköpun, það þarf einnig að gæta þess að verja hugverkin og tryggja réttinn á nýjungum og upp- finningum. Í Morgunblaðinu hefur und- anfarna daga komið fram að Íslendingar eru miklir eftir- bátar nágrannaþjóðanna í einkaleyfum í upplýsinga- og fjarskiptatækni. Árni Sigurjónsson, formað- ur Samtaka iðnaðarins, segir í frétt í Morgunblaðinu í gær að þótt einkaleyfaferlið kunni að þykja langt og tímafrekt ættu skráningar einkaleyfa að vera fleiri en raun ber vitni. Mikilvægi þessa þáttar kom glöggt fram í viðtali við Elvar Erni Þormar, framkvæmda- stjóra og stofnanda hugbún- aðarfyrirtækisins Reons, þar sem hann lýsir hversu um- fangsmikið geti verið að afla einkaleyfa hér og úti í heimi. Hann lýsir jafnframt deilu fyrirtækisins um rétt á hug- mynd sem fór fyr- ir dómstóla. Málið vannst að lokum, en olli miklum búsifj- um fyrir fyrirtækið. Einkaleyfi skipta ekki að- eins máli í upplýsinga- og fjar- skiptatækni. Árangur hér á landi í fiskvinnslu og nýtingu vatnsfalla og jarðvarma bygg- ist líka á hugviti. Þar er ekki síður mikilvægt að verja hug- verkin og fá einkaleyfi þannig að ekki fari á milli mála hver eigi réttinn. Hjá Landsvirkjun hefur til dæmis verið lögð áhersla á að nýta þá þekkingu, sem hefur skapast hjá fyrir- tækinu í áranna rás, til út- flutnings. Þá er mikilvægt að aflað hafi verið einkaleyfa þannig að fyrirtækið geti upp- skorið eins og það hefur sáð þegar kemur að nýtingu á er- lendri grund. Hér er um mikilvægt mál að ræða. Í nýsköpunarstarfi er mikið lagt undir og þá gildir öllu að tryggja einkaréttinn til að nýta afrakstur þess og skapa verðmæti. Vernd hugverka for- senda fyrir verð- mætasköpun} Of fá einkaleyfi H ertar sóttvarnaráðstafanir um allt land tóku gildi í dag, 31. október. Meginbreytingin felst í 10 manna fjöldatakmörkunum í stað 20 áður. Allt íþróttastarf verður óheimilt og sviðslistir sömuleiðis. Gert er ráð fyrir að reglur um hertar aðgerðir gildi til og með 17. nóvember. Þær verða endur- metnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg. Áfram gildir 2 metra regla, aukin áhersla er á grímunotkun frá því sem áður hefur verið, sundlaugar verða lokaðar, krár og skemmti- staðir sömuleiðis, veitingastöðum þarf að loka kl. 9 á kvöldin og börn fædd 2015 og síðar verða undanþegin 2 metra reglu, fjöldatak- mörkunum og grímuskyldu. Ýmsar frekari takmarkanir leiðir af þessum takmörkunum og þær gera margvíslega starfsemi örðuga og suma starfsemi ómögu- lega. Þetta er verulega íþyngjandi skref, en því miður nauð- synlegt skref. Við þurfum að hemja faraldurinn með því að grípa fast í taumana og með því að grípa strax í taum- ana. Veiran er sannarlega á ferðinni úti í samfélaginu og hættan á ítrekuðum hópsmitum er yfirvofandi vegna þess hvernig dreifing veirunnar er. Ef við bregðumst ekki skjótt við munum við væntanlega sjá ítrekaðri hóp- smit. Landspítalinn sem er okkar flaggskip í heilbrigðis- þjónustunni er á neyðarstigi, álagið þar er mikið og vaxandi og það er álag víða í heil- brigðiskerfinu. Það er mikið álag í sóttvarn- arhúsum og meiri veikindi meðal þeirra sem eru þar í einangrun en áður hefur verið. Þetta er besti kosturinn í erfiðri og flókinni stöðu. Það er ekki ráðrúm til þess núna að bíða og sjá til og vona það besta. Það er eðli- legt að við séum orðin bæði þreytt og leið á þessu ástandi, en ég bið okkur öll um að muna eftir markmiðinu. Við viljum ekki draga þetta ástand á langinn, við viljum ekki bíða eftir því að staðan versni áður en við grípum til aðgerða, vegna þess að það gerist ef við grípum ekki til aðgerða strax. Tökum á þessu hratt og náum vopnum okkar aftur, við þurfum áfram að búa með þessari veiru, við vitum ekki hve lengi – það er hún sem ræður ferðinni en við vitum af reynslunni að með markvissum aðgerðum og góðri samstöðu getum við náð taumhaldi á henni og haldið henni í skefjum. Til þess að okkur gangi öllum vel þurfum við að vera ábyrg, en við þurfum líka að sýna umhyggju. Við þurfum líka að vera góð hvert við annað og við samfélagið okkar. Ef við tökum saman á þessu, af afli, sem við eigum til, af samstöðu, sem við þekkjum best, þá getum við leyft okk- ur að hlakka til aðventu og jóla. Sannarlega óvenjulegra jóla, en jóla samt. Svandís Svav- arsdóttir Pistill Afl og samstaða Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is U msagnir streyma þessa dagana til alls- herjar- og mennta- málanefndar Alþingis við frumvarp for- sætisráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Fær frum- varpið yfirleitt jákvæðar undirtektir en eitt álitamál virðist þó ekki hafa verið til lykta leitt en það snýst um aukið launagagnsæi og launaleynd á vinnustöðum. Sett hefur verið bráðabirgða- ákvæði í frumvarpið um að fela starfshópi að leggja fram mögu- legar tillögur til breytinga á lögum sem fyrirbyggi að launamun sé við- haldið með launaleynd á vinnustöð- um. Fulltrúar samtaka á vinnu- markaði, ríkis og sveitarfélaga verða í hópnum sem á að skila til- lögum um þetta innan eins árs. Samtök atvinnulífsins vekja at- hygli á því að þetta sé nýtt ákvæði sem ekki var að finna í frumvarpinu þegar það var birt í samráðsgátt stjórnvalda. Samtökin styðja að frumvarpið verði að lögum en hafa margt við þetta ákvæði að athuga. „Launakjör fólks á almennum vinnumarkaði eru hluti af persónu- legum upplýsingum og sú stað- reynd að fólk kjósi að greina ekki frá þeim verður ekki lögð að jöfnu við [að] vinnustaðir viðhaldi launa- leynd,“ segir í umsögn SA. Bæði ASÍ og BSRB greina frá því að samtökin hafi mótað tillögur við undirbúning frumvarpsins um að gengið yrði lengra til að auka launagagnsæi á vinnumarkaði en þær hafi ekki náð fram að ganga. Hefur ASÍ sent þingnefndinni til- lögurnar. BSRB bendir á að ákvæði í frumvarpinu um launaleynd sé sam- hljóða núgildandi ákvæði. Það kveð- ur á um rétt starfsfólks til að segja frá launakjörum sínum ef það kýs að gera það. Í umsögn BSRB segir að bandalagið og ASÍ vilji ganga „lengra í því að afnema launaleynd við endurskoðun jafnréttislaga nú. Núgildandi ákvæði hefur haft sára- lítil eða engin áhrif í átt til aukins launagagnsæis“. SA telja óljóst hverju verði áorkað með því að berjast gegn launaleynd í stað þess að halda áfram baráttu gegn ómálefnalegum launamun. „Verður fyrirtækjum hugsan- lega gert að afhenda upplýsingar um laun tiltekinna starfsmanna eða allra starfsmanna ef þess verður óskað? Gæti þá stéttarfélag óskað eftir lista yfir öll laun starfsmanna fyrirtækis og samsetningu þeirra? Eða gæti einstaklingur krafist þess að fá lista yfir sundurliðuð laun samstarfsmanna sinna?“ segir í um- sögn SA. Geti miðlað upplýsingum um meðaltöl í trúnaði ASÍ og BSRB leggja til að lög- fest verði að fyrirtæki og stofnanir með 25 eða fleiri starfsmenn skuli að beiðni trúnaðarmanns eða stétt- arfélags afhenda upplýsingar um launatölfræði; meðaltal greiddra mánaðarlauna og miðgildi launa sl. 12 mánaða, og að heimilt verði að óska eftir kyngreindum upplýs- ingum vegna að lágmarki fimm starfsmanna af hvoru kyni. Gæta verði trúnaðar um þessar upplýs- ingar en trúnaðarmanni og stéttar- félagi verði þó heimilt að miðla þeim til starfsmanna í trúnaði. SA segja lögfestingu jafnlauna- staðals ætlað að ná því markmiði að útrýma launamun kynjanna. „Það er ómarkvisst að nota mörg verk- færi til að ná sama markmiði,“ segir í umsögn SA. Launaleynd gæti áfram orðið bitbein Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kröfuganga 1. maí Samtök launafólks styðja ákvæði um jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu en vilja ganga lengra í að tryggja gagnsæi launa. Samtök atvinnulífsins telja tímabært að leggja Jafnréttis- ráð niður alfarið „og finna vinnu þess annan farveg, til dæmis eingöngu með samráðsvett- vangi sem fundar reglulega með aðkomu ráðherra,“ eins og segir í umsögn SA. ASÍ tekur í sama streng og segir ráðið hafa að miklu leyti misst hlutverk sitt sem ráðgefandi vettvangur fyrir stjórnvöld eftir því sem aðrar stofnanir á sviði jafnréttismála hafa styrkst. Í umræðum við undirbúning frumvarps for- sætisráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna hafi komið skýrt fram sú afstaða að ráðið hefði óljósu hlutverki að gegna. ASÍ styður hugmyndir um stofnun samráðsvettvangs vinnumarkaðar og samtaka sem vinna að jafnréttismálum. Fela megi skrifstofu jafnréttismála meginverkefni Jafnréttisráðs að veita jafnréttisviðurkenningar og undirbúa Jafnréttisþing. Jafnréttisráð orðið óþarft UMSAGNIR SA OG ASÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.