Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 51
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Mammút er langlíf sveit (og núætlaði ég að koma meðhnyttinn samanburð á aldri sveitarinnar og líftíma loðfílsins en brandarinn gekk ekki upp. Þannig að ég sleppi honum). En já, sextán ár er talsvert, og Mammút hefur slípað steininn frá morgni til kvölds að heita má eða allt síðan hún sigraði í Mús- íktilraunum með glæsibrag árið 2004. Mammút hefur síðan þá verið ein af okkar helstu rokksveitum, stöðugt að í gegnum hljómleikahald sem og plötuútgáfu.Vinátta og tilfinnanleg stemning hefur ávallt leikið um þann hóp sem Mammút skipar hverju sinni, eitthvað sem er síst gefið í þess- um fræðum en ábyggilega stór þáttur í velgengni hljómsveitarinnar. Sígandi lukka er best og það á ekki síst við um plötur Mammút. Fyrstu tvær, Mammút (2006) og Karkari (2008), voru um margt ójafnar en sveitin sýndi loks hvers hún var megnug á Komdu til mín svarta syst- ir (2013). Mikilúðlegt verk og „full- orðins“. Síðasta verk, Kinder Ver- sions (2017), sem gefið var út af Bella Union í Bretlandi er þá margverð- launað og ekki að ósekju. Sú plata tók m.a. áhrif frá nýrokki níunda áratug- arins, U2 (The Unforgettable Fire) og Cocteau Twins. Gotablær og grúv- andi síðpönk yfir. Eins og fjallið eina Ride The Fire var tekin upp á Ís- landi og í London. Árni Hjörvar, bassaleikari The Vaccines, sá um upp- tökustjórn, Sam Slater hljóðblandaði (Hildur Guðnadóttir) og um hljóm- jöfnun sá Mandy Parnell (Björk og Sigur Rós). Trommuleikarinn Valgeir Skorri Vernharðsson hefur nú gengið til liðs við hljómsveitina og þreytir hér frumraun sína, leysir Andra Bjart Jakobsson af. Mammút hefur fyrir margt löngu tálgað til ákveðinn einkennishljóm og liggur hann yfir plötunni. Útfærslur eru nýjar og öðruvísi, en grunnurinn er sá sami. Og eins og ég lýsi hér í upphafi, það tók tíma að draga gæðin fram, svona eins og þegar pottréttur er látinn malla hálfan daginn eða svo. Þolinmæði, saman með seiglu, borgar sig. Mammút hefur, sérstaklega á síð- ustu þremur plötum, unnið gagngert með skandinavísk rökkurminni (gota- blærinn) og það er svöl síðpönksára yfir líkt og venjulega. Hljóðmynd plötunnar er frábær. Allt skýrt og gott, allir „levelar“ réttir. Það er allt- af erfitt að lýsa hljómi með orðum en myndin sem maður fær er af dökkri og umlykjandi plötu. Gítarar klingja og eru hvassir, bassinn er feitur, djúpur og töffaralegur og Katrína Mogensen söngkona leiðir lögin eins og sú sem valdið hefur. Innkoma Vernharðs er líka mjög öflug, hann veldur starfinu með glans. „Sun and Me“ er vel til fundið opnunarlag og kynnir allt það sem ég var að tala um til leiks. Það er drjúgt á næstu þrem- ur lögum svo, hálfgerðar myrkra- ballöður en um leið mikill leikur í út- setningum (sjá skothríðina í „Pow Pow“). „Prince“ kemur svo þægilega inn, skammlaust popplag og hin fal- legasta smíð. Gotagangan heldur svo áfram („Forever on your mind“ kall- ar fram Joy Division, Killing Joke, Interpol o.fl.) og „Still Like A Mount- ain“ er glæst, styðst við hálfgerðan spagettívestragítar, ísi lagður eyði- merkuróður!? „Fire“ er hálfgert varðeldalag (og algerlega frábært) og sýnir vel það fjölskrúðuga vopnabúr sem sveitin býr að eftir öll þessi ár. Ride the Fire er stöndug plata. Það blasir ekkert við í fyrsta rennsl- inu en ef fólk leyfir henni að marin- erast eru verðlaun. Þú finnur nefni- lega þá og heyrir að þetta er band sem var ekki stofnað í gær, reynslan og telepatískt samband meðlima á milli skilar sér inn í lögin og heild- armyndina. Eldurinn beislaður, já svo sannarlega! »Mammút hefurfyrir margt löngu tálgað til ákveðinn ein- kennishljóm og liggur hann yfir plötunni. Út- færslur eru nýjar og öðruvísi, en grunnurinn er sá sami. Fimmta plata Mamm- út kallast Ride the Fire. Nýr trommuleik- ari er genginn til liðs við sveitina en hljóm- urinn er nokk auð- þekkjanlegur samt sem áður. Eða hvað? Hersing Spánný Mammút stillir sér upp vegna spánnýrrar plötu. MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Hrekkjavökuvika í Sambíóunum Sjáðu nokkrar að frægustu Hrollvekjum allra tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.