Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
Samband tónskálda og eigenda
flutningsréttar, STEF, veitti í gær
hin árlegu verðlaun sín, Langspilið,
auk þess sem veitt var heiðurs-
merki sambandsins. Langspilið
hlaut tónskáldið Anna Þorvalds-
dóttir og heiðursmerkið tónlistar-
maðurinn Þórir Baldursson.
Anna er búsett í London og
fylgdist með afhendingu Langspils-
ins með fjarfundarbúnaði en
fulltrúi hennar á staðnum tók við
verðlaunagripnum.
Áhrifamikið tónskáld
„Anna Þorvaldsdóttir hefur verið
nefnd ein af áhrifamestu tón-
skáldum okkar tíma. Tónlist Önnu
hafa tónlistargagnrýnendur m.a.
lýst sem „tónlist sem er að því er
virðist takmarkalaus ímyndun á
áferð“. Í viðtölum hefur hún sjálf
sagt að tónlist sín snúist fyrst og
fremst um áferð,“ segir í tilkynn-
ingu og að Anna hafi unnið til
margra verðlauna og þá bæði inn-
lendra og erlendra, m.a. Tónlistar-
verðlauna Norðurlandaráðs árið
2012 og Kravis Emerging Com-
poser Prize frá Fílharmóníuhljóm-
sveitinni í New York 2015. Árið
2018 hlaut hún tvenn verðlaun frá
Lincoln Center, Emerging Artist
Award og The Martin E. Segal
Award. Árið 2019 var hún tilnefnd
til Grammy-verðlaunanna.
Verk Önnu eru reglulega flutt
víða um lönd af virtum hljóm-
sveitum og var hún staðartónskáld
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
starfsárið 2018-2019 og vann m.a.
að nýjum tónverkum fyrir hljóm-
sveitina.
Fyrsta portrett-plata Önnu, Rhi-
zoma, kom út árið 2011 og komst á
lista yfir bestu tíu klassísku plötur
ársins í Bandaríkjunum. Sú næsta,
Aerial, kom út 2014 hjá Deutsche
Grammophon og komst á fjölda
lista yfir bestu plötur ársins. Segir
í tilkynningu að sjaldgæft sé að hið
virta útgáfufyrirtæki gefi út plötu
með samtímatónlist eftir einn höf-
und. „Með þessu braut Anna enn
eitt blaðið fyrir samtímatónskáld,“
segir í tilkynningunni og að þriðja
portrett-plata Önnu, In the Light
of Air, hafi svo komið út 2015 hjá
bandarísku útgáfunni Sono Lum-
inus og líkt og fyrri plötur hlaut sú
mikið lof gagnrýnenda.
Langur og farsæll ferill
Þórir Baldursson hlaut heiðurs-
merki STEFs í gær. Hann hóf ung-
ur að fikta við harmonikku á heim-
ili sínu, eins og segir í tilkynningu,
og á unglingsaldri fór hann að
leika með danshljómsveit föður
síns og skólahljómsveitum í
heimabæ sínum Keflavík. Hann
flutti svo til Reykjavíkur og á með-
an hann stundaði nám í mennta-
skóla lék hann með Svannatríóinu,
árin 1963-1968.
Árið 1966 gerði hljómsveitin
Dátar lag hans „Leyndarmál“
gríðarvinsælt og Savannatríóið
hljóðritaði þriðju plötu sína í
London árið 1967 sem leiddi til
þess að Decca-útgáfan gaf út
tveggja laga plötu með Þóri, að því
er fram kemur í tilkynningu. Árið
1969 bauðst honum að leika með
hljómsveit Karls Lilliendahl í
Finnlandi og þaðan lá leiðin til Sví-
þjóðar þar sem Þórir gekk til liðs
við hljómsveit og kynntist fyrri
eiginkonu sinni, söngkonunni Ninu
Lizell. Þórir fór víða um Evrópu
með hljómsveitinni og árið 1973
settist hann að í München, komst
þar inn í hljóðversbransann og
kynntist hinum víðfræga Georgio
Moroder, lagahöfundi og upptöku-
stjóra. Þórir var þá fastamaður í
stúdíósveit Moroders, eins og seg-
ir í tilkynningu, og var hljóm-
sveitin kennd við hljóðverið Mu-
sicland. Lék Þórir m.a. inn á
plötur Donnu Summer og Boney
M og árið 1979 hljóðritaði hann
m.a. með Grace Jones og Elton
John. Eftir að hafa búið og starfað
í Bandaríkjunum flutti Þórir aftur
heim til Íslands árið 1982 og varð
áberandi í upptökubransanum,
starfaði m.a. fyrir Geimstein sem
rekinn var af Maríu, systur Þóris,
og eiginmanni hennar Rúnari Júl-
íussyni.
Þórir hefur á löngum ferli
stjórnað fjölmörgum upptökum og
hljómsveitum og verið virkur í fé-
lagsstarfi höfunda, að því er fram
kemur í tilkynningunni og um ára-
bil sat hann í ýmsum nefndum og
stjórnum sambandsins. „Engum
dylst að Þórir hefur lagt mikið af
mörkum við framfaramál fyrir tón-
og textahöfunda á liðnum áratug-
um og er það stjórn STEFs sönn
ánægja að mega nú sæma hann
heiðursmerki STEFs,“ segir í enda
tilkynningar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heiður Langspilið og heiðursmerki STEFs voru afhent í húsnæði sambandsins í gær og fylgdist Anna með á netinu.
Anna hlaut Langspilið
Þórir Baldurs-
son tónlistarmað-
ur hlaut heiðurs-
merki STEFs í ár
Fyrsti vetrardagur boðaróvissu í veðurfarinu ogdimmar nætur, en aðeinsviku síðar birtir til, því 1.
nóvember kemur út glæpasaga eftir
Arnald Indriðason. Á miðnætti
verður það Þagnarmúr, enn eitt
meistarastykkið, og Konráð Jós-
epsson, fyrrverandi rannsóknar-
lögreglumaður, er í aðalhlutverki
eins og í bókum höfundar undan-
farin ár.
Sögur Arnaldar eru úthugsaðar
og með ólíkindum er hvernig hann
tengir gjarnan gömul mál við það
sem er efst á baugi í hverri bókinni
á eftir annarri. Konráð smellpassar
inn í þennan heim enda fastur í
óleystum málum fortíðar.
Frásögnin er hnökralaus, sveifl-
ast frá nútímanum til áranna um og
skömmu eftir 1960 og til baka með
markvissum hætti. Persónusköpun-
in fellur vel að efninu að vanda og
jafnvel fangavörðurinn á Litla-
Hrauni, sem gegnir veigalitlu hlut-
verki, er ljóslifandi fyrir augum
þess sem aldrei hefur þangað kom-
ið. Samræðurnar eru eðlilegar og
auðvelt er að gleyma sér í sviðs-
myndinni hverju sinni án þess að
láta glepjast af Seppa og Engilbert.
Sumir virðast vera sléttir og felldir
á yfirborðinu en þegar betur er að
gáð hafa margir sinn djöful að
draga. Gróft ofbeldi er víða, en
þöggunin er alger, hver sem á í hlut.
Því er ekki hlaupið að því að brjóta
niður múrinn.
Samviskan hefur nagað Konráð í
áratugi og hún er leiðandi stef í
þessari glæpasögu. Svo lengi sem
menn muna hefur
sannleikurinn
verið sagna best-
ur og þegar menn
leiðast út á breiða
vegi lyga og svika
getur verið vand-
ratað á beinu
brautina. Ekki
vegna þess að
viljann vanti,
heldur vegna þess að vinir og
vandamenn eiga erfitt með að sætta
sig við síendurtekin brot af nefndu
tagi og snúa því baki við þeim sem
hefur nítt niður af þeim skóinn.
Fyrrverandi lögreglumaðurinn finn-
ur heldur betur fyrir því í leitinni að
sannleikanum, sem að þessu sinni
snýr fyrst og fremst að óleystu máli
fyrir tæplega 60 árum.
Erna, látin eiginkona Konráðs,
hafði líkt merkingu rauðvínsins The
Dead Arm, sem virðist vera í uppá-
haldi hjá Konráð, við hann. „Vínvið-
urinn hafði þau einkenni að frá hon-
um óx bækluð grein sem féll að
lokum ónýt af trénu en það setti
aukinn kraft í þær greinar sem voru
heilar og þetta þótti gera vínið
kröftugra. Erna hafði séð sitthvað
af eiginmanni sínum í þessum
náttúrufurðum.“ (bls. 177).
Að sama skapi má segja að
Þagnarmúr sé eins og marggreina
jurt með sterkum stofni. Konráð fer
frá einum stað til annars í leit sinni
að sannleikanum og þó hann komi
yfirleitt að lokuðum dyrum eða því
sem næst nægir glæta honum til
þess að setja púslin saman, kornin
taka jafnt og þétt á sig mynd og
blómin á greinunum springa út
hvert af öðru þar til þau mynda
blómstrandi haf. Ekki verður bjart-
ara í skammdeginu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leitin að sannleikanum
Glæpasaga
Þagnarmúr bbbbb
Eftir Arnald Indriðason.
Vaka-Helgafell 2020. Innb., 303 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR Höfundurinn „Sögur
Arnaldar eru úthugs-
aðar og með ólíkindum
er hvernig hann tengir
gjarnan gömul mál við
það sem er efst á
baugi,“ segir gagnrýn-
andinn um nýja bók
Arnaldar Indriðasonar,
Þagnarmúr, en bókin
kemur út á morgun.
Nú finnur þú
það sem þú
leitar að á
FINNA.is
HönnunarMars, stærsta hönn-
unarhátíð landsins, verður haldin
19.-23. maí á næsta ári en ekki í
mars eins og vant er. Vegna Co-
vid-19 fór hátíðin í ár fram síðustu
helgina í júní og hefur stjórn hátíð-
arinnar ákveðið að hún skuli næst
haldin í maí, í ljósi yfirstandandi
heimsfaraldurs og óvissunnar sem
honum fylgir.
„HönnunarMars er 12 ára hátíð
sem fæddist í miðju hruni og hefur
frá upphafi verið boðberi bjartsýni,
nýsköpunar og nýrra leiða. Hátíðin
mun halda áfram að koma inn með
krafti, veita innblástur og gleði
ásamt því að varpa ljósi á þann
kraumandi skapandi kraft sem
hönnunarsamfélagið hér á landi hef-
ur að geyma. Við vitum hvorki hvað
framtíðin ber í skauti sér né hvernig
hátíðarhald verður en ljóst er að
alltaf verður þörf á samtalinu. Því
ber okkur skylda til að halda ótrauð
áfram. Það eru bjartari tímar fram
undan, HönnunarMars 2021 verður
með nýju sniði í takt við nýja tíma,“
skrifar Þórey Einarsdóttir, stjórn-
andi HönnunarMars.
Opnað verður fyrir umsóknir
þátttakenda næsta mánudag, 2. nóv-
ember, og er umsóknarfrestur til 30.
nóvember.
2020 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri við
setningu HönnunarMars í júní á þessu ári.
HönnunarMars verður í maí 2021