Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 Barna og fullorðins Íþróttafatnaður og skór 30% til70% afsláttur Sundaborg 1 NÆG BÍLASTÆÐI Opnunartími Virka daga 12-18 Laugardaga 12-16 Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu, að Menntaskólinn við Sund hafi brotið gegn jafnréttislögum þegar karl- maður var ráðinn í starf kennslu- stjóra hjá skólanum en ekki kona sem einnig sótti um starfið. Fram kemur í úrskurði kæru- nefndarinnar að annmarkar hafi verið af hálfu skólans á mati á kon- unni og karlmanninum sem hlaut starfið, einkum varðandi menntun konunnar. Taldi nefndin að konan hefði leitt nægar líkur að því að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns við ráðninguna en konan vísaði einnig m.a. til þess að í stjórnunarstöðum hjá skólanum hallaði mjög á konur. Skólinn var hins vegar ekki talinn hafa brotið gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Mennta- skóli braut jafnréttislög  Ráðning í starf kennslustjóra kærð Morgunblaðið/Árni Sæberg MS Hús Menntaskólans við Sund. Borgarráð hefur heimilað umhverf- is- og skipulagssviði að fara í útboð vegna kaupa á nýjum LED-lömpum vegna framkvæmda á árinu 2021. Áætlaður kostnaður er 550 millj- ónir króna. Annars vegar er um að ræða verkefni vegna gatna- og stígalýs- ingar í eldri hverfum, bæði húsa- götum og safngötum. Hins vegar er um að ræða verkefni á stígum milli hverfa auk opinna svæða. Af- greiðslutími á lömpum frá fram- leiðanda er allt að sex mánuðir. Samkvæmt yfirliti sviðsins eru helstu verkefni ársins 2021: Vest- urbær, kaup og uppsetning á 773 lömpum. Grafarvogur, kaup og uppsetning á 2.664 lömpum. Norð- lingaholt, kaup og uppsetning á 236 lömpum. Safngötur innan hverfa, kaup til þriggja ára og uppsetning að hluta til, alls 5.600 lampar. Í bókun minntu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins á tillögu um tíma- lengd götulýsingar, sem lögð var fram í janúar 2019. Tillögunni var vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs og skrifstofu fram- kvæmda og viðhalds en engin um- sögn hefur borist. „Nauðsynlegt er að bætt verði við tímalengd götu- lýsingar í Reykjavík. Árið 2015 var hún stytt. Vegna LED-væðingar götulýsingar er kostnaður við það að lengja tíma götulýsingar kvölds og morgna óverulegur og því aftur hægt að bæta við þann tíma sem kveikt er á lýsingu. Góð götulýsing er öryggisatriði bæði fyrir gang- andi, hjólandi og þá sem akandi eru,“ segir í bókuninni. sisi@mbl.is 550 milljónir í lampakaup Morgunblaðið/Hari LED-væðing Skipt verður um þúsundir lampa í ljósastaurum á næsta ári.  Vilja lengja lýsingartímann vegna LED-væðingarinnar Ósk Sigurðar- dóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra. Fram kemur í tilkynningu að Ósk er menntað- ur iðjuþjálfi frá Danmörku, er með MPM-meistara- gráðu í verkefnastjórnun og fram- haldsnám í straumlínustjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur einnig lokið Postgraduate-gráðu í nýsköpun og stefnumótun frá Ox- ford-háskóla og leggur nú lokahönd á MBA-gráðu. Ósk hefur m.a. starfað sem verk- efnastjóri á skrifstofu forstjóra Landspítala, sem formaður Iðju- þjálfafélags Íslands og starfað við verkefnastjórnun í hugbúnaðar- þróun. Ósk kennir nýsköpun við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri og á TravAble sem veitir fólki með hreyfihömlun upplýsingar um aðgengi að byggingum og þjón- ustu. Nýr fram- kvæmdastjóri Sjálfsbjargar Ósk Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.