Morgunblaðið - 31.10.2020, Síða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
Barna og fullorðins
Íþróttafatnaður og skór
30% til70% afsláttur
Sundaborg 1
NÆG BÍLASTÆÐI
Opnunartími
Virka daga 12-18
Laugardaga 12-16
Kærunefnd jafnréttismála hefur
komist að þeirri niðurstöðu, að
Menntaskólinn við Sund hafi brotið
gegn jafnréttislögum þegar karl-
maður var ráðinn í starf kennslu-
stjóra hjá skólanum en ekki kona
sem einnig sótti um starfið.
Fram kemur í úrskurði kæru-
nefndarinnar að annmarkar hafi
verið af hálfu skólans á mati á kon-
unni og karlmanninum sem hlaut
starfið, einkum varðandi menntun
konunnar. Taldi nefndin að konan
hefði leitt nægar líkur að því að
henni hefði verið mismunað á
grundvelli kyns við ráðninguna en
konan vísaði einnig m.a. til þess að í
stjórnunarstöðum hjá skólanum
hallaði mjög á konur. Skólinn var
hins vegar ekki talinn hafa brotið
gegn lögum um jafna meðferð á
vinnumarkaði.
Mennta-
skóli braut
jafnréttislög
Ráðning í starf
kennslustjóra kærð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
MS Hús Menntaskólans við Sund.
Borgarráð hefur heimilað umhverf-
is- og skipulagssviði að fara í útboð
vegna kaupa á nýjum LED-lömpum
vegna framkvæmda á árinu 2021.
Áætlaður kostnaður er 550 millj-
ónir króna.
Annars vegar er um að ræða
verkefni vegna gatna- og stígalýs-
ingar í eldri hverfum, bæði húsa-
götum og safngötum. Hins vegar er
um að ræða verkefni á stígum milli
hverfa auk opinna svæða. Af-
greiðslutími á lömpum frá fram-
leiðanda er allt að sex mánuðir.
Samkvæmt yfirliti sviðsins eru
helstu verkefni ársins 2021: Vest-
urbær, kaup og uppsetning á 773
lömpum. Grafarvogur, kaup og
uppsetning á 2.664 lömpum. Norð-
lingaholt, kaup og uppsetning á 236
lömpum. Safngötur innan hverfa,
kaup til þriggja ára og uppsetning
að hluta til, alls 5.600 lampar.
Í bókun minntu fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins á tillögu um tíma-
lengd götulýsingar, sem lögð var
fram í janúar 2019. Tillögunni var
vísað til umsagnar umhverfis- og
skipulagssviðs og skrifstofu fram-
kvæmda og viðhalds en engin um-
sögn hefur borist. „Nauðsynlegt er
að bætt verði við tímalengd götu-
lýsingar í Reykjavík. Árið 2015 var
hún stytt. Vegna LED-væðingar
götulýsingar er kostnaður við það
að lengja tíma götulýsingar kvölds
og morgna óverulegur og því aftur
hægt að bæta við þann tíma sem
kveikt er á lýsingu. Góð götulýsing
er öryggisatriði bæði fyrir gang-
andi, hjólandi og þá sem akandi
eru,“ segir í bókuninni. sisi@mbl.is
550 milljónir í lampakaup
Morgunblaðið/Hari
LED-væðing Skipt verður um þúsundir lampa í ljósastaurum á næsta ári.
Vilja lengja lýsingartímann vegna LED-væðingarinnar
Ósk Sigurðar-
dóttir hefur verið
ráðin fram-
kvæmdastjóri
Sjálfsbjargar
landssambands
hreyfihamlaðra.
Fram kemur í
tilkynningu að
Ósk er menntað-
ur iðjuþjálfi frá
Danmörku, er með MPM-meistara-
gráðu í verkefnastjórnun og fram-
haldsnám í straumlínustjórnun frá
Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur
einnig lokið Postgraduate-gráðu í
nýsköpun og stefnumótun frá Ox-
ford-háskóla og leggur nú lokahönd
á MBA-gráðu.
Ósk hefur m.a. starfað sem verk-
efnastjóri á skrifstofu forstjóra
Landspítala, sem formaður Iðju-
þjálfafélags Íslands og starfað við
verkefnastjórnun í hugbúnaðar-
þróun. Ósk kennir nýsköpun við
heilbrigðisvísindasvið Háskólans á
Akureyri og á TravAble sem veitir
fólki með hreyfihömlun upplýsingar
um aðgengi að byggingum og þjón-
ustu.
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Sjálfsbjargar
Ósk Sigurðardóttir