Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 Halla Unnur Helgadóttir Viðskiptafræðingur / Löggiltur fasteignasali / Ábyrgðarmaður Grensásvegi 13 108 Reykjavík S 570 4800 gimli@gimli.is Skoðaðu fleiri eignir á heimasíðu okkar www.gimli.is Einstakt tækifæri í ferðaþjónustu. Hótel Vos í Þykkvabæ ásamt einbýlishúsi og fylgieignum alls um 1.590 fm • Veitingasalur fyrir 55 manns • Einbýlishúsið er með 6 svefnherbergjum og heitur pottur á sólpalli. • Reiðskemma, hesthús, reiðvöllur og skemma með 3ja fasa rafmagni • Stórbrotið útsýni yfir suðurlandsundirlendi • Fjölbreytt afþreying Hafðu samband til að fá upplýsingar, Halla Unnur Helgadóttir, lögg.fasteignasali, s: 659-4044 eða halla@gimli.is Hótel Vos í Þykkvabæ 1.590 m2 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Kyrrð er svar við kalli í breyttum aðstæðum,“ segir Björn Friðrik Ein- isson söngvari. Hann er einn fjór- menninga sem á dögunum settu sam- an kvartettinn Kyrrð sem gefur sig út fyrir að syngja við jarðarfarir. Fé- lagarnir fjórir eru allir söngmenn í Karlakór Reykjavíkur sem á stund- um er brotinn upp og út á örkina fer þá 20 manna hópur og syngur við val- in tilefni. Nú á tímum veirunnar gilda hins vegar nálægðarmörk og fjölda- takmarkanir og því geta söngvarar til dæmis við útfarir ekki verið jafn margir og alla jafna. Söngur við jarðarför verður aldrei vani Söngmennirnir í Kyrrð eru, auk Björns, Þorleifur Kristinn Alfonsson, Ólafur Sveinsson og Björn Guðjón Sigurðsson – hver úr sinni röddinni. Allir hafa þekkst lengi og oft sungið saman. Í september vildi svo til að haft var samband við Þorleif og hann beðinn að útvega menn í söng við út- för. Hann kallaði í félaga sína þrjá sem nefndir eru hér að framan. Tónn- inn var gefinn og allt gekk upp. „Við smullum saman á fyrstu æf- ingu og söngurinn varð áreynslu- laus,“ útskýrir Björn. Við jarðarför- ina sungu félagarnir lögin Kveðja eftir Bubba Morthens, Lýs milda ljós, Líttu sérhvert sólarlag og Í bljúgri bæn; lag Megasar við texta sr. Péturs heitins Þórarinssonar, prests í Lauf- ási við Eyjafjörð. Sjálfur var Björn svo einsöngvari í laginu Rósin, eftir Friðrik Jónsson við ljóð Guðmundar Halldórssonar. Félagarnir eiga svo á efnisskrá fleiri lög sem þeir hafa æft og hæfa við útfarir og fleiri tilefni. „Söngur við útfarir verður aldrei vani. Sérstaklega gildir slíkt um at- hafnir þar sem verið er að kveðja yngra fólk og þá sem hafa fallið frá mjög sviplega,“ segir Björn Friðrik, sem gjarnan er einsöngvari á tón- leikum sem Karlakór Reykjavíkur stendur fyrir. Tónlistin getur hjálpað „Að standa fremst í kirkju and- spænis gestum tekur á og einbeit- ingin þarf að vera 100%. Hvernig andrúmið í kirkjunni er ræðst annars mjög af því hvernig presturinn talar, hans er bæði að minnast hins látna og gera aðstæðurnar syrgjendum bæri- legri. Sumum prestum tekst þetta vel og svo getur tónlist líka alltaf hjálp- að,“ tiltekur Björn sem stundað hefur söngnám um árabil. Að aðalstarfi er hann framkvæmdastjóri rekstr- arsviðs hjá Garðlist, Þorleifur er mál- ari, Ólafur vörustjóri hjá A4 og Björn Guðjón pípulagningamaður. Tónlistin er hins vegar þeirra hálfa líf – og allir ná þeir hinum eina sanna tóni. Kyrrð við jarðarfarir  Kvartett félaga í Karlakór Reykjavíkur  Smullu saman á æfingu  Hver úr sinni röddinni  Andrúmið í kirkjunni ræðst af því hvernig presturinn talar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Söngfélagar Frá vinstri: Björn Friðrik Einisson, Ólafur Sveinsson, Þorleifur Kristinn Alfonsson og Björn Guðjón Sigurðsson, sem mynda kvartettinn Kyrrð, stilltu sér upp til myndatöku í gær. Þeir ná vel saman í tónanna máli. facebook.com/kvartettinnkyrrd Í Árneshreppi Ranghermt var í Morgunblaðinu á fimmtudaginn að mynd af hreins- unarstarfi á Ströndum væri tekin í Bitrufirði. Hið rétta er að myndin var tekin í Árneshreppi, nánar til- tekið í Kolgrafarvík í landi Stóru- Ávíkur. Urðartindur, Norðurfjörður og Krossnesfjall eru í baksýn. Vel- virðingar er beðist á mistökunum. LEIÐRÉTT Jafnlaunavottun hefur reynst snúið og umfangsmikið verkefni fyrir mörg sveitarfélög. Sveitarfélög með fleiri en 25 starfsmenn áttu að hafa fengið jafnlaunavottun fyrir seinustu áramót. Það hefur ekki gengið eftir. Í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga við frumvarp for- sætisráðherra um jafna stöðu og jöfn laun kynjanna kemur fram að nú í lok október hefur 21 sveitar- félag fengið jafnlaunavottun en eft- ir standa 33 sveitarfélög með 25 starfsmenn eða fleiri. ,,Jafnréttis- stofa metur það svo að 15 sveitar- félög til viðbótar verði búin að fá vottun fyrir árslok og þ. á m. öll fjölmennustu sveitarfélögin. Þá munu 18 sveitarfélög standa eftir, væntanlega aðallega þau í fámenn- asta flokknum með undir 1.000 íbúa,“ segir m.a. í umsögn sam- bandsins. 33 sveitarfélög hafa ekki fengið vottun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.