Morgunblaðið - 31.10.2020, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020
Halla Unnur Helgadóttir
Viðskiptafræðingur / Löggiltur
fasteignasali / Ábyrgðarmaður
Grensásvegi 13
108 Reykjavík
S 570 4800
gimli@gimli.is
Skoðaðu
fleiri eignir á
heimasíðu okkar
www.gimli.is
Einstakt tækifæri í ferðaþjónustu.
Hótel Vos í Þykkvabæ ásamt einbýlishúsi og
fylgieignum alls um 1.590 fm
• Veitingasalur fyrir 55 manns
• Einbýlishúsið er með 6 svefnherbergjum
og heitur pottur á sólpalli.
• Reiðskemma, hesthús, reiðvöllur og
skemma með 3ja fasa rafmagni
• Stórbrotið útsýni yfir suðurlandsundirlendi
• Fjölbreytt afþreying
Hafðu samband til að fá upplýsingar,
Halla Unnur Helgadóttir, lögg.fasteignasali,
s: 659-4044 eða halla@gimli.is
Hótel Vos í Þykkvabæ 1.590 m2
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Kyrrð er svar við kalli í breyttum
aðstæðum,“ segir Björn Friðrik Ein-
isson söngvari. Hann er einn fjór-
menninga sem á dögunum settu sam-
an kvartettinn Kyrrð sem gefur sig
út fyrir að syngja við jarðarfarir. Fé-
lagarnir fjórir eru allir söngmenn í
Karlakór Reykjavíkur sem á stund-
um er brotinn upp og út á örkina fer
þá 20 manna hópur og syngur við val-
in tilefni. Nú á tímum veirunnar gilda
hins vegar nálægðarmörk og fjölda-
takmarkanir og því geta söngvarar til
dæmis við útfarir ekki verið jafn
margir og alla jafna.
Söngur við jarðarför
verður aldrei vani
Söngmennirnir í Kyrrð eru, auk
Björns, Þorleifur Kristinn Alfonsson,
Ólafur Sveinsson og Björn Guðjón
Sigurðsson – hver úr sinni röddinni.
Allir hafa þekkst lengi og oft sungið
saman. Í september vildi svo til að
haft var samband við Þorleif og hann
beðinn að útvega menn í söng við út-
för. Hann kallaði í félaga sína þrjá
sem nefndir eru hér að framan. Tónn-
inn var gefinn og allt gekk upp.
„Við smullum saman á fyrstu æf-
ingu og söngurinn varð áreynslu-
laus,“ útskýrir Björn. Við jarðarför-
ina sungu félagarnir lögin Kveðja
eftir Bubba Morthens, Lýs milda ljós,
Líttu sérhvert sólarlag og Í bljúgri
bæn; lag Megasar við texta sr. Péturs
heitins Þórarinssonar, prests í Lauf-
ási við Eyjafjörð. Sjálfur var Björn
svo einsöngvari í laginu Rósin, eftir
Friðrik Jónsson við ljóð Guðmundar
Halldórssonar. Félagarnir eiga svo á
efnisskrá fleiri lög sem þeir hafa æft
og hæfa við útfarir og fleiri tilefni.
„Söngur við útfarir verður aldrei
vani. Sérstaklega gildir slíkt um at-
hafnir þar sem verið er að kveðja
yngra fólk og þá sem hafa fallið frá
mjög sviplega,“ segir Björn Friðrik,
sem gjarnan er einsöngvari á tón-
leikum sem Karlakór Reykjavíkur
stendur fyrir.
Tónlistin getur hjálpað
„Að standa fremst í kirkju and-
spænis gestum tekur á og einbeit-
ingin þarf að vera 100%. Hvernig
andrúmið í kirkjunni er ræðst annars
mjög af því hvernig presturinn talar,
hans er bæði að minnast hins látna og
gera aðstæðurnar syrgjendum bæri-
legri. Sumum prestum tekst þetta vel
og svo getur tónlist líka alltaf hjálp-
að,“ tiltekur Björn sem stundað hefur
söngnám um árabil. Að aðalstarfi er
hann framkvæmdastjóri rekstr-
arsviðs hjá Garðlist, Þorleifur er mál-
ari, Ólafur vörustjóri hjá A4 og Björn
Guðjón pípulagningamaður. Tónlistin
er hins vegar þeirra hálfa líf – og allir
ná þeir hinum eina sanna tóni.
Kyrrð við jarðarfarir
Kvartett félaga í Karlakór Reykjavíkur Smullu saman á æfingu Hver úr
sinni röddinni Andrúmið í kirkjunni ræðst af því hvernig presturinn talar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Söngfélagar Frá vinstri: Björn Friðrik Einisson, Ólafur Sveinsson, Þorleifur Kristinn Alfonsson og Björn Guðjón
Sigurðsson, sem mynda kvartettinn Kyrrð, stilltu sér upp til myndatöku í gær. Þeir ná vel saman í tónanna máli.
facebook.com/kvartettinnkyrrd
Í Árneshreppi
Ranghermt var í Morgunblaðinu á
fimmtudaginn að mynd af hreins-
unarstarfi á Ströndum væri tekin í
Bitrufirði. Hið rétta er að myndin
var tekin í Árneshreppi, nánar til-
tekið í Kolgrafarvík í landi Stóru-
Ávíkur. Urðartindur, Norðurfjörður
og Krossnesfjall eru í baksýn. Vel-
virðingar er beðist á mistökunum.
LEIÐRÉTT
Jafnlaunavottun hefur reynst snúið
og umfangsmikið verkefni fyrir
mörg sveitarfélög. Sveitarfélög
með fleiri en 25 starfsmenn áttu að
hafa fengið jafnlaunavottun fyrir
seinustu áramót. Það hefur ekki
gengið eftir.
Í umsögn Sambands íslenskra
sveitarfélaga við frumvarp for-
sætisráðherra um jafna stöðu og
jöfn laun kynjanna kemur fram að
nú í lok október hefur 21 sveitar-
félag fengið jafnlaunavottun en eft-
ir standa 33 sveitarfélög með 25
starfsmenn eða fleiri. ,,Jafnréttis-
stofa metur það svo að 15 sveitar-
félög til viðbótar verði búin að fá
vottun fyrir árslok og þ. á m. öll
fjölmennustu sveitarfélögin. Þá
munu 18 sveitarfélög standa eftir,
væntanlega aðallega þau í fámenn-
asta flokknum með undir 1.000
íbúa,“ segir m.a. í umsögn sam-
bandsins.
33 sveitarfélög hafa
ekki fengið vottun