Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 31.10.2020, Blaðsíða 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 30 ára Þóra fæddist í Óðinsvéum í Dan- mörku en ólst upp í Seljahverfinu í Breið- holti. Þóra er heil- brigðisverkfræðingur og er núna í dokt- orsnámi í því fagi í Há- skólanum í Reykjavík. „Ég starfa, með- fram náminu, sem þjálfari á Æfingastöðinni Grandi 101 og ég hef mikinn áhuga á almennri heilsurækt og líkamsrækt.“ Einnig teiknar Þóra og málar mikið í frístundum. Foreldrar: Sigmar Knútsson, f. 1961, rafmagnstæknifræðingur og Ólafía Svandís Grétarsdóttir, f. 1965, lífeinda- fræðingur og deildarstjóri sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Þóra Björg Sigmarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Yfirmaður þinn mun hugsanlega færa þér óvænt tíðindi í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar annarra. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki smámunasemina hefta þig. Ef þú hefur trú á sjálfri/sjálfum þér mun allt annað fylgja í kjölfarið. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu á varðbergi í fjármálum svo ekkert, hvorki smátt né stórt, geti komið þér þar á óvart. Gefðu börnunum tíma og sýndu vinum væntumþykju. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú færð oft góðar hugmyndir en týnir þeim jafnóðum niður. Fáðu aðra til að vinna með þér – ekki á móti þér. Nú er erf- iður tími til að hefja ástarsamband. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Í dag breytist allt í gull sem þú snert- ir. Láttu velgengnina ekki stíga þér til höf- uðs heldur gefa þér kraft til að halda áfram og gera enn betur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að fá sem mest út úr starfi þínu þannig að óleyst verkefni hrúgist ekki upp á skrifborðinu. Gríptu tækifærið og farðu út í náttúruna við fyrsta tækifæri. 23. sept. - 22. okt.  Vog Í viðskiptum geta margir fletir verið uppi á teningnum. Lykilatriðið er ekki hversu miklar tekjur þú ert með heldur hversu mikið þú getur sparað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hagaðu orðum þínum svo að ekkert fari á milli mála hvað þú átt við. Brjóttu daginn upp með einhverju skemmtilegu. Forðastu að detta niður í sjálfsásakanir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Sýndu fyrirhyggju í fjármálum því óvæntir atburðir geta gerst. Þér verður boðin vinna sem þér virðist vera frábær. 22. des. - 19. janúar Steingeit Gefðu þér tíma til hugleiðslu. Hvernig þú bregst við atburðum segir mik- ið um andlegan styrk þinn og af honum hefur þú nóg. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert hrókur alls fagnaðar og allir vilja vera nálægt þér. Gefðu þér tíma til þess að kanna fasteignamarkaðinn vel áður en þú lætur til skarar skríða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Aukið álag í vinnunni gæti komið niður á þér seinna. Ef þú þarft ráðgjöf þá verður þú að kunna að biðja um hana. Ekki er allt sem sýnist í ástamálum. Sölumaður deyr. Síðasta hlutverk hans var þjónninn í Kirsuberjagarð- inum 2011, en þá var Pétur kominn á eftirlaun. ett, Bazarov í Feðrum og sonum ár- ið 1998. Árið 2000 lék hann Lé konung í Borgarleikhúsinu og 2002 lék hann hlutverk Willy Lomans í P étur Einarsson leikari fæddist 31.10. 1940 í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1961 og segist hafa fengið leiklistar- bakteríuna eftir að hann lék í skóla- sýningum MA. Hann fór í Leiklist- arskóla LR og útskrifaðist þaðan árið 1964. Hann fékk fyrsta hlut- verkið á öðru ári í Leiklistarskól- anum, en það var hlutverk unga herrans í Ástarhringnum eftir Arthur Schnitzler. Ákvað að snúa heim Eftir útskrift var Pétur lausráð- inn hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en ákvað þá að víkka sjóndeildarhring- inn og fór í meistaranám í háskól- anum í Georgia í Bandaríkjunum og var þar árið 1965-6. Leiklistar- deildin rak sitt eigið leikhús og Pét- ur lék margs konar hlutverk og hann var um tíma að huga að því að starfa vestanhafs þegar hann fékk boð um að leika Arnes í Fjalla- Eyvindi heima á Íslandi. Ári síðar var hann fastráðinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þar sem hann vann lengst af, bæði sem leikari og leik- stjóri. Pétur vann líka mikið hjá Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar, þar sem hann var leik- hússtjóri. Langur leikferill Það er vart hægt að hafa tölu á öllum þeim leikritum sem Pétur hefur leikið í á fjölum leikhúsanna, enda var hann eitt af þekktustu andlitum leikhússins um fimmtíu ára skeið og sýningarnar farnar að nálgast 100. Má þar nefna Dúfna- veisluna, Fjalla-Eyvind, Leynimel 13, Atómstöðina, Skáld-Rósu, Hart í bak, Höll sumarlandsins, Íslensku mafíunni, Hinu ljósa mani svo að- eins séu örfá nefnd. Hann lék Greger Werle í Villiöndinni árið 1975 og ári seinna titilhlutverkið í Makbeð, Pabba Joad í Þrúgum reið- innar 1992, heimilisföðurinn Orgon í Tartuffe árið 1993. Sama ár lék hann einleikinn Býr Íslendingur hér, bæði heima og á þýsku í Berlín. Hann lék Rodriguez í Evu Lúnu ár- ið 1994 og ári seinna Max í Kabar- Pétur Einarsson leikari – 80 ára Á sviðinu í meira en hálfa öld Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hjónin Hér eru Pétur og eiginkona hans, Birgitte Heide listdansari. Margir muna eftir Pétri í hlut- verki Galdra-Lofts sem sýndur var annan í jólum 1970 í sjónvarpi allra landsmanna. Bæði var sýningin ein stærsta íslenska uppsetning sem sjónvarpið hafði tekist á við og síð- an þótti Pétur sýna stjörnuleik í hlutverki Lofts. Í gagnrýni Krist- jáns Bersa Ólafssonar sem birtist í Vísi 4.1. 1971 segir hann Pétur hafa unnið leiksigur í túlkun sinni á Lofti: „Hann [Pétur] hafði hlut- verkið á valdi sínu frá byrjun, túlk- aði geðsveiflur Lofts, ofsa hans og örvæntingu á sterkan hátt en sann- færandi, tókst að forðast að detta í þá gryfju að ofleika og breyta þar með tragedíu í gleðileik, en upp á þá hættu býður hlutverk Lofts óneit- anlega.“ Pétur lék einnig hlutverk Gunn- ars í sjónvarpsmynd Lárusar Ýmis Óskarssonar eftir leikverki Birgis Sigurðssonar, Degi vonar, árið 1988, í Gullna hliðinu, í Njálssögu, í Rétti og Hrauninu, svo eitthvað sé nefnt. Einnig hefur Pétur leikið eftir- minnileg hlutverk á hvíta tjaldinu, og má þar nefna Morðsögu, Engla alheimsins, Nóa albinóa, Mömmu Gógó og Kurteist fólk. Kennslan Pétur var fyrsti skólastjóri Leik- listarskóla Íslands (1975-1983) og byggði þar upp grunn að leiklist- armenntun, sem fluttist síðar yfir í Listaháskóla Íslands. Hann kenndi leiktúlkun bæði meðan hann var skólastjóri og síðar. Auk þess leik- stýrði hann fjölda verkefna, m.a. poppleiknum Óla, rokkóperunni Súperstar og Lokaæfingu. Síðan hafa margir Íslendingar notið hjálpar Péturs við að losa sig við tóbaksdjöfulinn, en hann hélt vinsæl námskeið um árabil eftir að- ferð Allen Carr, Auðveldu leiðinni til að hætta að reykja. Pétur var í leikhúsráði LR og einn af stofnendum Félags leik- stjóra á Íslandi og formaður þess um tíma. Hann var einnig formaður Sambands félaga leikstjóra á Norðurlöndum um nokkurt skeið. Auk þess var hann formaður leik- listarráðs 1980-1985, fulltrúi Íslands í Norræna leiklistarsambandinu, í Leikhúsið Hér er Pétur í hlutverki Willy Lomans í Sölumaður deyr, eftir Arthur Miller, árið 2002. 30 ára Kolfinna ólst upp í 101 og París en býr núna í Laugar- dalnum. Hún er leik- stjóri og var að ljúka við æfingar á óper- unni KOK, sem verður sýnd í Borgarleikhús- inu. Áhugamálin eru leikhús, kvikmyndir, kajak, sjórinn og dýpið og að sjálfsögðu hrekkjavakan eða „dagur hinna dauðu“. Maki: Sigurður Möller Sívertsen, f. 1990, kvikmyndaleikstjóri. Börn: Unnur, f. 2016 og Eysteinn, f. 2019. Foreldrar: Helena G.S. Magneudóttir, f. 1967, kvikmyndagerðarkona og Nicolas Pétur Blin, f. 1967, taugalífeðlisfræð- ingur. Kolfinna Nikulásdóttir Til hamingju með daginn Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.