Morgunblaðið - 28.10.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 28.10.2020, Síða 1
TÆKNINMUNMÓTAMARKAÐINNFORMÚLAN ORÐIN ÞREYTT neska anísvínið raki passar mjög vel við grillaðan fisk. 8 Ný kynslóð er að taka við keflinu í at- vinnulífi Suður-Kóreu en erfir vandamál og veikleika chaebol-kerfisins. 10 V SKIPTA 11 Tyrk Ð Gunnar Egill hjá Samkaupum segir smæð íslenska markaðarins töluverða áskorun og að kostnaðar- umhverfið sé verslunum óhagstætt. MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 Endurskoðun | Skattur | Ráðgjöf Ernst & Young ehf. Borgartúni 30, 105 Reykjavík ey.is Alþjóðleg þekking - persónuleg þjónusta Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Boeing ræðir nýja vél við Icelandair Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing leitar nú allra leiða til þess að fóta sig í sam- keppni við evrópska framleiðandann Airbus sem virðist vera með tögl og hagldir á mark- aðnum um þessar mundir. Á fyrstu níu mán- uðum ársins tilkynnti Boeing um 67 nýjar pantanir en 448 afpantanir á meðan Airbus til- kynnti yfir sama tímabil 370 nýjar pantanir og 70 afpantanir. Meðal þess sem Boeing horfir til er að geta mætt þörfum þeirra flugfélaga sem hingað til hafa reitt sig á 757-þoturnar sem nú eru komn- ar til ára sinna og flugfélög á borð við Ice- landair stefna á að losa úr flota sínum á næstu þremur til fimm árum. Þannig hefur Wall Street Journal greint frá því að Boeing hafi átt í viðræðum við hags- munaaðila, flugvélaleigufyrirtæki og flugfélög um fýsileika þess að hefja þróun á nýrri teg- und vélar sem tæki á bilinu 200-250 farþega. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að Ice- landair sé í þeim hópi og að Boeing vilji með samtalinu við félagið aftra því að stjórnendur þess ákveði fyrr en seinna að snúa viðskiptum sínum til Airbus. Sérfræðingar sem blaðið hef- ur rætt við á umliðnum mánuðum telja vélar á borð við A320 og A321 frá Airbus henta betur inn í leiðakerfi Icelandair en þær vélar sem Boeing hefur nú upp á að bjóða, þ.e. 737-MAX ásamt 767. Svo virðist sem Boeing hafi ýtt til hliðar fyrri hugmyndum um smíði hinnar svo- kölluðu NMA-vélar sem gengið var út frá að fengi einkennisnúmerið 797. Það var vél sem átti að fylla það skarð sem 757 hefur skilið eftir á markaðnum en hún átti samkvæmt áætlun- um að vera breiðþota og taka um eða yfir 250 farþega í sæti. Þótt nú gangi hugmyndir Boeing fremur út á smærri vél segja heimild- armenn ViðskiptaMoggans að margt í hönn- unarferli NMA-vélarinnar geti nýst við hönn- un þeirrar vélar sem nú er rætt um. Í viðtali sem ViðskiptaMogginn tók við Ray L. Conner, þáverandi forstjóra Boeing, í des- ember 2016 greindi hann frá því að stefnt væri að því að koma NMA-vélinni á markað eigi síð- ar en 2025. Var það talið mikilvægt vegna sam- keppninnar við Airbus. Hins vegar þóttu þau plön mjög bjartsýn og runnu endanlega út í sandinn þegar MAX-hneykslið reið yfir fram- leiðandann í marsmánuði í fyrra. Af því má ráða að vélin sem nú virðist á teikniborðinu muni ekki hefja sig til flugs fyrr en að löngum tíma liðnum og sennilega ekki fyrr en á fjórða áratug aldarinnar. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Boeing hefur átt í viðræðum við Icelandair Group ásamt fleiri við- skiptavinum um möguleikann á nýrri flugvél sem tæki 200-250 far- þega í sæti. AFP Boeing horfir nú til þess að hefja nýjan kafla eftir erfiðleikana viðvíkjandi MAX-vélarnar. EUR/ISK 28.4.'20 27.10.'20 165 160 155 150 145 140 159,35 165,1 Úrvalsvísitalan 2.300 2.200 2.100 2.000 1.900 1.800 1.700 28.4.'20 27.10.'20 1.869,24 2.258,09 Hugbúnaðarfyrirtækið Reon í Borg- artúni 27 hefur aukið tekjur sínar um þriðjung það sem af er þessu ári, mið- að við síðasta ár. Ástæðan er mörg umbótaverkefni sem snúa m.a. að sjálfvirknivæðingu í verslunum og á netinu. Í fyrra jók fyrirtækið tekjur sínar einnig mikið, og fór úr 138 millj- óna króna veltu árið 2018 upp í 276 milljónir. „Ástæðan fyrir tekjuvextinum er að við erum að vinna að mörgum umbóta- verkefnum sem snúa m.a. að sjálf- virknivæðingu í verslunum og á net- inu. Þetta tengist faraldrinum með beinum hætti, og því hvernig við- skiptavinir okkar eru að laga sig að ástandinu. Rétt fyrir fyrstu bylgju far- aldursins sem dæmi vorum við byrjuð að þróa app fyrir Krónuna. Þegar far- aldurinn skall á var allt sett á fullt og við unnum dag og nótt til að koma appinu út. Það tókst furðu áfallalaust. Starfsfólk Krónunnar, önnur þróun- arteymi og mörg hundruð viðskipta- vinir tóku þátt í prófunum. Við gátum strax þjónustað fullt af viðskiptavinum sem þurftu nauðsynlega á heimsend- um matvörum að halda,“ segir Elvar Örn Þormar, framkvæmdastjóri Reon. En þó að vel gangi núna er ekki langt síðan fyrirtækið horfði fram á mögulegt gjaldþrot. Fyrirtækið þróaði kerfi sem kallaðist Launaskil, en einni viku eftir að kerfið var opnað barst lögbannskrafa. „Þarna var á ferðinni fyrrverandi viðskiptavinur sem taldi sig eiga hugmyndina. Við fórum með málið fyrir dóm, og unnum það á öllum stigum, en málið gerði okk- ur næstum því gjaldþrota.“ Í sókn eftir að hafa orðið nær gjaldþrota Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Elvar Örn segir að félagið hafi komið að sjálfvirknivæðingu í verslunum. Tekjur Reon hafa vaxið mikið síðustu ár, en fyrir- tækið rambaði á barmi gjaldþrots fyrir fáum árum. 6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.