Morgunblaðið - 28.10.2020, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020FRÉTTIR
HÖFUÐLJÓS m. rafhlöðum
HEAD LITE A
3-fyrir-2
MATSALA
Domino’s Pizza Group hefur hafið
formlegt söluferli á Domino’s á Ís-
landi. Hefur breska fyrirtækið
fengið Deloitte til liðs við sig til
þess að annast verkið. Íslenska
rekstrarfélagið er hins vegar ekki
það eina sem Domino’s Pizza Group
hyggst selja því samhliða ferlinu
hér heima leitar fyrirtækið nýrra
eigenda að rekstrinum í Svíþjóð og
Sviss. Samkvæmt upplýsingum sem
ViðskiptaMogginn aflaði hjá Dom-
ino’s Pizza Group er það markmið
félagsins að starfsemi Domino’s í
þessum löndum haldist óröskuð
þótt eignarhaldið breytist. Umsjón-
armaður söluferlisins fyrir hönd
Deloitte er Runólfur Þór Sanders
og segir hann aðspurður að í kaup-
um á fyrirtækjunum felist einstakt
tækifæri til þess að kaupa heimild-
ina til að notast við vörumerki
stærsta pizzafyrirtækis í heimi.
Domino’s Pizza Group hefur um
nokkurt skeið haft söluferli þetta á
prjónunum. ViðskiptaMogginn
greindi frá því í febrúar að Birgir
Þór Bieltvedt fjárfestir skoðaði
möguleikann á því að kaupa starf-
semina hér á landi. Hann hafði þá
þegar keypt samsvarandi fyrirtæki
af Domino’s Pizza Group í Noregi.
Það var hins vegar Birgir sjálfur
sem seldi núverandi eiganda starf-
semina í tveimur hlutum á árunum
2016 og 2017.
Óljóst er á þessari stundu hvort
eða hvernig aðkomu Birgis verður
háttað að ferlinu nú. Hann hefur
hins vegar tvívegis áður verið eig-
andi að starfseminni hér á landi.
Hann kom að stofnun fyrirtækisins
á sínum tíma en seldi það 2005 en
kom aftur að því 2011 í kjölfar þess
að bankinn tók starfsemina yfir af
þáverandi eigendum.
Hefja söluferlið á
Domino’s á Íslandi
Morgunblaðið/Eggert
Domino’s Pizza Group vill draga sig
út úr rekstrinum hér á landi.
„Þetta er fyrsta stöðin sem við setj-
um upp á Íslandi sem byggist á
þriðju kynslóð hleðslustöðva frá
Tesla. Þetta er ofurhleðslustöð sem
getur sinnt 8 bílum í senn og há-
markshleðslan er 250 kW á hvern
bíl.“
Þannig lýsir
Ole Gudbrann
Hempel, sem
stýrir uppbygg-
ingu ofur-
hleðslustöðva
Tesla á Norður-
löndum, nýjustu
framkvæmd
fyrirtækisins hér
á landi. Er það
stöð sem staðsett er við Staðarskála
í Hrútafirði og rafmagni verður
hleypt á í næstu viku.
Áður hefur fyrirtækið sett upp há-
hraðahleðslur á Krókhálsi og í Foss-
vogi í Reykjavík en þær eru af ann-
arri kynslóð tækninnar.
„Við höfum greint þörfina á stöðv-
um af þessu tagi og það var eðlilegt
fyrsta skref að byggja stöð mitt á
milli Akureyrar og Reykjavíkur,
stærstu þéttbýlisstaðanna á Norð-
urlandi og suðvesturhorni landsins.
Við munum svo sjá hvernig notkunin
verður og ákveða næstu skref út frá
því.“
Hann bendir á að fyrirtækið hafi
það á stefnuskrá sinni að tengja
hringveginn með þessum hætti á
Akureyri, Egilsstöðum, Höfn í
Hornafirði, Kirkjubæjarklaustri og
á svæðinu í kringum Selfoss.
„Við setjum að lágmarki upp fjór-
ar stöðvar á hverjum stað en við
horfum ekki aðeins til núverandi
nýtingar heldur hvernig við sjáum
þróunina fyrir okkur. Við erum líka
mjög meðvituð um að viðskiptavinir
okkar, eigendur Tesla-bifreiða,
sætta sig ekki við að bíða lengi eftir
því að komast í hleðslu og þess
vegna miðum við uppsetninguna yf-
irleitt við háannatíma en ekki notk-
un eins og hún er að jafnaði,“ segir
Ole Gudbrann.
Ætla að hraða uppbyggingunni
Spurður út í það hversu langan
tíma það muni taka Tesla að byggja
upp stöðvanet hringinn um landið
segir Ole Gudbrann að sá tími sé
ekki talinn í mörgum árum. Fyrir-
tækið leggi metnað sinn í að koma
þessum stöðvum upp. Hins vegar
hafi kórónuveiran hægt á fram-
kvæmdum og að það hafi t.d. reynst
þrautin þyngri að koma tækni-
sérfræðingum til landsins til að
vinna að stöðinni við Staðarskála.
Starfsstöð Ole Gudbrann er rétt
utan Oslóar og þaðan stýrir hann
uppbyggingunni þar í landi, í Dan-
mörku, Svíþjóð, Finnlandi og á Ís-
landi. Norðmenn eru raunar framar
öllum öðrum þjóðum í þessum efn-
um og Tesla hefur byggt upp geysi-
lega stórt net hrað- og ofurhleðslu-
stöðva þar í landi.
„Stöðvarnar í Noregi eru nú orðn-
ar 67 og hægt er að hlaða 932 bíla á
hverjum tíma í þeim. Stærsta stöðin
í Evrópu er í Nebbenes, skammt frá
Gardemoen-flugvelli, og hún tekur
44 bíla í senn.“
Hann segir að þótt uppbyggingin
hafi verið mikil í Noregi sé litið til
enn frekari útvíkkunar þjónust-
unnar þar, líkt og hér.
„Vöxturinn er mikill og við ætlum
að fylgja eftir aukinni sölu á Tesla.
En hvert og eitt land er sérstakt og
hefur sínar þarfir. Það er t.d. mikill
munur milli Svíþjóðar og Noregs,
bæði hvað varðar hæðarmismun og
vegalengdir milli þéttbýlisstaða.
Þess vegna er uppbyggingarferlið
einstakt á hverjum stað.“
Langöflugustu stöðvar landsins
Líkt og áður sagði er stöðin í
Hrútafirði geysilega öflug og getur
hlaðið á 250 kW. Til samanburðar er
hleðslunetið sem Orkusjóður hins
opinbera hefur styrkt uppsetningu á
keyrt á 150 kW. Fyrstu hraðhleðslu-
stöðvarnar sem ON setti upp, og
vöktu mikla athygli, hlóðu á 50 kWh
og því má segja að Tesla-stöðvarnar
séu fimmfalt öflugri.
„Á nýjustu stöðinni er hægt að
fullhlaða Tesla-bifreið með stóru
rafhlöðunni (100 kWh) á 25-30 mín-
útum. Í fæstum tilvikum þarf fólk
hins vegar svo langan tíma og hefð-
bundið stopp er 15 mínútur. Það má
t.d. auka drægni Tesla 3 bíls með
stóru rafhlöðunni um 120 km með
fimm mínútna hleðslu. Við lítum
svo á að flestir muni hlaða bílana
áfram við heimili sín eða á vinnu-
stað og þá þarf oftast að bæta lítilli
hleðslu við á ofurhleðslustöðvunum
svo hægt sé að komast auðveldlega
á áfangastað, jafnvel þót ferðast sé
landshluta á milli. Búnaðurinn í bíl-
unum aðstoðar ökumennina við að
meta þörfina fyrir hleðslu.“
Spurður um verðskrá þjónust-
unnar á ofurhleðslustöðvunum seg-
ir Ole Gudbrann að fyrirtækið leggi
áherslu á sanngjarnt verð en að
þessi leið verði alltaf sú dýrasta
þegar kemur að því að hlaða Tesla.
„Þessi búnaður er mjög dýr en
okkar markmið er að þótt fólk
myndi einvörðungu notast við ofur-
hleðslustöðvarnar þá væri það samt
sem áður ódýrara en að ferðast um
á bíl með sprengihreyfli.“
Segir hann að hver kílóvattstund
muni kosta 44 krónur. Því sýnir
grófur útreikningur blaðamanns að
það kosti Tesla S eiganda 2.640
krónur að hlaða rafhlöðuna sína í
Hrútafirði úr 20% í 80%.
Tesla hefur ekki sótt styrki til
uppbyggingarinnar í Hrútafirði, að
sögn Ole Gudbrann.
„Tesla treystir ekki á opinber
framlög í uppbyggingu hleðslunets-
ins, hvorki hér né annars staðar á
Norðurlöndum. Þessar stöðvar eru
auk þess aðeins opnar fyrir eigendur
Tesla-bifreiða.“
Næg orka til í kerfinu
Hann segir að ekki hafi reynst
erfitt að útvega raforku til stöðv-
arinnar í Hrútafirði og að samstarfið
við Landsnet hafi gengið vel. Hins
vegar kunni að skapast flöskuhálsar
annars staðar á landinu og auk þess
sé það kostnaðarsamt fyrir fyrir-
tækið að tryggja næga orku á álags-
tímum.
„Við horfum kannski upp á há-
marksnotkun á stöðvunum nokkrum
sinnum á nokkurra mánaða tímabili
en þurfum að borga fullt verð fyrir
aðgengi að mikilli orku yfir mun
lengra tímabil. Í þessu öllu felast
ákveðnar áskoranir.“
Ole Gudbrann kveinkar sér hins
vegar ekki undan áskorununum sem
í uppbyggingunni felast.
„Við erum eini stóri bílaframleið-
andinn sem ver engu fjármagni í
auglýsingastarfsemi. Okkar auglýs-
ing er ánægðir viðskiptavinir sem
njóta góðrar þjónustu.“
Eldri bílar þurfa uppfærslu
Hann tekur fram í tengslum við
opnun stöðvarinnar í Hrútafirði að
þeir sem fluttu sjálfir inn Tesla S og
X bíla fyrir mitt ár 2019 þurfi í ein-
hverjum tilvikum að láta uppfæra
hleðslubúnaðinn hjá sér, ætli þeir
sér að nota háhraðahleðslustöðvar
fyrirtækisins. Til þess að þeir geti
það þurfa bílarnir að vera búnir svo-
kölluðu CCS-tengi en allir bílarnir
sem seldir hafa verið í gegnum Tesla
á Íslandi eru með slíkum búnaði.
„Þeir sem ekki eru með CCS geta
haft samband við okkur og það er
ekki mikill kostnaður fólginn í að
koma þessum búnaði í bílana.“
Ofurhleðsla Tesla í póstnúmeri 500
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í lok þessarar viku verður
fyrsta ofurhleðslustöð
Tesla á Íslandi opnuð.
Staðsetningin er engin til-
viljun - Hrútafjörður.
Ofurhleðslustöð Tesla í Hrútafirði er langöflugasta stöð sinnar tegundar á Íslandi og getur tekið við átta Tesla-
bifreiðum í einu. Tesla 3 bifreið þarf aðeins að tengjast í 5 mínútur til þess að auka drægni sína um 120 kílómetra.
Ole Gudbrann
Hempel