Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 6
hverfinu. Fyrir tilviljun enduðum við á fundi hjá KPMG endurskoðunarfyrirtækinu í Borgartúni 27. Þeir sögðust eiga handa okkur hálfa þriðju hæðina í húsinu, um 400 fermetra pláss. Það var auðvitað allt of stórt fyrir okkur á þessum tíma, enda vorum við bara fimm sem störfuðum hjá Reon. Daginn eftir fékk ég þá flugu í höfuðið að við myndum einfaldlega stofna okkar eigið frumkvöðlasetur í samstarfi við KPMG, til að geta haldið áfram að starfa í sprotaumhverfi.“ Frumkvöðlasetrið, sem gengur í dag undir nafninu Musterið, er nú 915 fermetrar og nær yfir alla þriðju hæðina í Borgartúni 27. „Þarna leigja 20 flott fyrirtæki aðstöðu, fyrirtæki eins og Lava Cheese, Sportabler, Mussila, Smitten, Authentez og Taktikal. Þetta hefur gengið vel.“ Elvar segir að Reon sjálft sé flutt upp á fjórðu hæð í sama húsi. „Við stækkuðum og þurftum meira pláss. Musterisfyrirtæki eru á þremur hæðum í húsinu. Reon og tengd félög eru þar af að með tæpar tvær hæðir.“ Draumurinn um vöruþróun lifir Eins og kom fram í byrjun greinarinnar hef- ur Reon ekki verið mikið fyrir að vekja á sér athygli. Þeir vinna að sögn Elvars frekar á bak við tjöldin, og láta verkin tala. Viðskiptavin- irnir eru meðal annars Krónan, N1, Arion banki, Elko, Samgöngustofa, Vörður, Greiðslu- miðlun, Nespresso og Reykjavíkurborg. En þó svo að hugbúnaðarstarfið gangi vel, og standi undir nær öllum tekjunum, þá lifir draumurinn um að verða „vörufyrirtæki“ enn góðu lífi. „Við höfum gert allskonar tilraunir í þeim efnum og kannski ekki haft erindi sem erfiði ennþá.“ Elvar rifjar upp dæmi af fyrstu vörunni sem félagið kláraði. Það verkefni endaði í dómsal. „Þetta var hugbúnaðarkerfi sem við kölluðum Launaskil. Við lögðum gríðarlega vinnu í þetta kerfi, en svo einni viku eftir að við opnuðum það fengum við umslag inn um bréfalúguna með kröfu um lögbann. Þarna var á ferðinni fyrrverandi viðskiptavinur sem taldi sig eiga hugmyndina. Við fórum með málið fyrir dóm og unnum það á öllum stigum, en málið gerði okkur næstum því gjaldþrota. Allt sem við höfðum upp úr krafsinu voru 500 þúsund króna bætur,“ segir Elvar sem segist í dag geta brosað að öllu saman. „En þetta var alveg hræðilegt mál, og í raun er furðulegt að við höfum ekki farið á hausinn. Við unnum nær launalaust í meira en heilt ár. Það tók okkur tvö til þrjú ár að jafna okkur eftir þennan málarekstur.“ Elvar segir að þegar litið sé til baka viti hann ekki almennilega af hverju hann ákvað að taka slaginn, en líklega sé þrjósku um að kenna. Málið hafði líka þær afleiðingar að var- an sjálf dó drottni sínum. „Meðan málarekst- urinn stóð yfir máttum við ekki uppfæra bún- aðinn né selja, og hann varð smátt og smátt Eftir að blaðamaður ViðskiptaMoggans hafði heilsað Elvari Erni Þormar, framkvæmda- stjóra og stofnanda Reon, og beðið um samtal, spurði Elvar á móti hvort blaðamaður hefði þekkt til Reon áður en hann tók upp símann og hringdi. Undirritaður varð að viðurkenna að hann hafði fátt vitað um félagið. „Við höfum ekki markaðssett okkur mikið. Okkar þjónusta hefur spurst út. Jafnvel þó þú hafir nær aldrei heyrt um okkur þá erum við orðin eitt stærsta sjálfstæða hugbúnaðarhúsið á Íslandi, fyrir ut- an risana Advania og Origo,“ segir Elvar. Sagan á bak við Reon, sem fagnar tíu ára af- mæli á næsta ári, er forvitnileg. „Við stofn- uðum Reon í febrúar árið 2011. Þetta var furðuleg byrjun, svona þegar maður lítur til baka,“ segir Elvar. „Hugmyndin var að fá einkaleyfi fyrir nýstárlegum búnaði á fartölv- ur. Við fengum til þess 500 þúsund króna styrk, sem auðvitað dugði ekki neitt, en við höfðum mikla trú á hugmyndinni. Við vildum fara alla leið og leituðum leiða til að fjármagna verkefnið. Að lokum fórum við að forrita önnur verkefni til að afla fjár fyrir einkaleyfinu. Síðar kom í ljós að það er meira en að segja það að sækja um einkaleyfi fyrir vélbúnaði.“ Hugmyndin sem Reon hafði fengið snerist um að gera fólki kleift að vera með tvo eða fleiri virka skjái á fartölvum og í snjalltækjum á hverjum tíma. Kostar 10-15 milljónir Spurður um hve mikið fé hefði nægt til að leggja inn einkaleyfaumsókn, segir Elvar að til dæmis sé Reon í dag með tvö einkaleyfi sem fyrirtækið sé nýlega búið að tryggja sér. „Bara lögfræðikostnaðurinn er 5-6 milljónir króna. Svo þarf að borga sérstök gjöld fyrir hvert ein- asta land sem þú sækir um einkaleyfi í. Þetta gæti hlaupið á samtals 10-15 milljónum króna fyrir hvert einkaleyfi. Ofan á það kemur allur kostnaðurinn við þróun vörunnar.“ Að gera nýja fartölvu er djörf hugmynd, enda eru margir risar á alþjóðlegum tölvu- markaði. „Við vorum stórhuga. Við vildum stofna verksmiðju til þess arna. Við reyndum að vinna þessu brautargengi og töluðum við fjölda aðila, en allt kom fyrir ekki. Svona eftir á að hyggja var það auðvitað borin von að stofna fartölvuverksmiðju á Íslandi.“ Elvar segir að ef Reon hefði haft nægt út- hald hefði það getað uppskorið ríkulega. Lykil- atriði í því hefði verið að ná að viðhalda einka- leyfinu og selja það. Reon hafi verið á undan sínum tíma með hugmyndina. Síðar hafi sam- bærileg hugmynd orðið að veruleika hjá öðrum tölvuframleiðanda. „Við höfðum ekki efni á að halda þessu áfram.“ Fyrstu árin var Reon með skrifstofu hjá Ný- sköpunarmiðstöð Íslands, í gamla Íslands- bankahúsinu í Lækjargötu, sem nú er búið að rífa. „Þegar Nýsköpunarmiðstöð fór úr húsinu í lok árs 2014 þurftum við að flytja. Við vorum samt ekki alveg tilbúin að fara úr sprotaum- úreltur. Það grátlega við þetta er að við vorum komnir með 5-600 notendur strax í fyrstu vik- unni eftir að við settum kerfið af stað.“ Blaðamaður hefur áhuga á að vita ögn meira um forsögu málsins. Elvar segir að Reon hafi þarna verið að vinna fyrir aðila sem samdi við þá árið 2014 um að gera stórt launakerfi, sem átti að taka við peningum og gera skilagreinar til lífeyrissjóða. Fyrirtækið hafi ráðið inn tvo forritara og lagt mikla vinnu í búnaðinn, en sá sem fékk Reon til verksins hafi aldrei greitt krónu af því sem um var samið. „Þarna vorum við búnir að byggja upp mikla þekkingu á öllu er snýr að skatta- og lífeyriskerfinu. Þegar sá sem fékk okkur til að vinna verkið greiðir ekki, segjum við upp samningum og nýtum þekk- ingu okkar til að gera okkar eigin vöru sem þó var ekki skyld þeirri sem við vorum ráðin til að gera. Úr þessu varð skilakerfi fyrir einyrkja, sjálf- stætt starfandi blaðamenn, íþróttamenn, forrit- ara o.s.frv. En eftir málareksturinn vorum við búnir með alla peningana okkar og þurftum einfaldlega að fara að vinna að öðru til að bjarga okkur frá gjaldþroti.“ Blaðamaður biður Elvar að nefna fleiri vörur sem fyrirtækið hefur unnið að. Elvar nefnir Búnaðarbankann sem dæmi. „Búnaðarbankinn er eins og nafnið ber með sér kerfi til að halda utan um allan búnaðinn sem þú átt. Þar er átt við alls konar lausamuni eins og stóla, borð, tölvur, ljós eða annað. Kerfið heldur utan um þetta fyrir þig. Hvar þetta er geymt og í hvaða ástandi þetta er. Að auki getur maður tryggt búnaðinn í gegnum kerfið.“ Elvar segir að Búnaðarbankinn sé kominn út í tilraunaútgáfu, og verið sé að prófa virkn- ina. Vantar 400 milljónir í lækningatæki Hér á undan hefur verið fjallað um þróun Reon á eigin hugbúnaði og þjónustu við ýmis stórfyrirtæki. En félagið hefur meira á sinni könnu. „Við eigum fyrirtæki í Hollandi sem þróar lækningatæki, Tulipa Medical. Þetta eru klip- tangir fyrir speglunarskurðaðgerðir. Skorið er fimm millimetra gat á líkamann og inn um það fer töngin og klípur. Það sem gerir hana frá- brugðna hefðbundinni klípitöng er að hún er búin til úr einu málmstykki. Á henni eru því engin liðamót auk þess sem í henni er krafta- jafnari sem gerir lækninum kleift að finna bet- ur fyrir því sem hann er að klípa í. Þetta er mikilvægt því stór ástæða fyrir auknum legu- tíma sjúklinga á sjúkrahúsum er innvortis áverkar sem læknar valda. Með því að minnka líkur á slíkum áverkum styttist legutími. Við það sparast heilmiklir peningar, aðgerðin verð- ur öruggari og sjúklingurinn heilbrigðari.“ Elvar segir að ef vel gangi sé þarna um milljarða hugmynd að ræða. „Læknatækja- markaðurinn er að mörgu leyti óhefðbundinn og tímafrekur. Þar ráða 3-4 aðilar lögum og lofum, og að fá svona tæki samþykkt og skráð er langur ferill. Það er búið að setja um 200 Svo mörg spennandi tækifæri Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þó að hugbúnaðarfyrirtækið Reon fái nær allar tekjur sínar fyrir þróun og viðhald hugbúnaðar, og vinni fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins, hefur það mörg önnur járn í eldinum. Hugmyndin á bak við félagið er óvenjuleg og framtíðin gæti orðið verulega spennandi. ” Við ætlum að setja 200 milljónir af okkar eigin pen- ingum í verkefnið á næstu 18-24 mánuðum, og á móti kemur stærri fjárfestir með um einn milljarð króna. 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020VIÐTAL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.