Morgunblaðið - 28.10.2020, Qupperneq 12
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 10–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
HÄSTENS VERSLUN
Faxafeni 5, Reykjavík
588 8477
VERTU VAKANDI
Í FYRSTA SKIPTI
Á ÆVINNI
Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná
fullkomnum nætursvefni. Rúmin eru framleidd með einstöku samspili
handverks og hráefna þar sem hvergi eru gerðar málamiðlanir í gæðum
náttúrulegra efna eða tíma við óþreytandi handverkið.
Þú sérð það ekki en þú munt fi nna fyrir því. Allan sólarhringinn.
Heimsæktu Hästens í Faxafeni eða pantaðu vörulistann á hastens.com.
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Icelandair ætlar að fljúga til 32 …
Hjálpartæki ástalífsins fyrir milljarð
41 fyrirtæki gjaldþrota í september
Lentu í kapphlaupi við Microsoft
Á stærð við þvottahús Landsp …
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Booking Factory, breskt
bókunarfyrirtæki fyrir gististaði sem
Origo festi kaup á í fyrra, hefur bætt
við sig 100 nýjum viðskiptavinum
það sem af er þessu ári, þrátt fyrir
að ferðaþjónustan sé að stórum hluta
í lamasessi, bæði hér á landi og er-
lendis. Samtals er fyrirtækið nú með
eitt þúsund viðskiptavini í 33 löndum,
þar á meðal hér á Íslandi.
Steinar Atli Skarphéðinsson, verk-
efnastjóri Booking Factory hjá
Origo, segir í samtali við Viðskipta-
Moggann að vöxturinn á þessu ári
hafi komið ánægjulega á óvart, en
hann sé afrakstur vinnu síðustu
tveggja ára. „Ég er búinn að halda
fyrirlestra í tvö ár um að hótel og
gististaðir ættu að gefa sér tíma til
að uppfæra tæknimálin með sjálf-
virkni að leiðarljósi, og bæta verk-
ferla, tekjustýringu o.fl.,“ segir
Steinar. Hann segir að margir hafi
verið til í að spjalla, en fáir gefið sér
tíma til að skipta um bókunarkerfi,
sem þó sé að sögn Steinars einfalt og
fljótgert.
„Við héldum til dæmis ráðstefnu í
október árið 2019 og sýndum fram á
að íslenskt hótel sem tók búnaðinn í
notkun hafði aukið tekjur sínar um
39% milli ára. Þetta fór fyrir ofan
garð og neðan hjá flestum, þó að 120
aðilar hafi mætt á fundinn.“
Þegar faraldurinn hófst vissi
Steinar ekki hvort hótelin myndu
svara í símann, en svo kom í ljós að
fræin sem sáð hafði verið höfðu áhrif
og Booking Factory fór að fá símtöl
og tölvupósta. „Geirinn var greini-
lega farinn að horfa inn á við og
skoða hvernig hægt væri að gera
hlutina betur og ná fram hagræði.“
Fram undan eru ýmsar nýjungar
hjá Booking Factory og samstarfs-
aðilum. Nefnir Steinar til dæmis
nýja virkni sem muni gjörbreyta sölu
inni á herbergjum (e. room service)
og annarri sölu innan gististaðarins,
s.s. í heilsulindum og útisvæðum.
Það stórbæti þjónustu og auki tekjur
af hverjum viðskiptavini.
Retreat-hótel Bláa lónsins notar búnaðinn frá Booking Factory.
Tíu manns starfa við þróun lausnarinnar á hugbúnaðarlausnasviði Origo.
100 nýir í
faraldrinum
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Steinar Atli Skarphéðins-
son hjá Booking Factory,
segir að hótel séu nú mót-
tækileg fyrir nýjum tækni-
lausnum.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Þau ánægjulegu tíðindi urðu í gærað þrír ráðherrar í ríkisstjórn
Íslands lögðu fram minnisblað fyrir
ríkisstjórn sem miðar að því að auð-
velda erlendum ríkisborgurum, utan
EES, að dvelja á Íslandi í allt að sex
mánuði og stunda vinnu sína hjá er-
lendum fyrirtækjum í fjarvinnu.
Hingað til hefur heimild af þessu
tagi markast af 90 daga hámarki.
Hins vegar segir í tilkynningu ráð-
herranna að skoðað verði hvort
lengja megi heimildina enn frekar.
Þetta er af hinu góða og mun tilskemmri og lengri tíma, vegna
kórónuveirunnar og án, auka sam-
keppnishæfni Íslands. Nú þegar gef-
ið hefur á bátinn verða stjórnvöld að
leita allra leiða – líkt og þessarar –
til þess að gera vinnumarkaðinn og
atvinnulífið sveigjanlegra og þar
með betur í stakk búið til að keppa á
alþjóðlegum mörkuðum um starfs-
fólk, hugvit og hugmyndir.
Meðal þess sem þarf að gera erað lækka skatta og álögur
hvar sem því verður við komið og ýta
til hliðar kreddum um að atvinnu-
vegum sem vegni vel skuli refsað
með aukinni skattheimtu. Það er
besta leiðin til þes að stækka kökuna
og til lengri tíma auka getu atvinnu-
lífsins til þess að standa undir þeirri
miklu samneyslu sem fylgir heil-
brigðis-, velferðar- og mennta-
kerfinu hér á landi.
Raunhæfni
og sam-
keppni
Í liðinni viku gaf Morgunblaðið útsérblað tileinkað fyrirtækjunum
sem samkvæmt mati Creditinfo telj-
ast framúrskarandi 2020. Að þessu
sinni voru fyrirtækin 842 talsins og
fækkaði nokkuð frá síðasta ári. Til
þess að komast á listann verða fyrir-
tækin að uppfylla ströng skilyrði,
m.a. að hafa skilað hagnaði þrjú ár í
röð, að eigið fé þeirra sé jákvætt,
eignir að lágmarki 100 milljónir og
þau verða að hafa sterkt lánshæfis-
mat og standa í skilum með sínar
skuldbindingar.
Það er sérstakt fagnaðarefni aðsvo mörg fyrirtæki skuli fylla
þennan lista og það gefur til kynna
hversu þróttmikið atvinnulífið á Ís-
landi er. Tölurnar sem Creditinfo
byggir vottun sína á koma þó að
stórum hluta úr ársreikningum fyr-
irtækjanna fyrir árið 2019 þótt raun-
tímagögn séu einnig lögð til grund-
vallar. Sennilegt má telja að nokkuð
muni kvarnast úr hópnum á næsta
ári enda yfirstandandi rekstrarár
eitt það mest krefjandi sem flestir
hafa upplifað.
Í blaðinu fyrrnefnda er rætt viðfjölmarga stjórnendur fyrirtækja
sem á listanum eru. Fyrirtækin eru
eins ólík og þau eru mörg og hið
sama má segja um stjórnendurna.
Þeir eru á öllum aldri, af báðum
kynjum og bakgrunnurinn eins ólík-
ur og verða má. En allt þetta fólk
hefur sögur að segja af sorgum og
sigrum. Í þeirra tilvikum eru sigr-
arnir þó stærri en hitt, enda vitnar
gott gengi fyrirtækjanna um það.
Þar liggur einatt að baki útsjónar-
semi, dugnaður, úthald og auðvitað
heppni sem aldrei skyldi vanmeta.
Það er ástæða til að gleðjast yfirþví að íslenskt atvinnulíf skuli
státa af svo glæsilegum fyrirtækjum
sem þeim sem fylla listann hjá Cre-
ditinfo. Alstaðar þar sem vel gengur
sprettur hins vegar öfundin upp.
Það var eins og við manninn mælt að
helstu málaliðar RÚV tóku að gagn-
rýna listann þegar hann var birtur
og leituðu í sínu hafurtaski að ljót-
ustu orðunum sem tiltæk voru það
sinnið til að lýsa listanum og fram-
taki Creditinfo. Fullyrtu fylgihnett-
irnir að fyrirtækin hefðu jafnvel
greitt fyrir umfjöllunina á síðum
blaðsins. En fréttanefið brást þeim
eins og fyrri daginn. Hefðu þeir lesið
viðtölin hefðu þeir séð að þarna voru
góðar fréttir á ferð. Og þeim sleppir
enginn góður blaðamaður – hvað svo
sem RÚV-klíkan hefur um málið að
segja.
Framúrskarandi hópur
Verkefnastjórn á Flat-
eyri hefur úthlutað
styrkjum til 15 verk-
efna að upphæð alls
níu milljónir.
Nýsköpun á
Flateyri
1
2
3
4
5