Morgunblaðið - 28.10.2020, Side 2

Morgunblaðið - 28.10.2020, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020FRÉTTIR VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) Mesta lækkun FESTI -2,25% 152,00 Mesta hækkun SIMINN +4,11% 7,48 S&P 500 NASDAQ -0,68% 11.427,711 -1,59% 3.398,74 -0,93% 5.732,00 FTSE 100 NIKKEI 225 28.4.'20 28.4.'2027.10.'20 1.400 1.816,25 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 41,18 +0,05% 23.485,80 1.800 27.10.'20 1.504,5 50 30 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 20,46 „Ég hef áhyggjur af því að í stærsta sveitarfélaginu verði lítið um íbúðir af þessu tagi,“ segir Sigurður Hann- esson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins. Breytingar á lögum um húsnæðismál taka gildi nk. sunnudag og blaðamaður ræddi af því tilefni við Sigurð um möguleg áhrif hlut- deildaralána á byggingariðnaðinn. Nýtt hagstjórnartæki verður til „Þetta mál hefur farið frekar hljótt en ég man ekki eftir úrræði á hús- næðismarkaði sem er jafn framboðs- hvetjandi,“ segir Sigurður um nýju lánin. Þarna sé kominn hvati til að byggja nýtt og hagkvæmt íbúðar- húsnæði sem vöntun sé á. Hann telur að ákveðinn markaðs- brestur hafi átt sér stað þar sem ekki var byggt í takt við þarfir kaupenda. Ákall hafi verið eftir hagkvæmum íbúðum en „áherslan hafi verið á dýr- ari íbúðir miðsvæðis“. Þess vegna sé hið nýja kerfi mjög gagnlegt til að koma af stað ákveðinni leiðréttingu á þessum markaði. En kerfið er líka hagstjórnartæki segir Sigurður. Það sé hægt að minnka umsvif þess í þenslu og gefa í þegar samdráttur ríkir. Þannig geti það virkað sem sveiflujafnari á hag- kerfið. Sveiflur verða almennt meiri í byggingariðnaði en öðrum geirum segir Sigurður, sem geti verið býsna kostnaðarsamt. Því sé mjög eftir- sóknarvert að geta dregið úr þeim og aukið stöðugleika á þessum markaði. Byggja inn í reglugerðarammann Samkvæmt þeim drögum að reglu- gerð sem liggja fyrir er gert ráð fyrir að þær íbúðir sem rúmist innan kerf- isins séu af ákveðinni gerð t.d. hvað varðar stærð, herbergisfjölda og söluverð. Aðspurður segist Sigurður hafa orðið var við áhuga félagsmanna, sem fylgist vel með framvindu máls- ins og séu farnir að „máta sig inn í þetta kerfi“. Hann segist eiga von á því að þetta muni leiða til aukins framboðs á hagstæðu húsnæði eins og að er stefnt og íbúðir verði byggð- ar innan þessa nýja ramma. Um áhyggjur þess efnis að ramm- inn verði of þröngur, t.d. hvað varðar söluverð og áhrif mögulegrar hækk- unar á byggingarverði, segist Sig- urður ekki hafa orðið var við sér- stakar áhyggjur þar að lútandi. Vissulega þurfi að endurskoða for- sendurnar reglulega eftir því sem tímar líða en eins og þetta líti út og hefur verið kynnt sé ekki ástæða til annars en að telja þetta „fyllilega raunhæft“. Reynir á sveitarfélögin Verktaki sem blaðamaður ræddi við bendir á að lóðaskortur og hækk- andi lóðaverð sé orðinn vaxandi vandi. Um þann þátt segir Sigurður að nú reyni ekki bara á byggingariðnaðinn að framleiða íbúðir, heldur líka á sveitarfélögin að gera það sem að þeim snýr, þ.e. skaffa lóðir, skipu- leggja og tryggja leyfisveitingar. Vilji þau taka þátt í þessari nýju teg- und af hagkvæmri uppbyggingu verði þau að spila með og bjóða fram ný byggingarsvæði. „Því verður ekki náð fram á þéttingarreitum, þannig er hinn kaldi veruleiki,“ segir Sig- urður um hvaða hugarfarsbreyting þarf að eiga sér stað. Niðurstöður úr nýjustu íbúða- talningu segir hann gefa til kynna samdrátt á nýbyggingum og fá ný verkefni séu í farvatninu. Hvað varð- ar íbúðir á síðari stigum bendir Sig- urður á að 66 íbúðir hafi verið taldar í Reykjavík og af þeim séu 60 á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Af því megi ráða að almenni markaðurinn hafi ekki farið af stað með verkefni í Reykjavík upp á síðkastið og „það sýni svart á hvítu hvernig staðan sé núna í þessu sveitarfélagi“. „Það kæmi mér ekki á óvart að sveitarfélög úti á landi yrðu viljugri að stuðla að slíkri uppbyggingu hjá sér,“ segir Sigurður, en annars telur hann líklegt að tilkoma hlutdeildar- lána muni að einhverju leyti leiða til samkeppni milli sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu. Í stærra samhengi segir Sigurður að þetta úrræði sé einmitt það sem þurfi við núverandi aðstæður, þ.e. að reyna að tryggja að ekki verði skort- ur á íbúðarhúsnæði eftir nokkur ár. Sagan hafi kennt okkur hvert það leiði; til hækkunar fasteignaverðs; ólgu á vinnumarkaði og óraunhæfrar kjarasamningsgerðar. Sveitarfélög þurfa að spýta í lófana Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Áhrif hlutdeildarlána á byggingariðnað eru enn óskrifað blað að sögn framkvæmdastjóra SI. Morgunblaðið/Eggert Samtök iðnaðarins gera ráð fyrir að byggingarverktakar muni sýna nýjum og hagkvæmari íbúðum áhuga. Sveitarfélög verði þó að bregðast við. STOÐTÆKNI Stoðtækjafyrirtækið Össur hagn- aðist um 15 milljónir Bandaríkjadala á þriðja fjórðungi ársins, eða um 2 milljarða íslenskra króna. Það er sama niðurstaða og á sama tíma í fyrra. Eignir Össurar í lok tímabilsins námu 1.148 milljónum dala, eða 161 milljarði króna. Eigið fé Össurar nam í lok fjórðungsins 557 milljónum dala eða 78 milljörðum króna. Eig- infjárhlutfall fyrirtækisins er 49%. Sala nam 24 milljörðum króna Í uppgjöri félagsins segir einnig að sala á fjórðungnum hafi numið 172 milljónum Bandaríkjadala, eða 24 milljörðum íslenskra króna. Sölu- vöxtur í staðbundinni mynt nam 1% og innri vöxtur var neikvæður um 5%. Þá segir í fréttatilkynningunni að sala félagsins haldi áfram að batna milli mánaða en hún varð fyrir áhrifum í fjórðungnum vegna að- gerða til að hefta útbreiðslu kór- ónuveirunnar. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir í tilkynningu frá félaginu að frá byrjun apríl 2020 hafi sala Össurar verið að aukast á öllum helstu við- skiptamörkuðum félagsins og hafi verið á bilinu 90-100% af sölu síðasta árs í þriðja ársfjórðungi. „Á nokkr- um mörkuðum í Asíu og Evrópu er- um við einnig að sjá sölu vegna upp- safnaðrar eftirspurnar. Þrátt fyrir að sölutölur sýni greinileg batamerki er enn óljóst hversu lengi áhrif CO- VID-19 muni vara á okkar helstu mörkuðum. Ég er sannfærður um að faraldurinn muni ekki leiða til breyt- inga á eftirspurn eftir vörum okkar og þjónustu til lengri tíma litið. Að- hald í breytilegum kostnaði skilaði sér í góðum rekstrarhagnaði þrátt fyrir neikvæð áhrif á sölu. Við erum einnig ánægð með að hafa gengið frá sölunni á Gibaud í Frakklandi til Innothera í lok september.“ Sterk lausafjárstaða Lausafjárstaða Össurar er sterk eins og kemur fram í tilkynningunni, en handbært fé auk ódreginna lána- lína nam 313 milljónum Bandaríkja- dala í lok júní, eða 43 milljörðum ís- lenskra króna. Fjárhagsáætlun Össurar fyrir seinni helming ársins 2020 er óbreytt samkvæmt tilkynningunni, eða 0% til -8% neikvæður innri vöxtur. Hagnaður Össurar 2 ma. á þriðja fjórðungi Morgunblaðið/Eggert Jón Sigurðsson telur að faraldurinn valdi ekki breytingu á eftirspurn. Styrkir úr Samstarfsjóði við atvinnulífið um heimsmarkmiðin Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir eru úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heims- markmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna í þróunarríkjum. Hefur fyrirtæki þitt áhuga á að leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og á sama tíma sækjast eftir nýjum viðskiptatækifærum og aukinni samkeppnishæfni? Samstarfssjóðurinn skapar ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu. Sjóðurinn er opinn fyrir umsóknum frá skráðum fyrirtækjum. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnu- sköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum. Sérstök áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna og jákvæð umhverfisáhrif verkefna. Listi yfir gjaldgeng samstarfslönd er að finna á vef sjóðsins. Umsóknir þurfa að berast í gegnum miðlæga þjónustugátt hins opinbera: island.is/samstarfssjodur fyrir lok 7. desember 2020. Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á netfangið atvinnulif.styrkir@utn.stjr.is eigi síðar en 30. nóvember. Allar nánari upplýsingar og verklagsreglur á utn.is/samstarfssjodur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.