Morgunblaðið - 28.10.2020, Side 7
„En þetta var alveg hræðilegt mál
og í raun er furðulegt að við höfum
ekki farið á hausinn,“ segir Elvar um
málareksturinn vegna Launaskila.
milljónir króna í verkefnið nú þegar, bæði okk-
ar eigið fé og styrki frá Íslandi og Hollandi.
Nú vantar okkur 400 milljónir til viðbótar.“
Forsaga Tulipa Medical er sú að einn af
stofnendum Reon, Ásþór Tryggvi Steinþórs-
son, fór í meistaranám í Tækniháskólann í
Delft í Hollandi, TU Delft. Þar tengdist hann
verkefni sem snerist um að koma hugmyndum
í rannsóknarfasa og tengja atvinnulífinu. „Við
buðum okkur fram til að taka þessa hugmynd
lengra með Ásþóri og fengum 200 þúsund evra
styrk frá hollenska ríkinu til að afla tilskilinna
leyfa o.s.frv.“
Opnuðu verkstæði í Keldnaholti
Elvar segir að eitt leiði af öðru, og að því
kom að Ásþór vildi koma til Íslands og halda
þar áfram að vinna að frumgerð tangarinnar.
Hér hafi hins vegar vantað rétta verkstæðið.
„Við hittum ráðherra og forsvarsmenn háskóla
og allir voru spenntir fyrir að setja upp verk-
stæði fyrir svona frumgerðir. En þegar á
hólminn var komið, og setja þurfti pening í
verkefnið, þá heyrðist ekki múkk í neinum. Við
enduðum því á að gera þetta sjálfir. Við keypt-
um öll nauðsynleg tæki og opnuðum svo verk-
stæðið fyrir öðrum frumkvöðlum. Verkstæðið,
sem kallast Frumgerðin, fékk aðstöðu í
Keldnaholti hjá Nýsköpunarmiðstöð, enda höf-
um við alltaf átt gott samstarf við þá stofnun.“
Nú er starfsemi Frumgerðarinnar í uppnámi
því til stendur að loka Nýsköpunarmiðstöð Ís-
lands um áramótin. „Við höfum hitt Þórdísi
Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýsköpunar-
ráðherra í þeirri von að finna nýjan stað fyrir
Frumgerðina, og er sú vinna í góðum farvegi.“
Við Elvar víkjum nú að öðru, en Reon hefur
verið að breikka þjónustuframboð sitt að und-
anförnu með því að kaupa önnur fyrirtæki, að
hluta eða öllu leyti. „Við keyptum ráðgjafar-
fyrirtækið KoiKoi í byrjun þessa árs. Félagið
sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Þá
erum við nýbúin að kaupa fjórðungshlut í
hönnunarstofunni Jökulá. Ennfremur fjár-
festum við í Taktikal, og eigum nú rétt undir
10% hlut, en Taktikal hjálpar fyrirtækjum að
endurhanna og sjálfvirknivæða ferla fyrir raf-
rænar undirskriftir. Einnig eigum við 43% hlut
í spjallvélmennafyrirtækinu Konvolut ehf. á
móti Taktikal og Arion banka. Konvolut býður
upp á rafrænar undirritanir og auðkenningar.“
Setja 200 m.kr. í nýtt fjárfestingarfélag
Eins og farið er að teiknast upp í þessu
spjalli okkar Elvars er Reon alls ekki hefð-
bundið hugbúnaðarhús, heldur fyrirtæki sem
rekur einnig verkstæði, frumkvöðlasetur og
hefur stækkað með fjárfestingum í öðrum
fyrirtækjum. „Samantekið hefur þetta svo leitt
okkur inn á enn nýja braut,“ útskýrir Elvar.
Þarna á Elvar við nýstofnað
fjárfestingarfyrirtæki sem ber vinnuheitið
Reon Rocket. „Verkefnið er unnið samkvæmt
erlendri fyrirmynd. Við ætlum að setja 200
milljónir af okkar eigin peningum í verkefnið á
næstu 18-24 mánuðum, og á móti kemur stærri
fjárfestir með um einn milljarð króna. Á ensku
heitir þetta „Full Service Venture Builder“ eða
í lauslegri íslenskri þýðingu; Frumkvöðla-
fjárfesting með fullri þjónustu“.“
Eins og Elvar útskýrir fyrir blaðamanni
munu Reon og tengd fyrirtæki aðstoða fyrir-
tæki í Reon Rocket við að koma undir sig fót-
unum, ásamt því að fjárfesta í þeim fyrir um-
talsverðar upphæðir. „Við höfum fengið Kára
Þór Rúnarsson til liðs við okkur í verkefnið
sem framkvæmdastjóra, en hann hefur mikla
reynslu af uppbyggingu sprotafyrirtækja og
hefur náð góðum árangri með þeim fyrir-
tækjum sem hann hefur komið að, m.a. Klara
og Authenteq. Hugmyndin er að keyra hverja
hugmynd áfram í þrjá til sex mánuði og leggja
henni til 10-15 milljónir króna. Ef hugmyndin
sannar sig á þessum tíma, þá eru fjárfestar
með okkur í liði sem fara með fyrirtækið
áfram í sprotafjármögnun upp á 100-120 millj-
ónir króna. Þá hverfur viðkomandi fyrirtæki úr
okkar umhverfi yfir í sérstakt félag. Sett verð-
ur upp teymi sem hjálpar hugmyndinni yfir á
næsta stig. Þetta verður svona eins og færi-
band þar sem við leggjum til alla okkar þekk-
ingu og eflum fyrirtækið til frekari landvinn-
inga.“
Elvar segir að allar tegundir af fyrirtækjum
komi til greina í Reon Rocket. Að verkefninu
koma einnig KPMG með viðskiptaráðgjöf og
Lagahvoll með lögfræðiráðgjöf. „Með öllu
þessu viljum við reyna að gulltryggja að hug-
myndin nái árangri.“
Elvar segir að þessa dagana eigi sér stað
viðræður við nokkra áhugasama fjárfesta. „Það
er ekki víst ennþá hvort það verða einn eða
fleiri sem munu fjármagna pakkann eftir að
okkar fjármagni sleppir. Ef við komumst upp
með að vinna bara með einum aðila þá væri
það hentugast.“
Inntur eftir því hvort hann hafi einhvern
tímann verið spurður að því hvort Reon sé
mögulega með of mörg járn í eldinum, hlær
hann. „Já, ég hef heyrt það. Þetta skrifast ef-
laust á mig skuldlaust en það eru svo mörg
spennandi tækifæri til staðar. Fólkið sem ég
vinn með kvartar stundum, en með þessu er ég
líka að ná stjórn á hlutunum og koma óreið-
unni í ákveðið ferli.“
Sextán starfsmenn vinna hjá Reon og bráð-
um bætast tveir til viðbótar í hópinn. „Þetta er
aðeins að stækka hjá okkur, en við ætlum ekki
að verða mikið fleiri en tuttugu hjá Reon. Hjá
KoiKoi vinna fjórir og í Jökulá eru átta starfs-
menn.“
Veltan aukist um þriðjung í faraldrinum
Að lokum er komið að spurningu sem flest
fyrirtæki fá nú um stundir, þ.e. um hvernig
Reon hafi fótað sig í kórónuveirufaraldrinum.
Elvar segir að velta fyrirtækisins hafi aukist
um þriðjung á árinu. Til samanburðar tvöfald-
aðist velta Reon milli áranna 2018 og 2019 og
fór úr 138 milljónum króna upp í 276 milljónir.
„Ástæðan fyrir tekjuvextinum er að við er-
um að vinna að mörgum umbótaverkefnum
sem snúa m.a. að sjálfvirknivæðingu í versl-
unum og á netinu. Þetta tengist faraldrinum
með beinum hætti, og því hvernig viðskipta-
vinir okkar eru að laga sig að ástandinu. Rétt
fyrir fyrstu bylgju faraldursins, sem dæmi,
vorum við byrjuð að þróa app fyrir Krónuna.
Þegar faraldurinn skall á var allt sett á fullt og
við unnum dag og nótt til að koma appinu út.
Það tókst furðu áfallalaust. Starfsfólk Krón-
unnar, önnur þróunarteymi og mörg hundruð
viðskiptavinir tóku þátt í prófunum. Við gátum
strax þjónustað fullt af viðskiptavinum sem
þurftu nauðsynlega á heimsendum matvörum
að halda.“
Hann segir að önnur ástæða fyrir velgengni
á árinu sé að félagið hafi ekki verið með nein
ferðaþjónustufyrirtæki í viðskiptum. Þau hafa
sem kunnugt er orðið harðast úti í veirufar-
aldrinum. „Við lentum því ekki í neinum vand-
ræðum tengdum veirunni. Það hefur verið þétt
dagskrá hjá mínu fólki og feikinóg að gera.“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Fyrstu hugmyndirnar sem fara eiga í
gegnum fjárfestingarfélagið Reon Roc-
ket eru tvö verkefni sem Reon sjálft er
með í smíðum. Annars vegar Bún-
aðarbankinn, sem heldur utan um bún-
að fyrirtækja og tryggir hann, og hins
vegar Team Health. „Team Health varð
til hér innanhúss og mælir líðan starfs-
fólksins. Það er spurt reglulega að því
t.d. hvort gaman sé í vinnunni, hvort
verkefnin séu skemmtileg og hvort
ánægja sé með vörurnar, o.s.frv. Þetta
er gert á persónulegan hátt og byggist á
módeli sem sænska streymisveitan
Spotify þróaði. Einnig er hægt að nota
búnaðinn til að mæla líðan viðskiptavina. Ef líðan þeirra sýnir merki um niðursveiflu eða pirr-
ing er hægt að bregðast við tímanlega, sem getur verið mjög verðmætt.“
Spurður um hvaðan bolmagn Reon til að fara í 200 milljóna króna fjárfestingu í Reon Roc-
ket kemur, segir Elvar að Reon hafi ávallt fjárfest dyggilega í nýsköpun en með þessari að-
gerð sé verið að setja betri ramma utan um þessar fjárfestingar og koma þeim í ferli. „Rekst-
ur félagsins hefur gengið vel undanfarin ár og fjárfestingar skilað arði sem eigendur kjósa að
endurfjárfesta í spennandi tækifærum.“
Reon Rocket mun fara af stað í nóvember nk. og fyrsta kastið, eða á næstu tveimur árum,
er miðað við að tíu hugmyndir klári ferlið.
Elvar segir að Reon hafi ávallt fjárfest dyggilega í ný-
sköpun en með stofnun Reon Rocket sé settur betri
rammi utan um þessar fjárfestingar.
Búnaðarbankinn er fyrstur á dagskrá
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 7VIÐTAL