Morgunblaðið - 28.10.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 28.10.2020, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020SJÓNARHÓLL Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 ára og eldri EGGERT Háir vextir á lánum viðskiptabankanna til fyrir-tækja hafa valdið mörgum atvinnurekendumheilabrotum undanfarin misseri. Á sama tíma og Seðlabankinn hefur farið með stýrivexti niður í sögulegt lágmark hefur vaxtaálag bankanna á fyrir- tækjalánum hækkað og þótt það hafi mögulega náð toppi í vor eða sumar er það enn hátt í alþjóðlegum samanburði. Margvíslegar aðgerðir Seðlabankans, aðrar en vaxtabreytingar, sem gripið hefur verið til vegna kórónuveirufaraldursins til að rýmka um stöðu bankanna, virðast ekki hafa skilað sér sem skyldi í lægri vöxtum á lánum til fyrirtækja. Hátt vaxtaálag bankanna á fyrirtækjalánum er al- mennt vandamál og snýr ekki bara að fyrirtækjum sem eru í vandræðum vegna heimsfaraldursins og búa þannig til áhættu í lánabókum bankanna. All- nokkur dæmi eru um fyrirtæki sem standa vel og hafa jafnvel aldrei gengið betur, en hafa engu að síður mátt þola verulegar hækkanir á vöxtum á lánum sínum undanfarin misseri. Um- ræðan um drjúgar hækk- anir á vaxtaálagi bankanna þrátt fyrir lækkandi stýrivexti hófst fyrir um ári og var orðin hávær á fyrri hluta ársins, áður en nokkur sá fyrir að afleið- ingar heimsfaraldursins yrðu jafnalvarlegar og raun ber vitni. Þrjár ástæður eru líklegar fyrir því að vaxtaálag bankanna hefur farið hækkandi og er hátt í alþjóð- legum samanburði. Í fyrsta lagi er kostnaður bankakerfisins einfald- lega ennþá of hár, þrátt fyrir fækkun starfsmanna og útibúa undanfarin ár. Rekstrarkostnaður viðskipta- bankanna þriggja hefur undanfarin ár verið um 90 milljarðar króna á ári, eða um 3% af landsfram- leiðslu. Þar af er launakostnaður um helmingur. Því var velt upp í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjár- málakerfið, sem kom út fyrir tveimur árum, hvort aukið samstarf bankanna varðandi innviði og grunn- kerfi gæti stuðlað að kostnaðarlækkun. Þar má finna fyrirmynd í undanþágu, sem bankarnir fengu frá samkeppnislögum 2017 til að reka sameiginlegt seðlaver. Á þessu sviði eru áreiðanlega fleiri tæki- færi. Í öðru lagi er alkunna að við stofnun nýju bank- anna eftir hrun voru færðar til þeirra eignir úr gömlu bönkunum á virði sem endurspeglaði þá miklu óvissu sem einkenndi innlent efnahagslíf á þeim tíma. Við uppgang efnahagslífsins, einkum ferðaþjónust- unnar, á árunum eftir hrun gjörbreyttust efnahags- horfur til hins betra, sem gerði að verkum að ýmsar eignir sem bankarnir höfðu fengið á hrakvirði urðu skyndilega verðmætar. Þessi verðmætaaukning er meginástæða þess að bankarnir skiluðu að meðaltali góðri arðsemi á árunum 2014 og 2015, en uppfærsla á vanmetnum eignum bankanna kláraðist síðan án þess að þeirri grundvallarbreytingu sem skilvirkni kerfisins hefur vantað – kostn- aðarhagræðingu – hefði verið náð. Þá virðist hafa verið gripið til þess einfalda ráðs að hækka vaxtaálag til að laga arðsemina. Í þriðja lagi er fjármálamark- aðurinn á Íslandi fákeppnismark- aður. Hár múr í formi íslenzku krónunnar ver bankana fyrir samkeppni frá alþjóðlegum bönk- um, sem dettur ekki í hug að taka þá áhættu sem í því felst að keppa á örmarkaði með sveiflukenndan örgjaldmiðil. Krónumúrinn veitir bönkunum enn skilvirkari vernd fyrir alþjóðlegri samkeppni en einhverjir hæstu tollmúrar heims veita landbúnaðinum. Það eru eingöngu stór fyrirtæki, flest með tekjur í erlendri mynt, sem geta leitað á náðir alþjóðlegs fjármálamarkaðar til að fjármagna sig. Minni og meðalstór fyrirtæki eiga ekki aðra kosti en að skipta við íslenzku bankana. Og af því að þeir fá ekki alvöru samkeppni hafa þeir ekki hvata til að hagræða eins og þarf til að geta boðið fyrir- tækjalán á samkeppnishæfu verði. Seðlabankinn getur vissulega gert meira til að reyna að ýta vöxtum á fyrirtækjalánum niður – og ætti að gera það, burtséð frá stöðunni vegna heims- faraldursins. En íslenzk fyrirtæki munu ekki fá lán á sambærilegum kjörum og fyrirtæki í nágrannalönd- unum nema við ræðum stóru myndina; rekstrar- umhverfi innlendra fjármálastofnana og þá sam- keppnishvata sem þær hafa. ATVINNULÍF Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Vaxtaverkir ” Þrjár ástæður eru líkleg- ar fyrir því að vaxtaálag bankanna hefur farið hækkandi og er hátt í al- þjóðlegum samanburði. Það sýnir ágætlega hve fátæklegt áfengisúrval íslenskir neytendur búa við að engin einasta Vínbúð selur an- ísdrykkinn raki. Ef verslun með áfengi væri gefin frjáls myndi hann Yusuf Koca í Istan- bul Market á Grensásvegi ekki bíða boðanna heldur fylla eins og eina hillu af þessum merkilega áfenga drykk sem Tyrkirnir halda alveg sér- staklega upp á en fólk kann líka að meta á Grikklandi, á Balkanskagan- um og alla leið austur til Kasakstan. Hvílíkt ævintýri það væri ef frelsið á áfengismarkaði væri jafn mikið á Ís- landi og það er víðast hvar annars staðar á Vesturlöndum, enda viðbúið að hinar ýmsu sérverslanir myndu auka fjölbreytileikann í áfengis- framboðinu með tegundum sem stóru heildsalarnir sjá ekki hag sinn í að flytja inn í gámavís eða innkaupa- stjórar ÁTVR sýna engan áhuga á að setja í sölu. Landsmenn eru að missa af miklu því það er skemmtileg upplifun að drekka gott raki. Er þó ekki alveg sama hvernig drykkurinn er fram- reiddur og ágætt að fræða lesendur um grundvallaratriðin: Raki er best að drekka úr meðal- stóru, mjóu en háu glasi. Auk vín- flöskunnar þarf að hafa vel kælt vatn við höndina því vatninu er blandað út í drykkinn og umbreytist þá tær vökvinn og verður mjólkurlitaður. Prýðilegt er að blanda einn skammt af raki saman við 3-4 skammta af vatni. Því kaldara sem raki er, því betra, en sumum þykir fullmikið að bæta ísmola út í glasið því það getur deyft anísbragðið. Raki á að drekka með mat, og helst í góðum félagsskap. Tyrkneskir smá- réttir – meze – passa vel með raki sem og grillaður fiskur. Þegar raki- flaskan er tekin fram gildir að njóta hægt, eiga innilegar samræður og skála endrum og sinnum. Tyrkirnir skála, nota bene, með botni raki- glassins og þykir afskaplega dóna- legt að reka glasið utan í efri hlutan á glasi sessunautarins. Raki er bruggað úr vínberjum og drykkurinn bragðbættur með anís. Anísinn gefur keim sem minnir á lakkrís og ætti raki því að falla í kramið hjá íslensku Tópasþjóðinni. Óblandað er raki mjög sterkt, eða með um 45% áfengishlutfall að jafn- aði, en þegar búið er að þynna drykk- inn út með vatni er hann álíka sterk- ur og dæmigert rauðvín. Framleiðendur raki eru ótalmargir Tyrkneskur þjóðar- drykkur fyrir ís- lenska bragðlauka HIÐ LJÚFA LÍF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.